Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÓRU MÁLIN Á LANDSFUNDI LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Alla jafna beinist meiri athygli að þessum fundi en landsþingum ann- arra flokka, enda er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmála- flokkur landsins og landsfundur hans fjölmennasta stjórnmála- samkoma á íslandi. Á fundinum er þverskurður af þjóðinni ef svo má segja. Þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins mótar stefnu í einhverju máli, er næsta víst að fulltrúar flestra þjóðfé- lagshópa taka þátt í umræðum og atkvæðagreiðslu. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlegt forystuafl í íslenzku stjórnmálalífi. Að sjálfsögðu er svo enn frekar horft til landsfundar Sjálfstæð- isflokksins og ákvarðana hans þegar flokkurinn er í forystu fyr- ir ríkisstjórn eins og nú. Yfirskrift landsfundarins, „einstaklingsfrelsi - jafnrétti í reynd“ gefur til kynna að jafnréttismálin fái mikið vægi. Sannar- lega ber að fagna því að stærsti stjórnmálaflokkurinn leggur nú slíka áherzlu á þennan mikilvæga málaflokk og vonandi er að gerðir fylgi orðum um jöfnun launamunar, jafnrétti til fæðing- arorlofs og fleiri umbætur. Annað mál, sem sjálfstæðismenn hyggjast halda á lofti á lands- fundi sínum er samkeppnisstaða íslands. Áherzian á þessi tvö mikilvægu mál má þó ekki verða til þess að landsfundarfulltrúar fríi sig ábyrgð á því að ræða önnur stór- mál, þar sem mjög er horft til Sjálfstæðisflokksins um forystu. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að landsfundarfulltrúar móti skýra stefnu í sjávarútvegsmálum og ræði og taki afstöðu til veiðiieyfa- gjalds. Þetta er ákvörðun, sem síðasti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins kom sér hjá að taka er tillögu um veiðileyfagjald var vísað til miðstjórnar. I öðru lagi er brýnt að landsfundurinn ræði eignarhald á óbyggðum, sem sennilegt er að komi mjög til umræðu á næst- unni, þar á meðal á Alþingi. í þessu efni þurfa sjálfstæðismenn að móta skýra stefnu. I þriðja lagi verður Sjálfstæðisflokkurinn að takast á hendur ýtarlega stefnumótun um samskipti íslands við Evrópusamband- ið, nú þegar sígur á seinni hluta ríkjaráðstefnu sambandsins og evrópskt myntbandalag er á næsta leiti. I fjórða lagi verða sjálfstæðismenn að taka af skarið um jöfn- un atkvæðisréttar landsmanna, sem er brýnt hagsmunamál. Loks er ástæða til að flokkur einkaframtaks og einstaklings- frelsis kveði skýrt á um lækkun skatta, minnkun ríkisumsvifa og afnám ójafnrar samkeppni ríkisstofnana við einkafyrirtæki. Sjálfstæðismenn eiga að vera óhræddir að láta brjóta á erfiðu málunum í umræðum á landsfundinum. ÞJÓÐARÁTAK UM GREIÐSLU SKULDA VAXTAGREIÐSLUR ríkissjóðs eru orðnar svo þungur baggi á skattgreiðendum, að ekki verður við unað. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefni í fjármálastjórn ríkisins næstu árin að greiða niður skuldirnar og létta þannig vaxtabyrðina. Féð, sem þannig sparast, væri betur notað til að lækka skattprósent- una eða til uppbyggingar þjóðfélagsins. Fjármálaráðherra hefur skýrt frá því, að vaxtagreiðslur ríkissjóðs nemi 13-14 milljörðum króna á ári og svo verður næstu árin. Árlegar vaxtagreiðslur nema hærri upphæð en varið er til alls skólahalds í landinu (11,7 milljarðar 1995). Stærstur hluti vaxtanna rennur til útlendinga. Á þessu ári fara um 8,6 milljarðar af 13,8 milljörðum út úr land- inu. Á næsta ári eru vaxtagreiðslur ríkissjóðs áætlaðar 13,5 milljarðar og þar af eru 9,2 milljarðar vegna erlendra lána. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs á árunum 1985-1996 nema alls um 110 milljörðum króna. Það slagar hátt upp í útgjöld eins árs í samkvæmt fjárlögum. Verði ekkert að gert munu vaxtagreiðsl- urnar aukast enn næsta áratuginn. Þennan fjáraustur þarf að stöðva og nýta féð með arðbærum hætti fyrir land og þjóð. Um þetta markmið þarf þjóðin að sameinast. Þjóðarátaks er þörf. ■ BIÐLISTAR HEIL- | BRIGÐISKERFISIN S TriINAR Stefánsson, yfirlæknir augndeildar Landakots, segir Uj í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ein af afleiðingum meintra aðhaldsaðgerða hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sé sú, að biðlisti