Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KLIKKAÐI PRÓFESSORINN DJOFLAEYJAN BALTASAR KORMÁKUR • GÍSLIHALLDÓRSSON • SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR i3 -41 lá IMI imiMRASinj CH SHEEN Vertu alveg viss um að þú viljir finna líf á öðrum hnöttum áður en þú byrjar að leita.. ★ ★★ Taka 2 Einhversstaðar á jörðinni eru geimverur búnar að koma sér fyrir og eru að reyna að senda boð til félaga sinna í geimnum. Meðalhiti jarðar fer ört vaxandi og blómi vaxin engi finnast á miðju Suðurskautslandinu. Eldgosið í Vatnajökli er búið. Frábær vísindatryllir með greindariegum söguþræði. Skrifað og leikstýrt af David Twohy höfundi The Fugetive. Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. Mánudag kl. 9 og 11.15. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. FRANKIE STJÖRNUGLIT LA CEREMONIE LE CONFESSIOAL f ýrrÍMtx í i-^r (TAQ l tCHT- Frankie Starlight er gerð af framleiðendum „My left foot". Myndin er byggð á ævisögu Lindsay Hogg, dverg sem ólst upp í írlandi og var þekktur rithöfndur.Með aðal- hlutverk fara Ann Parillaud (Nikida), Matt Dillon (Outsiders) og Garbriel Byrne (The usual suspects). Sýnd kl. 9. Aðalhlutverk: Lothaire Blutheau og Kristín Scott Thomas (Fjögur brúðkaup og jarðarför) Sýnd kl. 5. Enskur texti Mánudag kl. 11. Sýnd kl. 9. íslenskur texti. THOFNIN Athöfnin, nýjasta mynd Claude Chabroel er byggð á sögu eftir Ruth Rendell. Ung kona er fengin til að halda heimili fyrir ráðrikt og snobbað efnafólk. Hún er sérlunduð og finnur sér vinkonu sem vinnur á nálægu pósthúsi. Saman eru þær eins og stjórnlaus eimreið á leið til glötunnar. Sýnd kl. 11. FLOWER OF MY SECRET ^ HULÐUBLÓMIÐ Hún er komin, fyndnasta mynd ársins! Prófessor Sherman Klump er „þungavigtarmaður" en á sér þá ósk heitasta að tapa si sona 100 kíióum. Hann finnur upp efnaformúlu sem breytir genasamsetningunni þanng að Sherman breytist úr klunnaleguu og góðhjörtuðu fjalli í grannan og gr...gaur. Eddie Murphy fer hreinlega á kostum og er óborganlegur í óteljandi hlutverkum. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. HE NUTTY PROFESSOR HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIYAL.COM Far- eöa Gullkortshafar VISA og Námu- oa Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSLATT. Gilair fyrir tvo. KVIKMYNDAHA TIÐ HASKOLABIOS OG Spænska þjóðvarðliðið berst við óreiðu og skuldir Madrid. Reuter. NÝR yfirmaður Þjóðvarðliðsins á Spáni (Guardia civil), segir að stofn- unin sé í upplausn og þjökuð af fé- leysi eftir 13 ára óstjórn sósíalista. Yfirmaðurinn, Santiago Lopez Valdivielso, sagði að hlaðist hefðu upp skuldir vegna ógreiddra iauna og símareikninga. Sums staðar hefðu verið reistar búðir með þægindum á borð við sundlaug en annars staðar skorti allt. Um 70.000 manns eru í liðinu sem annast löggæslu á þjóðvegum og í stijálbýli en hefur einnig verið notað í baráttu gegn hermdarverkamönn- um. Fyrrverandi yfírmaður liðsins, Luis Roldan, er nú fyrir rétti, sakaður um að bera ábyrgð á mannréttinda- brotum og morðum á saklausum borgurum í tengslum við baráttu gegn baskneskum hermdarverkamönnum. Afstaða