Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURIIMIM Um lokanir geðdeilda og áhrif þeirra SÍÐASTLIÐIN sum- ur hafa lokanir geð- deilda verið í brenni- depli. Geðdeildum er lokað vegna spamaðar sem síðan reynist lítill sem enginn þegar upp er staðið, vegna þess kostnaðar sem í raun leggst á þjóðfélagið í kjölfar lokananna. Hér á eftir kemur reyns- lusaga mín af þessum lokunum, en ég er að- standandi. Konan mín á við geðhvarfasýki að stríða. Þegar einkenni veikindanna koma upp er nauðsynlegt fyrir hana að fá strax pláss á spítala, til þess að koma í veg fyr- ir langvarandi veikindi. Sumarið ’95, í júní, fóru að koma fram einkenni veikinnar eftir mikið álagstímabil. Konan mín fann það að hún var að verða veik, og á föstudagskvöldi gerir hún mér grein fyrir því, og ákváðum við að fara á mánudeginum upp á spítala. Við gerðum það og fengum. viðtal við lækni á spítalan- um. Svörin sem við fengum þar voru á þá leið að því miður væru lokanir í gangi, og ekki væri hægt að leggja hana inn vegna plássleysis. í staðinn fékk hún lyf, sem áttu að draga úr áhrifum veikindanna. Lyfin sem hún fékk voru það sterk að hún gat ekki unnið einföldustu heimilisstörf, svo sem að elda sér eithvað að borða. Á mínum vinnustað var sem betur fer fullur skilningur á þessu og gat ég því farið heim í hádeginu, og aðstoð- að hana með matinn og annað sem þurfti að gera. Á föstudagsmorgni var ég búinn að fá nóg af þessu, bæði vegna hjáiparleysis hennar og einnig vegna þess að því miður höfðu lyfm ekki haft þau áhrif sem þau áttu að hafa. Ég fór því með hana upp á spítala og fékk loksins inn- lögn. Það var mikill iétt- ir, því að þessir dagar voru mjög erfiðir. Á þriðjudegi þar á eftir virtist hún vera komin í nokkuð gott jafnvægi, þannig að hún var spurð að því af læknum, hvort hún vildi ekki útskrif- ast. Hún varð mjög feg- in að útskrifast. Allt virtist ætla að ganga vel, því næstu tvær vik- umar voru mjög góðar. En þá kom reiðarslagið. Hún fór, ásamt dóttur okkar, með foreldrum sínum í sumarbústað, en ég átti enn eftir að vinna í eina viku áður en ég fengi frí. Strax á fyrsta degi ferðarinnar fóru að koma fram ein- kenni, sem urðu til þess að ég fór og sótti hana í sumarbústaðinn. Þá vikuna ágerðust veikindin, sem end- uðu með því að hún var lögð inn, mjög veik. Eftir tvær vikur var henni sagt að útskrift, nálgaðist. Hún fékk einn- Geðsjúkdómar eru þeirrar gerðar, segir Ingimundur K. Guð- mundsson, að ekki er hægt að fresta meðferð. ig að vita, á fundi, að það vantaði pláss og bauðst hún þá til að útskrif- ast strax. Það var og samþykkt. Ég var ekki spurður, en þar sem hún var orðin tiltölulega frísk var lítið hægt að segja við þessu. Enn virtist allt ætla að ganga vel og gerði það næstu vikuna. Við höfðum ákveðið að halda upp á 25 ára afmælið mitt Ingimundur K. Guðmundsson í ágúst. Þegar líða tók að því ágerð- ust veikindin aftur. Þegar aðeins voru þrír dagar í afmælið fékk hún kaupæði, sem oft fylgir þessum veik- indum, og vissi ég þá strax hvað var farið að gerast. Eg vildi ekki að hún missti af afmælinu, þannig að við gerðum ekkert í þessu fyrr en eftir afmælishelgina. Aðfaranótt þriðju- dags hringdi ég upp á spítala og vildi strax fá innlögn fyrir hana. Sá sem svaraði sagði að því miður væri allt fullt og við yrðum að bíða eftir morgunvaktinni. Þessa nótt var lítið sofið. Morguninn eftir fórum við upp á spítala, og