Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR þremur árum lagði hún af stað fótgangandi að heiman. Hún var tutt- ugu og þriggja ára og hugðist skoða heiminn. Hafði að vísu farið í stuttar ferðir áður um alla Evrópu, en átti Norð- urlöndin eftir og svo var auðvitað fulit af öðrum löndum, utan Evr- ópu, sem hún vildi sjá. Ivana Nachlingerova er frá Sumavaíjöllunum í Tékklandi, nærri þýsku og austurrísku landa- mærunum. Hún tilheyrir þeim hópi fólks sem kallaður eru „trampers", sem ekki þýðir flækingar, heldur „þeir sem ferðast um heiminn fót- gangandi". Og ekki er farangurinn mikill, því „trampers" sofa ekki í tjöldum, heldur í svefnpoka úti undir berum himni. Hingað til lands kom Ivana í ágúst og í heilan mánuð gekk hún um ísland og svaf í síðsumargjól- unni í pokanum sínum í klettum og klungum og hellum, þar sem þeir fundust. Segir þó að erfiðara sé að fínna gististaði þar sem ekki eru skógar. Aður en Ivana kom hingað hafði hún verið í mánuð í Noregi, mánuð í Svíþjóð og tvær vikur í Dan- mörku. Hvenær hún ætlar heim til sín er óráðið, en héðan fór hún til Danmerkur, ætlaði þaðan fótgang- andi til Hollands og reyna að kom- ast þaðan yfir til Englands. Einu löndin í Evrópu sem hún á eftir að skoða eru England, Finnland og Albanía. Ivana var býsna ung þegar hún byijaði göngulíf sitt, því hún hefur ferðast um mörg lönd utan Evrópu, meðal annars Malaysíu. Hún hefur alls ferðast í sjö ár. En hvers vegna kom hún til Islands? Ferðahópurinn ísland „í Tékklandi erum við með félag ferðamanna sem ferðast fótgang- andi, stundum á puttanum og sofa undir beru lofti,“ sygir Ivana. „Einn hópurinn heitir „ísland“ og ég er í honum. Við höfum það að mark- miði að komast hingað til lands. Aðal ástæðan fyrir áhuga okkar er sú að náttúran hér er mjög hörð. Við getum alls staðar sofíð í skóg- um nema á íslandi. Hér er vindur- inn líka harðari. Við getum ekki kveikt eld hér, vegna þess að hér er enginn skógur. Þess vegna geta aðeins þeir hörðustu komist af hérna. Landið ykkar er því talsverð ögrun. f Lliberec í Tékklandi eru íjöll með hellum. Þangað förum við og gistum til að upplifa tilfinninguna fyrir því sem okkur fínnst vera ís- land. Þar sofum við í svefnpokum í gijóthlíðum. Þetta er lítið en mjög öflugt félag; við eigum meira að segja okkar eigin þjóðsöng - um ísland." Ivana þýðir tékkneska íslenska þjóðsönginn lauslega fyrir mig og það verður að segjast eins og er að hann er æði ólíkur okkar. Text- inn fjallar um mann sem er haldinn svo mikilli þráhyggju um ísland að hann er orðinn gráhærður. Þar er allt kalt og hart og erfítt, en samt elskar hann landið og fólkið. Samt segir hann áheyrendum sínum að skjóta hvern þann og hengja upp í tré sem ráðleggur þeim að fara til íslands. - En kom ísland henni þá ekki á óvart? „Ekki landið,“ segir Ivana og dregur nokkuð við sig svarið. Eftir smá umhugsun bætir hún við: „En fólkið kom mér á óvart.“ - Áttirðu von á því að við vær- um skrælingjar? „Nei.“ - Hveiju þá? „Ég átti von á því að mannlífíð hér væri líkara því sem gengur og gerist í Evrópu." - Hvað áttu við? „Ég er svo undrandi hvað það er mikil drykkja hér. Ég kom rétt fyrir verslunarmannahelgina og fór beint norður. Drykkjan á Akureyri þá helgi gerði mig undrandi og dapra. Þar voru dauðadrukkin böm og gamalmenni og allt þar á milli. Þetta var ógeðslegt. Það sagði mér einhver að þetta væri alltaf svona um verslunar- Fótgangandi um heiminn Ung tékknesk kona, Ivana Nachlingerova, er ein af þeim ferðalöng- um sem hafa sést fótgangandi á fjallvegum og öræfum íslands í sumar. Hún er enginn venjulegur puttalingur, heldur atvinnumað- ur í því að ferðast og lifa af því sem náttúran býður. Súsanna Svavarsdóttir skyggndist inn í sérkennilegan heim Ivönu. mannahelgina. Þá héldu íslending- ar veislu. En svo hef ég séð þessa drykkju hvar sem ég fer. í bæjum og borgum og hér í Reykjavík er ótrúlegt um að litast um helgar. Hvers vegna drekka íslendingar svona mikið?