Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 47 FRÉTTIR Neytendasamtökin segja rúmlega 35% hækkun grænmetis milli mánaða Nú þegar verði látið af leið ofurtolla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Neytendasamtök- unum: „Við gerð nýrra GATT-samninga vöruðu Neytendasamtökin stjórn- völd eindregið við því að leggja of- urtolla á búvörur. Jafnframt bentu samtökin á að ef stjórnvöld gerðu það, myndi verð til neytenda hækka fremur en lækka og samkeppni ís- lenskra framleiðenda myndi verða minni. Markmiðið með þessum samn- ingum er að auka viðskipti milli landa með því að draga úr við- skiptahömlum og stuðla með því að betri lífskjörum í heiminum. Því eru ofurtollar íslenskra stjórnvalda í andstöðu við megin markmið þessa samnings. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands hækkaði græn- meti um rúmlega 35% milli septem- ber og október á þessu ári og er nú dýrara en það var fyrir gerð nýja GATT-samningsins. Sam- keppni milli innlendra framleiðenda er nánast engin og aðlögun þeirra að auknu frelsi á markaðnum eng- in. Því miður hafa því verstu spár Neytendasamtakanna ræst. Verndar- og haftastefna stjórn- valda í landbúnaðarmálum eykur tilkostnað heimila til muna, matar- innkaup verða dýrari og skulda- byrði eykst þar sem hækkun matar- verðs hækkar vísitölu neysluverðs sem aftur leiðir til hækkunar á skuldum heimila/ Neytendasamtökin ítreka því þá kröfu sína að vikið verði af vegi ofurtollastefnunnar og íslenskir netendur fái að búa við eðlilegt inn- kaupaverð á matvælum. Neytenda- samtökin mótmæla því að stjórn- völd skuli með verndarstefnu sinni, sem á að vera framleiðendum bú- vara til hagsbóta, koma i veg fyrir eðlilega aðlögun búvöruframleið- enda að aukinni samkeppni. Með því eru stjórnvöld að taka skamm- tímahagsmuni framleiðenda fram yfir langtímahagsmuni atvinnuveg- arins og íslenskra neytenda." 14 skurðhjúkrunarfræðingar ÚTSKRIFT úr viðbótarnámi í skurðhjúkrun fór fram laugardaginn 12. október frá Háskóla ís- lands. Vibótarnámið fór fram við Námsbraut í hjúkrunarfræði. Brautskráðir voru fjórtán nem- endur. Á myndinni eru, í aftari röð frá vinstri: Þórhalia Eggertsdóttir, Ingunn Wernersdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Sigríður Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Bryiya Björnsdóttir, Arn- fríður Gísladóttir, Ágústa Winkler, Drífa Þorgríms- dóttir og Matthildur Guðmannsdóttir. I fremri röð frá vinstri: Þóra Guðjónsdóttir, Ásdís Johnsen, Hrund Sch. Thorsteinsson, lektor, Ásrún Kristjáns- dóttir, kennslustjóri, Ólína Guðmundsdóttir og Áslaug Pétursdóttir. Námstefna um gerð starfsáætlana í jafnréttismálum Barátta gegn þung- lyndi og sjálfsvígum GEÐLÆKNAFÉLAG íslands boð- ar til málþings um þunglyndi og sjálfsvíg dagana 1. og 2. nóvember og verður megináhersla lögð á for- varnir. Á málþinginu verða eftirfarandi fyrirlestrar fluttir: Sjálfsvíg og voveifleg dauðsföll á íslandi; Tóm- as Zoega, geðlæknir; Geðheilsa og heimilislæknirinn, Þorsteinn Njáls- son, heilsugæslulæknir; Dánartíðni þeirra sem leita til bráðamóttöku geðdeilda, Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir; og Störf og niðurstöður stjómskipaðrar nefndar um orsakir og tíðni sjálfsvíga á íslandi, Sig- mundur Sigfússon, geðlæknir. Gestur málþingsins verður Rachel Jenskin, geðlæknir frá Englandi, sem veitir forstöðu þeirri deild enska heilbrigðisráðuneytis- ins, sem fjallar um geðheilbrigðis- mál. Erindi hennar nefnast: „Eng- land’s Campaign Against De- pression and Suicide". Rachel Jenkins hefur unnið mik- ið að foivörnum og í því skyni meðal annars skipulagt herferð gegn þunglyndi og sjálfsvígum í samvinnu við geðlækna og heimil- islækna á