Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 41
LUDWIGH.
SIEMSEN
+ Ludwig Hartwig
Siemsen, stór-
kaupmaður og
fyrrv. aðalræðis-
maður Austurríkis á
Islandi, fæddist í
Liibeck, Þýskalandi
4. júní 1920. Hann
lést í Landspítalan-
um 8. nóvember síð-
astliðinn. Ludwig
var sonur hjónanna
Arna Siemsen, stór-
kaupmanns og aðal-
ræðismanns Islands
í Liibeck, og Elísa-
betar Siemsen, f.
Hartwig. Seinni kona Árna,
Liselott Siemsen, býr í Liibeck.
Ludwig kvæntist 21.ágúst
1948 eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigríði Siemsen, dóttur
hjónanna Sigríðar Bergþórs-
dóttur Theodórs og Ólafs Theo-
dórs húsasmíðameistara. Börn
þeirra: 1) Árni, f. 7.2. 1950, við-
skiptafræðingur. Börn hans
eru Ludwig, Helga Dögg og
Birgir; 2) Sigríður, f. 8.1. 1952,
lyfjafræðingur. Maki Guðjón
Haraldsson, læknir og eru börn
þeirra Haraldur, María og
Helgi; 3) Ólafur, f. 5.10. 1953,
lyfjafræðingur. Maki Auður
Snorradóttir, hjúkrunafræð-
ingur. Börn þeirra eru Guð-
mundur, Snorri, Rósa og Anna
Sigríður; 4) Elísabet, f. 26.2.
1955, kennari. Maki Guðmund-
ur Ámundason, verkfræðingur,
og eru börn þeirra Ólafur, Sig-
ríður, Guðni og Helga; 5) Helga,
f. 15.9. 1965, dáin 14.1. 1973.
Ludwig lauk
stúdentsprófi frá
Johanneum zu
Liibeck 1939,
verslunarprófi frá
Industrie- und
Handelskammer í
Hamborg 1941.
Hann stundaði
verslunarstörf í
Þýskalandi 1941-
1946, en það ár
kom hann til ís-
lands. Stórkaup-
maður í Reykjavík
var hann frá 1948,
aðalræðismaður
Austurríkis á íslandi 1966-
1996. I sljórn félagsins Germa-
níu 1955-1983. Heiðursfélagi
Germaníu 1987. Stofnandi
Róðrarfélags Reykjavíkur 1950
og formaður þess til 1953.
Ludwig var formaður Félags
kjörræðismanna 1991-1995 og
heiðursfélagi þess 1996.
Ludwig var sæmdur heiðurs-
merkjum fyrir störf sín í þágu
Þýskalands: - Verdienstkreuz
1. Klasse des Verdienstordens
der BRD (1969) - Das Groe
Verdienstkreuz des Verdien-
stordens der BRD (1983) svo
og í þágu Austurríkis: - Groes
Ehrenzeichen filr Verdienste
um die Republik Österreich
(1973) - Das Groe Silberne
Ehrenzeichen fiir Verdienste
um die Rep.Österr. (1996)
Utför Ludwigs verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reylqavík
í dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Faðir minn, Ludwig H. Siemsen,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í dag. Hann fæddist í Liibeck
í Þýskalandi 4. júní 1920 sonur
hjónanna Árna Siemsen, ræðis-
manns íslands þar í borg, og Elísa-
betar Hartwig Siemsen. Ungur
missti hann móður sína. Tók þá
föðuramma hans, Þórunn Thor-
steinson, sig upp frá íslandi og
fluttist til sonar síns í Ltibeck til
að annast heimilið. Þessi ráðstöfun
hlýtur að hafa verið harla fágæt,
en fyrir lítinn dreng ákaflega mikil-
væg. Amma hans dvaldi á heimilinu
þar til faðir hans kvæntist aftur
Liselott Siemsen, f. Rosenberg, sem
nú býr í Liibeck.