“ - Ég hélt að Tékkar drykkju mikið? „Ég líka - en í Tékklandi sér maður hvergi svona drukkið fólk og svona mikið af því.“ - Varðstu fyrir vonbrigðum? „Já - að þessu leyti. Þú verður að athuga það að þegar við lesum um ísland er óhjákvæmilegt annað en að við sjáum það í ljóma. Ég held að útlendingar komi hingað af sömu ástæðum og ég. Ritlist ykkar er heillandi og ykkar gamla tungumál. Þetta tvennt gefur ykk- ur sérstöðu. Arkitektúrinn ykkar og húsakostur er áhugaverður, vegna þess að það er allt svo vel byggt. Þetta eru engir pappakof- ar. Löggjafarsaga ykkar er heill- andi og svo er landið áhugavert vegna þess að það er ennþá í mótun - jarðfræðilega. Maður dregur þá ályktun að félagslega séuð þið mjög þroskuð og jarð- bundin, en... Annað sem kom mér á óvart var að það er alls staðar verið að vinna að vegaframkvæmdum, en það gengur ekki neitt. Allt sem sagt er um landið sjálft er satt og ég hef verið heppin með það að hitta gott og skemmtilegt fólk. Það hafa ekki allir verið drukknir, þótt maður sjái of mikið af fylleríi. Og þegar maður talar við fólk, er svo skemmtilegt hvað þið eruð forlagatrúar og dulræn. Það virðast allir trúa því að til séu draugar og álfar. Það er eins og ykkur þyki það eðlilegt. Það gefur ykkur miklu meiri'vídd en maður á að venjast meðal annarra þjóða.“ Ivana er greinilega ein af þeim sem bæði kann að horfa og hlusta og draga síðan ályktanir. Enda hefur hún víða farið og margt séð. - En hvemig er hennar eigin bak- grunnur? Kannski á ég ennþá kærasta heima „Móðir mín er bóndi og pabbi var skipstjóri á vöruflutningaskipi í tuttugu ár. Hann er eins og ég; hefur ferðast mikið. Ég á eina systur, Evu, sem er fjórum árum yngri en ég. Og kannski á ég enn- þá kærasta heima,“ segir hún glettin. „Ég veit það ekki. Hann segist enn vera það og líklega þarf ég að athuga hvort svo er, einn daginn. Við bjuggum saman í sex ár. Þá ákvað ég að fara að ferðast og hann ákvað að bíða eftir mér. Hann er yfirmaður vatnsvirkjunar í minni sveit. Hann er mikill veiðimaður og fínnst gott að vera einn. En hann er farinn að spyija hve- nær ég komi heim. Honum fínnst þetta orðið nokkuð langur tími í kvenmannsleysi.“ - Hvernig veistu að hann er kvenmannslaus? „Ég hef alltaff haft mjög mikinn óhuga ó f rumbyggjum; menn- ingu þeirra og lífsstíl. Ég er heilluó af þess- ari einföldu leið til að komast af; að þurf a ekki að hafa alla þessa þarflausu hluti í kringum mig, plast og gervimunað. Þeir lifa í samræmi við náttúruna og í mjög nánum tengslum við sitt fálk." „Öll mín fjölskylda býr í kring- um hann. Ömmur mínar og afar, frænkur og frændur og foreldrar. Þetta er lítið samfélag, þar sem allir vita allt um alla. Ef hann lenti á kvennafari, myndi ég frétta það eins og skot,“ segir Ivana og skellihlær. Hún er í stöðugu sam- bandi heim; skrifar foreldrum sín- um og kærasta á tveggja vikna fresti, auk þess sem hún sendir um leið grein í dagblað á heima- slóðum sínum. Hvítir indíánar Ivana segist vera hvítur indíáni. - Sem er hvað? „Um alla Evrópu; hveiju einasta landi nema íslandi — jafnvel Rúss- landi - eru hvítir indíánar. Á dög- um kommúnismans var þetta neð- anjarðarhreyfíng, vegna þess að við máttum ekki einu sinni læra ensku og indíánar eru bandarísk hefð. En í dag er þetta opinber félagsskapur. Við hittumst aðra hveija