Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 59 I 1 I . < ( i ( i < < < < < I f I MORGUNBLAÐIÐ Sósíalistafélagið Hvatt til samstöðu launafólks Sósíalistafélagið hefur samþykkt ályktun þar sem launþegar eru hvattir til að knýja fram bætt kjör og réttindi í næstu kjarasamningum með órofa samstöðu. í ályktuninni segir að undangeng- in ár hafi ákaft verið þrengt að kjör- um almennings á Islandi. Jafnframt hafi skipuiega verið grafið undan því félagslega öryggisneti sem kallað hafi verið velferðarkerfi. Nú sé séu heilbrigðis- og tryggingarmál í rúst svo að öryggi almennings sé ógnað. Um leið og atvinnuleysi hafi fest sig í sessi sé fátækt og örbirgð orðin úrbreitt félagslegt vandamál. Hinir atvinnulausu séu sviptir grundvall- armannréttindum og notaðir til að grafa undan kjarasamningum. „Baráttan fyrir endurreisn vel- ferðarkerfisins er knýjandi nauðsyn sem allir vinstri menn og verkalýðs- sinnar verða að sameinast um. I komandi kjarasamningum er komið að hinum aimenna félagsmanni í verkalýðsfélögunum að knýja fram bætt kjör og réttindi með órofa sam- stöðu. Það hefur sýnt sig bæði hér á landi og annars staðar að atvinnu- rekendur og ríkisvald skilja ekkert annað en samtakamátt verkalýðs- hreyfingarinnar," segir í ályktun- inni. Heimdallur Ákvörðun Sam- keppnisráðs fagnað STJÓRN Heimdallar fagnar þeirri stefnumörkun sem kemur fram í ákvörðun Samkeppnisráðs um full- kominn aðskilnað Útfararstofu kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykj avíkurprófastsdæmis. I ályktun segir að í ákvörðun ráðs- ins sé með afgerandi hætti kveðið á um þau skilyrði sem opinber fyrir- tæki þurfi að uppfylla varðandi sam- keppnisstarfsemi. Mælt sé fyrir um fullan aðskilnað milli þeirra þátta í starfseminni sem eru í samkeppni og þeirra þátta sem njóta opinbers stuðnings eða einkaréttar. Ákvörðun Samkeppnisráðs feli í sér að opinber fyrirtæki sem stundi samkeppnis- rekstur eigi að búa við sömu aðstæð- ur og einkafyrirtæki, eftir því sem við verði komið. „Ákvörðun samkeppnislaga og túlkun þeirra, sem m.a. birtist í þess- ari ákvörðun Samkeppnisráðs, gefa ríkisstjórn og Alþingi tilefni til að taka til endurskoðunar á hvaða svið- um ríki á að láta til sín taka og hvar ekki. Engin rök eru fyrir því að hið opinbera haldi uppi starfsemi á sviðum þar sem fjölmargir einka- aðilar hafi haslað sér völl og mikil samkeppni ríkir. Því er réttast að slíkir þættir í starfsemi opinberra fyrirtækja og stofnana verði einkav- æddir,“ segir síðan í ályktun Heim- dallar. Afmæiissýning P&S UM ÞESSAR mundir eru liðin 90 ár frá því að símaþjónusta á Islandi hófst og í tilefni af því hefur verið sett upp sérstök afmælissýning í Póst- og símaminjasafninu á Aust- urgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru m.a. ýmis skjöl og munir frá fyrstu áratugum síma- þjónustunnar. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari og Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur hafa annast uppsetningu sýningarinnar. Sýningin verður opin næstu vikur á sýningartíma safnsins, en það er opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15 til 18. Aðgangur er ókeypis. FRÉTTIR Morgunblaðið/Stefán Ólafsson EIGENDUR Húsgagnavals, Ólöf Gísladóttir og Jóhann Gunnars- son ásamt Guðrúnu Ásu dóttur sinni. Ný húsgagna- verslun á Höfn Höfn. Morgunbiaðið. HJÓNIN Jóhann Gunnarsson og Óiöf Gísladóttir opnuðu 26. sept- ember sl. verslunina Húsgagna- val á Höfn. Verslunin er til húsa í gam- alli verbúð sem faðir Ólafar, Gísli Þorvaldsson, keypti og breytti í verslun árið 1979. Sam- tals er verslunarpláss um 300 fm á tveimur hæðum og eru húsakynni öll hin vistlegustu. Um 200 manns komu í verslunina opnunardaginn og var greinilegt á viðskiptavinum að þeim Ieist vel á þessa nýju verslun og voru ánægðir með að húsgagnaverslun hafði verið opnuð hér á ný eftir nokkurt hlé. Hluta húsgagnanna flytja Ólöf og Jóhann inn sjálf en ann- að er keypt á höfuðborgarsvæð- inu. EMELÍA Petra Sigurðardótt- ir, Jóhann Gunnar Arnarsson, og Unnur Berglind, sem dans- aði við þau Emelíu og Jóhann á lokaprófinu. Nýir dans- kennarar TVEIR ungir danskennarar útskrif- uðust frá Danssmiðju Hermanns Ragnars sl. vor þau Emelía Petrea Sigurðardóttir frá Akranesi og Jó- hann Gunnar Amarsson frá Akureyri. Þau hafa starfað við skólann sl. fjögur ár og tóku fyrri hluta prófs fyrir tveimur árum en lokapróf nú í vor. Aðalkennarar þeirra hafa verið Hermann Ragnar, Henný Hermanns- dóttir og Jóhann Örn Ólafsson. Próf- dómarar frá Dansráði