Eftir stúdentspróf fór hann í
verslunarnám, en nú tóku við tímar
skelfingar í Þýskalandi og erfitt er
að gera sér grein fyrir hvernig það
hefur verið að vera ungur maður
á þessum tíma. Þar sem faðir minn
var fæddur íslenskur ríkisborgari
var hann ekki kvaddur í herinn,
en stríðið hefur auðvitað sett mark
sitt á allt líf hans þar sem allir
vinir hans og bekkjarfélagar voru
sendir á vígstöðvarnar. Eg hef oft
velt því fyrir mér hvernig það hafi
verið að vera ungur á þessum tíma
án þess að vera hermaður. Var
ekki hætta á að slíkir menn yrðu
fyrir aðkasti? Hvernig tóku vinirnir
honum eða ættingjar þeirra sem
féllu? Mér finnst ákaflega mikil-
vægt að hafa fengið svör við þess-
um spurningum. Árið 1989, á 50
ára stúdentsafmæli föður míns, tók
ég að mér að aðstoða hann við að
gefa út smábók um bekkjarfélag-
ana. Upplýsingum var safnað,
gömul bréf lesin. Þá komst ég að
því hvað hann í raun og veru hafði
haft fyrir stafni á þessum skelfing-
artímum. Eiginleikar hans komu
líkiegast hvergi betur í ljós en ein-
mitt á þessum tíma. Hann tók að
sér að vera n.k. miðstöð vinanna,
þeir skrifuðu honum frá víg-
stöðvunum, heimsóttu hann í leyf-
um. Hann tók allar upplýsingar um
hvem og einn saman, setti á blað
og sendi síðan til allra. Þannig
hélt hann hópnum saman öll þessi
ár. Hvergi nokkurs staðar í þessum
skrifum er hægt að merkja beiskju
í garð föður míns, í augum vinanna
var hann fasti punkturinn sem ekki
brást. Enda er það enn svo að þeir
sem eftir lifa af þessum hópi hitt-
ast reglulega og hafa haft mikið
samband við föður minn.
Árið 1946 kemur hann síðan
hingað til íslands. Hér átti hann
marga ættingja en tungumálið tal-
aði hann ekki. Hins vegar var hann
mikill málamaður og náði tökum á
málinu á undraskjótum tíma. Það
leið ekki langur tími þar til hann
kynntist móður minni, Sigríði Ól-
afsdóttur Theodórs, og var það
gæfa þeirra beggja. Foreldrar mín-
ir eignuðust 5 börn, en urðu fyrir
þeirri miklu sorg að missa yngstu
dótturina, Helgu, aðeins 7 ára að
aldri. Faðir minn var ákaflega dul-
ur maður og flíkaði ekki tilfinning-
um sínum, en þetta áfall var honum
erfitt.
Hann var ákaflega góður faðir,
og umfram allt besti afinn í öllum
heiminum. Barnabörnin voru ákaf-
lega hænd að honum, hann var
rólegur og yfirvegaður en hafði
mikinn húmor sem þau kunnu að
meta. Oft er sagt að eiginleikar
manna komi best í ljós í því hvern-
ig þeir eru við börn og við mæður
sínar. Samband föður mlns við
ömmu Liselott var ákaflega gott.
Hann hugsaði vel um hana þó svo
að fjarlægðin milli þeirra væri mik-
il. En fjarlægðin er ekki það sem
skiptir máli heldur hugurinn. Hann
bar hag hennar fyrir bijósti, fyrir
hann var mikilvægast að henni liði
vel og að hún fengi þá aðstoð sem
hún þyrfti. Fyrir þau bæði var
stundin stór þegar hún hélt upp á
stórafmæli sitt í febrúar á þessu
ári og foreldrar mínir og við
systkinin öll komum til hennar og
glöddumst með henni. Þeirri stund
gleymum við aldrei.
Nú er komið að leiðarlokum. I
huga mínum er þakklæti. Þakklæti
fyrir að hafa átt svo góðan föður,
þakklæti til móður minnar sem með
miklum dugnaði og ósérhlífni veitti
honum mikla hamingju í lífinu og
gerði honum kleift að dvelja heima
allt til hins síðasta. Það kunni hann
svo sannarlega að meta.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Elísabet.
Ég vil hér með nokkrum orðum
minnast tengdaföður míns Ludwig
Siemsen, sem andaðist á Landspít-
alanum 8. nóvember síðastliðinn.
