Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 59

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 59
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 59 I 1 I . < ( i ( i < < < < < I f I MORGUNBLAÐIÐ Sósíalistafélagið Hvatt til samstöðu launafólks Sósíalistafélagið hefur samþykkt ályktun þar sem launþegar eru hvattir til að knýja fram bætt kjör og réttindi í næstu kjarasamningum með órofa samstöðu. í ályktuninni segir að undangeng- in ár hafi ákaft verið þrengt að kjör- um almennings á Islandi. Jafnframt hafi skipuiega verið grafið undan því félagslega öryggisneti sem kallað hafi verið velferðarkerfi. Nú sé séu heilbrigðis- og tryggingarmál í rúst svo að öryggi almennings sé ógnað. Um leið og atvinnuleysi hafi fest sig í sessi sé fátækt og örbirgð orðin úrbreitt félagslegt vandamál. Hinir atvinnulausu séu sviptir grundvall- armannréttindum og notaðir til að grafa undan kjarasamningum. „Baráttan fyrir endurreisn vel- ferðarkerfisins er knýjandi nauðsyn sem allir vinstri menn og verkalýðs- sinnar verða að sameinast um. I komandi kjarasamningum er komið að hinum aimenna félagsmanni í verkalýðsfélögunum að knýja fram bætt kjör og réttindi með órofa sam- stöðu. Það hefur sýnt sig bæði hér á landi og annars staðar að atvinnu- rekendur og ríkisvald skilja ekkert annað en samtakamátt verkalýðs- hreyfingarinnar," segir í ályktun- inni. Heimdallur Ákvörðun Sam- keppnisráðs fagnað STJÓRN Heimdallar fagnar þeirri stefnumörkun sem kemur fram í ákvörðun Samkeppnisráðs um full- kominn aðskilnað Útfararstofu kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykj avíkurprófastsdæmis. I ályktun segir að í ákvörðun ráðs- ins sé með afgerandi hætti kveðið á um þau skilyrði sem opinber fyrir- tæki þurfi að uppfylla varðandi sam- keppnisstarfsemi. Mælt sé fyrir um fullan aðskilnað milli þeirra þátta í starfseminni sem eru í samkeppni og þeirra þátta sem njóta opinbers stuðnings eða einkaréttar. Ákvörðun Samkeppnisráðs feli í sér að opinber fyrirtæki sem stundi samkeppnis- rekstur eigi að búa við sömu aðstæð- ur og einkafyrirtæki, eftir því sem við verði komið. „Ákvörðun samkeppnislaga og túlkun þeirra, sem m.a. birtist í þess- ari ákvörðun Samkeppnisráðs, gefa ríkisstjórn og Alþingi tilefni til að taka til endurskoðunar á hvaða svið- um ríki á að láta til sín taka og hvar ekki. Engin rök eru fyrir því að hið opinbera haldi uppi starfsemi á sviðum þar sem fjölmargir einka- aðilar hafi haslað sér völl og mikil samkeppni ríkir. Því er réttast að slíkir þættir í starfsemi opinberra fyrirtækja og stofnana verði einkav- æddir,“ segir síðan í ályktun Heim- dallar. Afmæiissýning P&S UM ÞESSAR mundir eru liðin 90 ár frá því að símaþjónusta á Islandi hófst og í tilefni af því hefur verið sett upp sérstök afmælissýning í Póst- og símaminjasafninu á Aust- urgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru m.a. ýmis skjöl og munir frá fyrstu áratugum síma- þjónustunnar. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari og Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur hafa annast uppsetningu sýningarinnar. Sýningin verður opin næstu vikur á sýningartíma safnsins, en það er opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15 til 18. Aðgangur er ókeypis. FRÉTTIR Morgunblaðið/Stefán Ólafsson EIGENDUR Húsgagnavals, Ólöf Gísladóttir og Jóhann Gunnars- son ásamt Guðrúnu Ásu dóttur sinni. Ný húsgagna- verslun á Höfn Höfn. Morgunbiaðið. HJÓNIN Jóhann Gunnarsson og Óiöf Gísladóttir opnuðu 26. sept- ember sl. verslunina Húsgagna- val á Höfn. Verslunin er til húsa í gam- alli verbúð sem faðir Ólafar, Gísli Þorvaldsson, keypti og breytti í verslun árið 1979. Sam- tals er verslunarpláss um 300 fm á tveimur hæðum og eru húsakynni öll hin vistlegustu. Um 200 manns komu í verslunina opnunardaginn og var greinilegt á viðskiptavinum að þeim Ieist vel á þessa nýju verslun og voru ánægðir með að húsgagnaverslun hafði verið opnuð hér á ný eftir nokkurt hlé. Hluta húsgagnanna flytja Ólöf og Jóhann inn sjálf en ann- að er keypt á höfuðborgarsvæð- inu. EMELÍA Petra Sigurðardótt- ir, Jóhann Gunnar Arnarsson, og Unnur Berglind, sem dans- aði við þau Emelíu og Jóhann á lokaprófinu. Nýir dans- kennarar TVEIR ungir danskennarar útskrif- uðust frá Danssmiðju Hermanns Ragnars sl. vor þau Emelía Petrea Sigurðardóttir frá Akranesi og Jó- hann Gunnar Amarsson frá Akureyri. Þau hafa starfað við skólann sl. fjögur ár og tóku fyrri hluta prófs fyrir tveimur árum en lokapróf nú í vor. Aðalkennarar þeirra hafa verið Hermann Ragnar, Henný Hermanns- dóttir