Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGISKÚLASON Vinur hefur kvatt með gusti, án málalenginga, en það var hans stíll. Kvikur, kraftmikill og alltaf tilbúinn í ný átök við lífið og listina. Forvit- inn og leitandi, beið ekki eftir að honum væru falin verkefni heldur lét sjálfur til skarar skríða þegar hann fékk áhuga á einhverju. Alltaf vakandi þegar listir voru annars- vegar. Daginn áður en hann kvaddi svo skyndilega kom hann ásamt Helgu í heimsókn til síns gamla leiklistar- nema og vinar í rúm þijátíu ár. Þau voru að koma af myndlistarsýningu ,*í Hafnarborg. Helgi lét það ekki aftra sér þó hann ætti að leggjast inn á spítala daginn eftir til að gangast undir erfíða lyfjameðferð, sýningin í Hafnarfirði lofaði góðu og þar með var lagt í hann. Þann dag kvaddi Helgi með kossi og bar- áttuglampa í augum, sjálfum sér líkur. Þau Helgi og Helga létu fjar- lægðir heldur ekki aftra sér fyrir tveimur árum þegar þau voru er- lendis og lögðu lykkju á leið sína til að vera hjá mér þegar Fróði sonur minn lést. Ég kveð Helga að sinni og þakka honum fyrir vinátt- una og samstarfið. Fyrir hönd Félags íslenskra leik- 'ara þakka ég Helga Skúlasyni fyrir þau ár sem hann sat í stjórn þess sem varaformaður og ég þakka líka þann mikla áhuga sem hann sýndi félaginu alla tíð. Það var ómetan- legt að hafa jafn reyndan og áhuga- saman listamann með á fundum félagsins. Leiklist á íslandi verður fátækari þegar stórleikari á borð við Helga hverfur af sviðinu. Helgu Bachmann, eiginkonu hans og fé- laga í einu og öllu, og fjölskyldu hans sendir félagið sínar innileg- ^istu samúðarkveðjur. Helgi Skúlason var mikill leikari. , En bezt lék hann sitt eigið hlutverk í lífinu sjálfu. í þessu hlutverki ræðst orðstírinn sem forfeðumir lögðu meiri áherzlu á en allt annað; að hann deyi aldrei þegar hann vex af miklum mannkostum. Það er hinn endanlegi leikdómur um þessa mannkosti sem öllu ræður um eftir- mælin. Hvað sem list Helga Skúla- sonar líður og einstæðri listsköpun hans, smekk og næmi, verður sann- ___Jeikurinn um manninn sjálfan, hjartalag hans og drengskap, sá orðstír sem er öllum leikdómum æðri. Sviðið er autt. Og það ríkir þögn í salnum. Aðeins skrjáf í þurru laufi þegar tíminn fer hjá. \ Við töluðum síðast við þau Helgu j þegar við horfðum saman á Jerúsal- i em í Háskólabíói fýrir skemmstu ; og við Helgi vorum sammála um > það sem fram fór á tjaldinu; einnig hnökrana. Efnið var heldur fram- andlegt og við hefðum kosið okkur 1 aðra Jerúsalem þegar sú himneska Íborg stígur niður til jarðar. En það er undarleg tilfmning, eftir á að ‘ hyggja, að hafa átt síðustu orða- ^ ’».kiptin við Helga Skúlason um þetta efni sem tengist lífi okkar allra og I dauða. Sízt af öllu grunaði mig að þar yrði staðar numið á sviðinu mikla sem kallar sífelldlega á nýtt fólk, nýjar kynslóðir - og nýtt lauf sem fýkur í vindinum. Þau Helga voru að sjálfsögðu 1 saman þegar við hittum þau þarna 1 í Háskólabíói og hann í síðasta sinn. j Nú stendur hún í bylnum stóra sein- ast og við Hanna biðjum þess að henni farnist vel í þeim átökum, enda mikinn styrk að sækja þar sem _ er fyrrnefndur orðstír og sú auðlegð sem er fólgin í ástsamlegum minn- ingum. Við kynntumst þeim á heim- , ili Helgu Valtýsdóttur og Björns Thors þegar lífið blasti við eins og heiður óendanlegur dagur á öræf- um. Og vinátta okkar æ síðan, i flekklaus og nærandi, hefur í senn verið gleðiauki og tilhlökkunarefni. Við höfum átt saman góðar upp- lestrastundir, og hvemig get ég þakkað þeim þær - eða