Ludwig fæddist í Lubeck í Þýska-
landi og átti sín náms- og uppvaxt-
arár í Þýskalandi. Hann fluttist síð-
an til Islands 1946 og kvæntist
skömmu eftir komu sína til landsins
eftirlifandi konu sinni Sigríði. Eign-
uðust þau fimm börn og eru fjögur
þeirra á lífi, en yngstu dótturina
Helgu misstu þau unga.
Ludwig hóf störf við viðskipti
skömmu eftir komu sína til Islands
og rak fyrirtæki sitt fram til loka
ársins 1994 er hann skyndilega
veiktist af kvilla þeim sem smám
saman dró hann til dauða. Ég
kynntist Ludwig á mínum mennta-
skólaárum er ég fór að venja komur
mínar í hús þeirra hjóna á Fjölnis-
veginum og fann ég fljótt hversu
athafnasaman og jafnframt fjöl-
fróðan mann hann hafði að geyma.
Ludwig var vinnusamur maður
með afbrigðum og vann sleitulaust
að framgangi fyrirtækis síns og
jafnframt að hinum ýmsu áhuga-
og félagsmálum sem hann tók virk-
an þátt í. Var hann formaður Germ-
aniu í fimm ár og sat í stjórn félags-
ins um þijátíu ára skeið. Stuðlaði
hann með starfi sínu þar mikið að
bættum menningarsamskiptum
milli Þýskalands og Islands. Hann
var jafnframt aðalræðismaður
Austurríkis frá 1966-1996. í gegn-
um störf sín að menningarmálum
og samskiptum milli íslands, Aust-
urríkis og Þýskalands gafst honum
tækifæri til að kynnast mörgum
merkum fulltrúum þessara landa
og margir þeirra komu á heimili
þeirra hjóna I Reykjavík.
Þar sem Ludwig ólst upp í gróð-
ursælu Norður-Þýskalandi var hann
mikill áhugamaður um garðrækt
og eftir að þau hjón fluttu heimili
sitt á Fjölnisveginn þar sem garð-
rými var gott og skilyrði til garð-
ræktar hin ákjósanlegustu gat
Ludwig sinnt garðáhuga sinum af
krafti.
Á vorin kom yfir hann einhver
sérkennileg stemmning tengd vor-
komunni sem við hin, sem ekki
höfðum upplifað vorkomuna með
blómgun aldintijáa, gátum ekki
skilið. Ekki fyrr en við hjónin höfð-
um verið búsett erlendis um nokk-
urra ára skeið og upplifað þetta
sjálf gátum við sett okkur í spor
hans og skilið hversu ótrúleg um-
hverfisbreyting það hefur verið fyr-
ir ungan mann að flytjast til Is-
lands frá Norður-Þýskalandi.
Ludwig var tijárækt einkar hug-
leikin og þreyttist hann aldrei á að
sinna um plöntur þær sem hann
hafði sett niður í garðinn sinn, var
þetta áhugaefni honum bæði frávik
frá amstri dagsins og hvíld. Hann
safnaði tijáfræjum í heimabæ sin-
um Lúbeck og hjá okkur er við
dvöldum í Suður-Svíþjóð, bæði eik-
arfræjum og kastaníufræjum. Þessi
fræ setti hann niður í garðinn sinn
og kom þeim til og kom upp all-
mörgum plöntum.
Það var jafnan skemmtun hans
og metnaður er erlendir gestir komu
til þeirra hjóna að fara með þá út
í garð og sýna þeim eikurnar sínar
og kastaníutrén, sem til að byija
með skáru sig tæpast frá öðrum
lággróðri garðsins. Þótt eikurnar
væru smáar og yxu hægt hafði
hann sýnt og sannað fyrir sér og
öðrum að þrátt fyrir að ísland lægi
fyrir utan hið skilgreinda vaxtar-
svæði þessara plantna þá væri þetta
samt hægt.
Áhugamál hans að rækta þau tré
Erfidrykkjur
'■c/ytZ'c/-
HOTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
hér á landi sem ekki áttu að geta
vaxið hefur ef til vill endurspeglað
þá hugsjón hans að ekki hafi verið
ástæða til annars en að reyna hug-
myndir sínar til hlítar þótt aðrir
tryðu ekki á þær.
