Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 15 ÚRVERINU JÓHANN A. Jónsson fram- kvæmdasfjóri Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar. SVEINN Sigurðsson skoðar síldina í tunnunum. ÞEIR Karl Guðmundsson og Ægir Kristinn Sævarsson sjá um að blanda saltið með kryddi hjá Bakkasíld. Tangi mannvirkin á leigu en skömmu eftir 1990 var stofnað hlutafélagið Bakkasíld ehf. um reksturinn. Ásbræður sf. eiga helmingshlut í fyrirtækinu, Tangi 30%, Vopnafjarðarhreppur 10% og Verkalýðsfélag Vopnafjarðar 10%. Síldin, sem er söltuð, hausuð og slógdregin, er seld til Svíþjóð- ar, Finnlands og Rússlands og til Strýtu á Akureyri. Síldarsöltun hófst hjá Bakkasíld hinn 26. sept- ember sl., tæplega mánuði fyrr en í fyrra, og er búið að salta í yfir 7.000 tunnur með gamla laginu. Erfiðleikarnir snúa að kvótaskiptingunni Aðalsteinn segir að margt hafi breyst í kringum þessa vinnslu á síðustu árum og m.a. hafi sam- skipti skipveija síldarbátanna og fólksins í landi nær alveg horfið. „Ég man þess dæmi þegar mik- ið gekk á og tarnirnar voru langar að skipstjóri og kokkur á einum síldarbátnum sáu um að gefa sölt- unarfólkinu kaffi á meðan aðrir skipveijar tóku þátt í vinnslunni. Erfiðleikarnir í kringum síldina í dag snúa að kvótaskiptingunni og þær söltunarstöðvar sem ekki eiga kvóta eru í miklum vandræðum með að komast inn í kerfið. Það er óvinsælt að tala um kvótakerf- ið, sem í raun er lögverndað og eitt mesta feiþspor sem hér hefur verið stigið. Ég held að það sé okkur hættulegt að menn með of mikið afl séu lögverndaðir. En nú er hægt að bjarga öllum málum með því að víxla hlutabréfum - hvað sem það endist lengi,“ sagði Aðalsteinn. Tangi frystir fyrir Samherja Pétur ísleifsson verkstjóri hjá Tanga segir að síldin sé flokkuð í tvær stærðir fyrir frystingu en minnsta síldin fari í söltun. Alls eru heilfryst um 65-70 tonn á sólarhring og var búið að frysta um 1.100 tonn frá, 25. september, þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom í heimsókn. Af þeim á Tangi um 400 tonn en að undanförnu hefur fyrirtækið fryst síld fyrir Samheija hf. á Akureyri, alls um 700 tonn. „Þeir eiga kvóta og við þurfum fisk, þannig að ég held að báðir aðilar hagnist á þessum viðskiptum," sagði Pétur. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn, um 12 manns á hverri vakt, auk þess sem 6 manns vinna við flokkun síldarinn- ar. Útlendingasveit á Þórshöfn Útlendingarnir sem vinna hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar koma víða að og í sumum tilfellum er um hámenntaða einstaklinga að ræða, m.a. lækni og verkfræðinga. Fólkið kemur m.a. frá Færeyjum, Bretlandi, Frakklandi, _ Póllandi, Rússlandi, Króatíu og Úkraínu. Gunnlaugur Karl Hreinsson framleiðslustjóri segir að sumt af fólkinu hafi búið á Þórshöfn í um 4 ár og jafnvel fjárfest í fasteign á staðnum. Hann segir þetta fólk yfirleitt standa sig vel í vinnu en FJÖLÞJÖÐLEGT starfsfólk Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. F.v. Mariusz Dobrowski, Póllandi, Guðmundur Jónsson, Beata Klukowska, Póllandi, Gunnlaugur Karl Hreinsson, Vladimir Kachentsev, Rússlandi, Agnieszka T. Dabrows, Póllandi og Frédéric Le Borgne, Frakklandi. LOÐNUPÖKKUN stóð sem hæst er blaðamaður Morgunblaðsms var á ferð á Þórshöfn. Á myndinni eru Friða Alfreðsdóttir, Bára Sigfúsdóttir, Árnína Stefánsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og pólska stúlkan Monika Malesa, sem var nýkomin til starfa. Konurnar sögðust hafa mjög gaman af að vinna við síldar- og loðnupökkun og það væri góð tilbreyting frá bolfiskvinnslunni, þótt törnin hafi verið nokkuð löng og ströng. „Við viljum sjá skattleysismörk hækkuð og það er allt of mikið tekið í skatt af fólki sem nennir að vinna. Það er dýrt að búa á Þórshöfn en hér er hins vegar gott að ala upp börn og unglinga," sögðu ástæðan fyrir því að starfsfólkið sé sótt svona langt að sé sú að ekki hafi gengið of vel á fá íslend- inga til starfa. Útlendingarnir hafa fengið íslenskukennslu í skólanum á Þórshöfn og eru sumir þeirra altalandi á íslensku. Endurnýjað fyrir 10 árum „Við eigum mikil viðskipti við Rússa og það getur því komið sér vel að hafa Rússa i vinnu, sem geta þá líka túlkað fyrir okkur. En það er alveg ljóst að ekki er hægt að reka vinnsluna með þess- um hætti án útlendinga og við erum einmitt að fá fleiri Pólverja til starfa,“ sagði Gunnlaugur Karl. Jóhann Á. Jónsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar segir að keypt hafi verið loðnuverksmiðja frá Noregi og gömul verksmiðja fyrirtækisins endurnýjuð árið 1986. Um leið var farið að landa í auknum inæli loðnu og síld og við það jukust öll umsvif og atvinnutækifærum fjölgaði, segir Jóhann. „Magnið af loðnu og síld er að verða mjög mikið og við erum í auknum mæli farin að skjóta þessu hráefni inn í fiskvinnsluna. Þegar vel veiðist af uppsjávarfiski er unnið á vöktum í frystihúsinu, PÉTUR ísleifsson, verkstjóri hjá Tanga, ræðir við konurnar í síldarpökkuninni. Þær heita Bergþóra Friðbjörnsdóttir, Stefan- ía Friðbjörnsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Albína Helgadóttir og Rósa Jónsdóttir. enda markaðir fyrir þessar afurðir í Austur-Evrópu.“ Afköstin í húsinu aukist mikið Afköstin í frystihúsinu hafa aukist úr 25-30 tonnum á sólar- hring upp í um 100 tonn og þessi mikla frysting á uppsjávarfiski kallar á aukið starfsfólk. Fyrir- tækið hefur jafnframt fjárfest í skipum, Júpíter ÞH var keyptur árið 1993 og Júlli Dan ÞH árið 1995 en bæði skipin voru með kvóta í síld, loðnu og botnfiski. „Við erum því með fleiri störf til sjós og lands sem þarf að manna og er töluvert umfram stærð byggðarlagsins. Þetta hlýtur að ná jafnvægi með tímanum, hvort sem við minnkum umsvifin eða fólkinu fjölgar hér. Okkur finnst gott að búa hér en auðvitað geta menn haft misjafnar skoðanir á því. Þetta er ekki miðpunktur Reykjavíkursvæðisins en hingað eru ágætar samgöngur og veður- far gott.“ Metár í hráefnisvinnslu Líkt og á Vopnafírði hafa skóla- krakkar á Þórshöfn komið að vinnslunni og þá aðallega um helg- ar og segir Jóhann að sé gott að geta þannig tengt saman atvinnu- lífið og skólann. Verksmiðjan á Þórshöfn hefur aldrei tekið á móti jafn miklu hráefni og í ár, eða um 75.000 tonnum af síld og loðnu. „Við reynum að vinna eins lítið af bolfiski og hægt er. Hins vegar lítum við þannig á að okkur beri skylda til að halda hér uppi jafnri og góðri atvinnu fyrir starfsfólkið. Öll er þessi vinnsla þó breytingum háð og það sem er uppi í dag getur verið niðri á morgun. Við munum því ekki fara alfarið út úr bolfiskvinnslunni og vonandi á eftir að birta til á ný í þeirri vinnslu," segir Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.