Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 11

Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 11 AKUREYRI Fulltrúaráð foreldra- félaga grunnskólanna Skóla frekar en knatt- spyrnuvöll FULLTRÚARÁÐ foreldrafélaga grunnskólanna á Akureyri mótmæl- ir harðlega framkomnum hugmynd- um um yfirbyggðan knattspyrnu- völl á meðan Akureyrarbær getur ekki séð skólabörnum fyrir lög- boðnu húsnæði sem sveitarfélögum ber skylda til. Fulltrúaráðinu finnst framkvæmd af þessu tagi ekki eiga rétt á sér á meðan húsnæðismál skólanna eru í hinum mesta ólestri. Hilmar Antonsson, fráfarandi fórmaður fulltrúaráðsins, segir mik- inn aðstöðumun á milli grunnskóla bæjarins. í Síðuskóla ríki til dæmis nánast neyðarástand í húsnæðis- málum. Þá sé Giljaskóii óbyggður ennþá en skólinn fái inni á barna- heimili. Hilmar segir fólk persónulega ekki á móti yfirbyggðum knatt- spyrnuvelli en á meðan bærinn ekki sinnir lögboðinni skyldu sinni gagn- vart grunnskólum bæjarins sé ekki ástæða til að fara í slíka byggingu. ----------»-■■»--♦- Handtekinn með fíkniefni RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri handtók mann sem var að koma frá Reykjavík sl. laugardag. Hann hafði í fórum sín- um 5 grömm af hassi, 2 grömm af amfetamíni og 2 alsælutöflur. Maðurinn var í bifreið með tveim- ur öðrum Akureyringum og við hús- leit hjá þeim fundust hasspípur, auk þess sem Jpeir viðurkenndu neyslu fíkniefna. I sambandi við rannsókn- ina var fjórði aðilinn handtekinn og viðurkenndi hann einnig neyslu fíkniefna. Málið telst upplýst. -----» ♦ »---- Brotist inn í Vín BROTIST var inn í Blómaskálann í Vín í Eyjaijarðarsveit í fyrrinótt. Eigandinn varð þess var er hann kom til vinnu í gærmorgun að farið hafði verið í peningakassa og stolið þaðan um 40 þúsund krónum. Rúða í húsnæði blómaskálans hafði verið brotinn við innbrotið en ekki var um aðrar skemmdir að ræða. Málið er óupplýst en í rann- sókn. Margrét EA kom með Rifsnes SH til Akureyrar í gærmorgun Morgunblaðið/Kristján TOGARINN Margrét EA kom með Rifsnes SH til Akureyrar um kl. 9.30 í gærmorgun, þar sem skemmdir voru kannaðar í dráttarbraut Slippstöðvarinnar hf. Tjónið nemur tugum millj- óna króna LJÓST er að tjónið á rækjubátnum Rifsnesi SH sem strandaði í Greni- vík í Grímsey um kl. 4.30 sl. mánu- dagsmorgun nemur tugum millj- óna króna. Togarinn Margrét EA kom með Rifsnesið til Akureyrar í gærmorgun og voru skemmdir skoðaðar í dráttarbraut Slipp- stöðvarinnar hf. í gær. Við það verk unnu skoðunarmenn frá Tryggingamiðstöðinni, þar sem skipið er tryggt og Siglingamála- stofnun ríkisins. Baldur Kristinsson, skipstjóri á Rifsnesinu, sem var í fríi er óhapp- ið varð, segir að miklar botn- skemmdir séu á skipinu. Velti- bretti, utanáliggjandi kælar og öll botnstykki eru ónýt og einnig urðu skemmdir á skrúfu og stýri. Erum stopp í einhverjar vikur „Það tekur lengri tíma en dag- inn að meta allar skemmdir á skip- inu en það er ljóst að við verðum stopp í einhverjar vikur. Tjónið er mikið en á þessari stundu hefur ekki verið ákveðið hvar viðgerð fer fram,“ sagði Baldur. Margrétin lagði af stað með Rifsnesið í togi frá Grímsey um kvöldmatarleytið í fyrradag en tók bátinn upp að síðunni inni í Eyja- fírði og kom honum að bryggju hjá Slippstöðinni. Stefán Yngvson, BOTN skipsins er mjög illa farinn og lak hráolía úr tönkum í dráttarbrautinni. Á myndinni eru starfsmenn Slippstöðvarinnar að koma ílátum undir olíulekann. skipstjóri á Margrétinni, sagði að ferðin til Akureyrar hafi gengið vel. Sjór flæddi í vélarúmið „Það flæddi aðeins sjór í véla- rúmið á Rifsnesinu og komu félag- ar í Slysavarnafélaginu á Dalvík til móts við okkur á gúmmíbáti með dælur í nótt (í fyrrinótt). Báturinn var alveg vélarvana og við tókum hann upp