Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 7

Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingartillaga við nýtt umferðarlagafrumvarp lögð fram Hámarkshraði utan þéttbýlis verði 110 km SEX stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi breytingartillögu við 37. grein umferðarlaga þess efnis að hámarkshraði á bundnu slitlagi utan þéttbýlis verði 110 kílómetrar í stað 90. Flutningsmenn eru Vil- hjálmur Egilsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Siv_ Friðleifsdóttir, Hjálmar Jónsson, Árm Johnsen og Einar K. Guðfinnsson. í greinargerð með breytingartillögunni segir að 90 kílómetra hámarkshraði á bundnu slitlagi sé „barn síns tíma“. Einnig segir að vegakerfi landsins hafi tekið stakkaskiptum á síðustu 10-15 árum. Langmestur hluti hringvegarins hafi nú verið lagður bundnu slitlagi og á sama tíma hafi aksturseiginleikum og öryggisbún- aði fólksbifreiða fleygt fram. „Sú almenna hraðatakmörkun sem umferðarlögin setja við akstur á bundnu slitlagi, það er 90 kíló- metrar á klukkustund, er [•■•] ekki lengur raunhæf viðmiðun. Lög eru sett til þess að farið sé eftir þeim. Það slævir réttarvitund almennings ef í gildi eru lög sem nær óframkvæmanlegt er fyrir lög- gæsluna að framfylgja. Hér er lagt til að ákvæðum umferðarlaganna um hraðatakmarkanir verði breytt með tilliti til betra vegakerfis og til samræmis við þau hraðatakmörk sem gilda í nágrannaríkjum okkar.“ Atvinnumálanefnd 350 þúsund í styrki BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu atvinnumálanefndar um ráð- stöfun ijár úr þróunarsjóði nefndar- innar. Samþykkt var að greiða 100 þús. vegna kostnaðar við samkeyrslu tölvuupplýsinga frá Hagstofunni og SKÝRR. Jafnframt var samþykkt að veita 250 þús. til samvinnuverkefnis Aflvaka hf. og Atvinnu- og ferða- málastofu um stefnu ríkisvaldsins í atvinnuuppbyggingu. Hundalíf undir stýri „TÍKIN þarna tekur ekki einu sinni eftir mér þótt ég sé búinn að rúlla niður rúðunni og reyni að líta út fyrir að vera svalur. Getur hún ekki hundskast til að horfa hingað? Hæ, eigandi, flaut- aðu nú létt á hana. Ég geri mig að fífli ef ég gelti á hana á miðri götu. Geturðu ekki stýrt fyrir mér? Hvaða hundur er eiginlega í þér? Sérðu ekki að ég hef um mikilvægari hluti að hugsa?“ Samkeppnisráð úrskurðar um einka- söluumboð fasteignasala Oheimilt að krefjast fullrar þóknunar selji annar eign SAMKEPPNISRÁÐ telur að ákvæði í stöðluðu söluumboði Félags fast- eignasala, um rétt fasteignasala til einkasöluþóknunar, brjóti í bága við góða viðskiptahætti. Jón Guðmunds- son formaður Félags fasteignasala kveðst telja líklegt að þessum úr- skurði verði áfrýjað en stjórnarfund- ur muni taka ákvörðun um fram- haldið á fundi í dag. Sumir greitt tvisvar í ákvæðinu eru kveðið á um, að hafi seljandi íbúðar skuldbundið sig til að bjóða hana aðeins til sölu hjá einum fasteignasala eigi fasteigna- salinn rétt á söluþóknun, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Dæmi eru um að fólk hafi þannig greitt söluþóknun tvisvar, til þess fasteignasala sem seldi eignina og þess sem var með söluna í einkasölu. Neytendasamtökin kvörtuðu til samkeppnisráðs í kjölfar þess að maður leitaði til þeirra vegna kröfu fasteignasala um að hann fengi sölu- þóknun, þrátt fyrir að annar hefði selt íbúðina. í kvörtun Neytendasamtakanna var bæði gerð athugasemd við ákvæði um einkasölu, en einnig að ákvæði, sem tilgreinir að söluumboð sé uppsegjanlegt með 30 daga fyrir- yara, væri ekki nægjanlega skýrt aðgreint frá öðrum samningsákvæð- um. Jón kveðst vera ósáttur við fram- göngu Neytendasamtakanna í mál- inu, enda telji hann afar fátítt að fasteignasalar geri kröfu um fulla söluþóknun vegna eignar sem annar selji og ekkert áþreifanlegt dæmi um slíkt hafi komið fyrir hans sjón- ir. í lögum sem starfshættir fast- éignasala grundvallast á komi skýrt fram að fasteignasali taki ekki hærri þóknun fyrir þjónustu sína en sem svarar til þess vinnuframlags sem I'átið er í té. Lögin séu höfð að leiðar- ljósi og samtökin séu því að grípa inn í samninga milli fasteignasala og viðskiptavina að óþörfu að hans mati. Skuldbinding nauðsynleg í athugasemdum Félags fasteigna- sala við erindi Neytendasamtakanna kom fram, að að fenginni reynslu væri einkasala merkingarlaust hug- tak og fyrirkomulag, ef skuldbinding um greiðslu söluþóknunar væri ekki fyrir hendi. Þá var tekið fram, að ekki hafi það verið ásetningur höf- unda hins staðlaða söluumboðs að fela ákvæði um uppsögn söluumboðs innan um önnur ákvæði. í úrskurði samkeppnisráðs kemur fram, að söluþóknun fyrir eign í einkasölu sé yfirleitt lægri en í al- mennri sölu, eða 1,7% af verðmæti eignarinnar á móti 2% annars. Hins vegar vitnar samkeppnisráð til laga um fasteigna- og skipasölu og vísar til þess að í 14. grein lag- anna sé fasteignasala óheimilt að taka hærri þóknun fyrir starfa sinn en sanngjarnt sé miðað við framlagða vinnu. Ákvæði söluumboðsins feli í sér ótilhlýðilega háar bætur af hendi neytanda, sem ekki hefur staðið við skuldbindingar sínar. Þá stríði ákvæði söluumboðsins gegn sam- keppnislögum, þar sem það raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila. Sanngjörn þóknun fyrir framlagða vinnu Samkeppnisráð telur því eðlilegt að einkasöluumboð kveði á um að neytandinn greiði söluþóknun fyrir sannanlega framlagða. vinnu fast- eignasala og annan kostnað, t.d. vegna auglýsinga. Þá tók ráðið einnig undir þau sjón- armið Neytendasamtakanna um að ákvæði um uppsögn samnings þyrfti að koma fram með skýrari hætti í söluumboðinu. Jafnframt telur ráðið að 30 dagar til uppsagnar á einka- ' söluumboði sé óhæfilega langur frestur miðað við eðli viðskiptanna. NÓG PI^S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.