Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 12

Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI mynd er tekin árið 1932. Kristbjörg með hluta af fjölskyldu sinni á hátíðarstundu, ÆÐRULAUS MÆTTI HÚN ÖRLÖGUM SÍNUM EINS OG áður sagði settu tíðar gestakomur svip sinn á heimilisbraginn í Fellsaxlarkoti. Ekki er ólíklegt að frændur úr uppsveitum, sem komu utan af Akranesi í kaupstaðarferð, hafi stundum stungið einhvetju góðgæti upp í litla munna. Allt virtist blessast nokkurn veginn framan af og oft- ast var nóg að borða. Stór skuggi hvíldi samt yfir fjölskyldunni en það voru veikindi Ásmundar sem nú voru farin að segja til sín. Þá var ekki til siðs að fara strax til læknis þótt eitthvað bjátaði á og veikindi gerðu vart við sig. En loks varð ekki lengur undan því komist. Snemma vetrar 1907 fór Ásmundur út á Akranes þeirra erinda að hitta Ólaf Finsen héraðs- lækni. Finsen tók honum vel eins og öllum sjúklingum _sem til hans leituðu. Hann spurði Ásmund hve- nær hann hefði fyrst kennt las- leika og rannsakaði síðan hinn sjúka mann eftir bestu vitund og þekkingu. Að þeirri rannsókn lok- inni taldi hann sjúkdóminn þess eðlis að senda bæri Ásmund til Reykjavíkur til Guðmundar Björnssonar landlæknis. Þegar Ásmundur kom heim var hann kvíðinn og sagði konu sinni frá úrskurði Finsens. Helst vildi hann sleppa við að fara til Reykja- víkur og bíða enn um stund, sjá hvort ekki rættist úr og krankleik- inn hyrfi. Kristbjörg bar um þess- ar mundir barn undir belti og var nú komin fast að því að ala eitt barnið enn. Ásmundur hafði þung- ar áhyggjur af því hvernig þeim tækist að fæða fleiri munna en Kristbjörg bað hann að treysta Guði, þá myndi allt fara vel. Aftók hún með öllu að hann frestaði ferð- inni, ekki væri ástæða til að búast við því versta. Hann skyldi fara hið bráðasta, allt myndi fara á besta veg. Varð nú ekki lengur umflúið að fara í rannsókn til Reykjavíkur. Viku síðar fór Ásmundur ríðandi út á Akranes og með skipi til Reykjavíkur. Þegar þangað kom hitti hann landlækni og afhenti Út er að koma hjá Hörpuútgáfunni bókin Æðrulaus mættu þau örlögum sínum - og með undirtitlinum Frásagnir af eftir- minnilegum atburðum og skemmtilegu fólki. Höfundur er Bragi Þórðarson, útgefandi. Hér birtist brot úr kafla sem nefnist Ásmundur fellur frá. honum bréf frá Finsen. Landlækn ir las bréfið og Ásmundur þóttist greina áhyggjuhrukkur á and- liti hans. Að lestri loknum sagði hann sjúklingnum að hann þyrfti að skoða hann betur. Taldi hann ráðlegt að hreinsa magann eins og þá var siður við slíkar rannsóknir. Síðar lýsti Ás- mundur þessari rannsókn. Hellt var ofan í hann miklu af vatni þar til maginn var full- ur og allt kom upp úr honum. Kvaðst hann hafa liðið ví- tiskvalir á meðan þessu fór fram. Úr- skurður rannsóknar- innar var á þá leið að sjúkdómurinn væri ill- kynja eins og það var kall- að. Fékk hann ráðleggingar um sérstakt matarræði og með það fór hann heim. Þegar heim kom og Kristbjörg tók á móti honum sá hún strax að hann var sárþjáður. Hann sagði henni frá úrskurði læknisins, en lýsti því jafnframt yfir að hann færi ekki framar til læknis. Taldi hann það tilgangslaust og gat ekki hugsað sér endurtekna slíka meðferð sem að framan er lýst. Lagðist hann í rúmið og var meira og minna rúmfastur upp frá því. Kristbjörg hjúkraði honum eftir KRISTBJÖRG Þórðardóttir í Fellsaxlarkoti, ekkjan sem missti eiginmann sinn 1909 frá tíu ungum börnum þeirra. bestu getu og reyndi að gefa hon- um fæðu sem hann þoldi að borða. Var það helst fiskur og mjólkur- matur en oft þoldi hann engan mat. Hinn 5. apríl 1907 fæddi hún tíunda barnið sem lifði. Það var Kristján. Það má öllum ljóst vera að nú breyttust flestir hlutir. Húsfreyjan var ein með barnahópinn og bónd- ann rúmliggjandi. Þetta var erfið- ur tími. Elstu drengirnir voru farn- ir að hjálpa mikið til utanhúss við gegningar og önnur bússtörf en þrátt fyrir hjálp þeirra var álagið gífurlegt á Kristbjörgu. Hún reyndi að taka á þessum málum af festu og skynsemi. Eins og áður segir var hún sterktrúuð kona og treysti í einu og öllu á hjálp Guðs í hverjum vanda. Börnum sínum innrætti hún guðsótta og góða siði sem best hún kunni. Öll reyndu þau af fremsta megni að hjúkra Ásmundi næstu tvö árin sem hann var rúmliggjandi. Þeim var ljóst að hveiju stefndi. En þrátt fyrir samheldni og umhyggju fengu þau ekki