Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR lOOkm EldljaUið EldfjaMagígurinr (askjan) Grlmsvöln Bráðið vainið salnast í Grímsvatnaoskjuna. Þeoar ákveðinni vatnshæð er iiáð lyttisl íshellan og vatnið streymir undir jöklinum niður í daiinn. Eldgosið tsrýst gegnum ísinn milli eidtjailsins Bárðarbungu og Grimsvatna Glóandi hraun bitar jokuiinn að neðan. ís'mn óráðnar. Tveir bíða líffæra TVEIR íslendingar bíða þess nú að komast í líffæraflutn- inga í Gautaborg, þar af ann- ar þeirra ytra, að sögn Jóns Dalbús Hróbjartssonar, prests í Svíþjóð. Báðir bíða þeir eftir lungum. Samningur íslenskra stjórnvalda við Sahlgrenska- sjúkrahúsið í Gautaborg um líffæraflutninga var nýlega framlengdur um mánaðar- tíma, en fyrri framlenging nam hálfum mánuði. Vonast eftir endurnýjun Jón kveðst vona að samn- ingurinn verði endurnýjaður að fullu, enda séu faglegar og félagslegar aðstæður góð- ar í Gautaborg. „Ég vona að aðgerðirnar verði hér áfram, því þær eru í mjög góðum höndum,“ segir Jón, Jón segir orðið algengara að líffæraþegar bíði hérlendis eftir aðgerðum en áður fyrr, sökum tækniþróunar á þessu sviði, og því séu að jafnaði færri íslendingar staddir ytra en var fyrir nokkrum árum. Beðið eftir þreföldum Niagara- fossi ÞÝSKA vikuritið Der Spiegel gerir eldgosinu við Bárðarbungu í Vatnajökli rækileg skil í síðasta tölublaði um leið og farið er ofan í saumana á sögu jöklarannsókna undir fyrirsögninni „Duttlunga- fullir risar“. í greininni í Der Spiegel segir að Vatnajökull hafi narrast að jarðfræðingunum og sagt að það sé jafn mikil ráðgáta hvers vegna flóðið úr Grímsvötnum hafi látið bíða eftir sér og hvað gerist undir og innan í jöklinum. Um flóðið segir að þegar það brjótist fram verði umfang þess á borð við þrefalda Niagara-fossa eða 20 milljónir lítra á sekúndu. „Herskarar • hamfaraferðamanna “ Bið hafi hins vegar orðið á flóð- inu og því hafi „herskarar ham- faraferðamanna" byrjað að hafa sig á brott. í greininni kemur fram að þetta sé ekki eina dæmið um það að erfitt sé fyrir vísindamenn að henda reiður á náttúru jökla, hinna „duttlungafullu risa“. I fyrra hafi til dæmis Bering-jökull í Alaska skyndilega farið að skríða fyrir alvöru og færst fram um 100 metraádag. Der Spiegel 43/1996 Með greininni í Der Spiegel fylgdi teikn- ingin sem birtist hér. Þar er sýnt hvernig flóðið gæti átt sér stað. Ungnr og óþekktur höfundur hlaut Laxnessverðlaunin Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKÚLI Björn Gunnarsson með þeim Auði Laxness og Ólafi Ragnarssyni. Lífsklukkan tifar - bók um lífið og dauðann SKÚLI BJÖRN Gunnarsson, ís- lenskufræðingur, hlaut bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness sem af- hent voru í fyrsta skipti í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær en það er bókaforlagið Vaka-Helgafell sem Glóð undir íshellunni: Farvegur vatnsins eftir eldgosið í Bárðarbungu stendur að verðlaununum ásamt fjölskyldu skáldsins. Verðlaunaféð nemur 500.000 krónum. Verð- launabókin, sem er smásagnasafn og heitir Lífsklukkan tifar, kom út í gær og var höfundinum afhent fyrsta eintakið. „Þetta er bók um lífið og dauðann", sagði Skúli Björn aðspurður um efni bókarinnar. Held áfram á sömu braut Skúli Björn, sem er íslenskufræð- ingur að mennt og stundar nú M.A.- nám í íslenskum bókmenntum, seg- ist hafa fengist við það að skrifa um nokkurt skeið þótt ekki hafi hann mikið verið að trana verkum sínum fram. „Þetta er fyrsta bókin sem kemur út eftir mig. Það má kannski segja að ég hafi verið að bíða eftir hentugu tækifæri. Verð- laun af þessu tagi eiga að mínu viti fullan rétt á sér vegna þess að þau gefa ungum höfundum tæki- færi til að leggja verk sín í dóm fagmanna." í umsögn dómnefndar um verð- launahandritið segir: „Lífsklukkan tifar er einkar vel saman sett verk, sem ber vott um hæfileikaríkan höfund. Sögurnar tengjast allar inn- byrðis svo að úr verður óvenju heild- stætt smásagnasafn. Stíll verksins er látlaus og hnitmiðaður en á jafn- framt ríkan þátt í því hvernig sög- urnar enduróma hver í annarri og í huga lesandans." Alls bárust tæplega fimmtíu handrit. Þau voru merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi og valdi sér- stök dómnefnd verðlaunahandritið. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en með honum í nefndinni voru Ástráð- ur Eysteinsson, prófessor í al- mennri bókmenntafræði við Há- skóla íslands, og Guðrún Nordal bókmenntafræðingur. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna að undangeng- inni samkeppni sem er öllum opin. Um þijátíu íslendingar hafa greinst með latex-ofnæmi síðustu fimm ár Langveikum börn- um og heilbrigðis- starfsfólki er hættast Um þrjátíu Islendingar hafa greinst með latex-ofnæmi síðustu fímm árin eða svo og virðist stærsti áhættuhópurinn vera böm sem hafa þurft að gangast undir ítrekaðar aðgerðir á sjúkrahúsum, svo og fólk í heilbrigðisstéttum. Pétur Gunnarsson komst að því að þessi tegund ofnæmis var nær óþekkt þar til fyrir fímm árum. AÐ SÖGN Davíðs Gíslasonar sér- fræðings í ofnæmissjúkdómum er um bráðaofnæmi að ræða og hafa einkennin verið allt frá því að fólk bólgni á vörum eftir að blása upp blöðrur eða fái húðkláða undan gúmmíhönskum til óþæginda í nefi og augum og jafnvel asma. A.m.k. eitt tilfelli ofnæmislosts er þekkt hérlendis þótt ekki hafi þar verið um bráða lífshættu að ræða en dauðsföll eru þekkt vegna þessa erlendis. Latex, sem er hið náttúru- lega grunnefni í gúmmíi, er hvar- vetna í umhverfi manna. Algengast er að latex-ofnæmis verði vart hjá börnum, sem vegna fæðingargalla, t.d. klofins hryggjar, eða galla í þvagrás hafa mikið ver- ið undir læknishendi og gengist undir tíðar skurðaðgerðir. Ofnæmið kemur helst fram þegar slímhúð þessara barna kemst í snertingu við latexefni. Morgunblaðinu er kunnugt um að nýlega fékk dreng- ur sem varð fyrir alvarlegu slysi í bernsku og gekkst þá undir læknis- aðgerðir, ofnæmiskast í stól hjá tannlækni sem notaði latex-dúk i munn hans. Heilbrigðisstarfsfólki er einnig hætt við latex-ofnæmi, einkum starfsmönnum á skurðstofum, að sögn Davíðs Gíslasonar. Þrír hjúkr- unarfræðingar eru í hópi þeirra sem greinst hafa með ofnæmið og einn læknir. Dæmi eru um fólk úr öðrum starfsstéttum, t.d. er einn sjúkling- anna 30 starfsmaður í fataverk- smiðju þar sem framleiddur er gúmmífatnaður. Jón Sigurðsson, svæfmgarlæknir á Landspítalanum, hefur gert áætl- un fyrir Landspítalann um það hvernig sjúklingum með latex- ofnæmi er sinnt á sjúkrahúsinu. Við aðgerðir á þeim verður að nota sérstaka hanska en ekki venjulega skurðstofuhanska. Þær slöngur og þær öndunargrímur sem að jafnaði eru notaðar við svæfingu geta verið þessum sjúklingum lífshættulegar. I umbúðum um stungulyf frá Lyfja- verslun ríkisins er latex í töppum og verður því að nota sérpöntuð stungulyf. Frá Þýskalandi er keypt- ur sérstakur vökvi í æð í latex-fríum umbúðum. Ekki má heldur nota algengustu tegund af sprautum til að gefa þessum sjúklingum lyf í æð, því að þéttihringir í sprautunum eru úr latexi. Ekkert bendir að sögn viðmæl- enda blaðsins til að þetta vandamál sé útbreiddara hérlendis en erlend- is. En hvaða skýringar eru á því að latex-ofnæmi hefur blossað upp undanfarin ár? Efnið hefur verið þekkt öldum saman og um áratuga- skeið verið að finna í öllum gúmmí- hlutum í umhverfi manna? Að sögn Davíðs Gíslasonar, sem skrifaði grein um latex-ofnæmi í Læknablaðið nýlega ásamt Unni Steinu Björnsdóttur lækni, er talið að líklegasta skýringin á þessu nýja ofnæmi sé síaukin notkun efnisins. í kjölfar alnæmisfaraldursins og vegna aðgæslu við lifrarbólguveiru hafi notkun latex-hanska margfald- ast. Latex sé óvíða meira notað en á sjúkrahúsum. Einnig hafi t.d. smokkanotkun margfaldast. Þá ér talið hugsanlegt að breytingar á framleiðsluferli efnisins eigi hlut að máli. Um tengingp ofnæmisins við sjúklinga og sjúkrahús segir Jón Sigurðsson að á sjúkrahúsum sé einna mest hætta á að latex komist í snertingu við slímhúð líkamans og valdi ofnæmi, en það sé við þær aðstæður sem þetta ofnæmi sé al- varlegast þótt það sé einnig þekkt sem roði á höndum undan hönskum. Viðmælendur Morgunblaðsins töldu ekki auðvelt að útrýma latex- efnum af sjúkrahúsum og skurð- stofum; þótt hægt sé að útbúa skurðstofur sérstaklega þegar sinna þarf þar sjúklingum með ofnæmið; til þess sé efnið of útbreitt og hand- hægt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.