Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRETTIR • GROÐUR OG GARÐAR • HYBYLI • FRETTIR • |lltf0miUiiMbí Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 12. nóvember 1996 Blað E Réttar upplýsingar HÚSBRÉFAKERFIÐ virðist flókn- ara en það raunverulega er, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurínn. Því eru góðar upplýsingar um það nauðsynlegar og brýn þörf á að leiðrétta miskiln- ing og rangfærslur, þegar þær koma fram. /2 ? pilllll Bissas»a Ferða- miðstöð ÁFORMAÐ er koma upp ferða- miðstöð á Mýrum í Borgarfirði. Hún verður eins konar þorp, sem skiptist í 7 orlofshús og 25 svefn- skála ásamt hestaleigu og tgald- stæði. A svæðinu er ennfremur 51 leigulóð fyrir almenning undir sumarhús. / 24 ? T T E K T Nýjar íbúðir í Mosfellsbæ IOSFELLSBÆRhefur haft mikið aðdráttarafl fyrir marga, en lftið framboð verið þar á nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum. Við Fálkahöfða 2-4 þar í bæ er Guðjón Þorvaldsson miírara- meistari nú að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 16 íbúð- um. Framkvæmdir standa sem hæst, en íbúðirnar eiga að verða tilbúnar til afhendingar í vor. Ibúðirnar eru 3ja eða 4ra her- berga. Þriggja herb. íbúðirnar eru ýmist 87 eða 97 ferm. og fjögurra herb. íbúðirnar eru 117 ferm. Stðrar svalir eru á íbúð- unum og snúa þær í suðvestur. íbúðirnar eru til sölu ýmisl tilbúnar undir tréverk eða full- búnar en án gólfefna. Bílskúrar eru átta og seldir sér. íbúðabyggingar mestar hér á Norðurlöndunum í þeirri efnahagslægð, sem gekk yfir Norðurlönd seint á síðasta áratug og staðið hefur yfir til skamms tíma, varð byggingariðnaðurinn illa úti. Þar sem verst fór má segja, að hrun hafí orðið með stórfelldum samdrætti í íbúðabyggingum. Ástandið hélzt þó langbezt hér á landi, en frá 1988-1995 voru full- gerðar hér 6,1 til 6,9 íbúðir á hverja 1000 íbúa árlega. Aðra sögu er að segja um Finnland, Danmörku og Svíþjóð, þar sem stórfelldur sam- dráttur varð í smíði íbúðarhús- næðis. Pessum stöðugleika í íbúðabygg- ingum hér á landi fylgdi jafnframt mikið jafnvægi á fasteignamarkaði, öfugt við það sem gerðist í nágrannalöndunum, en þar skapaðist í raun og veru ófremdarástand sum árin. Kom það fram í vérðhruni á íbúðum,. sem urðu illseljanlegar á almennum markaði, þannig að fjöldi fólks missti íbúðir sínar og sat síðan uppi með fasteignalán, sem það réð ekkert við. I rauninni skiptir mjög í tvö horn, hvernig Norðurlöndin hafa spjarað sig á þessu tímabili. Annars vegar eru Finnland, Svíþjóð og Danmörk og hins vegar Noregur og ísland, en öll þjuggu þessi lönd við efnahagserfið- leika. I Svíþjóð svöruðu íbúðabygg- ingar á síðasta ári aðeins til bygging- ar 1,4 íbúða fyrir hverja 1000 íbúa, sem jafngildir því, að hér á landi hefðu aðeins verið byggðar 400 íbúðir á þyí ári. I fyrra var hér aftúr á móti lokið við smíði 1642 íbúða, árið 1994 voru þær 1718 og árin þar á undan um og yfír 1600. Líklegt er að aukning verði á fullgerðum nýjum íbúðum í ár og næsta ár. Mikil fjölgun hefur orðið í húsbréfaumsóknum byggingaraðila að undanförnu vegna íbúða, sem þeir eru með í smíðum og kláraðar verða í lok þessa árs eða á næsta ári. (Heimild: Húsnæðisstafnun ríkisins) Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1975-1995 Á hverja 1.000 íbúa 14,7 ISLAND Æ 10,3 75 '80 '85, '90 '95 FINNLAND 75 '80 '85 '90 '95 DANMÖRK « 7'7 \ 75 '80 '85 '90 '95 75 '80 '85 '90 '95 Markmiðið er að fólk hafi valkost, en það er alltaf til staðar viss hópur, einkum yngra ÍVilk, sem kýs heldur að kaupa íbúð án bflskúrs, þar sem hann kostar sitt. Bflskúr skiptir meira máli fyrir eldra l'ólk og ræður oft úrslitum um ákyörðun þess um að kaupa. I viðtalsgrein við þá Guðjón Þorvaldsson og Elías Haralds- son hjá fasteignasölunni Hóli, þar sem íbúðirnar eru til sölu, er fjallað um þessar fbiiðir. Húsið stendur á mjög góðum stað í Mosfellsbæ með litsýni í suðvestur yfir borgina og flóann og síðan vestur á jökul og þaðan til norðurs yfir sundin tilEsju. /16^ Óvenjuleg greiðslukjör í þessu lyftuhúsi við Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði eru sex íbúðir til sölu hjá fasteignasölunni Hugin. Þær má fá með óvenjulegum greiðslukjörum, en hægt er að fá 90% kaupverðs lánuð til 25 ára. HJÁ fasteignasölunni Hugin eru til sölu íbúðir við Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði. „Greiðslukjör eru óvenjuleg, en það er hægt að fá allt að 90% af kaupverðnu lánuð til 25 ára," segir Þórður Jónsson hjá Hugin. „Þetta hús er fullbyggt, öll sameign fullfrágengin og íbúðunum verður öllum skilað fullfrágengnum án gólfefna," segir Þórður. „Bað- herbergjum verður þó skilað með flísum á gólfi og veggjum, en í þeim eru bæði baðkar og sturtuklefi." Húsið er lyftuhús á fimm hæðum. Á efstu hæð eru tvær þakíbúðir, um 200 fermetrar hvor að stærð, en þær eru báðar seldar. Alls eru fjórtán íbúðir í húsinu og eru sex þeirra óseldar. Þar er annars vegar um að ræða 127 ferm. íbúðir og svo 140 ferm. íbúðir. „Húsið stendur í hjarta Hafnar- fjarðar með frábæru útsýni yfir höfnina. Öll þjónusta er þarna í ná- grenninu og allt umhverfið er nýtt og vel frá gengið," segir Þórður. „Ibúðirnar sem eru til sölu, eru ýmist þriggja eða fjögurra her- bergja. Öllum íbúðunum fylgir sér þvottahús og sér geymsla, þannig að sameignin er í raun aðeins stiga- gangurinn og lyftan. Seljandi þessara íbúða býður upp á lánakjör sem eru óvenjuleg. Fólk getur fengið allt að 90% kaupverðs að láni til 25 ára með breytilegum vöxtum. Greiðslubyrði getur í viss- um tilvikum orðið mun lægri en venjuleg húsaleiga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.