Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Viltu verða föröunarfræöinpur?
GRUNNUR 2
Framhaldsnámskeiö í tísku- og
Ijósmyndaförðun hefst 22. október.
Námskeiðiö stendur yfir í 6 vikur og
lýkur með myndadögum.
M.a. kennt: Tímabil 1950-1980
Tískan í dag
Asíu-/Afríkukonur
Fantasíuförðun o.fl.
5 Ijósmyndir í lok námskeiðsins
Hægt er að velja á milli morguntíma
kl. 9-13 eða kvöldtíma kl. 19-23.
Kennarar: AnnaToher, förðun og
litgreining, og Þorbjörg Jónsdóttir,
förðunarmeistari frá Forum París.
Kennsla hefst 22. október.
Allar nánari upplýsingar og skráning er í
MAKE UP FOR EVER, Skólavörðustíg 2,
s. 551 1080 eða í Förðunarskóla íslands, s. 588 7570.
Förðunarskóli íslands
Skeifunni 4
MAKEUP FOR EVER
dömuúlpu^
Verð frá
kr. 15.900
GRAFARVOGUR
Alþingismenn og borgarftilltrúar
Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík
eru með viðtalstíma í hverfum
borgarinnar á mánudögum.
Á morgun verða
BJÖRN BJARNASON
menntamálaráðherra
&
GUÐRÚN ZOEGA
borgarfulltrúi
í Grafarvogi,
Hverafold 1-3 (apóteksmegin)
kl. 17-19.
Þetta er kjöriö tækifæri fyrir alla Reykvíkinga
að ræða málin og skiptast á skoðunum
við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
V
SJÁUFSTJUHSnOKKUSiHN
VÖRÐUR- FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK
Spá um fjölda jarðarbúa á næstu öld
Mannfjöldinn nær
hámarki árið 2080
Verður mestur Hlutfall aldraðra þrefaldast
10,6 milljarðar
London. The Daily Telegraph.
FLEST bendir til þess að mannfjöld-
inn í heiminum nái hámarki árið
2080, verði þá um 10,6 milljarðar,
og fari síðan lækkandi, samkvæmt
skýrslu manntalsstofnunarinnar
Earthscan sem birt var á dögunum.
Höfundar skýrslunnar segja að
víða um heim hafi fæðingum fækk-
að meira en búist var við og að lífs-
líkumar meðal þjóða í þriðja heimin-
um muni að öllum líkindum ekki
aukast um nema eitt ár á áratug.
Skýrslan byggir á viðamestu
rannsókn, sem gerð hefur verið á
mannfjöldabreytingum í heiminum.
Höfundar hennar hafa safnað sam-
an spám um fjölda fæðinga, dauðs-
falla og innflytjenda frá þriðja
heiminum í iðnríkjunum og reiknað
út frá þeim tölum í öllum hugsan-
legum samsetningum. Þannig
fengu þeir alls 4.000 ólíkar niður-
stöður og lagt var mat á hveija
þeirra með líkindareikningi.
Útkoman var sú að tveir þriðju
spánna bentu til þess að mannfjöld-
inn í heiminum, sem var 5,8 millj-
arðar í fyrra, verði aldrei meiri en
10,6 milljarðar. í lok næstu aldar
verði jarðarbúar 10,35 milljarðar.
Samkvæmt spám, sem byggðu á
mjög háum fæðingartölum og lág-
um dauðsfallatölum, verður mann-
fjöldinn allt að 22,7 milljarðar árið
2100, en aðeins 1% allra spánna
fengu þá útkomu. Þegar byggt var
á mjög lágum fæðingartölum og
háum dauðsfallatölum var útkoman
sú að mannfjöldinn færi niður í 3,9
milljarða fyrir lok næstu aldar og
sú útkoma fékkst einnig í 1%
spánna.
Austurríkismaðurinn dr. Wolf-
gang Lutz, sem stjórnaði rannsókn-
inni, segir að fæðingum hafi fækk-
að í mörgum löndum eins og Kína
og Afríkuríkjum sunnan Sahara,
m.a. vegna betri menntunar kvenna
sem eru í barneign. „Menntun
kvenna leiðir til þess að fjölskyld-
urnar minnka."
í mörgum spánna er gengið út
frá meiri búferlaflutningum frá
þriðja heiminum til iðnríkja en gert
var ráð fyrir í fyrri könnunum.
Fólk frá fátæku löndunum hneigist
til að eignast færri börn eftir að
það flytur til auðugri ríkja.
Lutz segir að sjúkdómar eins og
alnæmi og malaría muni að öllum
líkindum draga meira úr lífslíkum
fólks í Afríku sunnan Sahara en
gert var ráð fyrir í fyrri könnunum.
Flestar spánna benda ennfremur
til þess að hlutfall fólks yfir 60 ára
aldri muni nær þrefaldast fyrir árið
2100, fari úr 10% jarðarbúa í rúm-
an fjórðung.
Reykingar
unglinga
Lungna-
þroski
minnkar
Boston. Reuter.
RANNSÓKN á meira en
10.000 unglingum hefur leitt
í ljós, að þótt þeir reyki ekki
meira en fimm sígarettur á
dag, þá hefur það mjög slæm
áhrif á þroska lungnanna.
Virðist ungiingsstúlkum vera
sérstaklega hætt.
Reykingar meðal unglings-
stúlkna í Bandaríkjunum hafa
aukist mikið og má heita, að
stærsti hópur nýrra reykinga-
manna komi úr þeirra hópi.
Við rannsóknina, sem gerð var
á 12.253 hvítum unglingum,
kom fram, að þótt ekki væru
reyktar meira en fimm sígar-
ettur á dag, nægði það til að
draga úr eðlilegum þroska
lungnanna. Virtist áhrifin á
stúlkur öllu meiri en á dreng-
ina. Til dæmis var meira um
sog- eða blísturshljóð þegar
þær önduðu að sér eða frá en
hjá drengjunum.
Prestarnir gætu
þurft varðhunda
London. The Daily Telegraph.
SVO gæti farið að enskir prestar
fengju bráðlega varðhunda til að
verja þá fyrir ofbeldisseggjum,
drykkjurútum og sinnisveikum
mönnum sem leita til þeirra.
Þetta kom fram á ráðstefnu í bisk-
upsdæminu Gloucester sem efnt var
til á dögunum til að ræða ýmsar
öryggisráðstafanir vegna tíðra árása
á presta á undanförnum mánuðum.
Þar kom fram að labrador-hundar
þykja frekar koma til greina en
rottweiler-kynið og að nokkur bisk-
upsdæmi gætu fallist á að leggja
fram fé til kaupanna.
Presturinn Christopher Gray var
myrtur við kirkju sína í Liverpool í
ágúst og talið er að maður, sem leit-
aði til hans, hafi verið að verki. Sama
mánuð var ráðist á annan sálusorg-
ara með öxi þegar hann reyndi að
sætta hjón sem vildu fá skilnað.
Vissir þú að hægt
er að fyrirbyggja
og meðhöndla
Spurðu lækninn!
Vatnagarðar 18 • 104 Reykjavík • Stmi 568 60hi4