Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 1
96 SÍÐUR B/C/D 225. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • Rennsli í Grímsvötn eins og 10 Þjórsár • Gosmökkur í 4-5 km hæð yfir sjávarmáli • IV2 milljarða króna mannvirki í hættu • Gjóskufall á Norður- landi • Bændum ráðlagt að hýsa búfénað • Búist við stórhlaupi úr Grímsvötnum Eldur í iðrum Vatnajökuls ÖSKUGOS hófst úr um sex kíló- metra langri gossprungu í Vatna- jökli á milli Grímsvatna og Bárðarbungu klukkan rúmlega fimm í gærmorgun. Sjónarvottar sáu hvítan bólstur yfir gosstöðv- unum um klukkan fjögur um nótt- ina og svarta súlu stíga upp klukkan átján mínútur yfir fimm. í gærdag varð vart við töluverðar sprengingar líkt og í Surtseyjar- gosinu á sínum tíma og þeyttu sprengingarnar ösku upp í 300-500 metra hæð og náði gos- mökkurinn allt að fimm kílómetra hæð. I Grímsvötn hafa runnið um 5.000 rúmmetrar af vatni á sek- úndu og var búist við að hlaup gæti hafist í Grímsvötnum í nótt eða í morgun. Forsætisráðherra hélt síðdegis í gær fund með sam- gönguráðherra, utanríkisráðherra, vegamálastjóra, veðurstofustjóra og forstjóra Landhelgisgæslunnar sem jafnframt er formaður Al- mannavarna ríksins. Sagði forsæt- isráðherra að fundinum loknum að forstöðumönnum stofnana hefði verið gefið fullt umboð til að grípa til ráðstafana gegn hættu sem skapast gæti af eldgosinu. Gosið raskaði flugsamgöngum í gær því síðdegis þótti ekki óhætt að fljúga norður þar sem aska var í lofti. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum fer askan mjög illa með hreyfla flugvéla og því ógnar hún flugöryggi. Líkur voru á veru- legri röskun á áætlun Flugleiða í dag vegna ösku í lofti. I gærkvöldi höfðu Veðurstof- unni borist tilkynningar um lítils- háttar gjóskufall á Blönduósi, í Blöndudal, Svínadal, á Akureyri og í Reykhólasveit. Búist var við að gjóska gæti haldið áfram að berast yfir norðaustanvert landið fyrri part dagsins í dag. Jarðskjálfti hleypti gosinu af stað Páll Einarsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla íslands, segir að umbrotin undir Vatna- jökli, sem hófust á sunnudag, tengist virkni sem fyrst varð vart í fyrrasumar. Þar koma þrjár meg- ineldstöðvar við sögu, en þær eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Ham- arinn, eða Lokahryggur sem ligg- ur austur af honum. Hlaup varð í Skaftá í júlí í fyrra og aukin skjálftavirkni fylgdi í kjölfarið næstu mánuði á svæðinu. í febr- úar varð svo öflug jarðskjálfta- hrina í Hamrinum og síðan frekar lítið Skaftárhlaup í ágúst sem kom úr vestari Skaftárkatlinum á Lokahiygg. Síðan hófust umbrot í Bárðarbungu síðastliðinn sunnu- dag með stórum jarðskjálfta sem virðist hafa hleypt af stað gosi í Grímsvötnum. ■ EIdgosið/4, 12, 36, 37 og 72. Ljósmynd/Ingvai* Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.