Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 76
HEIMILISLÍNAN
- Heildarlausn ájjármáium
einstaklinga
0 BÚNAÐARBANKI (SLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Áhrif gosefna á
lífríki sjávar
Einstakt
tækifæri til
rannsókna
„HLAUPIÐ á Skeiðarársandi gefur
einstakt tækifæri til að kanna áhrif
gosefna á lífríki sjávar,“ segir Sig-
urður Reynir Gíslason jarðefnafræð-
ingur hjá Raunvísindastofnun. „Sú
staðreynd að gosið náði sér ekki upp
úr jökli í byijun þýðir að megnið af
mengandi efnum leystist upp í vatn-
inu sem síðan fer niður Skeiðarár-
sandinn og út í sjó.“
Meðal vísindamanna er meðal ann-
ars mikill áhugi á því að skýra til-
vist þungmálma í sjávarseti, skelfiski
' ~og lifur ýmissa físka við Island.
Vegna fjarlægðar landsins frá helstu
iðnaðarsvæðum hefur reynst erfitt
að skýra þessa mengun, og hefur
mönnum helst dottið í hug að skýra
það með eldvirkni, í sjó og á landi.
Einnig er áhugi á því að kanna hvort
gosefni sjái lífríki sjávar í kringum
Island fyrir mikilvægum næringar-
efnum, sérstaklega kísil- og fosfór-
samböndum. Líkur hafa verið leiddar
að því að efni sem berast úr gosum
séu mikilvæg fyrir viðgang þorsk-
— -stofnsins.
----♦ ♦ ♦---
Smuguafli
mun minni
en í fyrra
AFLI íslenzkra skipa í Smugunni í
Barentshafi er um 10.000 tonnum
minni í ár en á sama tíma í fyrra.
Um mánaðamótin hafði Fiskistofa
fengið tilkynningar um að 13.000
tonnum hefði verið landað af Smugu-
þorski og önnur 2.700 tonn væru á
leið til lands, eða samtals 15.700
to^in. í septemberlok í fyrra var
Smuguaflinn hins vegar orðinn
25.500 tonn.
Rækjuafli íslenzkra skipa á Flæm-
ingjagrunni er nú orðinn yfír 18.000
tonn, en allt árið í fyrra veiddust um
7.600 tonn.
íslendingar kláruðu karfakvóta
sinn á Reykjaneshrygg, 45.000 tonn,
í sumar. Enn eru hins vegar 25.000
tonn af kvóta íslands úr norsk-
íslenzka síldarstofninum óveidd.
Ekki eru miklar líkur á að lokið verði
við kvótann.
■ Metár í úthafsveiðum/10
--------♦ ♦--♦----
*■ 1.047 not-
aðir bílar
fluttir inn
INNFLUTNINGUR á notuðum
fólksbílum hefur nær fjórfaldast á
fyrstu níu mánuðum þessa árs sam-
anborið við sama tímabil í fyrra,
samkvæmt bráðabirgðatölum Bif-
reiðaskoðunar íslands og nemur inn-
flutningurinn um 14% af heildarinn-
^Síjtningi bifreiða það sem af er árinu.
Til loka september í ár voru flutt-
ir inn 1.047 fólksbílar, en á sama
tímabili í fyrra voru fluttar inn 292
notaðar bifreiðar. 6.413 nýjar bif-
reiðar voru fluttar inn fyrstu níu
mánuðina í ár, sem er um fjórðungi
meiri innflutningur en á sama tíma-
bili í fyrra.
■ Innflutningurinn/16
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
GOSSTRÓKUR eldsumbrotanna undir Vatnajökli er mikilfenglegur að sjá úr Hrafnkelsdal. Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér upp
á Fjallkoll ofan við Aðalból til að beija hann augum. Fjallkollur er 830 metra hátt fjall á vesturbrúnum Hrafnkelsdals og af Fjallkolli
eru rétt rúmir 100 kílómetrar til gosstöðvanna. Myndin er tekin af Fjallkolli í suðvestur. Til vinstri við gosstrókinn ber Kverkfjöll en
hægra megin sér í jökulinn til Bárðarbungu. Neðan við gosmökkinn sér í Kárahnúka og Dimmugljúfur sem Jökulsá á Dal rennur um.
