Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ • • Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Frá því Ámi Benedikts- son var lítill dreymdi hann um að verða bóndi. Hann átti líka eftir að gera ýmsar tilraunir til þess, sumar lífshættu- legar, áður en hann gerðist umboðsmaður hljómsveita í útlöndum. ------------------------ Arni Matthíasson hitti nafna sinn Benedikts- son í Lundúnum þar sem sá síðamefndi hef- ur sest að með konu og börn o g komst að því að landbúnaðardraum- urinn er fráleitt búinn, þó að hann sé að vinna við allt annað. / Arni benediktsson hefur fengist við sitthvað um ævina þó enn sé hann ungur. Ámi,_ sem er sonur Benedikts Ámasonar og Völu Kristjánsson og því bróðir Ein- ars Amar fjölmiðlafræðings, Sykur- mola og útvarpsstjóra, er menntaður búfræðingur en hefur lagt gjörva hönd á margt, stundað örsveppa- rækt, kúabúskap, fiskirækt, um- boðsmennsku, fyrirtækjarekstur, verið sjónvarpsþulur og kynningar- stjóri. Fyrir skemmstu fluttist hann búferlum til Lundúna þar sem hann býr með konu og bömum og sinnir umboðsmennsku fyrir hljómsveitina Unun sem komin er á mála hjá bresku útgáfufyrirtæki. Ámi Benediktsson segist hafa fæðst með bóndaáhugann og hann gangi í erfðir, hann sjái hann í bömunum sínum. „Ég bytjaði að lesa allt um hesta þegar ég var fimm ára gamall og vissi til að mynda allt um jámingar þegar ég var tólf ára en þá sá ég hest í ná- vígi í fyrsta sinn. Pabbi útvegaði mér síðan vinnu í hestaleigunni í Laxnesi og þar var ég meira og minna í tvö ár, þangað til ég fór í Bændaskólann á Hvanneyri. Mönn- um þar var frekar illa við hesta- menn, þó það hafi breyst, en þetta þróaðist þannig hjá mér að ég fór að hafa áhuga á því á hveiju hest- amir þrifust, þá á grasinu sjálfu og lokst endaði ég ofan í moldinni að spá í örvemr og fíniríi," segir Árni og bætir við að um það leyti sem hann var að byija á Hvann- eyri hafi námið þar verið að breyt- ast og mögulegt að læra meira um ræktun, grasafræði og líffræði, sem átti vel við hann. Eftir námið á Hvanneyri hélt hann utan til frek- ara náms, fór til Hollands að vinna á garðyrkjubýli í lífrænni ræktun í ár, flutti þaðan til Danmerkur og starfaði við álíka ræktun í ár til að komast inn í skóla í Árósum þar sem hann lærði ræktunartækni. Samhliða þessu námi var hann bú- inn að ákveða að stofna félagsbú með skólabróður sínum frá Hvann- eyri, en skólabróðirinn kom upp búinu á meðan Ámi lauk við nám- ið, á Hólsseli á Hólsfjöllum. Erfitt að byija búskap Árni segir að þegar hann hafi komið heim úr náminu í febrúar 1986 hafi verið erfítt að byija búskap á Hólsfjöllum. „Til að byija með lifðum við á því að bera út póst, sáum um að koma póstinum á tvo bæi; til okkar og til Ragnars á Nýhóli, sem var einbúi. Þá hafði samband við mig ráðunautur í Norður-Þingeyjarsýslu og hélt að ég væri svo vel menntaður að ég gæti tekið við af sér því hann lang- aði ekki lengur til þess að vera ráðunautur. Það varð úr að ég tók við af honum 1. apríl og var þá orðinn héraðsráðunautur Þingey- inga um tvítugt." Því starfi gegndi Árni fram í ágúst árið eftir og hann segir það hafa verið erfitt til að byija með. „Ég var svo ungur og þetta er mjög krefjandi starf. Gömlum bændum í héraðinu þótti líklega lít- ið til unglingsins koma, en ég var ekkert að fela það að ég hefði ekk- ert vit á sauðfjárbúskap. Ég gat aftur á móti lagt þeim lið við rækt- unina enda skiptir fóðuröflunin gríðariega miklu máli fyrir skepnu- haldið og þeir kunnu vel að meta það að ég var ekkert að setja mig á háan hest.“ Ámi segir að Lilja kona hans hafi á endanum þreyst á því að búa á Hólsfjöllum, „þá ófrísk að fyrsta barni okkar og vildi flytja nær byggð. Við tókum okkur því upp og fluttumst til Reykjavíkur og ég fór að svipast um eftir einhveiju að gera. Ég réð mig meðal annars sem þul við Sjónvarpið, sem var ekki mikil vinna en þá voru lætin að byija í kringum Sykurmolana og þau leituðu til mín um hvort ég gæti liðsinnt þeim, báðu mig um að sinna sínum persónulegu málum á íslandi á meðan þau væru ytra. Það vatt smám saman upp á sig og ég fór út í að stofna fyrir þau fyrirtæki í kringum reksturinn hér á landi, þar á meðal að stofna Smekkleysu á löglegan hátt sem hlutafélag og líka Hugleysu sem var þeirra einkafyrirtæki.