Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 40 ár frá innrás Sovétmanna í Ungverjaland SOVÉSKIR skriðdrekar á götum Búdapest haustið 1956. rast alls. Þeir sögðu Gerö bera ábyrgð á því að allt væri komið í óefni og ýttu honum til hliðar. Við af honum tók János Kádár, sem árið 1951 hafði verið handtekinn fyrir „þjóðerniskommúnisma" og pyntaður. Hann var mitt á milli stalínistanna og umbótasinnanna í stjórnmálaráðinu. Míkojan og Suslov létu þau boð ganga til Moskvu að ungversk stjórnvöld og Andropov ýktu styrk andstæðingsins og vanmætu eigin mátt. Þar höfðu þeir rangt fyrir sér eins og átti eftir að koma í ljós. Sovétmenn höfðu til öryggis þá um sumarið æft áætlun, sem nefnd var „áttavitinn" og var ætlað að „koma aftur á opinberri röð og reglu“ í Ungveijalandi. Þegar til kastanna kom var sovéski herinn hins vegar látinn aka um Búda- pest með gömul og villandi kort af borginni og án þess að hafa fyrirmæli um að skjóta. Ungverska stjórnin var þeirrar hyggju að frekari aðgerða gerðist ekki þörf til að kveða niður mót- mælin. Gerö viðurkenndi hins vegar síðar að sovésku hermennirnir hefðu haft þveröfug áhrif og æst almenning. Skriðdrekasveitirnar höfðu enga fótgönguliða til að- stoðar og voru Ungveijum með bensínsprengjur auðveld bráð á þröngum götum Búdapest. „Við höfum misst sex hundruð manns,“ sagði Suslov við yfirmenn sína í Moskvu. Reyndar varð bræðralags einnig vart milli hermannanna og íbúa Búdapest. „Við skjótum ekki á fólkið,“ sagði einn sovéskur lið- þjálfi og bætti við að hann tryði ekki orðum yfirboðara sinna um að eintómir fasistar væru á götum borgarinnar. Höfðu „enga stjóra á fjöldanum' Eftir þijá daga höfðu Ungveijar öll völd í Búdapest. Rákosi sagði Míkojan og Suslov að hann hefði „enga stjórn á fjöldanum“. Að- János Kádár um í símtali að ástandið væri „ákaf- lega hættulegt". Andreas Hegedús, sem þá sat í stjórnmálaráði ungverska Kommúnistaflokksins, sagði að einn af símunum fjórum, sem Gerö hafði á borði sínu, hefði hringt klukkan tíu um kvöldið. Það hefði verið hvíti síminn, beina línan til Moskvu. „Samþykkir þú að so- véskum hermönnum verði beitt?“ spurði Khrustsjov. Gerö leit á alla viðstadda, en enginn sagði orð. „Allir eru sammála," sagði hann. Míkojan mótmælir hervaldi Þegar þarna var komið voru flestir í forsætisráðinu í Kreml sammála um að beita þyrfti valdi. Aðeins Anastas Míkojan, læri- sveinn Stalíns og lærimeistari Khrustsjovs í utanríkismálum, var andvígur. Míkojan var Armeni og þjóð hans hafði öldum saman verið undirokuð. Hann lýsti yfír skilningi á hinum uppivöðslusömu Ungveij- um og mæltist án árangurs til þess að reyndar yrðu pólitískar leiðir. Daginn eftir sendi Khrustsjov hann ásamt Míkhaíl Suslov hug- myndafræðingi til Búdapest. „Við sátum í stjórnmálaráðinu þegar Míkojan og Suslov komu inn,“ segir Hegedús, sem nú kveðst ið- Bretar, Frakkar og ísraelar réð- ust í sameiningu á Egypta til að leggja undir sig Súez-skurðinn, sem Gamal Abdel Nasser, forseti landsins, hafði þjóðnýtt, á meðan á uppreisninni í Ungveijalandi stóð. Komst Khrustsjov þá að þeirri nið- urstöðu að sýna yrði Vesturveldun- um að taka yrði Sovét- menn alvarlega og so- véski herinn drekkti frelsisbaráttu Ungveija í blóði. Tveir ungverskir sagnfræðingar, János Rainer og Wjatscheslaw Sereda, hafa nú birt skýrslur frá fundum æðsta ráðs miðstjómar Kommúni- staflokks Sovétríkjanna eins og stjómmálaráðið var þá kallað. Eftir andlát Stalíns í mars árið 1953 voru stefnubreytingar tíðar í Kreml gagnvart Ungveijalandi. Mátyás Rákosi, sem kallaði sjálfan sig „besta nemanda Stalíns", var ýmist í náðinni eða ekki. Khrustsjov gaf sig út fyrir að vera sveigjanlegur. Að jafnaði hafði hann það markmið að koma á „sós- íalísku samveldi" þar sem hver kommúnistaflokkur gæti „farið sína eigin leið að kommúnisman- um“, en stundum hegð- aði hann sér engu að síður eins og harðsoðinn heimsvaldasinni. í febrúar 1956, á 20. flokks- þingi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, afhjúpaði Krustsjov að nokkm leyti ódæðisverk forvera síns. Það fór skjálfti um heim kommúnista vegna ræðu Khrustsjovs. Fyrstu fórnarlömbin Fyrstu fórnarlömbin í Ung- veijalandi létu lífið þegar ung- verskar öryggissveitir skutu á mannþröng fyrir utan byggingu ríkisútvarpsins í Búdapest að kvöldi 23. október. Ernö Gerö, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, bað hemað- arfulltrúann í sovéska sendiráðinu í Búdapest að fara fram á það við Kremlarbændur að beita sovéska hernum, sem staðsettur var í Ung- veijalandi. Hann vissi, sem var, að ekki yrði hægt að reiða sig á ungverska herinn. Khrustsjov hikaði: „Ég skil ekki hvað okkar ungversku félagar eru að gera.“ Sendiherra hans í Búda- pest, Júrí Andropov, sem síðar varð leiðtogi Sovétríkjanna, sagði hon- Skil ekki hvað okkarung- versku félag- ar eru að gera ÞAÐ hrikti í stoðum so- véska heimsveldisins þeg- ar Ungveijar reyndu fyrir 40 árum að heimta frelsi. Níkíta Khrustsjov, aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins, átti erfitt með að gera upp hug sinn og margsinnis hætti hann við að beita valdi. Nú er farið að hleypa fræðimönnum í Kremlar- skjöl, sem veita nýja innsýn í ring- ulreiðina í forystu Sovétríkjanna í lok október árið 1956, og greindi þýska vikublaðið Der Spiegel frá niðurstöðum þeirra í vikunni, sem leið. Ungveijar gerðu uppreisn gegn harðstjórn kommúnista 23. októ- ber 1956. Margir höfðu það mark- mið að Ungveijaland yrði óháð ríki, sem færi þríðju leiðina, milli kapítalisma og sósíalisma. Það tók Khrustsjov heila viku að gera upp við sig hvort þessi hreyfíng í Ungveijalandi skyldi brotin á bak aftur eða grípa ætti til undanhalds. Nú er komið í Ijós að hann virðist hafa tekið af skar- ið þegar Súez-deilan braust út. Réði Súez-deilan úrslitum? Níkíta Imre Anastas Khrustsjov Nagy Míkojan Komið er í ljós að Khmstsjov var tvístígandi í afstöðu sinni til uppreisnarínnar í Ungverja- landi 1956. íhugaði hann að leyfa ríkjum Austur-Evrópu að fara sína leið áður en hann ákvað að beita sovéska hemum. Uppreisnin í Búdapest olli ringnlreið í Kreml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.