Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 11 munaaðilum. Fulltrúar hagsmuna- aðila sitji í flestum nefndum sem eru skipaðar af ráðherrum. „Það er mikil tilhneiging til þess að setja hagsmunaaðila í nefndir. Það hefur náttúrulega þann kost frá sjónarhóli stjórnsýslunnar að það er erfiðara fyrir hagsmunaðil- ana að gera ágreining eftir á ef þeir hafa fengið að vera með í ákvörðunartökunni frá upþhafi. En þótt það vinni um 400 manns í ráðuneytunum á íslandi eru þau veik og lítil, einungis vinna 15-25 manns í þeim flestum. Sterk hags- munasamtök geta auðveldlega yf- irspilað ráðuneyti af þessari stærð sem nær ekki að sinna nema allra helstu grundvallarmálunum,“ seg- ir Gunnar Helgi. Hann segir að helst sé dæmi um það að finna að þrýstingur hagsmunaaðila komi fram í laga- setningum á þeim sviðum þar sem hagsmunasamtök eru sterk, eins og t.d. í sjávarútvegi og landbún- aði. Búnaðarþing hafi til að mynda lengi átt lögvarinn umsagnarrétt um alla löggjöf. Það sem mest hafi þó verið skoðað í þessu sam- hengi sé setning laga um kvóta- kerfi 1983. Gunnar Helgi segir það ekki sjálfgefið að æskilegt sé að bregð- ast við áhrifum hagsmunaaðila á þessu sviði. „Sum mál eru þannig vaxin að það er æskilegt að þeir sem þau snerta mest hafi meira um þau að segja en aðrir. Oft er því ástæða til þess að hlusta á hagsmunaaðil- ana. En þegar kemur að ákvörðun- um sem varða aðra mjög verulega er æskilegt að ríkisvaldið sé sterk- ara og geti staðið á móti hags- munaaðilunum. Það væri hægt að gera með því að efla ráðuneytin, sem hafa aðgang að sérþekkingu, og efla þingið og aðgang þess að sérþekkingu. Sú þróun er reyndar hafin og þingmenn eiga kost á betri sérfræðiþjónustu innan þings- ins en áður. Sterkari stjómmála- flokkar geta einnig unnið að nokkru leyti gegn sterkum hags- munaaðilum. Ef stjórnmálaflokkar binda hendur einstakra þingmanna verður um leið erfíðara fyrir þá að ganga erinda sérhagsmuna. Sterkir og heilsteyptir flokkar stæðu því frekar gegn hagsmunasamtökum," segir Gunnar Helgi.. Þekking og hæfni að verða til Hann telur að hvorki Alþingi né stjórnsýslan hafi verkfæri til þess að reikna út neikvæð áhrif afskipta hagsmunasamtaka. „Þessi þekking og hæfni er þó að verða til í vaxandi mæli í stjórn- sýslunni en verður sjálfsagt aldrei til í þinginu sjálfu. Dæmi um skort á þessari hæfni er úttekt sem heii- brigðisráðuneytið gerði á tilvís- unarkerfinu. Uttektin var yfírspil- uð af sérfræðingum lækna og hugsanlega má rekja það til þess að úttektin var ekki nógu vönduð. Þetta sýnir að ráðuneytin hafi ekki ennþá yfir þeim tækjum að ráða sem þarf til þess að búa til óvéfengjanlegt mat sem getur sannfært almenning um að hags- munahóparnir hafí rangt fyrir sér. Það þarf mjög hæfan mannskap til þess að undirbúa stefnumótun og það þarf fjármagn til þess að tryggja að hin faglegu sjónarmið verði ofan á,“ segir Gunnar Helgi. Annað sjónarmið, sem Gunnar Helgi telur að forsetinn hafi talað fyrir í ávarpi sínu við setningu Alþingis, er að óæskilegt sé að teknókratar stjórni of miklu. „Það er hægt að reikna það út að byggðastefnan sé óhagkvæm, hún skaði skattborgara á höfuð- borgarsvæðinu og dragi úr hag- kvæmni hagkerfisins. Ef gerð yrði skoðanakönnun gæti niðurstaðan hins vegar orðið sú að byggða- stefnan væri engu að síður vin- sæl. Þá gæti það sjónarmið komið upp að pólitíkin eigi að ráða. Póli- tíkin gæti verið hinn frjói vett- vangur fyrir alls kyns skoðanir og það sé ekki alltaf sjálfsagt að hin tæknilegu rök eigi að verða ofan á,“ segir Gunnar Helgi. