Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 47 FRÉTTIR Neytendasamtökin segja rúmlega 35% hækkun grænmetis milli mánaða Nú þegar verði látið af leið ofurtolla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Neytendasamtök- unum: „Við gerð nýrra GATT-samninga vöruðu Neytendasamtökin stjórn- völd eindregið við því að leggja of- urtolla á búvörur. Jafnframt bentu samtökin á að ef stjórnvöld gerðu það, myndi verð til neytenda hækka fremur en lækka og samkeppni ís- lenskra framleiðenda myndi verða minni. Markmiðið með þessum samn- ingum er að auka viðskipti milli landa með því að draga úr við- skiptahömlum og stuðla með því að betri lífskjörum í heiminum. Því eru ofurtollar íslenskra stjórnvalda í andstöðu við megin markmið þessa samnings. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands hækkaði græn- meti um rúmlega 35% milli septem- ber og október á þessu ári og er nú dýrara en það var fyrir gerð nýja GATT-samningsins. Sam- keppni milli innlendra framleiðenda er nánast engin og aðlögun þeirra að auknu frelsi á markaðnum eng- in. Því miður hafa því verstu spár Neytendasamtakanna ræst. Verndar- og haftastefna stjórn- valda í landbúnaðarmálum eykur tilkostnað heimila til muna, matar- innkaup verða dýrari og skulda- byrði eykst þar sem hækkun matar- verðs hækkar vísitölu neysluverðs sem aftur leiðir til hækkunar á skuldum heimila/ Neytendasamtökin ítreka því þá kröfu sína að vikið verði af vegi ofurtollastefnunnar og íslenskir netendur fái að búa við eðlilegt inn- kaupaverð á matvælum. Neytenda- samtökin mótmæla því að stjórn- völd skuli með verndarstefnu sinni, sem á að vera framleiðendum bú- vara til hagsbóta, koma i veg fyrir eðlilega aðlögun búvöruframleið- enda að aukinni samkeppni. Með því eru stjórnvöld að taka skamm- tímahagsmuni framleiðenda fram yfir langtímahagsmuni atvinnuveg- arins og íslenskra neytenda." 14 skurðhjúkrunarfræðingar ÚTSKRIFT úr viðbótarnámi í skurðhjúkrun fór fram laugardaginn 12. október frá Háskóla ís- lands. Vibótarnámið fór fram við Námsbraut í hjúkrunarfræði. Brautskráðir voru fjórtán nem- endur. Á myndinni eru, í aftari röð frá vinstri: Þórhalia Eggertsdóttir, Ingunn Wernersdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Sigríður Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Bryiya Björnsdóttir, Arn- fríður Gísladóttir, Ágústa Winkler, Drífa Þorgríms- dóttir og Matthildur Guðmannsdóttir. I fremri röð frá vinstri: Þóra Guðjónsdóttir, Ásdís Johnsen, Hrund Sch. Thorsteinsson, lektor, Ásrún Kristjáns- dóttir, kennslustjóri, Ólína Guðmundsdóttir og Áslaug Pétursdóttir. Námstefna um gerð starfsáætlana í jafnréttismálum Barátta gegn þung- lyndi og sjálfsvígum GEÐLÆKNAFÉLAG íslands boð- ar til málþings um þunglyndi og sjálfsvíg dagana 1. og 2. nóvember og verður megináhersla lögð á for- varnir. Á málþinginu verða eftirfarandi fyrirlestrar fluttir: Sjálfsvíg og voveifleg dauðsföll á íslandi; Tóm- as Zoega, geðlæknir; Geðheilsa og heimilislæknirinn, Þorsteinn Njáls- son, heilsugæslulæknir; Dánartíðni þeirra sem leita til bráðamóttöku geðdeilda, Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir; og Störf og niðurstöður stjómskipaðrar nefndar um orsakir og tíðni sjálfsvíga á íslandi, Sig- mundur Sigfússon, geðlæknir. Gestur málþingsins verður Rachel Jenskin, geðlæknir frá Englandi, sem veitir forstöðu þeirri deild enska heilbrigðisráðuneytis- ins, sem fjallar um geðheilbrigðis- mál. Erindi hennar nefnast: „Eng- land’s Campaign Against De- pression and Suicide". Rachel Jenkins hefur unnið mik- ið að foivörnum og í því skyni meðal annars skipulagt herferð gegn þunglyndi og sjálfsvígum í samvinnu við geðlækna og heimil- islækna á