fengum fljótlega inn- lögn, en ég veit ekki hvort útskrifa hefur þurft einhvern annan í staðinn. í þetta skipti var henni ekki hleypt heim fyrr en meðferð lauk, og var endanleg útskrift um áramótin ’95;’96. Áhrifin af reynslu þessari voru mjög mikil. Það að geta ekki strax fengið fulla meðferð, sem þarf, er mjög slæmt. Sagt er að aðgerðir sem þessar eigi að spara fé, en ég held í raun að sparnaðurinn hverfi í afleið- ingunum. I okkar dæmi verður tekju- missir á heimilinu. í stað þess að hafa að minnsta kosti 30.000- 40.000 kr. laun (50% starf), þá hafði konan mín aðeins 13.000 kr. sjúkra- bætur á mánuði á tímabilinu. Éf hún hefði fengið strax fulla meðferð, þá hefði hún getað verið útskrifuð og komin í vinnu í september. Kostnað- ur ríkisins er í raun þessi: minni tekjuskattar (íjölskyldutekjur voru lægri), minni eyðsluskattar (þar sem minna er um pening til að eyða), og hærri kostnaður vegna spítalavistar (dvöl á spítala lengist, þannig að kostnaður pr. manneskju eykst). Þessar spamaðaraðgerðir hefðu í raun getað valdið langvarandi (krón- ískum) veikindum þannig að hún hefði orðið öryrki með öllum þeim tilkostnaði sem það hefur í för með sér fyrir ríkið. Hvemig getur ríkið í raun rökstutt það að um sparnað sé að ræða? Geðsjúkdómar eru því mið- ur þannig, að ekki er hægt að fresta meðferð, eins og kannski er hægt í sumum líkamlegum tilfellum. Geð- sjúkur maður, sem veikist, þarf þjón- ustu strax, og ekki síðar en strax. Ég vil að lokum þakka starfsfólki geðdeildanna. Það var ótrúlegt að fylgjast með því, í þessu gífurlega álagi sem á því var, standa sig svo vel sem það gerði. Höfundur er adstandandi og situr í stjóm Geðhjálpar. Geðsjúkdómar - geðheilbrigði í DAG er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur- inn sem haldinn er um allan heim til að vekja athygli á því sem nauðsynlegt er að gera í geðheilbrigðis- málum. Margir sem heyra talað um geð- heilbrigði leiða hug- ann strax að geðsjúk- dómum. En geðheil- brigði er hins vegar mun víðtækara en að vera laus við geðsjúk- dóma. Við sækjumst öll eftir geðheiibrigði án þess að vita stund- um hvernig á að skilgreina hug- takið. Geðheilbrigði einstaklings- ins ákvarðast af innra jafnvægi og vellíðan en hvernig tengslum hans við aðra er háttað og hvern- ig til tekst við dagleg verkefni skiptir einnig miklu máli. Margt hefur áhrif á geðheilsuna. í raun býr enginn við góða geðheilsu öll- um stundum. Geðsjúkdómar eru veikindi sem hafa fylgt mannkyninu frá önd- Ekki má, segir Tómas Zoega, koma til lokana geðdeilda. verðu. Ekkert bendir til þess að tíðni alvarlegra geðsjúkdóma eins og gepklofa hafi vaxið á þessari öld. Ákveðnar vísbendingar eru um að þunglyndi sé aðeins að aukast og aukning hefur orðið á neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Þegar á heildina er litið eru geðsjúkdómar álíka algengir hjá konum og körlum. Þunglyndi og ákveðnir kvíðasjúkdómar eru al- gengari hjá konum en áfengis- vandamál eru töluvert algengari hjá körlum en konum. Umræða um geð- sjúkdóma einkennist oft af fordómum, sem beinist helst að þeim sem eru veikastir. Stundum virðist sem fordómarnir séu á undanhaldi, en greini- lega er grunnt á þeim. Fordómar eru skað- legir og verða til þess að fólk leitar sér síður aðstoðar og oft ekki fyrr en i óefni er kom- ið. Þetta er slæmt sér- lega í ljósi þess að árangur með- ferðar á geðsjúkdómum er fylli- lega