íslands voru Vilborg Sverrisdóttir, Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Bára Magnúsdóttir og hlutu bæði fyrstu einkunn í „tecknic" og dansi. Emelía Petrea er á förum til Eng- lands í framhaldsnám en Jóhann Gunnar mun kenna við Danssmiðju Hermanns Ragnars í vetur. Handboltadag- ar í Hafnarfirði HANDBOLTADAGAR verða haldn- ir í Miðbæ Hafnarfjarðar dagana 4. og 5. október. Þá munu FH og Hauk- ar kljást í ýmsum þrautum ásamt því að kynna starfsemi sína. Dagskráin hefst á hádegi föstu- daginn 4. október með kynningar- starfsemi félaganna. Kl. 17 munu svo meistaraflokkur kvenna í báðum félögum kljást. Á hádegi laugardag- inn 5. október mun svo meistara- flokkur karla keppa og ýmsar fleiri uppákomur verða þann dag. Ljóðakvöld í Skálanum BÓKAFORLAGIÐ Mál og menning og Háskóli íslands standa fyrir þýzku ljóðakvöldi í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þar flytur Petra von Morstein ljóð sín og ræðir um þau. Ljóðakvöldið verður í Skálanum Hótel Sögu og hefst klukkan 20:15. Petra von Morstein er þýzk, en hefur verið búsett í Kanada frá 1967. Hún er höfundur margra greina um heimspeki auk bókarinn- ar Að skilja listaverk (On Under- standing Works of Art), sem kom út 1986. Hún kennir í mánuðinum námskeið um heimspeki í skáldskap við Háskóla íslands. Petra von Morstein er einnig ljóð- skáld og yrkir bæði á þýzku og ensku. Hún hefur sent frá sér Ijóða- bókina Til allra (An alle). LEIÐRÉTT Rangur umboðsaðili MISHERMT var í blaðaukanum Tölvur og tækni, sem fylgdi Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, að Treknet hefði umboð fyrir Metro- werks og þar með CodeWarrior kennslu- og þróunarhugbúnað. Hið rétta er að umboðsaðili fyrir Metrowerks er Hringiðan ehf. eins og sjá má á slóðinni http://www.vor- tex.is/Islenska/Fyrirtaeki/Metrow- erks/. Beðist er velvirðingar á þessu. Elsti skólinn í frétt í Morgunblaðinu í gær sagði að Isaksskóliskóli væri elsti starfandi skóli í Reykjavík en hann á 70 ára afmæli. Rétt er hins vegar að Landakotsskóli er eldri en hann heldur upp á aldarafmæli á næsta ári. Starfsfólki veitingasviðs sagt upp EINUNGIS starfsfólki veitinga- sviðs Hótels KEA var sagt upp störfum um nýliðin mánaðamót, en ekki öllu starfsfólki hótelsins eins og missagt var í frétt í blaðinu í gær. Alþs vinna á hótelinu um 45 manns. Á veitingasviði starfa rúm- lega 20 manns. Hótelstjórinn á Hótel KEA heitir Elías Gíslason, en rangt var farið með föðurnafn hans í sömu frétt og er beðist vel- virðingar á því. Merkjasala Krabbameinsfé- lagsins um helgina NÚ í vikulokin verða seld merki o.fl. um land allt til stryktar starfi Krabbameinsfélagsins, en slík sala er orðin árviss. Auk merkja eru að þessu sinni seldir áletraðir pennar og lyklaveski, allt á sama verði, 300 krónur. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabba- meinsfélags íslands en það eru 24 svæðisbundin krabbameinsfélög og fímm stuðningshópar sem hafa verið stofnaðir til að sinna félags- legri þjónustu við þá sem fengið hafa krabbamein. Á pennunum er auglýst „grænt númer“ Krabba- meinsráðgjafarinnar, 8004040, en þetta er símaþjónusta við þá sem vilja fá upplýsingar um krabba- mein eða leita ráða varðandi sjúk- dóminn. í fréttatilkynningu Krabba- meinsfélagsins segir að undanfar- in ár hafi verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu félag- anna. Hafi nokkur þeirra þegar tekist á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvarna og fleiri félög hafi hug á að fara út á þessa braut. Merkasölunni um helgina sé ætlað að styðja við þessa starfs-- — hætti. Krabbameinsfélagið vænti þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að i efla baráttuna gegn krabbameini. 1 Nú eru liðin 45 ár síðan Krabba- j meinsfélag íslands var stofnað. j Auk þess að vera heildarsamtök j staðbundnu krabbameinsfélag- 1 anna og stuðningshópanna hefur \ félagið með höndum fjölþætta l starfsemi. Leit að krabbameini í \ leghálsi og bíjóstum kvenna, \ skráningu krabbameina, krabba- 1 meinsrannsóknir, fræðslu um krabbameinsvarnir og ýmiss konar stuðning við sjúklinga. Premium PC B@stu kaupin í tölvu í dagi Turnkassi Pentium 133 örgjörvi 16MB ED0 minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 i tryggja þér hvild og vellíðan í svefni. Þær eru framleiddar á grunni gammalla hefða með því að setja gorm á gorm, það þýðir að maður sefur raunverulega á 2 dýnum og fær þannig hámarks stuðning. Mjög gott úrval af tré og járnrúmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.