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka 80-90% af löggjöf Islendinga verk embættismanna * IUPPHAFI þings var lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að nefndir Alþingis hafi frumkvæði um það að rann- saka mál önnur en þau sem þingið vísar til þeirra, bæði um framkvæmd laga, meðferð opin- berra fjármuna og önnur mikil- væg mál. Samkvæmt frumvarpinu, sem Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, er fyrsti flutningsmaður að, er gert ráð fyrir nefndirnar geti haft frumkvæði að því að efna til sérstakra rannsókna um mál og starfi fyrir opnum tjöld- um þannig að þjóðin hafi áheyrnarrétt að umræðum um mikilvæg mál. Jóhanna segir að þingræðið í landinu sé í hættu vegna þess að löggjafarvalds- þingið sé smátt og smátt að breytast í framkvæmdavalds- þing. Hún segir að 80-90% af löggjöf Islendinga sé gerð af embættismönn- um en ekki þeim sem eru kosnir til þess að setja landinu lög. Jóhanna seg- ir að í frum- varpinu sé að nokkru litið til bandaríska kerfisins þar sem heimilt er að þingnefndir rannsaki mál af þessum toga og starfi fyrir opn- um tjöldum. „Einnig eru ákvæði um svip- að efni í dönskum lögum þar sem mun meira eftirlit er haft með reglugerðarsetningum framkvæmdavaldsins í þinginu en hér er. Hér er eftirlit nánast ekkert. Eftir því sem lagabálkar verða flóknari og umfangsmeiri er tilhneiging hjá þinginu til þess að framselja vald til fram- kvæmdavaldsins einmitt í gegn- um reglugerðarsetningar án þess að þingið veiti nokkrar umSagnir um reglugerðirnar áður en þær eru settar,“ segir Jóhanna. 39. grein stjórnarskrárinnar „Frumvarpið er í raun svar við því að þing okkar er orðið meira framkvæmdavaldsþing. Það miðar einnig að því að þing- ið geti náð vopnum sínum aftur méð því að hafa frumkvæði að meira eftirlit með framkvæmd laga, meðferð opinberra fjár- muna og annarra mikilvægra mála. Ég hef upplýsingar um það að á árunum 1960 til 1986 hefur 20-25 sinnum verið beitt 39. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að nefndir geti rannsakað sérstök mál. Þau mál þar sem var látið reyna á þetta ákvæði stjórnarskrárinn- ar náðu ekki fram að ganga, að einu undanskildu, vegna þess að Alþingi þurfti fyrst að sam- þykkja að þingnefndir gætu rannsakað þau. I frumvarpinu er sagt að ekki þurfi að breyta þessu ákvæði stjórnarskrárinn- ar. Nefndirnar geti að eigin frumkvæði tekið upp mál og rannsakað án þess að Alþingi þurfi að staðfesta það,“ sagði Jóhanna. Jóhanna sagði í umræðum um frumvarpið á Alþingi í vikunni að löggjafarvaldsþingið sé að verða æ meira framkvæmda- valdsþing og þessi þróun sé hættuleg lýðræðinu í landinu og þingræðið sé í hættu vegna þessa. Frumkvæði flyst til framkvæmdavaldsins Hún sagði að réttur nefnda til þess að fara yfir mál að eig- in frumkvæði eins og kveðið er á um í 26. grein þingskaparlaga væri um margt óljós. Stór hluti frumvarpa sé saminn af starfs- mönnum ráðuneyta. Þessir sömu embættismenn séu síðan ráðgjafar þingnefnda um mál sem þeir hafa samið. Jóhanna gerði einnig að umræðuefni hve fá þingmannafrumvörp ná í gegn á þingi og sagði að 80-90% af löggjöf Islendinga væri verk embættismanna og stjórnkerfis- ins en ekki þeirra