Varnir mannvirkja á Skeiðarársandi
Fórnarkostnaður
20-40 milljónir kr.
ÁKVEÐIÐ var í gærkvöldi að ijúfa
vegi og varnargarða á Skeiðarár-
sandi á nokkrum stöðum til að létta
álagi af brúm í yfirvofandi flóði.
„Ef áætlanir Vegagerðarinnar
standast og tekst að verja brýrnar
á Skeiðarársandi og meginhluta
vega og varnargarða verður fórnar-
kostnaður vegna varnanna 20-40
milljónir króna,“ að sögn Rögnvalds
Gunnarssonar verkfræðings hjá
Vegagerðinni. Er þá reiknaður sá
skaði sem verður við það að ijúfa
skörð í vegi og varnargarða til að
veija brýrnar. Ótaldar eru hugsan-
legar skemmdir á ljósleiðara Pósts
og síma og skemmdir á rafmagns-
staurum og línum. Ef allt fer á
versta veg og brýr og önnur mann-
virki eyðileggjast getur kostnaður-
inn numið 1,3-1,5 milljörðum
króna.
Samkvæmt áætlun Vegagerðar-
manna í gær var gert ráð fyrir að
ijúfa fjögur skörð í þjóðveginn, eitt
við hvert vatnsfall; Skeiðará, Núps-
vötn, Sandgígjukvísl og Sæluhúsa-
kvísl, en síðastnefnda kvíslin er
vatnslaus undir venjulegum kring-
umstæðum. Einnig var gert ráð
fyrir að ijúfa þijú göt i varnar-
veggi.
Rögnvaldur segir að lauslega
áætlað kosti eins kílómetra varnar-
garður 10 milljónir króna en kíló-
metra vegarkafli með bundnu slit-
lagi 5-6 milljónir. Vegagerðarmenn
munu aðeins rjúfa lítil skörð í vegi
og garða, en vatnsflaumurinn sér
sjálfur um að stækka þau. í ákvörð-
unum um hvar skyldi ijúfa vegina
var tekið tillit til þess að ljósleiðara-
Morgunblaðið/Golli
SNORRI Jónsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Höfn í Horna-
firði, tekur niður skilti við austurbakka Skeiðarár til að vörubíl-
við hlið brúarinnar.
Stælíkab svæbi
Stabir þar sem fyrirhugab er
ab rjufa varnargarba og vegi
V,. \ a \\ ---
strengjum yrði hlíft eins og mögu-
legt er.
Engar ráðstafanir til að veija
rafmagnsstaura
Að sögn Sigþórs Sigurðssonar,
símaverkstjóra í Vík í Mýrdal,
liggja strengirnir víðast hvar nokk-
uð fyrir neðan veginn. Þar sem
brýr eru fylgja þeir þeim yfir vatns-
föllin, að brúnni yfir Sæluhúsakvísl
undanskilinni. Á kafla austan við
Skeiðará fylgir strengurinn vegin-
um. Engar sérstakar ráðstafanir
verða gerðar til að veija rafmagns-
staura og línur, enda er ekki talinn
neinn kostur á að styrkja þá frekar.
Rögnvaldur segir að styrktarjárn
gangi úr staurunum langt niður í
jörðu, jafnvel 8-10 metra. Styrktar-
járn brúnna ná ellefu metra niður
í jörðu. Frá því snemma í gærmorg-
un var unnið við að styrkja varnar-
garða og einnig voru gerðir nokkr-
ir stuttir nýir garðar. Sérstök
áhersla var lögð á að styrkja garð
austan við Skeiðarárbrú sem
skemmdist í flóðinu í vetur og fóru
í hann tugir bílfarma af gijóti. Þijár
jarðýtur voru notaðar við fram-
kvæmdir austan megin sandsins og
þijár vestan megin og hin fjórða
bættist við seint í gærkvöldi. Átta
vörubílar fluttu grjót í garðana um
daginn og var búist við að þeim
myndi fjölga. Yfir 20 stórvirkar
vinnuvélar og vörubílar eru austan
sands og átta vestan sands og
stjórnendur þeirra í viðbragðs-
stöðu, ef á þarf að halda.
Árdegis í dag verður staðan
metin á ný, af Vegagerðinni.