Spánveija til þjóðvarðliðs- ins, sem á sér 150 ára sögu, er nokk- uð blendin enda notaði einræðisherr- ann Francisco Franco liðsaflann til að bæla niður andspyrnu. Opnum alla daga kl. 20 I . Stanslaus sýning Laugavegi 45, Reykjavlk, slmi 552 1255. Dr. Feitur og herra Grannur KVTKMYNPIR lláskólal>íö KLIKKAÐI PRÓFESSOR- INN„THENUTTY PROFESSOR" ★ ★ ★ Leikstjóri: Tom Shadyac. Framleið- andi: Brian Grazer. Förðun: Rick Baker. Aðalhlutverk: Eddie Murp- hy, Jada Pinkett, James Cobum, Dave Chappelle. Universal. 1996. EDDIE Murphy hefur ekki átt sjö dagana sæla sem kvik- myndaleikari undanfarin mörg misseri. Hver mynd hans á fæt- ur annarri hefur þótt misheppn- uð og hlotið litla aðsókn, en hann nær sér upp úr lægðinni með þessari nýjust gamanmynd sinni sem byggist á gamalli Jerry Lewis mynd. Hún heitir Klikkaði prófessorinn eða „The Nutty Professor" og er helíum- létt og oft sprenghlægilegt vís- indagaman þar sem Murphy leikur akfeitan háskólakennara á kafi í tilraunum með offitu- vandamál. Hann lætur oní sig blálitan megrunarvökva og missir meira en hundrað kíló á einu bretti. Hann verður stæltur og stoitur Eddie Murphy þvi ekki er nóg með að hann tapi mör i tonnatali því sjálfsálitið vex að sama skapi og hann verð- ur allur annar og brattari ná- ungi. Murphy nýtur sín einstaklega vel í báðum þessum rullum. Rick Baker hefur séð honum fyrir gervi sem gerir hann gersamlega óþekkjanlegan í hlutverki pró- fessorsins með offituvandamálið og það sem meira er setur hann í gervi allrar fjölskyldu hans. Þar bregður Murphy upp mörgum frábærum skopmyndum af matgráðugu fólki og fer létt með að leika heilt matarboð fjölskyld- unnar einn og sjálfur. Murphy hefur áður leikið fjölda persóna í sömu myndinni á bak við óþekkjanlgt gervi en í þessari mynd skarar hann jafnvel fram úr sjálfum sér. Klikkaði prófessorinn fjallar ekki aðeins um ytri breytingu. Hér er einnig á ferðinni alvarleg- ur persónuleikaklofningur en myndin gæti sem best heitið dr. Feitur og herra Grannur. Þegar hinn feimni og feiti prófessor missir utan af sér fituna verður hann að vélbyssukjaftinum Eddie Murphy. Murphy leikur hann nánast eins og Stanley Ipk- iss með grímuna. Prófessorinn er eins og hundrað manns loks- ins þegar hann losnar úr hinum mikla búki sínum og fær of- skammt af sjálfsáliti og kjarki og reyndar óseðjandi greddu með. Murphy er einasti orku- gjafi myndarinnar og er injög skemmtilegur og gjörnýtir þá möguleika sem góð gervi og ekki síst ágætar tölvubrellur veita honum í gamanleik. Handritið sem hann vinnur með er líka ágætt. Skemmtilegar eru draumsýnir hans en bestir þó fjölskyldufundirnir þar sem boðið er uppá meira prumpfest en í „Blazing Saddles“ og Heimskum heimskari samanlagt. Hápunkturinn, ef svo má segja, gerist þó í næturklúbbi þar sem hann tekur óforskammaðan grínista svoleiðis á beinið að troðfullur salurinn í Háskólabíói rak upp hláturrokur. Klikkaði prófessorinn var ein af vinsæl- ustu myndum síðasta sumars í Bandaríkjunum og hún er af- bragðs sumarskemmtun nú á köldu hausti. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.