Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 41 I I I I I I 1 I I I 1 :! I í EINN af dýrgripum Þjóðlistasafnsins, er hin fræga teikning „Guðsmóðirin með barnið, heilög Anna og Jóhannes skírari“ eft- ir Leonardo da Vinci (1452-1519) Svört og hvít krít á tónaðan pappír, 141x104,6 cm. Viturlegt er að marka sér ákveð- ið tímabil í listasögunni hverju sinni, skoða það í kjölin um leið og farið er yfir annað. Að þessu sinni sóttu verk hollenzku málar- anna mjög á rýninn en söfnin í London eiga einstakt úrval þeirra. Hægt er að sitja endalaust í einu herberginu og rýna á verk sautj- ándu aldar málaranna Pieter de Hooch, Pieter Saenredam og Jan Vermeer, sem hanga hlið við hlið og eru eins og í bland við eilífðina. En málararnir hafa skilað núinu til eftirtímans betur en nokkur ljós- mynd getur gert því núið er þarna líkt og af holdi og blóði og minnist rafmagnað við sjóntaugamar og skynsvið skoðandans. Hin mikla ró og djúpi friður sem streymir frá þessum myndum og margra hol- lenzkra meistara tímanna er nú- tímamanninum opinbemn, því slíkt þekkir hann í fæstum tilvikum. Það hafði mikil áhrif á rýninn, að í einu herbergjanna var stór- furðulegt líkan af húsi eftir Samu- el van Hoogstraten frá Dordrecht (1627-1678), nemanda Rembrandts og áhugamann um fjarvíddarbyggingu og ljósrannsók- ir með sjóntækjum. Nefndist gjörn- ingurinn „gæjusýning", því saman- lagt innhald húsins er allt úr skorð- um horfi maður beint inn í það en ef maður kíkir inn um gægjugat til hliðanna birtist manni ótrúlega lifandi innimynd í þrívídd. Kannski var hér kominn einn af leyndar- dómunum á bak við þessi undur- samlegu málverk á veggjunum allt um kring. í öllu falli var slíkt fjarvíddarbox, eins og þetta nefnd- ist einnig, um skeið vinsælt meðal hollenzkra málara til að endurvarpa fjarvídd og sjónrænum lifunum. Hjálpartæki eru þannig ekki ný af nálinni, en hér skiptir máli að kunna að nýta sér þau, og það hafa hinir flæmsku málarar meistr- að til fullnustu sé tekið mið af vinnsluferlinu. Og handbragðið hafa þeir svo einnig kunnað til hlít- ar áður en þeir færðu sér hjálpar- tækin í nyt, öfugt við það sem iðu- lega gerist nú á tímum. Viðkom- andi gægjuhús er eitt af sex slíkum sem varðveist hafa frá sautjándu öld og jafnframt það óviðjafnleg- asta. Aréttar orðspeki Johns Rusk- ins „List er samruni handar, hugar og hjarta mannsins“. Hér var þannig komð sláandi dæmi um 350 ára gamla innsetn- ingu, installation, í rými (!), sem olli rýninum drjúgum heilabrotum. Þannig er búið að taka hina óvið- jafnlegu teikningu Leonardos af hinni heilögu þríeinu Önnu úr kjall- aranum og setja í sérstakt rými á annarri hæð nýju álmunnar. En þrátt fyrir að hún njóti sín vel í rýminu eru áhrifin ekki jafn fima sterk í þessari einangrun og þau voru í kjallaranum. Er hér falin nokkur lærdómur hvað uppheng- ingu mynda varðar, því þær geta kallað á nálægð annarra til að njóta sín til fulls, ákveðna nálgun og innileika. Það snerti við hinu nor- ræna hjarta rýnisins að sjá í einu herbergjanna málverk gullaldar- málaranna Eckersberg og Köbke við hlið mynda eftir Corot, Caspar David Friedrich og Degas. - Eðlilega hafði rýnirinn áhuga á að sjá sem mest af list engil- saxa, og hann las í bæklingi að dijúgt úrval hennar væri í safni heimstyrjaldanna „The new Imper- ial War Museum", Hann skundaði þangað en þar var fæst af því til sýnis sem hann hafði lesið um í bæklingnum og aðalsalurinn lokað- ur. Það helsta var hið mikla af- langa málverk John Singer Sarg- ent, sem hann var sendur til að mála á meginlandinu í lok heims- styijaldarinnar fyrri. Hún var þó fjarri því að vera með því athygl- isverðasta sem eftir listamanninn liggur svo að heimsóknin hefði valdið vonbrigðum ef sjálft stríðs- safnið hefði ekki verið hið forvitni- legasta og nokkur hvíld frá lista- söfnunum. Vakti rýninn til lífsins og vitundarinnar um hinn hráa veruleika, fullkomnustu andstæðu blíðunnar og kyrrðarinnar í mál- verkunum sem hann hafði verið að skoða dagana áður. Þrátt fyrir að stríðsvélamar hafi iðulega verið frábær hönnun, er safnið enn ein staðfesting þess, hve stjórnendur þeirra og manndrápafræðingamir hafa yfirleitt haft yfirborðslegar og grunnfærðar kenndir til sjón- mennta. Rýnirinn fann þó aftur streng fegurðar og mannlegrar reisnar í litlu safni á ævi Florence Nichting- ale í nágrenni inngangsins að St. Thomas sjúkrahúsinu til hægri við Westminsterbrúnna. Tilvemnni var meir en borgið, einkum að við- bættri magnaðri gönguferð á bökk- um Thames fljótsins á afhallandi degi. SPENNANDI SKÓDAGAR 10 - 30% afsláttur. tilboðin gilda til 15. október The Shoe Áður 5.900 Nú 5.300 M Caterpillar Áður 9.900 Nú 6.900 Kingsway Áður 4.900 Nu 2.900 Nose Aður 7.900 Nú 4.900 Jungle Áður 8.500 Nú 7.500 Caterpillar Áður 9.900 Nú 7.900 New Rock Áður 10.900 Nú 9.900 Art skór Áður 10.900 Nú 9.800 New Rock Áður 10.900 Nú 8.900 Kingsway Áður 5.900 Nú 2.900 Art skór Aður 12.900 Nú 11.600 Shelly's Aður 10.900 Nú 8.900 Workout Áður 5.900 Nú 3.900 Gladiator skór Aður 9.900 Nú 8.500 Hudson Áður 9.900 Nú 8.400 A Rangers Áður 8.900 Nú 5.900 W, New Rock Áður 13.900 Nú 11.900 r H A P P D RJ3E 11 i HjARTA- VERHDAR Hægt er að greiða heimsenda miða með greiðslukorti í síma S81 3947. Sendum hvert á land sem er. a Hjartavernd Lágmúla 9 108 Reykjavík Þökkum eftirtöldum adilum veittan stuðning • SPARISJÓÐUR REYKJAVtKUR OGNÁGRENNIS Tæknival ^rlÍRVlL-ÚTSÝN ® TOYOTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.