aðild að verkum sem ég hef sett saman á stopulum stundum? En allt heyrir það til löngu liðnum tíma. Og ástæðulaust það sé tíundað þótt nú sé þetta nefnt í þakklætisskyni að leiðarlokum. Grátvíðirinn fellir haustgræn tár á fuglsvængjum hverfur tréð til himins. Matthías Johannessen. Eftir yndislegt síðsumar hvolfist haustið allt í einu yfir og hann Helgi mágur minn hverfur frá okk- ur jafn óvænt og snögglega sem sumarið. Við sitjum eftir döpur og hljóð og minningarnar leita á hug- ann. I fjóra áratugi hefur Helgi verið einn af fjölskyldunni og eigin- lega finnst mér hann alltaf hafa verið hjá okkur. Fyrstu böm for- eldra minna voru tvíburar sem skírðir vom Helgi og Jón, en þeir dóu í bernsku. Aftur fæddust þeim tveir drengir sem báðir lifa og þeir hlutu sömu nöfn. Svo undarlega vildi til að þegar við Helga hittum mannsefni okkar, heita þeir líka Helgi og Jón, en þessi nöfn hafa lengi fylgt móðurætt okkar. Mér er í fersku minni þegar Helgi fór að venja komur sínar á æsku- heimili okkar á Óðinsgötunni, ungur og snaggaralegur, svo ólíkur okkur þó, svona skarpleitur og með þetta makalaust glæsilega stóra, bogna nef og svo var hann alltaf ánægð- ur. Og það var einmitt þessi ánægja sem mér fannst einkenna Helga umfram annað, hann virtist alltaf sjálfum sér nógur, una glaður við sitt. Meðan aðrir vom að streða og hamast fór hann sér hægt og hlut- irnir virtust koma til hans áreynslu- laust. Helgi var gæfumaður, hann var miklum listrænum hæfileikum búinn, þannig að hann hefði líklega allt eins getað orðið myndlistarmað- ur eða tónlistarmaður, allt virtist leika í höndum hans. En leiklistin varð fyrir valinu og hann komst fljótt í röð eftirsóttustu og bestu leikara landsins og frægð hans barst út fyrir landsteinana. í einka- lífi brosti gæfan líka við honum, hann fékk þá einu konu sem hann vildi eiga, hún var alltaf drottningin hans og saman tókst þeim að gera hvunndaginn að dálítilli veislu. Þótt á móti blési stundum var alltaf hægt að finna eitthvað til að gleðj- ast yfir. Saman auðguðu þau Helga og Helgi íslenskt leiklistarlíf til muna og léku á fyrri árum hvert stóra hlutverkið á fætur öðm og sá tími sem þau störfuðu í Iðnó var einhver fijóasti tími leikhúsa á ís- landi, þar sem hvert stórverk leik- húsbókmenntanna á fætur öðru var tekið fyrir. Helgi var einnig mikilvirkur leik- stjóri og vann á því sviði mörg af- rek og er skemmst að minnast frá- bærrar sýningar á Þremur konum stómm, á þessu ári. í fari Helga var aldrei að finna dramb eða sjálf- umgleði þrátt fyrir velgengnina, viðmót hans einkenndist alla tíð af hlýju og vinsemd. Þó ótímabær dauði hafi hrifið Helga á brott er tækninni svo fyrir að þakka, að á komandi ámm eigum við áreiðanlega oft eftir að njóta listar Helga á skjánum og hin djúpa, mjúka rödd hans kemur til með að hljóma um langan aldur. Helgi og Helga, óijúfanleg tvennd, alltaf nefnd í sömu andrá. Nú em erfiðir tímar runnir upp hjá Helgu minni, hún hefur misst besta vininn sinn. Ég get bara vonað og óskað henni þess að hún finni huggun í minning- unni um þennan góða og Ijúfa dreng sem Helgi var og styrk til að halda áfram þar til leiðir liggja saman á ný og hvunndagurinn verður aftur að dálítilli veislu. Helgi mágur, vertu kært kvaddur af okkur Jóni. Hanna. Þegar mér bámst þær fregnir að sýningar í Þjóðleikhúsinu væm felldar niður vegna veikinda Helga Skúlasonar, þá varð mér strax ljóst að eitthvað alvarlegt hlyti að vera að, því ég minnist þess ekki, að á löngum listamannsferli Helga hafi nokkm sinni orðið að fella niður sýningu hans vegna. Það var ekki hans stíll. Leikhúsið hafði forgang í hans lífi. Sú varð líka raunin þvi hann lést eftir stutta sjúkdómslegu og er óhætt að segja að allir sem þekktu hann og til hans em harmi slegnir. Ég var utanbæjar þegar ég hafði spurnir af veikindum Helga og ég fékk ekki við neitt ráðið, minning- arnar ruddust fram í huga mér. Það var líka af mörgu að taka, því við Helgi þekktumst lengi og vinátta hans og konu hans Helgu hefur verið stór þáttur í mínu lífi. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa notið vináttu Helga um langt ára- bil. Við vorum börn, 8 eða 9 ára, þegar vinátta okkar hófst. Við urð- um strax einkavinir. Við vorum saman í bamaskóla, fermdumst saman, vorum saman í skóla á Laugarvatni, vorum saman í skát- unum í Keflavík, tókum saman þátt í leiksýningum í Keflavík, bæði hjá Helga S. og Framnessystmm. 011 unglingsárin var ég s.s. heimagang- ur á heimili Helga og hann á heim- ili mínu. Það leið varla sá dagur að við værum ekki saman á þessum árum. Þegar við vomm 16 ára ók faðir minn okkur til Þingvalla, en við Helgi höfðum ákveðið að fara í viku ferðalag gangandi með bakpoka og tjald. Við gengum s.s. frá Þingvöll- um að Laugarvatni, en þá var eng- inn bílvegur þar á milli, aðeins hestavegur. Við vorum feijaðir yfir Tungufljót á blikkskektu á leið okk- ar upp í Hreppa, en við fórum yfir Hvítá á Brúarhlöðum, gengum síð- an að Hrana og yfir Galtafell og endaði ferðalagið í Birtingarholti hjá móðurfólki Helga, en Helgi á ættir sínar að rekja á þessar slóðir í báðar ættir, því faðir hans var úr Hreppunum. Þetta ferðalag er alveg einstætt í minningunni fyrir margra hluta sakir. Þarna ræddum við framtíðina og gerðum áætlanir, sem allar meira og minna gengu eftir. Við höfðum enga myndavél með okkur, en samt eru einhvers staðar til fjöl- margar myndir frá þessu ferðalagi, því Helgi hafði með sér teikniblokk, blýanta og pastelliti og var öllum stundum teiknandi það, sem fyrir augu bar. Og þá kem ég að því, að Helgi var alveg sérstaklega fjölhæfur maður, hann teiknaði og málaði myndir, þannig að mátt hefði halda að hann væri atvinnumaður á þessu sviði strax á unga aldri. Þá var hann með eindæmum músikalskur, spilaði á píanó á dansleikjum í Ungó í Keflavík í fjölda ára á ungl- ingsámnum. Helgi var tvímæla- laust hæfileikaríkasti maður sem ég hef kynnst. Það var því margt sem barðist um í honum á unglingsárunum. Því eitt var víst að hann ætlaði í list- nám, en hvaða listgrein yrði fýrir valinu vafðist fyrir honum af aug- ljósum ástæðum. Ég er þess fullviss að Helgi hefði náð mjög langt, hvaða listgrein, sem fyrir valinu hefði orðið, hann var þannig per- sónuleiki, hann lagði sig alltaf allan fram við allt sem hann tók sér fyr- ir hendur, hann vann að því af lífi og sál og af öllu hjarta. Það var því mikill ávinningur fyrir leiklistina í landinu, að hann skyldi hafa valið leiklistina að sínu ævistarfi. Það var kvöld eitt haustið 1952 að við Helgi vomm á gangi efst á Skólavörðustíg þegar hann trúði mér fyrir þvi, og var með alveg sérstakan glampa í augunum, að hann væri orðin ástfanginn í fyrsta skipti á ævinni og hann hefði fund- ið þá stúlku, sem hann mundi getað elskað ævilangt. Það gekk eftir. Hjónaband þeirra Helgu og Helga var alveg einstakt. Samheldni þeirra, samstaða um alla hluti og augljós ást þeirra hvort á öðm vakti athygli allra þeirra sem umgengust þau. Það hvíldi einhver skínandi fegurð yfir hjónabandi þeirra, það var eins og þau væm alltaf í