Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D 225. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • Rennsli í Grímsvötn eins og 10 Þjórsár • Gosmökkur í 4-5 km hæð yfir sjávarmáli • IV2 milljarða króna mannvirki í hættu • Gjóskufall á Norður- landi • Bændum ráðlagt að hýsa búfénað • Búist við stórhlaupi úr Grímsvötnum Eldur í iðrum Vatnajökuls ÖSKUGOS hófst úr um sex kíló- metra langri gossprungu í Vatna- jökli á milli Grímsvatna og Bárðarbungu klukkan rúmlega fimm í gærmorgun. Sjónarvottar sáu hvítan bólstur yfir gosstöðv- unum um klukkan fjögur um nótt- ina og svarta súlu stíga upp klukkan átján mínútur yfir fimm. í gærdag varð vart við töluverðar sprengingar líkt og í Surtseyjar- gosinu á sínum tíma og þeyttu sprengingarnar ösku upp í 300-500 metra hæð og náði gos- mökkurinn allt að fimm kílómetra hæð. I Grímsvötn hafa runnið um 5.000 rúmmetrar af vatni á sek- úndu og var búist við að hlaup gæti hafist í Grímsvötnum í nótt eða í morgun. Forsætisráðherra hélt síðdegis í gær fund með sam- gönguráðherra, utanríkisráðherra, vegamálastjóra, veðurstofustjóra og forstjóra Landhelgisgæslunnar sem jafnframt er formaður Al- mannavarna ríksins. Sagði forsæt- isráðherra að fundinum loknum að forstöðumönnum stofnana hefði verið gefið fullt umboð til að grípa til ráðstafana gegn hættu sem skapast gæti af eldgosinu. Gosið raskaði flugsamgöngum í gær því síðdegis þótti ekki óhætt að fljúga norður þar sem aska var í lofti. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum fer askan mjög illa með hreyfla flugvéla og því ógnar hún flugöryggi. Líkur voru á veru- legri röskun á áætlun Flugleiða í dag vegna ösku í lofti. I gærkvöldi höfðu Veðurstof- unni borist tilkynningar um lítils- háttar gjóskufall á Blönduósi, í Blöndudal, Svínadal, á Akureyri og í Reykhólasveit. Búist var við að gjóska gæti haldið áfram að berast yfir norðaustanvert landið fyrri part dagsins í dag. Jarðskjálfti hleypti gosinu af stað Páll Einarsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla íslands, segir að umbrotin undir Vatna- jökli, sem hófust á sunnudag, tengist virkni sem fyrst varð vart í fyrrasumar. Þar koma þrjár meg- ineldstöðvar við sögu, en þær eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Ham- arinn, eða Lokahryggur sem ligg- ur austur af honum. Hlaup varð í Skaftá í júlí í fyrra og aukin skjálftavirkni fylgdi í kjölfarið næstu mánuði á svæðinu. í febr- úar varð svo öflug jarðskjálfta- hrina í Hamrinum og síðan frekar lítið Skaftárhlaup í ágúst sem kom úr vestari Skaftárkatlinum á Lokahiygg. Síðan hófust umbrot í Bárðarbungu síðastliðinn sunnu- dag með stórum jarðskjálfta sem virðist hafa hleypt af stað gosi í Grímsvötnum. ■ EIdgosið/4, 12, 36, 37 og 72. Ljósmynd/Ingvai* Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.