Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá alþjóðlegs geðheil- brigðisdags FUNDUR um geðsjúkdóma er meg- inþáttur dagskrár alþjóðlegs geð- heilbrigðisdags sem haldinn er í dag, 10. október. Opið hús verður í Heim- ilinu Bjargi, Skólabraut 10 á Sel- tjarnarnesi í tilefni dagsins. Dagskrá dagsins hefst kl. 16.15 með göngu frá heilbrigðisráðuneyt- inu við Hlemm að Ráðhúsinu þar sem fundurinn hefst kl. 17. Guðrún Katr- ín Þorbergsdóttir forsetafrú og Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra flytja ávörp en að auki verða fluttir þrír fyrirlestrar. Yfirskrift erindis Herdísar Bene- diktsdóttur er Líf með leynigesti. Hallgrímur Hróðmarsson spyr: Var ekki bara gott að þú klikkaðist? Loks flytur Einar Már Guðmundsson erindi sem ber titilinn Hveijir eru heilbrigðir? í tilefni af deginum verður opnuð myndlistarsýning á verkum gesta Vinjar og fleiri í Hinu húsinu og stendur hún til 15. október. -----» ♦ ♦--- Trúfélagsaðild Islendinga Hátt brott- fall úr Þjóð- kirkjunni BROTTSKRÁNINGAR úr Þjóðkirkj- unni voru mun fleiri fyrstu níu mán- uði þessa árs en samanlagt árin 1994 og 1995. Meirihluti brottskráðra í ár hefur kosið að standa utan trúfélaga, sam- tals 1.190 af 1.848 einstaklingum. Árin 1994 og 1995 voru 1.283 skráð- ir úr Þjóðkirkjunni. Fyrstu 3 mánuði ársins var brott- skráningin hvað mest, þá skráðu sig um 800 manns úr Þjóðkirkjunni sem er svipaður fjöldi og 1995. Nýskráðir í Þjóðkirkjuna voru fyrstu 3 mánuði ársins samtals 78 en í fyrra voru þeir 102. Skráðar breytingar á trúfélags- aðild fyrstu 9 mánuðina voru 2.064 sem svarar til 0,8% landsmanna. -----♦—»--«-- V atnsley sustr önd Fjaran er á náttúru- minjaskrá STRANDLENGJAN neðan við Nes- búið á Vatnsleysuströnd og nálægar tjarnir eru á náttúruminjaskrá. Því hefur Náttúruverndarráð beint því til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að ýtt verði á eftir því við rekstraraðila búsins að hætt verði að keyra hænsnaskít þaðan niður í fjöruna. Komið hafa fram kvartanir vegna þess að mikið af skít flæðir um fjör- una og vegna langvarandi rigninga í haust hefur verið erfitt að moka honum upp á bíla og flytja hann burt eins og annars hefur verið gert. Ekki var alveg ljóst hvort þessi hiuti fjörunnar væri á náttúruminjaskrá en að sögn Aðalheiðar Jóhannsdótt- ur, framkvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs, fóru starfsmenn ráðs- ins á staðinn á föstudag, mældu hann út og komust að raun um að svo væri. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðumesja, segir að þar til varanleg lausn finnist verði að sturta skítnum á stað sem ekki er á náttúruminja- skrá. Morgunblaðið/Ámi Sæbeig FRÁ undirbúningi landsfundar í gær. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ræðir við hóp myndlistarmanna en verk þeirra munu prýða veggi Laugardalshallar meðan á landsfundi stendur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1.700 fulltrúar væntanlegir LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins hefst í dag. Fundarsetning fer fram í Laugardalshöllinni kl. 17.30. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, flytur setningarávarp sitt um kl. 18. Þess er vænzt, að liðlega 1.700 fulltrúar muni sitja lands- fundinn, en í gærkvöldi höfðu 1.650 fulltrúar staðfest þátttöku sína. Landsfundinum lýkur síðdegis á sunnudag með kjöri formanns og varaformanns. Jafnréttismál og samkeppnis- staða Islands eru að þessu sinni meginþemu landsfundarins Um- fjöllun um þessi málefni er því all- fyrirferðarmikil á dagskrá fundar- ins. Þar að auki verða haldnir fimm opnir fundir um jafnréttismál í tengslum við landsfundinn, og hefj- ast þeir í kvöld kl. 21. Fundimir eru öllum opnir. Engar beinar útsendingar í sjón- varpi verða frá fundinum líkt og var á síðasta landsfundi. Þá stóð Sjálfstæðisflokkurinn fyrir útsend- ingum á sjónvarpsstöðinni Sýn. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki hafi komið til álita að senda út að þessu sinni. Stöð 2 mun á hinn bóginn sjónvarpa beint frá fundarsetningu í dag kl. 17.30. Að öðru leyti er skipulag lands- fundarins með hefðbundnum hætti. Á morgun, föstudag, hefst dagskrá- in með fyrirspumatíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Davíð Odds- son, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Bjöm Bjamason sitja fyrir svömm milli kl. 9 og 12 í Laugardagshöllinni. Þá taka við sameiginlegir hádegis- verðarfundir kjördæma. Dagskráin eftir hádegið hefst með skýrslu framkvæmdastjóra flokksins, Kjartans Gunnarssonar, um skipu- lagsmál Sjálfstæðisflokksins og framsögu um stjómmálaályktun, með umræðum. Þá verður stjórn- málanefnd kjörin. Kl. 15.30 halda Geir H. Haarde, Birna Friðriksdóttir, Ámi Sigfússon Morgunblaðið/Ásdís UNNIÐ var hörðum höndum við að festa stiga upp á aðalsvið landsfundarins. og Elsa B. Valsdóttir framsöguræð- ur um þema fundarins: Einstakl- ingsfrelsi - jafnrétti í reynd. Samkeppnisstaða íslands Fyrir hádegi á laugardag sinna starfshópar störfum sínum, en þeir munu fjalla um fyrirliggjandi drög að ályktunum 24 málefnanefnda flokksins. Kl. 13.30 flytur Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, ræðu um samkeppnisstöðu íslands. Um kvöldið verður efnt til landsfundar- hófs á Hótel íslandi. Síðasta fundardaginn verða ályktanir ræddar og afgreiddar og miðstjóm kosin. Fundinum lýkur með afgreiðslu stjómmálaályktunar og kosningu formanns og varafor- manns. Flutningar Landmælinga íslands Samningnr undirritaður UNDIRRITAÐUR hefur verið leigusamningur milli Landmælinga íslands, Akraneskaupstaðar og Málningarþjónustunnar hf., um leigu á 1.300 fermetra húsnæði við Stillholt 16-18 á Akranesi. Leigt er til 15 ára frá og með 1. október 1998 að telja. Leigan er 570 krónur fyrir hvern fermetra miðað við byggingavísitölu í októ- ber 1996 og mun hún taka breyting- um samkvæmt henni. Miðað við 570 krónur verður leigan því um 8,9 milljónir á ári. Gert er ráð fyrir að leigusalinn, Ársleigan 8,9 milljónir króna Akranesbær og Málningarþjónust- an hf., hanni og innrétti húsnæðið í samráði og í samræmi við eðlileg- ar þarfír Landmælinga. Gengið frá formlegum samningi í febrúar Að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar aðstoðarmanns umhverfísráðherra og formanns nefndar um undirbún- ing og flutning Landmælinga, skal endanlegri þarfagreiningu vera lokið 20. febrúar 1997 og verður þá geng- ið frá formlegum leigusamningi. „Þetta sama húsnæði var boðið til leigu árið 1994 í tíð Össurar Skarphéðinssonar fyrir 11,5 millj- ónir á verðlagi þess árs, þannig að leigan hefur lækkað verulega síð- an,“ sagði hann. Að sögn Ágústs Guðmundssonar forstjóra Landmælinga, greiðir stofnunin 584 krónur fyrir hvem fermetra í því húsnæði sem hún er í í dag, eða rúmar 11,2 milljónir á ári fyrir samtals 1.590 fermetra. Lítið miðar í viðræðum íslands og Danmerkur Nýr fundur boðaður á árinu LITIÐ þokaðist í samkomulagsátt á fundi íslenzkra og danskra embætt- ismanna um deilur ríkjanna um lög- sögumörk milli íslands og Færeyja og íslands og Grænlands, sem fram fór í Reykjavík í gær. Ákveðið var að boða til nýs fundar „síðar á þessu ári.“ Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóð- réttarfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu, segir að viðræðurnar hafi verið gagnlegar og jákvæðar. Þetta var þriðji fundur embættismanna um málið og snerust viðræðumar annars vegar um að fínna varanlega lausn á ágreiningsmálum ríkjanna og hins vegar um bráðabirgðafyrirkomulag á hinum umdeildu hafsvæðum. Rætt um allar leiðir Stjómvöld í ríkjunum tveimur hafa ekki útilokað að málinu verði vísað til Alþjóðadómstólsins í Haag til þess að á því fínnist varanleg lausn. Aðspurður hvort rætt hefði verið um þá leið á fundinum í gær, sagði Tómas Heiðar að rætt hefði verið um allar leiðir í málinu. Breyting- ar á lögum um helgi- dagafrið BRÁTT mun verða heimilt að halda dansleiki til kl. þrjú aðfaranótt hvítasunnudags og páskadags, sem og að stunda ýmsa þjónustustarf- semi, sem hingað til hefur verið bönnuð á lögboðnum helgidögum. Þetta em breytingar, sem fyrirhugaðar eru á reglum um helgidagafrið samkvæmt lagafrumvarpi þar að lútandi, sem var tekið fyrir að nýju á Alþingi í gær, en sama fmm- varp var lagt fram á síðasta þingi. A sér langan aðdraganda Engar umræður urðu um frumvarpið í fyrstu umræðu að þessu sinni, en það á sér langan aðdraganda og var rætt allítarlega á Alþingi í fyrra, þó ekki hafi það hlotið afgreiðslu þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.