helgi og í tvo mánuði á sumrin. Þá leigj- um við okkur landsvæði og lifum eins og indíánar á kvöldin og um nætur. Á morgnana klæðum við okkur í vinnufötin, pils og hælaháa skó, göngum fímm kílómetra að næsta þjóðvegi og nælum okkur í far í bæinn til að sinna vinnu okk- ar. Svo förum við aftur út á land- svæðið og lifum eins og indíánar til morguns. Síðan kemur indíáni frá Ameríku á hálfs árs fresti. Hver og einn þeirra ferðast um Evrópu í hálft ár og kennir indíána- menningu. Þetta er þriggja ára nám, með prófum og ég hafði lokið því áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag mitt, sem hefur staðið í þijú ár.“ - Hvað áttu við með námi og prófum? „Við verðum að geta lifað eins og indíánar úti í náttúrunni og komast af án nokkurrar tækni. Hluti af prófínu er að við verðum að geta búið okkur til föt, alveg frá því að við hamflettum dýrið. Við eltum skinnið með beinum og sérstökum vökva sem er unninn úr náttúrunni, til að hreinsa skinn- ið. Síðan vinnum við með perlur til að búa til föt og töskur og stundum skartgripi. Til að byija með erum við í okkar eigin fötum en þegar við ljúkum prófí, verðum við að hafa gert okkur alklæðnað úr skinni. Við verðum líka að geta skotið af boga af hestbaki án hnakks - og hæft dýr á hlaupum. Við verðum líka að geta búið til okkar eigið indíánatjald og mat- reitt úr hveiju því æti sem við finn- um úti í náttúrunni. Svo verðum við að kunna sögu og menningu - og að sjálfsögðu tungumál Sioux- indíána. Við lærðum að nota allt af dýr- inu; meira að segja horn og neglur.“ Úkraína, Ástralía, ísland Þegar Ivana lagði af stað í ferða- lag um heiminn fyrir þremur árum, hafði hún ekki hugmynd um hversu lengi hún ætlaði að vera. Hún byij- aði á því að fara til Úkraínu, þar sem hún ferðaðist um í '/2 ár. „Þar ferðaðist ég eingöngu fótgangandi, því þar eru eiginlega engir bílar og engar almenningssamgöngur. Þar er nákvæmlega engin siðmenn- ing. En Úkraína og ísland eru ekk- ert ólík lönd að sjá 0g ég held að þau séu fallegustu lönd sem ég hef séð.“ Frá Úkraínu hélt Ivana til Þýska- lands, þar sem hún beið í viku eft- ir hoppfargjaldi til Ástralíu, þar sem hún dvaldi í tvö ár. „Þetta er eina landið í heiminum sem leyfir ekki fólki frá Austur- Evrópu að koma inn í landið sem ferðamenn." - Hvers vegna ekki? „Við eigum enga peninga til að eyða... Ég var búin að sækja um ferðamannaáritun þangað í þrjú ár, en fékk alltaf synjun. Að lokum ákvað ég að fara í nám. Og ég eyddi hálfu ári í Sydney, þegar ég kom þangað. Ég var í skóla á kvöld- in að læra ensku og vann síðan í eldhúsum á veitingastöðum, í pylsubúðum og kenndi jafnvel dans. Eftir að ég fór frá Sydney vann ég stundum sem kúreki á daginn og mallaði fyrir hina kúrek- ana á kvöldin. Stundum var ég sjó- maður í nokkrar vikur. Þetta tvennt var mjög vel borgað og mig vant- aði alltaf einhvem pening öðru hveiju." Ivana er með nokkuð mikið af ljósmyndum, sem hún dreifír á borðið og getur því staðfest að þetta sé allt satt - og ekki veitir af, því maður hefur nú orðið van- trúaður af minna tilefni. Hins veg- ar vill hún ekki skilja myndirnar eftir, því hún ætlar sér að nota þær þegar hún kemur heim. En ævin- týri hennar í Ástralíu voru síður en svo bundin við óvenjuleg starfs- svið. Meðal raunverulegra frumbyggja Ivana bjó mikið meðal frum- byggja. Hún var með þeim í miðri eyðimörkinni í miðri Ástralíu og í Cape York í regnskógunum og fleiri hópum á öðrum stöðum. „Ég lærði mjög mikið af þeim,“ segir hún. - Hvað? „Til dæmis hvernig maður á að komast af við þessar hijóstrugu aðstæður." - Hvað með tungumálið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.