“ Ekki sagði Árni þó skilið við búskapinn því honum bauðst jörðin Selholt í Mosfellsdal og keypti, flutti þangað inn á Þorláksmessu 1988. Örsvepparækt og umboðsmennska í Selholti hófst Árni handa við örsvepparækt, fékk styrk frá Framleiðnisjóði til að breyta hlöðu á bænum í verksmiðju til að ræka rótarsveppi sem var hluti af sérhæf- ingu hans í námi. „Þetta var ósköp frumstætt í sjálfu sér en ég lagði í þetta eins og ég gat og að gekk ágætlega þar til ég lenti í árekstri á milli stofnana og það gerði út af við ræktina." í einu homi á hlöðunni var rekið fyrirtækið Hugleysa sem sá um fjármál alþjóðafyrirtækisins Syk- urmolanna og Ámi segir að þó það hafi ekki látið mikið yfir sér hafí hann verið með tölvutengingu við bankann úti í hlöðu, símbréfstæki og tvær símalínur og það var allt sem þurfti. „Rekstrarkostnaður var aftur á móti fáránlega hár, síma- reikningamir vom hrikalegir og það er meðal annars þess vegna sem ég er í Bretlandi núna. Þáð er svakalega dýrt að reka fyrirtæki frá íslandi sem á starfsemi sína að mestu leyti í útlöndum. Ef ekki væri svona dýrt að starfa heima myndi ég starfa þar og greiða þang- að skatta og skyldur því ég vil helst vera heima.“ Ámi segir að erlendir útsendarar stórfyrirtækja hafí heimsótt hann til Islands til samningaviðræða og skrafs og ráðagerða og þeir hafi haft gaman af að koma í hlöðuna í stað þess að hittast á venjulegri skrifstofu. „Þetta eru svoddan apa- kettir sem em í þessu starfi að þeir höfðu bara gaman af þessu,“ segir Ámi og bætir við eftir smá- þögn að starfið fyrir Sykurmolana hafí verið afskaplega erfitt og krefj- andi, nánast allan sólarhringinn. 1992 ákvað hljómsveitin að hætta og Ámi segir að hann hafi ákveðið að hella sér út í búskapinn aftur, keypti sér kúabú og fluttist norður í land. „Ég keypti Selholt á uppboði og sá fram á að ég gæti selt það með góðum hagnaði. Einu búin sem bera sig á Islandi em kúabú og ég fór því að svipast um eftir slíku búi og fann það norður í Skagafirði, mjög fínt bú sem ég keypti á tuttugu milljónir. Ég hafði starfað við kúabúskap meðal ann- ars í Danmörku og átti því von á að ég kynni vel til verka en ekki var ég búinn að búa lengi þegar kom í ljós að ég var með ofnæmi fyrir kúm. Það ofnæmi var svo hastarlegt að ég var beinlínis í lífs- hættu ef ég var of mikið í búskapn- um. Mig gmnaði um leið að ég væri með kúaofnæmi en fékk það ekki staðfest þrátt fyrir fjölda heim- sókna til lækna. Það flettist af mér skinnið og um tíma var húðin á mér svo slæm að það var ekki hægt að finna auðan blett til að gera ofnæmispróf, blóðmagn fór niður í 50% og ég myndaði mótefni gegn eigin blóðij var sem sagt nær dauða en lífi. Eg gat unnið einn dag og lá síðan örmagna í rúminu í þijá. Þannig gekk þetta fyrir sig í sjö mánuði og þá viðurkenndi ég loks fyrir sjálfum mér að ég væri með ofnæmi fyrir kúm og ákvað að selja búið.“ Ámi segir að það hafi gengið vonum framar að selja búið og enn hagnaðist hann á sölunni. Eftir að hann hætti búskapnum tók honum strax að batna ofnæmið en hann segir það hafa tekið mörg ár og hann sé reyndar ekki búinn að ná upp fullu þreki enn. Einu sinni enn Ekki lagði Árni drauminn um búskap á hilluna þrátt fyrir ófarirn- ar í kúaræktinni. „Ákvað því að reyna fyrir mér eitt sinn enn, keypti handónýtt bú í Skagafirði, í Sléttu- hlíð, með engum bústofni, en bygg- ingum og ónýtu íbúðarhúsi, en í sérstaklega fallegu landslagi, 15 ferkílómetra jörð með þremur fjöll- um, dal og á. Þá var ég kominn með þá dellu í hausinn að fara út í fiskeldi, orðinn sannfærður um að bleikjueldi væri málið.