Bretlandi. Hún hefur birt fjölda greina um þennan mála- flokk. Málþingið hefst föstudaginn 1. nóvember kl. 14-17 og laugardag kl. 9.30-12. Það verður haldið á Hótel Loftleiðum, þingsal 8 og er sérstaklega ætlað heilbrigðisfólki. Konur og geðheilsa GEÐLÆKNAFÉLAG íslands hef- ur boðið hingað til lands breska geðlækninum Rachel Jenkins sem veitir forstöðu þeirri deild enska heilbrigðisráðuneytisins sem fjallar um geðheilbrigðismál. Hún mun halda fyrirlestur sem ber heitið: „Women and Mental Illness“. Fyr- irlesturinn ásamt umræðum fer fram fimmtudaginn 31. október kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum, þing- sal 4. Fundarstjóri verður Halldóra Ólafsdóttir, formaður Geðlæknafé- lags íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. JAFNRÉTTISNEFND Reykjavík- urborgar gengst fyrir námstefnu um gerð starfsáætlana í jafnréttis- málum sem haldin verður 1. nóvem- ber nk. i Tjarnarsal Ráðhússins. Námstefnan er ætluð forstöðu- mönnum, starfsmannastjórum og öðrum þeim sem mynda munu jafn- réttishópa borgarstofnana, en þeirra hlutverk verður að gera starfsáætlun í jafnréttismálum fyrir sína borgarstofnun sem á að lýsa því hvernig þær hyggjast ná mark- miðum jafnréttisáætlunar Reykja- víkurborgar sem samþykkt var 7. maí sl. Tveir erlendir leiðbeinendur hafa verið fengnir til landsins til að flytja Fyrirlestur um streitu og kvíða ÁSMUNDUR Gunnlaugsson, jóga- kennari, heldur fyrirlestur í Yoga- stúdíó, Hátúni 6a í Reykjavík, föstudaginn 8. nóvember kl. 20. Hann mun fjalla um streitu, kvíða og fælni og hvernig nota má öndun, jógaæfingar og slökun til að koma á jafnvægi, bæði and- lega og líkamlega. Ásmundur mun einnig fjalla um kvíðaferli og hvar ræturnar liggja að mörgu sem fólk er að glíma við í dag. Aðgangseyrir er 500 kr. Fundur á Akra- nesi um dyslexíu OPINN fundur um dyslexíu, les- og skrifhömlun, verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 31. októ- ber kl. 20.30. Stutt erindi flytja: Formaður stjórnar Dyslexíufélagsins, tal- kennari, foreldri nemanda úr grunnskóla, nemandi við FVA, for- eldri nemanda við FVA og sér- kennari. Umræðum í lok fundar stjórnar Trausti Gylfason. Fundarstjóri verður Elmar Þórðarson. í fundar- hléi verða kaffiveitingar seldar. erindi á námstefnunni. Þeir eru Ingrid Guldvik, sem er fræðimaður hjá Ostlandsforskning í Lillehammer í Noregi, en hún hefur verið ráð- gjafi fjölmargra norskra sveitarfé- laga um gerð starfsáætlana og Tor- ill Lundli, ráðgjafí hjá Oslo Sporvei- er, sem hefur komið að því starfí innan OS að gera starfsáætlun í jafnréttismálum, stýra aðgerðum til að ná markmiðum hennar og endur- skoða hana með reglulegu millibili. Báðir fyrirlestramir verða túlk- aðir á íslensku. Auk þeirra fjallar Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafí, um starfsáætlanir í jafnréttismálum sem tæki til að draga úr launamun kynja hjá Reykjavíkurborg. Vilja auka tengsl við Kúbu MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir frá Menning- ar- og friðarsökum íslenskra kvenna: „Fundur Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, haldinn 28.10. 1996, lýsir andúð sinni á þeim aðdróttunum og aðför sem gerð er að minningu og heiðri lát- innar merkiskonu í greininni Helgi- spjall sem birtist í Morgunblaðinu 20. okt. 1996 með undirskriftinni M. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna krefjast þess að ástvinir og samstarfskonur Maríu Þorsteinsdóttur séu beðin afsökun- ar á þessu frumhlaupi ritstjórans, enda fellur allur áburður hans dauður og ómerkur.“ Síðari ályktunin er svohljóðandi: „Fundur Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna haldinn 28.10. 