Bretlandi. Hún hefur birt fjölda greina um þennan mála- flokk. Málþingið hefst föstudaginn 1. nóvember kl. 14-17 og laugardag kl. 9.30-12. Það verður haldið á Hótel Loftleiðum, þingsal 8 og er sérstaklega ætlað heilbrigðisfólki. Konur og geðheilsa GEÐLÆKNAFÉLAG íslands hef- ur boðið hingað til lands breska geðlækninum Rachel Jenkins sem veitir forstöðu þeirri deild enska heilbrigðisráðuneytisins sem fjallar um geðheilbrigðismál. Hún mun halda fyrirlestur sem ber heitið: „Women and Mental Illness“. Fyr- irlesturinn ásamt umræðum fer fram fimmtudaginn 31. október kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum, þing- sal 4. Fundarstjóri verður Halldóra Ólafsdóttir, formaður Geðlæknafé- lags íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. JAFNRÉTTISNEFND Reykjavík- urborgar gengst fyrir námstefnu um gerð starfsáætlana í jafnréttis- málum sem haldin verður 1. nóvem- ber nk. i Tjarnarsal Ráðhússins. Námstefnan er ætluð forstöðu- mönnum, starfsmannastjórum og öðrum þeim sem mynda munu jafn- réttishópa borgarstofnana, en þeirra hlutverk verður að gera starfsáætlun í jafnréttismálum fyrir sína borgarstofnun sem á að lýsa því hvernig þær hyggjast ná mark- miðum jafnréttisáætlunar Reykja- víkurborgar sem samþykkt var 7. maí sl. Tveir erlendir leiðbeinendur hafa verið fengnir til landsins til að flytja Fyrirlestur um streitu og kvíða ÁSMUNDUR Gunnlaugsson, jóga- kennari, heldur fyrirlestur í Yoga- stúdíó, Hátúni 6a í Reykjavík, föstudaginn 8. nóvember kl. 20. Hann mun fjalla um streitu, kvíða og fælni og hvernig nota má öndun, jógaæfingar og slökun til að koma á jafnvægi, bæði and- lega og líkamlega. Ásmundur mun einnig fjalla um kvíðaferli og hvar ræturnar liggja að mörgu sem fólk er að glíma við í dag. Aðgangseyrir er 500 kr. Fundur á Akra- nesi um dyslexíu OPINN fundur um dyslexíu, les- og skrifhömlun, verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 31. októ- ber kl. 20.30. Stutt erindi flytja: Formaður stjórnar Dyslexíufélagsins, tal- kennari, foreldri nemanda úr grunnskóla, nemandi við FVA, for- eldri nemanda við FVA og sér- kennari. Umræðum í lok fundar stjórnar Trausti Gylfason. Fundarstjóri verður Elmar Þórðarson. í fundar- hléi verða kaffiveitingar seldar. erindi á námstefnunni. Þeir eru Ingrid Guldvik, sem er fræðimaður hjá Ostlandsforskning í Lillehammer í Noregi, en hún hefur verið ráð- gjafi fjölmargra norskra sveitarfé- laga um gerð starfsáætlana og Tor- ill Lundli, ráðgjafí hjá Oslo Sporvei- er, sem hefur komið að því starfí innan OS að gera starfsáætlun í jafnréttismálum, stýra aðgerðum til að ná markmiðum hennar og endur- skoða hana með reglulegu millibili. Báðir fyrirlestramir verða túlk- aðir á íslensku. Auk þeirra fjallar Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafí, um starfsáætlanir í jafnréttismálum sem tæki til að draga úr launamun kynja hjá Reykjavíkurborg. Vilja auka tengsl við Kúbu MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir frá Menning- ar- og friðarsökum íslenskra kvenna: „Fundur Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, haldinn 28.10. 1996, lýsir andúð sinni á þeim aðdróttunum og aðför sem gerð er að minningu og heiðri lát- innar merkiskonu í greininni Helgi- spjall sem birtist í Morgunblaðinu 20. okt. 1996 með undirskriftinni M. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna krefjast þess að ástvinir og samstarfskonur Maríu Þorsteinsdóttur séu beðin afsökun- ar á þessu frumhlaupi ritstjórans, enda fellur allur áburður hans dauður og ómerkur.“ Síðari ályktunin er svohljóðandi: „Fundur Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna haldinn 28.10. 