sjúklinga eftir aðgerðum á augndeildinni aukizt úr um 200 í 400 til 500 manns. Biðlisti, sem til skamms tíma var nán- ast enginn á augndeildinni, sýnist skilgetið afkvæmi meintra sparnaðaraðgerða í heilbrigðiskerfinu. Samansöfnun sjúklinga á biðlista í heilbrigðiskerfinu er hæp- inn sparnaður, að ekki sé fastar að orði kveðið; í „bezta“ falli frestun eða tilfærsla útgjalda, en oftar en ekki mögnun vand- ans. Máski er tímabært að heilbrigðisyfirvöld standi fyrir heildar- úttekt á biðlistum í heilbrigðiskerfinu? Jafnrétti kynja og samkeppnismál í brennidepli á 32. Friður um fo en tekist á um Þótt ekki séu taldar líkur á að dragi til stórra Sjálfstæðisflokksins, sem settur verður í dag, o sátt um endurkjör forystunnar, má engu að síc um átökum um einstök stefnumál. Hyggjast k til aukinna áhrifa á fundinum, m.a. við kosnin| Friðriksson kynnti sér viðhorf innan Sjálfstæc 32. landsfundarins. FRÁ lokaundirbúningi landsfundar síðdegis Y'IR 1.700 sjálfstæðismenn eiga rétt til setu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. I gærkvöldi höfðu 1.650 manns staðfest þátttöku á fund- inum. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipu- lag hans. Þemamál fundarins eru jafn- réttismál og samkeppnisstaða íslands. Fyrir þingið verða lögð drög að álykt- unum í hinum ýmsu málaflokkum sem samin hafa verið í á þriðja tug starfs- hópa á undanförnum vikum og mán- uðum. Kosning formanns, varaform- anns og ellefu fulltrúa í miðstjóm fer fram á sunnudag, á síðasta degi lands- fundarins. „Það er engin háspenna í loftinu. Mér heyrist að menn séu almennt ánægðir með stöðu flokksins, stjómar- samstarfið og ekki síst árangurinn. Ég heyri ekki annað en það verði frið- ur í kringum kosningar og góð _sam- staða sé um forystuna," segir Oskar I. Húnfjörð, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. í sama streng tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem segist ekki hafa heyrt annað en alger samstaða sé um forystu flokksins meðal karla sem kvenna innan flokksins. Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokks- ins, á von á rólegum og málefnalegum landsfundi en segir alls óvíst hversu hörð átök verði við afgreiðslu álykt- ana um einstök mál, eins og t.d. sjáv- arútvegsmálin. Hann telur mjög mik- ilvægt að landsfundurinn ræði til hlít- ar atvinnu- og kjaramál og að mótuð verði afstaða til komandi kjarasamn- inga. „Ekki tímabært að hugleiða framboð" „Hlutverk einstaklinga ber ekki að skilgreina út frá líffræðilegum eigin- leikum eða sambandi við aðra einstakl- inga,“ segir í drögum að ályktun um jafnréttis- og fjölskyldumál sem lögð verða fram á landsfundinum. Jafnrétt- ismál kynjanna verða í brennidepli, m.a. á fímm opnum fundum um jafn- réttismál, sem haldnir verða í kvöld. Hópur sjálfstæðiskvenna hefur haft sig mjög í frammi undanfarin misseri og lagt kapp á að auka hlut kvenna innan flokksins. Hafa sjálfstæðiskonur verið hvattar til að láta að sér kveða við undirbúning landsfundarins og á þinginu sjálfu. Hefur stöku sinnum komið upp orðrómur um hugsanlegt framboð konu til varaformennsku gegn Friðriki Sophussyni, sem sækist eftir endurkjöri, en hverfandi líkur eru í dag taldar á að af því verði. Hefur nafn Sólveigar Pétursdóttur alþingismanns verið nefnt í þessu sam- bandi en aðspurð um þetta segir hún: „Forysta Sjálfstæðisflokksins er kosin á hvetjum landsfundi og það fer ekki hjá því að þau mál hafi borið á góma í viðræðum mínum við sjálfstæðisfólk. Friðrik Sophusson hefur verið varafor- maður mjög lengi og hefur starfað með þremur formönnum Sjálfstæðis- flokksins. Það er því ekkert óeðlilegt að menn velti fyrir sér hlutunum og ræði málin fyrir þennan landsfund. Friðrik hefur hins vegar lýst því yfir að hann óski eftir að gegna þessu embætti áfram. Hann hefur gegnt starfi fjár- málaráðherra undanfarin ár með góð- um árangri og hefur ugglaust sterka stöðu. Ég tel því ekki tímabært að hugleiða slíkt framboð nú,“ segir Sól- veig. Nokkur fjöldi kvenna sækist eftir sæti í miðstjórn Nú þegar hafa sjö konur tilkynnt framboð sitt til miðstjórnar og er talið víst að fleiri konur muni gefa kost á sér við miðstjórnarkjör, samkvæmt upplýsingum Birnu Friðriksdóttur, formanns