Eftir að Ludwig veiktist vildi
hann gjarnan að reynt yrði að
planta eikartijám þeim sem hann
hafði komið á legg í görðum dætra
sinna tveggja og hefur sýnt sig að
við góð skilyrði vaxa þessi tré bæði
á Nesinu og í Hafnarfirði.
Það er líkt með eikunum og
Ludwig að hann dafnaði og undi
hag sínum á íslandi og festi rætur
sínar djúpt. Munum við öll sakna
hans og minnast með mikilli hlýju
og hugsa til hans í hvert skipti sem
við sjáum hinar blaðfallegu eikur
kvikna til lífs á vorin.
Guðjón Haraldsson.
Okkur langar til að skrifa nokkur
orð til minningar um afa Ludwig.
Afi var okkur alitaf svo góður og
hlýr eins og þegar lætin í okkur
voru sem mest þegar við vorum lít-
il. Hann var besti afinn í öllum
heiminum og við minnumst þess
þegar hann var að gróðursetja í
garðinum og við vorum allt í kring,
með bolta og læti, en aldrei sagði
hann orð. Alltaf var það umhyggja
hans í garð okkar sem var ofar öil-
um áhyggjum. Gaman var að horfa
á fótboltaleiki með honum. Hann
var svo mikill KR-ingur, en hann
gat sætt sig við að við vorum FH-
ingar af því að liðin spiluðu í sömu
litum.
Og nú getum við ekki sagt honum
það sem hefur alltaf legið á hjarta
okkar að við elskuðum hann og að
hann væri besti afí í öllum heimin-
um. En nú vitum við að hann vakir
yfir okkur og gætir okkar.
Guð yeri með þér, elsku afi.
Olafur, Sigríður,
Guðni og Helga.
Kveðja frá stjórn Germaníu
Látinn er Ludwig H. Siemsen
heiðursfélagi íslensk-þýska félags-
ins Germaníu. Hann var kjörinn í
stjórn félagsins árið 1955 og starf-
aði sem formaður þess frá 1978-
1983. Árið 1987 var hann kjörinn
heiðursfélagi þess.
Árangur í starfi stjórna áhuga-
mannafélaga byggist á því að þar
veljist til setu menn, sem hafa ein-
lægan áhuga á því að vinna að
markmiðum félagsins. Slíkur liðs-
maður var Ludwig Siemsen, sem
starfaði fyrir Germaníu af áhuga
og ósérhlífni. Þrátt fyrir að hann
væri farinn úr stjórn félagsins veitti
hann áfram liðsinni sitt. Stuttu áður
en hann veiktist tók hann t.d. að
sér að safna saman myndum frá
helstu viðburðum í sögu félagsins
sem stofnað var árið 1920. Ekki
var síður mikilvægt í hinu almenna
félagsstarfi að hafa hjón eins og
Sigríði og Ludwig.
Ludwig var sæmdur heiðurs-
merki fyrir störf í þágu vináttu- ,
tengsla Sambandslýðveldisins
Þýskalands og íslands.
F.h. Germaníu sendir stjómin eft-
irlifandi eiginkonu Ludwigs og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HLÍF MATTHÍASDÓTTIR
frá Haukadal
i Dýrafirói,
Hæðargarði 40,
sem andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði
sunnudaginn 10. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 21. nóvember kl. 13.30.
Matthías Ólafsson,
Marsibil Ólafsdóttir Mogensen,
Sigrún H. Ólafsdóttir, Sigurdór Hermundsson,
Roy Ólafsson, Sigríður Jóhannsdóttir,
Ólöf Alda Ólafsdóttir, Gísli Ólafs,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS EGGERTSSONAR,
Þinghólsbraut 65,
Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 20. nóvember kl. 15.00.
Þrúður Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Hugrún Gunnarsdóttir, Gylfi Guðnason,
Eggert Gautur Gunnarsson, Svanhildur Skaftadóttir,
Gerður Helena Gunnarsdóttir, Joel Ohlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR O. BJARNASON
húsasmíðameistari,
Suðurgötu 13,
Hafnarfirði,
lést aðfaranótt sunnudagsins 17. nóv-
ember.
Jónas Sigurðsson, Elisabet Óladóttir,
Stefanía B. Sigurðardóttir, Snorri Rafn Snorrason,
Kristrún Á. Sigurðardóttir,
Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir,
og barnabörn.