sambærilegur við árangur meðferðar annarra sjúkdóma. Opinber umræða snýst að miklu leyti um þá sem eru veikastir og þurfa á mestri meðferð og umönn- un að halda. Víst er að þessi hóp- ur býr við skertan hlut. Á hinn bóginn vill gleymast að mun stærri hópur er eingöngu veikur um stundarsakir, þarf annaðhvort á stuttri sjúkrahúsvist að halda eða sem er mun algengara, að öll meðferðin fer fram utan stofnana. Viða fara fram miklar rann- sóknir á orsökum og eðli hinna ýmsu geðsjúkdóma og stöðugar framfarir eiga sér stað í meðferð. íslendingar hafa verið mjög virkir í rannsóknum þessum, oft í sam- vinnu við útlendinga. Hlutfallslega er þó þvi miður enn veitt til muna minna fé tii rannsókna á geðsjúk- dómum miðað við umfang þeirra borið saman við fé sem veitt er til rannsókna á öðrum sjúkdómum. Hér á landi hafa aðstæður fyrir geðsjúka batnað verulega á síð- ustu áratugum. Þeir sem eru veik- ir langtímum saman eiga enn und- ir högg að sækja en hluti þeirra Tómas Zoega GEÐHVÖRF Um þessar mundir er að koma út á vegum Lyfjaverslunar íslands hf. bæklingur, sem nefnist Geðhvörf. Hann ú’ahar um samnefndan sjúkdóm sem á ensku heitir „manic-depressive disorder“. Bæklingur þessi er skrifaður af ungum manni, sem hefur átt við þennan sjúkdóm að stríða. Morg- unblaðið birtir hér á eftir á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi kafla úr bæklingi þessa unga manns ásamt formálsorðum læknis hans. Að þeirra ósk er engra nafna getið. ÚR FORMÁLSORÐUM LÆKNIS „Hann kom upp úr áramótum, hvattur af fjölskyldu og vinum. Hár og grannvaxinn; glæsilegur ungur maður. Hafði lokið menntaskóla með láði og hlotið námsstyrk í fjarlægu landi. Með góða greind í vöggugjöf og getuna til að flytja fjöll. Nú höfðu þessar heilladísir brugðist honum í Háskólanum; hann náði ekki tökum á haustönninni. Eftir því sem elja hans óx varð árangurinn minni. Hann hnýtti ekki viðfangsefnin sömu hnútum og samferðamennirnir. Raunveruleiki hans varð frábrugðinn þeirra. Hann var augljóslega með geðræn einkenni. Spurning hvað var í uppsiglingu og af hvaða toga. Hann skildi sjálfur að eitthvað var úr lagi og að hann var hjálpar þurfí. Hann fékk lyf við einkennunum og brátt varð hann sem fyrr og meðferðinni lauk. Á fáum misserum gekk hann í gegnum hæðótt landslag þunglyndis og oflætis. Sjúkdóms- myndin varð skýr; geðhvörf, þegar hugurinn sveiflast stjórnlaus á milli endimarka geðrófsins. Landamæri hugarfóstursins og raunveru- leikans illgreinanleg eða á stundum rofín til fulls.... ...Við ræddum um fyrirbyggjandi meðferð er síðasta kastinu lauk. Enn naut hann eiginleika sinna; næmis og glöggs mats á staðreynd- um. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Námsáfanga er lokið og enn skal sótt á brattann. Vinur minn átti hugmyndina að samantekt upplýsinga um sjúkdóm- inn geðhvörf og ég hvatti hann og studdi. Uppspretta skrifa hans var vonbrigði að sjá ungt fólk tæra líf sitt á báli afneitunar á sjúk- dómnum og þar með höfnun á tækifærum til heilbrigðs lífs. Það er von mín að umhyggja hans megi verða til hjálpar". Læknirinn Geðhvörf í bæklingi þessa unga manns, sem nú er að koma út segir m.a.: „Geðhvörf, eða öðru nafni oflæt- is-þunglyndis sjúkdómur, einkenn- ist ýmist af geðhæðar- eða geð- lægðartímabilum. Sjúkdómurinn hamlar getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til ranghugmynda. Sjúkl- ingar fá ýmist einkenni oflætis eða þunglyndis, eða eingöngu einkenni oflætis. Langur tími getur liðið á milli geðsveiflanna og á þeim tíma- bilum er sjúklingurinn eðlilegur á geði. Ef sjúklingurinn er án með- ferðar má búast við 7-15 stórum sveiflum á meðalævi. Sumir veikj- ast þó aðeins einu sinni. Ólíkt þunglyndi sem getur skotið upp kollinum hvenær sem er, láta geð- hvörf nær alltaf fyrst á sér kræla hjá ungu fólki. Hlutfall þeirra sem veikjast er u.