Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 1
80SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 231.TBL.84.ARG. FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS John Bruton, forsætisráðherra Ir- lands, fordæmir tilræði IRA Arásinni líkt við aðferðir nasista Sögð hafa verið tilraun til fjöldamorðs Belfast. Reuter. JOHN Bruton, forsætisráðherra írlands, fór í gær hörðum orðum um írska lýðveldisherinn (IRA) og líkti sprengjutilræðinu á Norður- írlandi á mánudag við aðferðir nasista og fasista fyrir síðari heimsstyrjöldina. Bruton lýsti tilræði IRA í breskri herstöð í Lisburn, nálægt Belfast, sem „napurlegum svikum af hálfu IRA við friðarferlið". „Þetta er í samræmi við hefð- bundnar aðferðir þjóðernissósíal- ista og fasista á þriðja og fjórða áratugnum." írski lýðveldisherinn lýsti til- ræðinu á hendur sér og krafðist þess að Bretar féllust á að Sinn Fein, stjórnmálaflokkur IRA, fengi að taka þátt í friðarviðræðum í Belfast án þess skilyrðis að sam- tökin samþykktu afvopnun eða lýstu yfir vopnahléi. Þetta var fyrsta sprengjutilræði IRA á Norð- ur-írlandi í tvö ár og óttast er að Breski Ihalds- flokkurinn Þrengt að verkalýðs- félögum Bournemouth. Reuter. IAN Lang, viðskipta- og iðnað- arráðherra Bretlands, tilkynnti í gær, að sett yrðu lög, sem heimila fólki, sem verður fyrir skaða af völdum verkfalla, að höfða skaðabótamál á hendur viðkomandi verkalýðsfélagi. Það er þó háð því, að viðkom- andi verkalýðsfélag hafi einka- rétt á sínu sviði og á því fyrst og fremst við ýmis félög opin- berra starfsmanna. „Ef verkalýðsfélög hyggjast fara út fyrir það, sem kallast má eðlileg mótmæli, og beita fyrir sig einkarétti á viðkom- andi starfssviði, þá verða þau látin svara til saka," sagði Lang á þingi breska íhaldsflokksins í Bournemouth í gær. Alan Johnson, formaður í félagi starfsmanna í fjarskipta- iðnaði, sagði í gær f viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ríkisstjórnin stefndi augljóslega að því að útmála ákveðnar starfsstéttir sem þjóðaróvini í augum almennings. Með fyrir- huguðum lögum væri einfald- lega verið að banna verkföll í mikilvægum, opinberum þjón- ustugreinum. Johnson hefur hvatt til nokkurra eins dags verkfalla á þessu ári. ¦ Major á flokksþingi/22 árásin leiði til vítahrings hryðju- verka grípi sambandssinnar úr röðum mótmælenda til hefndarað- gerða. „Tilraun til fjöldamords" Derek Martindale, rannsóknar- lögreglustjóri í Belfast, sagði að IRA hefði líklega hafið skipulagn- ingu tilræðisins fyrir a.m.k. fjórum mánuðum, þegar friðarviðræðurn- ar voru að hefjast að tilhlutan stjórnvalda í Bretlandi og á ír- landi. „í mínum huga leikur eng- inn vafi á því að þetta var vísvit- andi tilraun til fjöldamorðs." Sprengjur sprungu í tveimur bílum í herstöðinni með 20 mín- útna millibili og síðari sprengjunni virtist hafa verið ætlað að springa meðan verið væri að flytja hina særðu á sjúkrahús. „Þeir lögðu bílunum þannig að sprengjurnar yllu sem mestu manntjóni," bætti Martindale víð. DEREK Martindale, rannsóknarlögreglusrjóri i Belfast, heldur á mynd af manni um að hafa tekið þátt í sprengjutilræðinu í Lisburn. Reuter sem grunaður er Liðsmenn Talebana hörfa fyrir Masood Kabúl. Reuter. TALSMENN Taleban-hreyfmgar- innar í Afganistan sögðu í gær, að tekist hefði að stöðva gagnsókn Ahmad Shah Masoods og hermanna hans en ljóst virðist, að Talebanar hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Forseti Afganistans, sem flúði Kabúl þegar Talebanar tóku borgina, hvatti í gær til, að stríðandi fylkingar í landinu settust að samningaborði. Vestrænir hjálparstarfsmenn hafa það eftir vitnum, að Talebanar hafí flutt hundruð líka frá vígvellin- um í Salang-skarði en einn herfor- ingja Masoods hefur gert árásir á Talebanaherinn frá landsvæði, sem herstjórinn Abdul Rashid Dostum ræður. Virðist það benda til, að Burt frá Bosníu Reuter FYRSTU 250 bandarísku her- mennirnir fóru frá Bosníu í gær eftir að hafa verið þar við friðar- gæslu í tæpt ár. Verða þeir flutt- ir burt í flokkum á tveggja eða þriggja daga fresti en alls eru bandarísku hermennirnir í Bosn- íu 15.000 talsins. UmboðlFOR eða alþjóðlega gæsluliðsins í land- inu rennur út 20. desember en NATO vinnur að því, að þar verði haldið uppi gæslu áfram. Hér er hluti liðsins að fara yfir brú á landamærum Bosníu og Króatiu. Masood og Dostum hafi snúið bök- um saman gegn Taleban. Yirmaður Talebanahersins í Sal- ang-skarði sagði í gær, að hann hefði haldið velli þrátt fyrir ákafa bardaga en höfuðstöðvar hersins eru þó 20 km sunnar en þegar sóknin gegn Masood hófst. Bandalag Dostums og Masoods Dostum, sem ræður sex af 33 héruðum Afganistans, sagði í gær, að Masood kæmi til fundar við sig síðar þá um daginn eða í dag og er búist við, að þeir muni standa saman gegn Taleban-hreyfingunni þótt þeir hafi áður verið fjandmenn. Burhanuddin Rabbani, forseti Afg- anistans, skoraði í gær á fjand- mannafylkingarnar í landinu að setjast að samningaborði og stingur það í stúf við herskáar yfírlýsingar hans á mánudag. Talið er, að ástæð- an sé sú, að Dostum telji sig ekki hafa neina þörf fyrir Rabbani. Stjórn Talebana í Kabúl, sem hefur verið fordæmd víða fyrir kúg- un sína á konum, tilkynnti í gær, að nefnd manna yrði send til ná- grannaríkjanna og til Vesturlanda til að eyða þeim misskilningi, að Talebanar træðu á réttindum kvenna. Talsmaður Alþjóða Rauða krossins sagði í gær, að hermenn Talebana hefðu ráðist á fulltrúa samtakanna í Kabúl aðfaranótt þriðjudagsins. Hefði hann verið bar- inn og síðan fangelsaður en látinn laus daginn eftir illa á sig kominn. Deilt um Hebron Viljaland- nema burt Ramallah, Jerúsalem. Reuter. AÐALSAMNINGAMAÐUR Pal- estínumanna í samningaviðræðum við ísraela, sagði í gær að þeir síðarnefndu gætu leyst þann hnút sem umræður um brottflutning ísraelska hersins frá Hebron væru komnar í, með því að fallast á að flytja um 400 landnema frá borg- inni og til nálægrar landnema- byggðar. Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra hefur enn ekki svarað þessum tilmælum Palestínumanna en talið er fullvíst að hann sé þeim andvígur. Hann heldur því fram að gyðingar hafi sögulegan rétt til að búa í Hebron því að þar hafi Abraham hafi verið borinn til graf- ar og þar hafi elsta gyðingasamfé- lag heims verið. Mordechai varar Sýrlendinga við Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Mordechai, varaði Sýr- lendinga í gær við því að hefja stríð á hendur Israel en ráðherrann lét þessi orð falla í heimsókn sinni til stöðva ísraelshers við Gólan- hæðir. Sýrlendingar hafa krafist þess að Israelar láti hæðirnar eftir og kalli herlið sitt þaðan. Stjórn Net- anyahus hefur hins vegar þvertek- ið fyrir að semja um frið gegn því að láta land af hendi. ¦ Sharon segir/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.