umflúið örlög sín. Þann 29. apríl 1909 andaðist heimilisfaðirinn í rúmi sínu heima í Fellsaxlarkoti langt um aldur fram, aðeins 38 ára gamall. Bana- mein hans var talið krabbamein í maga. Ásmundur var jarðsettur í Görðum af séra Jóni Sveinssyni prófasti. Ekkjan og börnin hrakin frá Fellsaxlarkoti Fram til þessa tíma höfðu þau ekkert þegið af sveit en oft var lítill matur í kotinu og barnahópur- inn svangur. Hestum var lógað og það bjargaði miklu. Kristbjörg var stolt kona og sú hugsun skelfdi hana að leita á náðir hreppsnefnd- arinnar. Enda höfðu dæmin sann- að að þar var ekki miskunnar að vænta. Var henni í fersku minni þegar fjölskyldan í Fjósakoti var flutt nauðug í heimasveit móður- innar fáum árum áður og börnin sett á uppboð. Það virtust þau örlög sem biðu sveitarómaga. Nokkru áður en Ásmundur dó hafði hann gefíð elsta syninum, Sveini, ungan fola í fermingarg- jöf. Folinn var rakið gæðingsefni að mati kunnugra og var Sveinn að vonum stoltur af þessari eign sinni. Hinir bræðurnir hugðu einn- ig gott til að fá hest í fermingarg- jöf og næstur í röðinni var Þorlák- ur sem beið síns tíma. Folinn var hafður í girðingu skammt frá bænum og höfðu bræðurnir auga með honum dag- lega. En svo undarlega brá við að daginn eftir andlát Ásmundar hvarf folinn úr girðingunni og enginn kannaðist við að hafa séð hann eða vita neitt um afdrif hans. Var leitað og spurst fyrir á bæjum en enginn þóttist hafa séð folann. Þótti þetta grunsamlegt í hæsta máta og var mikið áfall til viðbót- ar við andlát húsbóndans. Daginn eftir jarðarförina var barið að dyrum í Fellsaxlarkoti. Þar voru komnir þrír hreppsnefnd- armenn og tilkynntu Kristbjörgu að þeir gerðu kröfur til búsins. Jafnframt tilkynntu þeir henni að allar eigur þess yrðu seldar á upp- boði, bæði skepnur og lausamunir. Einnig sögðu þeir henni að hún yrði að koma börnunum fyrir, að öðrum kosti myndi hreppsnefndin gera það. Nú hafði það gerst sem Krist- björg óttaðist mest og vonaði í lengstu lög að ekki þyrfti yfir sig að ganga. Hún reyndi að fá þessu frestað en að lokum varð henni ljóst að hún átti ekki annarra kosta völ en að hlýða fyrirmælum þeirra. Skömmu síðar var uppboðið haldið. Dreif þar að nágranna úr sveitinni, sem hugðu gott til að gera góð viðskipti. Hreppstjórinn stjórnaði uppboðinu en Kristbjörg stóð með barnahópinn á hlaðinu og horfði á fátæklegar eigur sínar boðnar fyrir smánarpening. Þurfti hún oft að snúa sér undan til þess að leyna hryggð sinni yfir þessum niðurlægjandi örlögum sem hún varð að þola. Sjá mátti áfergjuglampa í aug- um margra þegar komið var að því að bjóða upp hrossin. Allir vissu að þar voru gæðingar boðn- ir. Kristbjörg og börnin urðu undr- andi þegar þau sáu allt í einu fola Sveins kominn í hrossahópinn. Var hann seldur hæstbjóðanda eins og hin hrossin. Þótti þeim þar á sér brotið. Folinn var lögmæt eign Sveins. Sárnaði þeim mjög það órétti sem þau máttu þola í þessu og mörgu fleiru en fengu engum vörnum við komið. Að uppboðinu loknu var heimil- ið leyst upp og börnunum ráðstaf- að af hreppsnefndinni. Sveinn fór að Litlu-Fellsöxl, Þorlákur að Belgsholti, Magnús að Brekku á Hvalfjarðarströnd og Sigurbjörn að Arkarlæk. Yngri börnin voru boðin upp á vegum hreppsnefndar. Bóndinn á Læk bauðst til að taka Þórð án endurgjalds en ekk- ert varð úr þeirri dvöl því að hann harðneitaði að fara frá móður sinni. Eftir miklar fortölur tókst að leiða honum fyrir sjónir að að- skilnaður þeirra yrði ekki umflú- inn. Fór hann þá að Kjalardal. Hann sagði frá því síðar að svo sárt hefði hann tregað móður sína að hans fyrsta verk á morgnana var að fara út í fjárhús og gráta. Tveim árum seinna var hann send- ur að Stóru-Fellsöxl og var þar í 8 ár en undi vistinni illa. Skólavist hlaut hann litla. Hann sagði að varla væri hægt að tala um slíkt. Þegar hann var 10 ára var hann í tvo mánuði hjá Þorsteini á Grund í gamla Barnaskólanum við Vest- urgötu á Akranesi. Og 11 ára var hann vetrarpart hjá Gísla Gísla- syni í Litla-Lambhaga þar sem hann fékk tilsögn stuttan tíma. Árið, sem hann fermdist, naut hann tilsagnar Böðvars Jónssonar frá Brennu í tvo mánuði. Hann sagðist oft hafa saknað þess sárt að hafa ekki notið meiri menntun- ar. Svipaða sögu var að segja af skólanámi hinna bræðranna. En systurnar voru betur settar og nutu meiri skólagöngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.