Landssambands sjálfstæðis- kvenna, sem telur að jafnréttismálin verði fyrirferðarmiki! á landsfundin- um. „Ég vonast til að þetta leiði til þess að við fáum skýrari mynd af því hver vilji flokksins er,“ segir hún. „Ég geri ráð fyrir að jafnréttismál, bæði innan sem utan flokksins, verði ofarlega á baugi á fundinum," sagði Anna Blöndal, formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi eystra. Anna á ekki von á því, frekar en aðrir viðmælendur, að boðið verði fram gegn sitjandi formanni eða varaformanni en hún bendir þó á að það þurfi ekki að sýna veikleika í flokksstarfi, heldur þvert á móti að vera styrkur, ef fleiri en einn sækist eftir æðstu embættum innan Sjálf- stæðisflokksins. Konur eru um 40% af flokksbundn- um sjálfstæðismönnum og er nú reikn- að með að álíka stórt hlutfall lands- fundarfulltrúa verði kvenkyns, sam- kvæmt upplýsingum Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, en það er umtalsverð aukning kvenna meðal landsfundar- fulltrúa frá fyrri landsfundum Sjálf- stæðisflokksins. í ályktunardrögum um jafnréttis- og fjölskyldumál er lagt til að jafnrétt- ismál verði færð úr félagsmálaráðu- neytinu í forsætisráðuneyt- ið. Áhersla er og lögð á að lagafrumvarp um fæðing- arorlof nái fram að ganga, þar sem markmiðið sé að karlar standi jafnfætis kon- um og fæðingarorlofsréttur á vinnumarkaði verði jafnaður. Ágreiningur um framkvæmd GATT-samkomulagsins „Ég man ekki eftir neinum lands- fundi þar sem ekki hafa orðið átök um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál en vonandi tekst okkur að komast að sameiginlegri niðurstöðu, þó það sé auðvitað erfítt í svona þýðingarmikl- um málaflokkum, þar sem skoðanir eru misjafnar og hagsmunirnir rekast á,fysagði einn viðmælandi blaðsins. Áberandi málefnaágreiningur um landbúnaðarmál og framkvæmd GATT-samkomulagsins kemur fram í ályktunardrögum sem lögð verða fram á landsfundinum frá starfshópum um landbúnaðarmál og viðskipta- og neyt- endamál. í drögum landbúnaðarhóps- ins segir: „Ljóst er að GATT-samning- urinn hefur aukið samkeppni á inn- lendum matvörumarkaði og leitt til Iækkana á vöruverði. Enginn vafi er á að halda verður áfram á braut al- þjóðlegs samstarfs um aukið við- skiptafrelsi, þótt reynt verði að ein- hverju marki að milda þau áföll sem minnkuð tollvernd er fyrir atvinnu- grundvöll þjóðarinnar. í því starfi ber að leggja þunga áherslu á að bæta útflutningsfæri fyrir íslenska fram- leiðslu hvar sem smugu er að finna.“ í ályktunardrögum um viðskipta- og neytendamál segir aftur á móti að landbúnaður á íslandi sé ofvernduð atvinnugrein þar sem samkeppni gæti ekki nema að takmörkuðu leyti. „Þetta hefur leitt til gífurlegrar offjárfesting- ar, ekki síst í milliiiðum. Óhagkvæmn- inni er ýtt yfir á aðrar greinar m.a. iðnað, verslun og þjónustu, en byrðun- um síðan velt yfir á neytendur. Þær miklu vonir sem neytendur bundu vissulega við nýjan GATT-samning hafa brugðist um leið og samningurinn staðfestir óhagkvæmni íslensks land- búnaðar. Tollígildisvernd landbúnað- arvara (mismunur á innlendu verði og svokölluðu heimsmarkaðsverði) er frá 200% og upp í 700%. Markmiðið með nýjum GATT- samningi var að auka viðskipti milli landa og bæta lífskjör almennings. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur hins vegar unnið gegn anda sammningsins hvað varðar landbúnaðarafurðir og þannig í raun rýrt lífskjör landsmanna. Við það verður ekki unað. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins átelur þau úreltu vinnubrögð sem einkennt hafa fram- kvæmd GATT-samningsins, - þau eiga ekkert skylt við fijálst samfélag held- ur haftabúskap eftirstríðsáranna og gerir kröfu um endurskoðun fram- kvæmdar samningsins í ljósi reynsl- unnar," segir þar. Búist við líflegum umræðum um sjávarútvegsmál Fyrirfram er búist við líflegum um- ræðum og talsverðum deilum um stefn- una í sjávarútvegsmálum, líkt og á fyrri landsfundum. Á seinasta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins kom fram verulegur ágreiningur um sjávarút- vegsmál. Tillaga um að endurgjalds- laus úthlutun afiaheimilda til lítils hóps Jafnréttismál verði færð í forsætisráðu- neytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.