sem kosnir eru til þess að setja landinu lög. „Frumkvæði í lagasetningu er því smátt og smátt að flytj- ast frá löggjafarvaldinu til framkvæmdavaldsins því að stærstum hluta eru það einung- is frumvörp ríkisstjórna sem ná fram að ganga. Alltof mikið er um það að löggjafarvaldið framselji vald sitt til fram- kvæmdavaldsins með heimild til setningar reglugerða án þess að Alþingi hafi nægilegt eftirlit með framkvæmdinni,“ sagði Jóhanna. Jóhanna Sigurðar- dóttir Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki Pólitískar rann- sóknarnefndir OLAFUR G. Einarsson, for- seti Alþingis, sagði í um- ræðum um frumvarp sem Jó- hanna Sigurðardóttir alþingis- maður flytur um rétt nefnda til að rannsaka önnur mál en þing- ið vísar til þeirra, að heildarend- urskoðun væri í gangi á þing- sköpum. Vísara væri að bíða niðurstaðna þeirrar vinnu áður en lengra yrði haldið. Ólafur sagði sjálfsagt að þess- ar hugmyndir yrðu teknar til umræðu í þinginu. Frumvarpið væri innlegg í umræðuna um breytt þingsköp. „Ég vara hins vegar við því að veigamikill þáttur þingnefnda verði tekinn út úr þeirri umræðu og hann afgreiddur nú. Það er ljóst að við endurskoðun þingskapa kemur til greina að breyta fjöl- mörgu sem lýtur að starfsemi Alþingis og ekki síst fastanefnd- um þingsins og því skynsamleg- ast að slíkar breytingar verði afgreiddar samhliða,“ sagði Ól- afur. Skiptar skoðanir um rannsóknavald fastanefnda Hann sagði að þann þátt í störfum Alþingis sem lýtur að efldu eftirliti og aðhaldi þings- ins gagnvart framkvæmdavald- inu mætti vissulega styrkja. „Ég tel raunar að ýmsar breytingar megi gera innan ramma núver- andi þingskaparlaga. En það eru skiptar skoðanir um það hversu mikið rannsóknarvald fastanefndir þingsins megi hafa. Hugmyndir eins og þær í frumvarpinu, að fastanefndir fái sjálfstætt rannsóknarvald í líkingu við ákvæði 39. greinar stjórnarskrárinnar um rann- sóknarnefndir, hafa oftar en einu sinni komið fram en ekki náð fram að ganga einmitt vegna þess að verulegur ágrein- ingur hefur verið um þetta mál meðal þingmanna," sagði Ólaf- ur. Hann telur að þingmenn vilji fara mjög varlega í það að selja á laggirnar pólitískar rann- sóknarnefndir. Ólafur sagði að fastanefndir þingsins hefðu síðan 1991 haft mun sterkari stöðu til þess að sinna eftirlits- hlutverki sínu en áður. Það ár kom inn í þing- sköp 26. grein sem kveður á um að fastanefndum væri heimilt að eigin frumkvæði að fjalla um önnur mál en þingið vísaði til þeirra. „Mér finnst vera spurn- ing hvort ekki sé rétt að fasta- nefndirnar þrói frekar fram- kvæmd þessa ákvæðis í 26. grein þingskapa áður en frekari breytingar verða gerðar,“ sagði Ólafur. „Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að verulegt frumkvæði í lagasetningu komi frá framkvæmdavaldinu. Ég veit ekki hvort hægt sé að ætl- ast til þess af þingmönnum að þeir semji og útfæri í smáatrið- um hina flóknustu lagasetn- ingu. Vissulega flytja margir þingmenn hin vönduðustu frum- vörp sem eiga skilið eðlilega meðferð á Alþingi. En til þess eru sérfræðingar framkvæmda- valdsins að undirbúa lagasetn- ingu sem handhafar fram- kvæmdavaldsins telja sig þurfa að fá í gegnum þingið. Þing- menn eiga að sjálfsögðu að hafa aðstöðu til þess að leggja póli- tískt mat á frumvörpin og það er auðvitað hlutverk þingmanna að ákveða hvort þessi frumvörp eigi að verða að lögum