Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Angurvær kveðja í ljóðabók BOKMENNTIR Ljód AÐ HEILSA OG KVEÐJA SÍÐUSTU LJÓÐ eftir Rögnvald Finnbogason, For- lagið, 1996 - 94 bls. Að heilsa og kveðja er önnur tveggja ljóðabóka séra Rögnvalds Finnbogasonar. Hin fyrri, Hvar er land drauma, kom út í fyrra- vor. Hér eru saman komin hans hinstu ljóð því að Rögnvaldur lést seint á síðasta ári. Að ýmsu leyti eru viðfangsefni skáldsins svipuð og í hinni fyrri bók. En nýja bók- in bætir við þá mynd sem við höfum af skáldinu, skýrir línur og dýpkar tóna þótt heildaráhrifin séu lík. Myndmál Rögnvalds er einfalt og tært. Oft byggir hann ljóð sín á ljóðmyndum en myndhvörf og annað líkingamál hans hefur yfir sér einhveija þá heiðríkju sem erf- itt er að skýra. Kannski vegna þess að á bak við einfaldleikann býr oft margslungin hugsun. í kvæðinu Drag skó af fótum þér er vísað til orða drottins við Móse: „Drag skó þína af fótum þér, / því að sá staður er þú stendur á / er heilög jörð“. Þessa hugmynd styrk- ir Rögnvaldur með einfaldri líkingu svo að úr verður víðsýn, trúarleg heimspeki: Skórnir eru hugmyndir okkar líka þær sem við gerum okkur um Guð. Hér er áhersla lögð á auðmýkt frammi fyrir öllum hugmyndum um guðdóminn því að hver er þess umkominn að segja: Þetta er sannleikurinn. Mörg ljóð Rögn- valds flokkast undir náttúruljóð. Frá mörg- um náttúrumyndunum stafar kyrrð og friður. En friðurinn er Rögn- valdi helgur. Hann er „hornsteinn / tilver- unnar / sé hann rof- inn / hrynur veröld okkar öll“. Einnig tengjast náttúru- stemmningarnar hug- leiðslu um forgengi- leika lífsins og spurn- ingum um tilveruna: Ó, Móðir jörð, ég bam þitt spyr: Hvort erum við bæði á sömu leið inn í ginnungagap svarthols og tóms eða ljósheim er bak við allt býr - dropar á enni þess smiðs er heim þennan skóp? Líkt og í fyrri bók Rögnvalds leiðir hann okkur um framandi lönd til Rússlands, Japans og víð- ar. Einkum eru honum hugleikin guðshús þessara landa. Honum er tíðrætt um ýmsa helgidóma, eink- um þó búddhaískra þar sem boðuð er „endursköpun / hins innra manns / í krafti fegurðar og sam- ræmis“. Önnur guðshús og aðrir staðir fá verri einkunn, t. d. kirkj- an við Manngrúastræti þar sem allt er falt og skáldið spyr Krist hví hann hafi leitt sig inn í þetta hús sem kennt var við hann að ófyrirsynju. Og sú merka flugstöð Arlanda fær þann dóm að hún sé gljáfægður ristill „ síðkapital- ismans / sem melti leifarnar / af Rögnvaldur Finnbogason lífshamingju okkar“. Angurværðin sem einkenndi kvæðin í fyrri bókinni gægist einnig fram í ýmsum kvæðum þessarar bókar. Æskuminn- ingar frá Hafnar- firði vekja upp sökn- uð og víða er eins og skáldið sé að kveðja okkur, bæði með kvæðum á borð við Feigð og Ný- sköpun sem beinlínis ijalla um dauðann en einnig í annars konar ljóðum, t.d. ljóðinu Til Jóhönnu og síðast en ekki síst titilljóðinu einfalda og fallega Að heilsa og kveðja sem á skilið að verða sígilt: Þegar ég kom hingað var þess beðið í ofvæni að ég léti í mér heyra - og gréti. Nú að leiðarlokum bíð ég þess einn án eftirvæntingar að aðrir gráti. Þrjár ágætis þýðingar eru einnig í bókinni sem varpa enn ljósi á hve texti skáldsins er áreynslulaus. Fallegar og táknrænar myndir Tryggva Ólafssonar prýða kápu og innsíður bókarinnar. Ef til vill er bókin í heild ekki jafn heildstæð og fyrri bók Rögnvalds. Samt er skáldskapurinn á engan hátt síðri því hvert ljóð er sérstök veröld og margar þær veraldir eftirminnileg- ar. Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur Östen Sjöstrand á íslensku ÚT er komin ljóðabókin „Vagga hafs og vinda“ úrval ljóða sænska skáldsins Östen Sjöstrands. Sjöstrand er fæddur árið 1925 og skipaði sér þegar með fyrstu bók sinin, Unio, er út kom árið 1949, í fremstu röð sænskra ljóð- skálda. Hið nýja úrval hefur að geyma ljóð sem sótt eru í allar útgefnar ljóðabækur höfundar á árabilinu 1949-1987. Sjöstrand er einnig afkastamik- ill ritgerðasmiður og ljóðaþýðandi, einkum úr frönsku og ensku. Hann hefur um árabil átt sæti í sænsku akademíunni. Þýðandi ljóðanna er Lárus Már Björnsson, en hann hefur áður gefið út söfnin Voraldir, Veraldir og Vargaldir sem hafa að geyma verk finnskra, Finnlands-sænskra og sænskra samtímaskálda, svo sem Solvig von Schoultz, Gösta Östen Sjöstrand Ágren, Eva- Liisa Manner, Tua Forsström, Lars Huldén, Martin Enckell, o.fl. Eftir hann liggja einnig frumsamdar ljóðabækur og skáldsaga, auk fjölda greina um norrænar sam- tímabókmenntir. Útgefandi „ Vöggu hafs og vinda “ er bókaforlagið Miðgarður, en það hefur sérhæft sig í útgáfu erlendrar og þó einkum norrænnar samtímaljóðlistar. Bókin ergefin út með styrk frá Norræna þýðing- arsjóðnum. „ Vagga hafs og vínda" er 70 blaðsíður. Hún verður fáan- legíhelstu bókaverslunum í Reykjavík og er verð hennar 1.080 kr. Það spyr eiigrnn hvað appelsína þýðir VERK Orozcos eru eftirsótt á sýn- ingar um þessar mundir og þegar hafa verið þtjár einkasýningar á verkum hans á þessu ári og sú fjórða verður í Berlín síðar í haust. Auk þess er hann með verk á ónefndum fjölda samsýninga. í sýningarskrá segir að efnivið sæki hann jafnt út í náttúruna sem á götur borga og velji sér hann ekki eftir almennt viðurkenndu mikilvægi hans eða gildi. Á sýningunni í Ný- listasafninu má meðal annars sjá fallhlíf, ljósmynd og teikningar en á opnuninni framkvæmdi hann gern- ing og bauð fólki að senda kveðju til vina sinna og vandamanna á póst- korti með mynd af Strokki í Hauka- dal. Ertu vanur því að vinna með öðr- um listamanni? „Nei, ég geri það nær aldrei. En þessi sýning er öðruvísi. Við Tira- vanija erum vinir og þar sem við erum saman hér á landi þá getur allt gerst. Ég veit að hann er hrifinn af samvinnu, enda er hann mjög vinalegur maður,“ segir Orozco og brosir. Hvernig hagarðu vinnu þinni ílist- inni, ertu með vinnustofu? „Ég er ekki með vinnustofu held- ur geng ég út frá því verkefni sem bíður mín á hveijum stað og mér til stuðnings hef ég ákveðin vinnu- kerfi. Það eina sem ég kom með með mér hingað frá New York var fallhlíf og nokkrar teikningar, en þó á ég ekki von á því að nota þær enda sýni ég aldrei teikningar. Ég er mjög spenntur fyrir að nota fallhlífina hér á iandi en hana hef Mexíkóski myndlistarmaðurinn Gabriel Orozco sýnir verk sín í Nýlistasafninu við Vatnsstígtil 27. október næstkomandi. Bæði sýnir hann eigin verk og verk unnin í samvinnu við Rirkrit Tiravanija, myndlistarmann frá Tælandi. Þóroddur Bjarnason ræddi við listamanninn þegar hann var nýkominn til landsins Gabriel Orozco ég aldrei notað sem efnivið áður. Ég keypti hana í New York fyrr á þessu ári og hugsaði með mér að Island hlyti að vera kjörinn staður til að opna hana á og horfa á vind- inn blása hana út. í New York eru hvergi nógu góðar aðstæður né pláss til þess.