þ.b. einn af hverjum hundrað og er enginn kynjamun- ur. Erfðir eru taldar mikilvægur orsakaþáttur í mörgum sjúkdóms- tilfellum. Allt frá því ég man eftir hafði ég verið hvatvís og ör drengur enjafnframthugsandij feiminn og eftirtektarsamur. Eg varfróð- leiksfús og drakk ímig hvert fróð- leikskorn er hraut af vörum eldra fólks. Ég var skapstór og kraft- mikill en með saklausa og tilfinn- inganæma sál. Ég var heilbrigt barn sem varð heilbrigður ungl- ingur ogsá unglingur gekk nokk- uð sléttan veg menntunar og heil- brigðra lifnaðarhátta. í skóla gekk mér vel, lærði mikið og uppskar ríkulega. Það bar aldrei á neinni alvarlegri andlegri van- líðan fyrr en ég fékk mitt fyrsta þunglyndiskast, þá á Iokaári í menntaskóla 19 ára gamall. Veikindin helltust yfir mig í lok haustannar ogþeim linnti ekki fyrr en með rísandi sólu í febrúar árið eftir. Þennan tíma var ég vart mönnum sinnandi, gekk illa að halda mat niðri, hélt mig mest inni á herbergi, kveið fyrir smá- vægilegustu hlutum og leið á allan hátt bölvanlega. En sakir velvild- ar skólayfirvalda settu veikindin ekki strik í námsframvindu mína og lauk ég námi það vor með góðum vitnisburði. “ Einkenni oflætis „Oflæti er nokkuð fátíðara en þunglyndi. Sjúkdómseinkennin eru oftast gagnstæð þeim er koma fram í þunglyndi. Geðslag hækkar og sjúklingurinn finnur fyrir mik- illi líkamlegri og andlegri vellíð- an. Hinsvegar er þol fyrir áreiti lítið og getur mikil ánægja og gleði skyndilega breyst í æsing og reiði. Sjúklingurinn getur orð- ið yfirþyrmandi, átt erfitt með að hiusta á aðra og þola afskipti annarra. Sjálfsljórn minnkar og duldar hvatir koma fram, t.d. geta kynhvöt og árásarhvöt orðið sýni- Iegri. Sjúklingnum líður eins og hann eigi heiminn og að ekkert geti breytt hamingju hans. Eftir að hafa lokið mennta- skólanámi ogtýnt þunglyndinu leið mér vel. Áður óþekkt jákvætt viðhorf til lífsins hafðigert vart við sig og hjálpaðiþað til við að gera hlutina léttari. Næstu tvö árin dvaldi ég við nám erlendis. Allt sem ég tók mér fyrir hendur heppnaðist vel og taldi égfullvíst að þunglyndið fylgdi mér ei leng- ur. Við heimkomuna tókst ég á við háskólanám ogþað var upp úr þvísem hlutirnir fóru aðger- ast. Eftir að hafa sótt skólann í u.þ.b. einn mánuð fór hegðun mín að breytast, ég varð örari, ætlaði mér of mikið, varð mjög eirðar- laus og upptekinn af sjálfum mér. Fyrst taldi ég uppsveifluna eðli- lega þar sem ég hafði undanliðnar vikur tekið inn örvandi heilsulyf ættað frá Austurlöndum. En þeg- ar svo var komið aðég var hættur aðgeta sofið varð ég smeykur. Fljótlega eftir að svefninn rask- aðist fór innsæi mitt á eigin ástandi aðhverfa. Hugmyndir sem ég veit nú að voru ranghug- myndir virtust falla vel inn í minn tilbúna veruleika og þegar á leið h varf ég yfir í annan heim ogþað besta var að þar lifði ég í eigin sannfæringu ogleið vel. Svefnþörf minnkar og stundum hlakkar sjúklingurinn svo mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.