Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 25 SÍMON H. ívarsson gítarleikari. Gítarleikur á Háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 20. nóv- ember flytur Símon H. Ivarsson gít- arleikari verk sem hann hefur sjálfur sett saman úr hefðbundnum stefjum spænskrar þjóðlagatónlistar. Verkin bera eftirfarandi heiti: Colombiana, Granadina, Rumba gitana, Rondena og Farruca. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og heíjast kl. 12.30. Símon H. ívarsson stundaði gít- arnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jóns- syni. Vorið 1975 lauk hann fullnað- arprófi frá skólanum en þá um haustið hóf hann nám við Huc- hschule fúr Musik und darstellende Kunst í Vínarborg hjá próf. Karl Scheit. Þaðan lauk hann einleikara- prófi vorið 1980. Símon starfaði síð- an sem gítarkennari við Tónlistar- skólann í Luzern í Sviss en er núna gítarkennari við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Símon hefur farið í tónleikaferðir bæði heima og erlendis. Undanfarin ár hefur hann stafað með fiðluleikar- anum Hlíf Sigurjónsdóttir og þýska gítarleikaranum Michael Hilenstedt auk þess að leika á einleikstónleik- um. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur en að- gangseyrir fyrir aðra er 400 kr. ....—♦.♦.♦... Fyrirlestur umjapanska glerlist GLERLISTAMAÐURINN Sigrún Einarsdóttir og Sören S. Hansen halda opinn fyrirlestur miðvikudag- inn 20. nóvember kl. 16-17 í Barma- hlíð, Skipholti yngra 4. h. um verk a.m.k. 35 japanskra glerlistamanna, verk þeirra eru skúlptúrverk og nytjahlutir sem verða kynnt með spjalli og litskyggnum. Sigrún mun einnig kynna sögu glerlistarinnar í Japan ásamt því að fjalla um ýmsa skóla og stofnanir sem tengjast gierlistinni. Þessi fyrir- lestur var unninn af Sigrúnu Einars- dóttur og Sören S. Larsen og hefur verið fluttur víða og hlotið góðar viðtökur. Fyrirlesturinn er öllum opinn end- urgjaldslaust. ♦ ♦ ♦--- Hauststemmn- ing í myndum BJÖRN Blöndal hefur sett upp ljós- myndasýningu á veitingastaðnum Á næstu grösum á Laugavegi 20b. Á sýningunni eru stemnings- myndir teknar að hausti. Ljósmynd- irnar eru allar teknar sama daginn en á ólíkum stöðum, t.d. Þingvöllum, Kaldadal, Húsafelli og í Borgarfirði. Ljóð og ljósmyndir á gluggasýningu í LISTHÚSI39 við Strandgötu í Hafnarfirði stendur nú yfir gluggasýning á ljósmyndum eftir Lárus Karl Ingason ljós- myndara. Myndirnar eru úr bókinni Fjársjóðir íslenskrar ljóðlistar (Treasures of Ice- landic Verse) sem út kom í sumar, en í þeirri bók eru ljós- myndir Lárusar við ljóð eftir íslensk skáld, allt frá Jónasi Hallgrímssyni til ungskálda nútímans. Þetta er fjórða einkasýning Lárusar Karls, sem er fæddur 1959, og hefur unnið við ljós- myndun undanfarin ellefu ár. Sýningin stendur til 24. nóv- ember. LÁRUS Karl við nokkur verk sín. Njótið lífsins - notið húsin Sex glæsileg bílahús í hjarta borgarinnar Staðsetning bílastæða er á götukortum AMð Þjónustuskrá Gulu línunnar Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum komið myndarlega til móts við þörfina á fleiri bílastæðum í hjarta borgarinnar meðal annars með byggingu bílahúsa, sem hafa fjölmarga kosti framyfir önnur bílastæði. Fátt er skemmtilegra en að rölta um miðborgina og njóta mannlífsins, verslananna og veitingahúsanna. Þeim fjölgar stöðugt sem hafa upp- götvað þau þægindi að geta lagt bílnum í rólegheitum inni í björtu og vistlegu húsi og síðan sinnt erindum sínum áhyggjulausir. í bílahúsi rennur tíminn aldrei út, þú borgar aðeins fyrir þann tíma sem notaður er. Og síðast en ekki síst eru bílahúsin staðsett með þeim hætti að frá þeim er mest þriggja mínútna gangur til flestra staða í miðborginni. Nýttu þér bílahúsin. Þau eru þægilegasti og besti kosturinn! Vitatorg, bílahús með innkeyrslu ítá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.