1996 krefst þess að ríkis- stjórn Islands og íslenskir fjölmiðl- ar láti af þeirri fjandsamlegu af- stöðu sem sýnd hefur verið gagn- vart Alþýðuveldinu á Kúbu. Fundurinn skorar á íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að taka upp heiðarlegt viðskiptasamband við Kúbu, báðum þjóðum til sæmdar og hagsbóta." Mótmæli vegna viðskiptabanns áKúbu HÓPUR einstaklinga hefur boðað til mótmæla vegna viðskiptabanns á Kúbu föstudaginn 1. nóvember. Safnast verður saman á Lækjar- torgi kl. 16.30. Stuttur fundur verð- ur við sendiráð Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, kl. 17. Ræðumenn verða Sigfús Ólafsson, háskólanemi og ritari Alþýðubandalagsins og Sylvía Magnúsdóttir, guðfræðinemi og stjórnarliði í Vináttufélagi ís- lands og Kúbu. Drífa Snædal, for- maður Iðnnemasambands íslands kynnir tillögur að ályktun. Fundar- stjóri verður Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Félagsíbúða. Nemendafélög í ýmsum fram- haldsskólum, nokkur sljórnmálafé- lög og æskulýðssamtök og Vináttu- félag íslands og Kúbu ýmist styðja aðgerðina eða hvetja félagsmenn sína til þátttöku, segir í fréttatil- kynningu. Fjölg'un í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar FUNDUR var haldinn í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar mánu- daginn 28. október sl. Á dagskrá var kjör fulltrúa félagsins í fulltrúa- ráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, kjör fulltrúa á flokksþing, félags- starfið fram undan og önnur mál. Tillögur að skipan fulltrúa fé- lagsins í fulltrúaráðið sem og á flokksþing Alþýðuflokksins Jafnað- armannaflokks íslands, voru sam- þykktar. Inntökubeiðnir 33 nýrra félaga í Alþýðuflokksfélagið lágu fyrir fundinum. Þær voru sam- þykktar. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi og varafor- maður flokksins, gerði grein fýrir viðhorfum sínum varðandi væntan- legt formannskjör. ■ ÍSLENSKA málfræðifélagið boðar til fundar í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, fimmtudags- kvöldið 31. október, kl. 20.30. Þar ætlar Magnús Snædal, dósent í almennum málvísindum, að segja frá gerð orðstöðulykils að gotnesku Biblíunni. Borgardætur í Hafnarborg ELDRI skátar í Hafnarfirði efna til tónleika með Borgardætrum fímmtudaginn 31. október kl. 21 í Hafnarborg. Kynnir er Jónatan Garðarsson. Borgardætur hafa á undanföm- um árum fært gömlu lög milli-, stríðsáranna í íslenskan búning og á tónleikunum munu þær flytja söngdagskrá í anda söngtríóa swingáranna. Þeim til fulltingis verða Eyþór Gunnarsson píanisti og útsetjari og Þórður Högnason kontrabassaleikari, en Borgardæt- ur eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Aðgangseyrir er 700 kr. og eru allir velkomnir. Markaðsdagur í Fríkirkjunni MARKADSDAGUR Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður laugardaginn 2. nóvember í Safnaðarheimili kirkjunnar, Lauf- ásvegi 13. Þar verður fatamarkað- ur, basar og hlutavelta þar sem allir miðar eru vinningsmiðar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er elsta starfandi kirkju- kvenfélags landsins og hefur alla tíð stutt söfnuð sinn og félaga hans af alefli. í þetta sinn mun afrakstrinum varið til endurbóta innanhúss í kirkjunni. LEIÐRÉTT Kristín Ómarsdóttir um smásögur Umsögn um bókina Engar smá sögur eftir Andra Snæ Magnason sem birtist í blaðinu í gær, miðviku- dag, var eftir Kristínu Ómarsdótt- ur. Nafn hennar misritaðist og er beðist velvirðingar á því. Leikrit þýdd og flutt Slæm prentvilla varð innlyksa í grein minni í Morgunblaðinu í gær. I greinarlok átti að standa: „Um slík viðbrögð er mér ekki kunnugt. En sé svo — þá það!“ Tekið skal fram að í þetta sinn var það ég sem las próförk. Helgi Hálfdanarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.