1996 krefst þess að ríkis- stjórn Islands og íslenskir fjölmiðl- ar láti af þeirri fjandsamlegu af- stöðu sem sýnd hefur verið gagn- vart Alþýðuveldinu á Kúbu. Fundurinn skorar á íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að taka upp heiðarlegt viðskiptasamband við Kúbu, báðum þjóðum til sæmdar og hagsbóta." Mótmæli vegna viðskiptabanns áKúbu HÓPUR einstaklinga hefur boðað til mótmæla vegna viðskiptabanns á Kúbu föstudaginn 1. nóvember. Safnast verður saman á Lækjar- torgi kl. 16.30. Stuttur fundur verð- ur við sendiráð Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, kl. 17. Ræðumenn verða Sigfús Ólafsson, háskólanemi og ritari Alþýðubandalagsins og Sylvía Magnúsdóttir, guðfræðinemi og stjórnarliði í Vináttufélagi ís- lands og Kúbu. Drífa Snædal, for- maður Iðnnemasambands íslands kynnir tillögur að ályktun. Fundar- stjóri verður Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Félagsíbúða. Nemendafélög í ýmsum fram- haldsskólum, nokkur sljórnmálafé- lög og æskulýðssamtök og Vináttu- félag íslands og Kúbu ýmist styðja aðgerðina eða hvetja félagsmenn sína til þátttöku, segir í fréttatil- kynningu. Fjölg'un í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar FUNDUR var haldinn í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar mánu- daginn 28. október sl. Á dagskrá var kjör fulltrúa félagsins í fulltrúa- ráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, kjör fulltrúa á flokksþing, félags- starfið fram undan og önnur mál. Tillögur að skipan fulltrúa fé- lagsins í fulltrúaráðið sem og á flokksþing Alþýðuflokksins Jafnað- armannaflokks íslands, voru sam- þykktar. Inntökubeiðnir 33 nýrra félaga í Alþýðuflokksfélagið lágu fyrir fundinum. Þær voru sam- þykktar. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi og varafor- maður flokksins, gerði grein fýrir viðhorfum sínum varðandi væntan- legt formannskjör. ■ ÍSLENSKA málfræðifélagið boðar til fundar í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, fimmtudags- kvöldið 31. október, kl. 20.30. Þar ætlar Magnús Snædal, dósent í almennum málvísindum, að segja frá gerð orðstöðulykils að gotnesku Biblíunni. Borgardætur í Hafnarborg ELDRI skátar í Hafnarfirði efna til tónleika með Borgardætrum fímmtudaginn 31. október kl. 21 í Hafnarborg. Kynnir er Jónatan Garðarsson. Borgardætur hafa á undanföm- um árum fært gömlu lög milli-, stríðsáranna í íslenskan búning og á tónleikunum munu þær flytja söngdagskrá í anda söngtríóa swingáranna. Þeim til fulltingis verða Eyþór Gunnarsson píanisti og útsetjari og Þórður Högnason kontrabassaleikari, en Borgardæt- ur eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Aðgangseyrir er 700 kr. og eru allir velkomnir. Markaðsdagur í Fríkirkjunni MARKADSDAGUR Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður laugardaginn 2. nóvember í Safnaðarheimili kirkjunnar, Lauf- ásvegi 13. Þar verður fatamarkað- ur, basar og hlutavelta þar sem allir miðar eru vinningsmiðar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er elsta starfandi kirkju- kvenfélags landsins og hefur alla tíð stutt söfnuð sinn og félaga hans af alefli. í þetta sinn mun afrakstrinum varið til endurbóta innanhúss í kirkjunni. LEIÐRÉTT Kristín Ómarsdóttir um smásögur Umsögn um bókina Engar smá sögur eftir Andra Snæ Magnason sem birtist í blaðinu í gær, miðviku- dag, var eftir Kristínu Ómarsdótt- ur. Nafn hennar misritaðist og er beðist velvirðingar á því. Leikrit þýdd og flutt Slæm prentvilla varð innlyksa í grein minni í Morgunblaðinu í gær. I greinarlok átti að standa: „Um slík viðbrögð er mér ekki kunnugt. En sé svo — þá það!“ Tekið skal fram að í þetta sinn var það ég sem las próförk. Helgi Hálfdanarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.