til- hugalífinu. Framlag Helga til leiklistarinnar í landinu er feikilega mikið að vöxt- um. Hann varð strax, sem ungur maður, einn eftirsóttasti leikari landsins. Persónusköpun hans var alveg einstæð, hann skapaði per- sónur með skýmm og ákveðnum hætti, en jafnframt vom þær svo einlægar og sterkar, að þær lifðu með manni lengi eftir að sýningum lauk og margar þeirra eru manni enn ferskar i minni. Og það er jafn- framt ótrúlegur fjöldi hlutverka sem hann hefur leikið bæði á sviði, í kvikmyndum og útvarpi. Þá leikstýrði Helgi fjölda leikrita, bæði hjá atvinnuleikhúsunum, í sjónvarpi og útvarpi, jafnframt því, sem hann var um árabil athafna- mesti leiklistarkennari landsins og er fjöldi starfandi leikara í dag fyrr- verandi nemendur hans. Þá lék Helgi í fjölda kvikmynda, bæði inn- lendra og erlendra, þannig að orð- stír hans sem leikari hefur borist langt út fyrir landsteinana. Helga verður tvímælalaust minnst sem eins mikilhæfasta leikara og leik- húslistamanns þessarar aldar. Það er því mikil eftirsjá að Helga, þegar hann hverfur svo skjótt frá okkur og hefði vafalaust átt eftir að vinna mörg leiklistarafrekin enn, ef heilsan hans hefði leyft það. En við getum þó heilshugar þakkað fyrir hans mikla og ómetanlega framlag til leiklistarinnar í landinu, sem við eigum eftir að njóta góðs af um langan aldur, því áhrif hans og kunnátta og allt það sem hann miðlaði öðrum, mun vissulega lifa áfram með íslenskri leiklist. Að lokum vil ég þakka Helga vináttu hans og sömuleiðis Helgu eiginkonu hans, en vinátta þeirra hefur verið stór hluti af mínu lífí eins og áður sagði og á ég þá sér- staklega við unglingsárin, en ekki síður við það, hvernig þau tóku mér þegar ég kom heim frá námi, svo og öll árin sem við bjuggum hlið við hlið á Suðurgötunni. Minningin um þessi tímabil mun ævinlega verða mér dýrmæt. Ég vil færa Helgu, bömum henn- ar og fjölskyldu allri innilegar sam- úðarkveðjur mínar og minnar fjöl- skyldu. Gísli Alfreðsson. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur í aldarlangri sögu Leikfélags Reykjavíkur em áfangar og tíma- mót sem marka þáttaskil í sögu leiklistarinnar í landinu. Gjaman er í því sambandi minnst þeirrar afdrifaríku ákvörðunar að halda áfram starfi félagsins eftir að Þjóð- leikhúsið tók til starfa en önnur merk tímamót urðu rúmum áratug síðar þegar gert var samkomulag við borgarstjórann í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, um stóraukin framlög til Leikfélagsins sem gerðu því fært að fastráða hóp leikara og fyrsta leikhússtjóra félagsins. Formaður Leikfélags Reykjavík- ur á þeim tíma var Helgi Skúlason, ungur og vaxandi leikari og leik- stjóri, sem hafði nokkrum árum fyrr valið sér Leikfélagið sem starfsvettvang í þeirri bjargföstu trú að þar væri vaxtarbroddur leik- listarinnar í landinu. Engum bland- ast hugur um að það skref sem félagið þá steig af stórhug og bjart- sýni undir forystu Helga skipti sköpum um framtíð félagsins sem atvinnuleikhúss. Leikfélag Reykja- víkur stendur í ómetanlegri þakkar- skuld við hann fyrir hans hlut að þessu máli. En Helgi var ekki að- eins í forystu félagsins á þessum miklu breytingatímum heldur einn virtasti leikari og leikstjóri Leikfé- lagsins þau ár sem hann starfaði þar. Hlutverk hans hjá Leikfélaginu voru fleiri en upp verða talin hér og mörg ógleymanleg þeim sem sáu. Hér verður aðeins nefndur rómaður leikur hans í Föngunum í Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags íslenskra leikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.