Morgunblaðið - 23.10.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.10.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Þú átt víst ekki verandarrólu, er Ég þykist heppinn að eiga það? hundadall... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Fólk fái forgang Frá Kristni Snæland: FYRIR löngu, þegar ljóst var að brúa þyrfti Grafarvog, vegna íbúð- arbyggðar, var sendur á vettvang pödduteljari. Taldi hann samvisku- samlega pöddurnar í leirum vogs- ins. Upplýst var að pöddur þessar væru laxfiskum og fjörufuglum hið mesta lostæti. Til þess að tryggja fiski og fjörufuglum sælgæti þetta var þess getið af líffræðingum að á hverri fjöru yrði sælgætið að anda svo það héldi lífi uns yfir lyki í fisks- eða fuglsmaga. Hagsmunagæslu- menn þeirra sem éta pöddur kröfð- ust þess að Grafarvogur yrði áfram sá fúli illa lyktandi dmllupollur sem hann vissulega er, pöddum, fiskum og fuglum til dýrðar. Einhveijum datt í hug að hægt væri að nýta voginn til skemmtunar fólki. Það væri best gert með því að setja lok- ur í brúna og halda yfirborði vogs- ins stöðugu. Sáu menn fyrir sér voginn sem stórkostlegasta útivist- arsvæði borgarinnar, fyrir þá sem vilja stunda róðra hvers konar á smáfleytum svo sem kajökum, kanóum og róðrarbátum af öllu tagi. Vélbátar mættu ekki vera á voginum, utan bátur eftirlitsmanns. Þá sáu menn fyrir sér nokkrar bryggjur út í voginn og við hann, á staurum, tvo þijá veitingastaði. Hugsanlega væri einnig hægt að koma fyrir upphituðu „strandbaði" og nýta til þess afgangshita frá hitaveitunni að sumri. Að eiga síkt útivistarsvæði sem Grafarvogur gæti verið, með stöðugu vatns- borði, og með því mannlífi sem því fylgdi, væri perla í borgarlífinu. Ogæfan var sú að inn að Grafar- vogi var sendur maður til að telja pöddurnar en það gleymdist að senda mann til þess að finna út þann mannfjölda sem nyti fegurra mannlífs ef Grafarvogur væri nýtt- ur fyrir fólk en ekki pöddur. Enn er hægt að breyta þessu, breyta Grafavogi úr fúlum illa lykt- andi drullupolli í stórkostlegan úti- vistarstað allrar ijölskyldunnar. Til þess þarf vissulega að taka fólk fram yfir pöddur. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Inntakið skiptir máli Frá Rúnari Ármanni Arthúrssyni: ÞAÐ er undarleg árátta sumra ein- staklinga af „geggjuðu" kynslóð- inni svokölluðu sem tók út mann- dómsár sín á árum heimsstyijaldar- innar síðari að vera sýknt og heil- agt að hnotabítast út í fólk af sex- tíu og átta kynslóðinni, sem þeir svo nefndu, sem samanstendur að- allega af afkvæmum áðurnefndrar „geggjuðu" kynslóðar. Réttara væri ef til vill fyrir þessi bitru gamal- menni að kalla þennan þjóðfélags- hóp og þær kynslóðir sem á eftir fylgja einu nafni „afkomendakyn- slóðina". Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sér ástæðu til að vera með hnútukast af þessu tagi í Morg- unblaðinu laugardaginn 19.10. út af því uppátæki umhverfisráðherra að heija átak til verndunar og fyrir endurheimt votlendis sem er ekki nema gott um að segja hvað sem líður botnvotum bændum. Erfitt er þó að sjá samhengið í grein rithöf- undarins á milli lífsspeki téðrar sex- tíu og átta kynslóðar og þess aftur- hvarfs til fortíðar sem honum finnst þessi ráðstöfun framsóknarráðherr- ans vera. Rithöfundurinn snýr í grein sinni út úr frægum einkunn- arorðum á blómaskeiði friðflytj- enda: „Make love not war“. Hljóma þau svo í hans gerð: „Samfarir í stað styijalda". Sá misskilningur sem klúðurslegur útúrsnúningur hans á tilvitnuðu kjörorði leiðir í ljós er auðvitað engin tilviljun. Það er mjög í anda „geggjuðu" kynslóð- arinnar að leggja fremur áherslu á athöfn en inntak. Afkomendakyn- slóðin sem gerði uppreisn á sjöunda og áttunda áratugnum gegn gildis- mati stríðsáraunglingana og geggj- aðri efnishyggju og herskárri sér- gæsku sem í kjölfar fylgdi lagði allt aðra merkingu í kjörorð blóma- fólksins frá Bandaríkjum Norður- Ameríku. „Máke love not war“ þýð- ir miklu fremur: „Njótum ásta — ófriðar ekki“. Þar er það inntakið sem máli skiptir, sjálf ástin sem er það dýrmætasta sem til er í mann- legum samskiptum. Ást er auk þess orð sem felur í sér hlýju og mann- kærleik og er náttúrlega mikilvæg- asta orð íslenskrar tungu. Orðið „samfarir" er aftur á móti fremur tæknilegs eðlis og kuldalegt í sam- anburði, og auk þess allt annarrar merkingar. Orðaval rithöfundarins er honum auðvitað ekki sjálfrátt; hann er aðeins barn síns tíma. Aðal- atriðið er að sem flestir aðrir geri sér ljóst mikilvægi þess að taka ástina fram yfir ófrið í öllu tilliti: „Njótum ástar — ófriðar ekki!“ RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON, Skeljagranda 4, Reykjavík. Hvað skal segja? 45 Væri rétt að segja: Ég ætla niður til Spánar. Svar: í þessu sambandi er niður markleysa. Rétt væri: Ég ætla suður til Spánar. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.