eða ekki,“ sagði Ólafur. Hann sagði að það væri heldur ekkert óeðlilegt við það að stærsti hluti samþykktra frumvarpa séu stjórnarfrumvörp. Þau væru yfirleitt veigamestu frumvörpin sem Alþingi fjallar um hveiju sinni. Staða sérhags- munasamtaka mjög sterk ÞVÍ er ekki að leyna að staða sérhagsmunasamtaka er geysilega sterk á þessu sviði. Að- staða þeirra er góð, þau hafa veru- lega fjármuni og ágætt starfslið. En ég vil þó ekki viðurkenna að þarna sé um yfirtöku á valdi að ræða,“ segir Sturla Böðvarsson, alþingismaður, varaformaður fjá- laganefndar Alþingis og 2. vara- forseti þingsins í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir jafnframt að valdamestu menn í ráðuneytunum geti haft mikil áhrif á gang mála í nefndum löggjafarvaldsins. Sturla segir að þrátt fyrir að aðstaða þingmanna hafi batnað á undanförnum árum megi bæta um betur á því sviði. „Því er ekki að leyna að starfsaðstaða þingmanna hefur verið mjög bágborin. Ég varð var við það strax þegar ég kom inn á þing 1991. Það hefur þó lagast töluvert mikið með því að fleiri starfsmenn, þ.e. lögfræðingar, hafa verið ráðnir að þinginu. Þeir vinna bæði með nefndunum og fyrir einstaka þingmenn eftir því sem hægt er. Auk þess hafa þing- flokkarnir fjármuni til sérfræðiað- stoðar. Ég hef t.d. notið þess að fá stuðning til sérstakrar vinnu, skoðunar _ á einstökum málum o.sv.frv. Ég get því ekki sagt frá þeirri reynslu að mér hafi persónu- lega vantað stuðning. Hins vegar er það alveg ljóst að það er mis- munandi mikið álag á þingmönn- um sem ræðst m.a. af því í hvaða nefndum þeir sitja og í hvaða störfum þeir eru utan þings. Að- staðan er því dálítið mismunandi," segir Sturla. Hagsmunahópar beita miklu afli Sturla fagnar umræðu um þetta mál og segir að hún sé góð og þörf. „Hún leiðir vonandi til þess að það aukist skilningur á því að Sturla Böðvarsson starfi þingmanna þurfi að vera þannig háttað að þeir hafí tæki- færi til þess að mynda sér sjálf- stæða skoðun á einstökum mál- um og að tryggt verði að þeir geti kynnt sér mál og farið ofan í þau eins og eðlilegt er,“ segir Sturla. Hann kvaðst ekki geta tekið undir það að þáttur sérhagsmuna- hópa í samningu lagafrumvarpa sé of stór. „Það er þó ljóst að þeir beita miklu afli við þessa vinnu. Þrýst- 'ingur frá þeim er vaxandi og þess vegna er ríkari ástæða til þess að bregðast við því með því að skapa þingmönnum betri aðstöðu til þess að láta vinna fyrir sig og geta haft uppi verkstjórn um skoðun á málum. Tryggt á að vera að þingflokkarnir hafi tæki- færi til þess að kafa ofan í þau frumvörp sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Aðalatriðið er að allt sem kemur inn í þingið sé skoðað mjög gagnrýnum augum þannig að menn taki ekki á mál- um sem koma inn í þingið, hvort sem það er frá ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu, eins og það sé búið að skoða þau endanlega. Ég lít svo á að það sé mjög vanda- samt verk og mikilvægt hjá þing- flokkunum að rannsaka hvert ein- asta mál,“ sagði Sturla. Sturla telur að embættismenn í stjórnsýslunni geti haft mikil áhrif á störf nefnda. „Það er mjög treyst á upplýsingagjöf þeirra og í mörgum tilfellum leitað til þeirra. Það er enginn vafi á því að topp- mennirnir í ráðunéytunum hafa feiknalega mikla möguleika á því að hafa áhrif,“ segir Sturla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.