að síðunni svo auðveldara yrði að koma honum að bryggju," sagði Stefán. Mar- grétin hélt aftur á rækjumiðin í gærkvöldi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri tók í gær skýrslu af skipveijum Rifsnessins og auk þess af skipstjórum og stýrimönn- um Margrétar EA og Sæljónsins SU, sem einnig kom inn til Akur- eyrar. Lögregluskýrslurnar verða lagðar fram þegar sjópróf vegna strands Rifsnessins fara fram en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Sunna Borg endurkjörin formaður Leikfélags Akureyrar Aðstaða félagsins slæm Morgunblaðið/Margrét Þóra Ljóð hollari en mjólk Sunna Borg BUBBI Morthens kom í heimsókn til nemenda í 7. bekk i Glerár- skóla í vikunni, en þeir hafa und- anfarið verið að lesa texta eftir hann sem og önnur skáld. Krakk- arnir spurðu Bubba spjörunum úr, vildu vita allt um lögin hans og textana og svaraði hann greið- lega. Hvatti Bubbi börnin til að lesa ljóð og helst að skrifa eitt lít- ið ljóð á hveijum degi. „Bækur og ljóð eru hollari en rnjólk," sagði hann, en 7. bekkingarnir virtust eilítið undrandi á þeirri yfirlýs- ingu. Bubbi brýndi krakkana líka til að gleyma ekki rótum sínum og gera veg íslenskunnar sem mestan í framtíðinni. Þá gaf hann þeiin einnig góð ráð og varaði þau við neyslu vímuefna. SUNNA Borg var endurkjörin for- maður Leikfélags Akureyrar á aðal- fundi félagsins sl. mánudagskvöld. Hreinn Pálsson var endurkjörinn varaformaður og Ingvar Björnsson ritari. Sunna Borg gerði aðstöðu Leikfélags Akureyrar að umtalsefni í skýrslu sinni á aðalfundinum og sagði að því miður gerðu allt of fáir sér grein fyrir því hversu slæm hún væri. Hér væri um að ræða stofnun sem yrði að teljast einn af hornsteinum menningar á Norður- landi. „Fyrir síðasta aðalfund LA velti ég því fyrir mér þeirri spurningu hvers vegna ráðamenn þjóðarinnai' hrykkju alltaf í kút þegar minnst væri á menningarmái. I fljótu bragði finnst mér sem smá hugar- farsbreyting hafi átt sér stað og að meiri skilningur riki á mikilvægi þess að menningin blómstri. En til þess að Leikfélag Akureyrar geti haldið áfram starfsemi sinni í Sam- komuhúsinu verður að taka til hendinni og veita fjármagni til end- urbóta. Ástand það sem leiklistar- starfsemin hefur mátt þola í alltof langan tíma er komin út yfir öll velsæmismörk og eigin- lega til skammar þeim sem valdið hafa til þess að endurbætur geti átt sér stað.“ Utanlandsferðir hafa áhrif á aðsókn Sunna kom einnig inn á tíðar verslunar- og skemmtiferðir Akur- eyringa og annarra landsmanna til útlanda fyrir jólin. „Þegar þús- undir manna gleypa þessar auglýstu ferðir svona fjálglega sem raun ber vitni kemur það hastarlega niður á þeim sem eru að reyna að halda hér uppi verslun og þjónustu. Og þetta breið- ir anga sína víðar, því t.d. leikhús- aðsókn dalar á þessum tíma,“ sagði Sunna. Þórey Aðalsteinsson, fjárreiðu- stjóri LA, segir þó að staða félags- ins sé sterk á þessum tímamótum. „Við settum aðeins upp 3 verk á síðasta leikári og greiddum þess í stað niður skuldir, auk þess að und- irbúa jarðveginn fyrir afmælisár félagsins," sagði Þórey. Góð byrjun á nýju leikári Verkin þijú sem LA setti upp á síðasta leik- ári gengu misvel. Fyrsta verkefnið, „Drakúla“, var aðeins sýnt 7 sinnum og verk- ið sáu um 830 manns. „Sporvagninn Girnd var annað verkefni starfsársins, sýningar urðu 16 og verkið sáu rúmlega 2150 manns. Þriðja verkið var „Nanna Systir" en það verk sáu um 4000 manns á 25 sýningum. Leikfélag Akureyrar setur upp 5 leikverk á yfirstandandi leikári, auk samstarfsverkefnis við Akureyrar- kirkju. Þegar et' búið að frumsýna tvö þeirra, „Sigrúnu Ástrós" og „Dýrin í Hálsaskógi" og hafa þau verk farið vel af stað og fengið mjög góða dóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.