“ Ámi segir það lán sitt að hann hafi komist í samstarf við Hólalax sem rak 200 milljón króna stöð skammt fyrir norðan Sléttuhlíð. „Þar gat ég kynnst fiskeldinu og hitti meðal annars ýmsa fískkaup- menn sem vom að koma til lands- ins á vegum Hólalax. Þá komst ég að því að þjóðsagan um að ís- lenska bleikjan þætti svo mikil lúxusvara úti í löndum væri hreint bull; hún væri bara seld eins og hver annar fiskur og algengt væri að merkimiðinn frá íslandi væri rifinn af og settur á miði sem segði að í pakkanum væri svissnesk fjallableikja. Ég sá það því í hendi mér að framtíð mín lægi ekki í bleikjueldi því það þarf svo stór fyrirtæki til að standa í slíku, fyrir- tæki sem geta staðist áföll eins og að vera tekjulaus í heilt ár ef eitthvað kemur upp á.“ Eftir að hafa starfað fyrir Hóla- lax og eytt miklum peningum í vatnamælingar og frumathugun á bleikjueldinu ákvað Árni að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur. „Þar tapaði ég öllu mínu, á reynd- ar enn eftir fjórðung af jörðinni," segir Árni, „allur söluhagnaðurinn horfinn út í veður og vind og ég kominn aftur í bæinn allslaus og atvinnulaus,“ segir hann og hlær við. Mikil vinna fyrir lítið kaup Syðra fékkst Árni við sitthvað, tók meðal annars þátt í að kynna jólaútgáfu Japis fyrir jólin 1994, „mikil vinna fyrir lítið kaup“. „Þá var það að ég frétti af náms- braut úti í Danmörku sem mér fannst að myndi eiga við mig, jarð- ræktarhagfræði, sem snýst í raun , um það hvernig sjóðaplokkið í Evr- ópusambandinu gengur fyrir sig. Ég skrifaði því bréf til Framleiðni- sjóðs og óskaði eftir j)ví að fá styrk til framhaldsnáms. Ég fór utan og hóf nám í stærðfræði til að búa mig undir skólann en fékk þá bréf frá Framleiðnisjóði þar sem umsókn minni var hafnað og því varð ég að fara að vinna með náminu. Það átti vel við mig að vera í Danmörku, ég bjó vitanlega á bóndabæ skammt utan við Kaup- mannahöfn og varð að fara á fætur fyrir klukkan fimm á morgana til að ná í skólann á réttum tíma. Unun kom til Danmerkur og lék þá meðal annars í Loppen. Ég heill- aðist af hljómsveitinni og þegar þau leituðu til mín um að vinna fyrir þau tók ég því því ég þurfti ein- hveija vinnu. Það skipti engu máli í sjálfu sér þó þau hafi búið á ís- landi og verið að koma sér á fram- færi í Bretlandi með umboðsmann í Danmörku. Það er einfalt að fara á milli og ég nýtti mér gömul sam- bönd til að miða málum áfram. Það gekk allt að óskum, áhugi fyrir Unun var mikill og ég féll í stærð- fræði,“ segir Árni og hlær. „í kjöl- farið hvatti konan mín mig mjög til þess að fara út í umboðsmennsk- una því hún sá hvað ég hafði gam- an af því,“ segir Ámi og bætir við að hann hafi reyndar enga skýringu á því hvað hann sjái við umboðs- mennskuna', það sé kannski ævin- týramennska. „Það er kannski líka það að ég er búinn að sætta mig við það að ég get ekki búið. Ég finn líka að ég er góður í því sem ég er að gera, fæ þau viðbrögð frá þeim sem ég er að vinna með.“ Ámi segist ekki hafa á dagskrá sem stendur að vinna fyrir fleiri hljómsveitir, það sé í nógu að snú- \ ast fyrir Unun eins og er. „Ég hef þá reynslu af sjálfum mér að hlut- imir séu fljótir að vinda upp á sig og þarf því ekki að gera ráð fyrir neinu," segir Ámi og kímir. „Ég hef líka verið það lengi utan hljóm- sveitastússins að það tekur tíma að treysta gömul sambönd og byggja upp ný.“ Árni keypti sér fyrir skemmstu hús skammt utan við Lundúnir, í kyrrlátum smábæ. „Það er viss krafa um það frá fjölskyldunni að búa á sama stað lengur en eitt ár,“ segir hann, „og ég kann vel við enska sveitasælu. Á sunnudög- um fer ég síðan í almenningsgarð sem er fimm mínútna gang frá mér að horfa á hestana. Það kem- ur sjálfsagt að því að ég fari að fást við búskap að nýju, ég er þeg- ar farinn að skoða landspildur umhverfis,“ segir Ámi og hlær hjartanlega, „búskaparsögu minni er ekki lokið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.