og Jóhann Örn Ólafsson. Próf- dómarar frá Dansráði íslands voru Vilborg Sverrisdóttir, Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Bára Magnúsdóttir og hlutu bæði fyrstu einkunn í „tecknic" og dansi. Emelía Petrea er á förum til Eng- lands í framhaldsnám en Jóhann Gunnar mun kenna við Danssmiðju Hermanns Ragnars í vetur. Handboltadag- ar í Hafnarfirði HANDBOLTADAGAR verða haldn- ir í Miðbæ Hafnarfjarðar dagana 4. og 5. október. Þá munu FH og Hauk- ar kljást í ýmsum þrautum ásamt því að kynna starfsemi sína. Dagskráin hefst á hádegi föstu- daginn 4. október með kynningar- starfsemi félaganna. Kl. 17 munu svo meistaraflokkur kvenna í báðum félögum kljást. Á hádegi laugardag- inn 5. október mun svo meistara- flokkur karla keppa og ýmsar fleiri uppákomur verða þann dag. Ljóðakvöld í Skálanum BÓKAFORLAGIÐ Mál og menning og Háskóli íslands standa fyrir þýzku ljóðakvöldi í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þar flytur Petra von Morstein ljóð sín og ræðir um þau. Ljóðakvöldið verður í Skálanum Hótel Sögu og hefst klukkan 20:15. Petra von Morstein er þýzk, en hefur verið búsett í Kanada frá 1967. Hún er höfundur margra greina um heimspeki auk bókarinn- ar Að skilja listaverk (On Under- standing Works of Art), sem kom út 1986. Hún kennir í mánuðinum námskeið um heimspeki í skáldskap við Háskóla íslands. Petra von Morstein er einnig ljóð- skáld og yrkir bæði á þýzku og ensku. Hún hefur sent frá sér Ijóða- bókina Til allra (An alle). LEIÐRÉTT Rangur umboðsaðili MISHERMT var í blaðaukanum Tölvur og tækni, sem fylgdi Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, að Treknet hefði umboð fyrir Metro- werks og þar með CodeWarrior kennslu- og þróunarhugbúnað. Hið rétta er að umboðsaðili fyrir Metrowerks er Hringiðan ehf. eins og sjá má á slóðinni http://www.vor- tex.is/Islenska/Fyrirtaeki/Metrow- erks/. Beðist er velvirðingar á þessu. Elsti skólinn í frétt í Morgunblaðinu í gær sagði að Isaksskóliskóli væri elsti starfandi skóli í Reykjavík en hann á 70 ára afmæli. Rétt er hins vegar að Landakotsskóli er eldri en hann heldur upp á aldarafmæli á næsta ári. Starfsfólki veitingasviðs sagt upp EINUNGIS starfsfólki veitinga- sviðs Hótels KEA var sagt upp störfum um nýliðin mánaðamót, en ekki öllu starfsfólki hótelsins eins og missagt var í frétt í blaðinu í gær. Alþs vinna á hótelinu um 45 manns. Á veitingasviði starfa rúm- lega 20 manns. Hótelstjórinn á Hótel KEA heitir Elías Gíslason, en rangt var farið með föðurnafn hans í sömu frétt og er beðist vel- virðingar á því. Merkjasala Krabbameinsfé- lagsins um helgina NÚ í vikulokin verða seld merki o.fl. um land allt til stryktar starfi Krabbameinsfélagsins, en slík sala er orðin árviss. Auk merkja eru að þessu sinni seldir áletraðir pennar og lyklaveski, allt á sama verði, 300 krónur. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabba- meinsfélags íslands en það eru 24 svæðisbundin krabbameinsfélög og fímm stuðningshópar sem hafa verið stofnaðir til að sinna félags- legri þjónustu við þá sem fengið hafa krabbamein. Á pennunum er auglýst „grænt númer“ Krabba- meinsráðgjafarinnar, 8004040, en þetta er símaþjónusta við þá sem vilja fá upplýsingar um krabba- mein eða leita ráða varðandi sjúk- dóminn. í fréttatilkynningu Krabba- meinsfélagsins segir að undanfar- in ár hafi verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu félag- anna. Hafi nokkur þeirra þegar tekist á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvarna og fleiri félög hafi hug á að fara út á þessa braut. Merkasölunni um helgina sé ætlað að styðja við þessa starfs-- — hætti. Krabbameinsfélagið vænti þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að i efla baráttuna gegn krabbameini. 1 Nú eru liðin 45 ár síðan Krabba- j meinsfélag íslands var stofnað. j Auk þess að vera heildarsamtök j staðbundnu krabbameinsfélag- 1 anna og stuðningshópanna hefur \ félagið með höndum fjölþætta l starfsemi. Leit að krabbameini í \ leghálsi og bíjóstum kvenna, \ skráningu krabbameina, krabba- 1 meinsrannsóknir, fræðslu um krabbameinsvarnir og ýmiss konar stuðning við sjúklinga. Premium PC B@stu kaupin í tölvu í dagi Turnkassi Pentium 133 örgjörvi 16MB ED0 minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 i tryggja þér hvild og vellíðan í svefni. Þær eru framleiddar á grunni gammalla hefða með því að setja gorm á gorm, það þýðir að maður sefur raunverulega á 2 dýnum og fær þannig hámarks stuðning. Mjög gott úrval af tré og járnrúmum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.