Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 13 LANDIÐ Kirkjubæjarskóli á Síðu 25 ára Kirkjubæjarklaustri - Á dögun- um hélt Kirkjubæjarskóli upp á aldarfjórðungs afmælið. Af því tilefni var gestum boðið í af- mæliskaffi og jafnframt var sett upp ljósmyndasýning úr sögu skólans. Listaverk eftir nemendur prýddu veggi skólans og munur úr leir o.fl. voru til sýnis. Þá var einnig sett upp kennslu- gagnasýning þar sem lágu hlið við hlið Litla gula hænan og Málrækt og hægt að sjá ýmsar aðrar breytingar sem orðið hafa á kennsluefni þetta 25 ára tíma- bil. Nokkur fyrirtæki og stofnan- ir í héraðinu gáfu fjármagn til kaupa á sýningarskápum þar sem koma á fyrir ýmsum hlut- um úr náttúrunni, vísir að nátt- úrugripaasfni, auk þess að þar með gefst kostur á að fá litlar sýningar í skólann við sérstök tækifæri. Margir foreldrar og önnur skyldmenni tóku þátt í afmælishófinu því um 200 manns þáðu veitingar, en þar af eru nemendur 91. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir ÞAÐ var margt um manninn í afmælishófi Kirkjubæjarskóla. TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Kyrrðar- dagar í Skálholti KYRRÐARDAGAR verða haldnir í Skálholti helgina 22.-24. nóvem- ber nk. Kyrrðardagarnir hefjast með kvöldtíð kl. 18 föstudaginn 22. nóvember og þeim lýkur með eftirmiðdagskaffi sunnudaginn 24. nóvember. í fréttatilkynningu segir: „Þátt- takendur eru velkomnir í Skálholt frá hádegi á föstudegi, til að njóta friðar og helgi staðarins, áður en formleg dagskrá hefst. Kyrrðar- dagar eru uppbyggðir á sérstakan hátt til bæna, hvíldar og endur- næringar í trúarlífi. Kyrrðardög- um er ætlað að stuðla að því að þátttakendur eigi samfélag við Guð og styrkist í þvi. Á hefðbundinni dagskrá kyrrð- ardaga eru messur, tiðabænir, kristin íhugun, fræðsla, þögn, og tónlist. Kyrrðin er ekki eingöngu þögn. í helgihaldinu nota þátttak- endur eigin rödd og heyra ann- arra. í kyrrðinni er leikin tónlist sem styður helgi stundanna, einn- ig á matmálstímum. í kyrrðinni er næði til að íhuga Guðs orð, tala við Guð og dvelja í orðlausri bæn hjá Guði. Góður tími gefst til hvíldar og útiveru. Að þessu sinni eru kyrrðardag- arnir haldnir nálægt áramótum í kirkjuárinu og munu umfjöllunar- efni þeirra miðast við þá tímasetn- ingu og beinast að íhugunarefnum jólaföstunnar. Einnig verður leið- beint um bæn og kristna íhugun. Umsjón með kyrrðardögunum hafa sr. Guðrún Edda Gunnars- dóttir og sr. Einar Sigurbjörnsson prófessor." Upplýsingar um kyrrðardagana eru veittar í Skálholtsskóla og þar fer einnig fram skráning þátttak- enda. HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 1 v< ð sisluscilir ' Voitlngohú/id GflPi-mn sími 555 4477 HftAÐf _ OG SANNAR SPENNU- FRÁSAGNIR FÓLKS SEM LENDIR í HÆTTUM 0G ÞEIRRA SEM KOMA TIL BJARGAR íslenskir björgunarmenn heyja oft harða glímu við ofurvald íslenskra náttúruafla, heljarklær öræfanna og ískalda hramma Atlantshafsins Tvær fyrri ÚTKALLS-bækur Ottars flugu strax á metsölulista , |ÍtWog®RÚV ATHYGLI UT YFIR ATLANTSALA * Ottar Sveinsson hefur fengið lof fyrir hraða og spennandi frásögn af íslenskum atburðum. Hróður hans hefur borist út yfir Atlantsála og lýsing hans í síðustu ÚTKALLSbók af biörgunarafrekinu á Snæfellsjökli var kvikmynduð hér heima fyrir sjónvarpsþáttinn Rescue 911. ÍSLENSIJA BOKAUTGAFAN SÍÐUMÚLA11, simi 581 3999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.