“ Hvernig teikningar gerir þú. mannamyndir, landslag eða slíkt? „Þetta eru óhlutbundnar teikning- ar, eins konar teikningar af ólíkum kerfum." Sandkúlur og leiðindi Stundum fær hann vini sína til að hjálpa sér við gerð verka. Til dæmis gerði hann verkið „Sandkúl- ur“ á ströndu þar sem hann bað vini sína að hnoða blautan sand í kúlu, hjúpa hana þurrum sandi og koma síðan fyrir í stórskomum . klettavegg þar hjá. „Þetta ræðst alltaf af aðstæðum á þeim stöðum þar sem ég sýni. Þegar ég sýndi í Musemum of Modern Art (MOMA) í New York bað ég fólkið í bygging- unni gegnt safninu að setja appels- ínu út í gluggann sem sneri að safn- inu. Gestir í hinu opinbera rými, sem safnið er, gátu því horft út um glúggann á verkið sem var staðsett inn í íbúðum hjá fólki, í persónulegu rými. Þetta voru hugleiðingar um hið almenna og það persónulega." Settir þú svo miða í glugga sýn- ingarsalarins með fyrirskipunum um að fólk ætti að líta út um gluggann? „Nei, ég gaf einungis lítillega til kynna hvernig verkið var úr garði gert. Verkið var ekki það tilkomu- mikið að ég byði fólki að horfa á það. Maður býður ekki fólki að sjá eitthvað leiðinlegt. Mín verk eru al- mennt leiðinleg og þú býður engum upp á slíkt.“ Ef verkin þín eru leiðinleg, af- hverju er velgengni þín jafn mikil og raun ber vitni? „Það er af því að öllum leiðist einhverntíma. Lífið er yfirleitt leið- inlegí og þegar maður loksins viður- kennir það fyrir sjálfum sér uppgöt- var maður eitthvað stórkostlegt." Hvernig bregst þú við ef fðlk kem- ur til þín hneykslað og skilur ekki verkin. Sérstaklega kannski þegar þú sýnir fjögur jógúrtdodulok eins og þú gerðir á sýningu í Marian Goodman galleríinu í New York árið 1994? „Fólk er alveg hætt að koma með slíkar spurningar. Kannski eru verk- in mín það bjánaleg að fólki dettur ekki í hug að spyija hvað þau þýði. Þegar þú til dæmis sérð appelsínu ferðu ekki að spyija hvað hún þýði og það sama gildir um jógúrtdollu- lok. Nema þá að fólk spyiji til þess eins að vera kurteist og langi í raun alls ekki að heyra mig útskýra hvað jógúrtdollulok þýðir." / París árið 1992 sýndir þú Citro- én-bíl sem þú skarst í þrennt og bjóst til einn mjórri, tveggja manna útgáfu. Pað verk er öllu íburðar- meira en dollulokin. „Já, fólk gat farið inn í bílinn og prófað að sitja í honum. Það tók mig um einn mánuð að gera það verk en það tók mig fjóra mánuði að gera verkið með jógúrtdollulok- unurn." Sýningin stendur til 27. október og er opin frá kl. 14—18 daglega. MSTISLAV Rostropovitsj, Sir Colin Davis, sljórnandi Lund- únasinfóníunnar og tónskáld- ið James Macmillian á æfingu. Sinfóníu- keppni í Bretlandi BRESKA útvarpið, BBC, EMI- plötuútgáfan, Lundúnasinfón- ían og Music Magazine til- kynntu fyrir skemmstu að til stæði að efna til samkeppni um nýtt sinfóníuverk. Hlýtur sig- urvegarinn 25.000 pund, rúmar 2,5 milljónir ísl. kr, að launum, auk þess sem verk hans verður leikið inn á geislaplötu. Þá mun Lundúnasinfónían flytja sex bestu verkin inn á geislaplötu sem dreift verður með Music Magazine. Formaður dóm- nefndarinnar verður rússneski sellósnillingurinn og hljóm- sveitarstjórnandinn Mstislav Rostropovitsj. Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur þegar nútímaverk eru annars vegar, hann hefur flutt 104 ný verk og stjórnað flutningi á 56 til viðbótar. Hugmyndina á hins vegar John nokkur McLaren, fjár- málamaður og tónlistarunn- andi, sem hafði áhyggjur af því hversu nútímatónskáld, sinfó- níuhljómsveitir, útgefendur og áhorfendur hefðu fjarlægst hver annan. Hvort verðlaunin eiga eftir að bæta úr því á eft- ir að koma í ljós en takist vel til, vona þeir sem að þeim standa, að samkeppnin verði haldin annað hver ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.