Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stefnt að stofnun nýrra samtaka jafnaðarmanna Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson UNGIR jafnaðarmenn á fundi í Bifröst í Borgarnesi um helgina. Tími smáflokka liðinn Ungt fólk úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista og óflokksbundnir jafnaðarmenn hyggst stofna nýja stjómmáiahreyfíngu í byijun næsta árs. Helgi Þorsteinsson ræddi við nokkra af forvígismönnunum. Á FUNDI ungs fólks úr stjórnarand- stöðuflokkunum og óflokksbundinna í Bifröst í Borgarfirði um helgina var ákveðið að stofna nýja hreyfingu jafnaðarmanna. Stofnfundur var ákveðinn 18. janúar næstkomandi og hefur níu manna undirbúnings- hópi verið falið að undirbúa hann. Samtök ungra jafnaðarmanna og Verðandi, samtök ungs alþýðu- bandalagsfólks og óháðra, munu eiga beina aðild að nýju hreyfíng- unni. Fundað verður að nýju næst- komandi fimmtudag með stærri hópi ungs fólks um áframhald samstarfs- ins og fyrirkomulag stofnfundarins. Gestur G. Gestsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, segir að á fundinum hafí verið sam- þykkt drög að helstu stefnumálum hreyfingarinnar. Hann vildi ekki tjá sig um efni þeirra, en unnið verður að nánari útfærslu fram að stofn- fundinum í janúar. „Áherslurnar hjá ungliðahreyfíngunum eru dálítið aðrar en hjá hinum eldri og geta verið róttækari, eðli málsins sam- kvæmt, en það voru allir ánægðir með niðurstöðurnar. Tilgangurinn með fundinum var að kanna hvort að málefni stæðu í vegi fyrir sam- starfi. Svo er ekki. Inn í þrjátíu ára kaffihúsaspjall um sameiningu jafn- aðarmanna hefur vantað formfest- ingu og vettvang þar sem fólk hitt- ist og ræðir af alvöru. Ég tel að þessi fyrirhugaða hreyfíng jafnað- armanna verði sá vettvangur. Þar eru engin aldurstakmörk og jafnt einstaklingar og flokksfélög og fé- lagasamtök eru velkomin." Gestur kynnti niðurstöður fund- arins þingflokki Alþýðuflokksins í gær. Hann segir að þeir hafi lýst yfir eindregnum stuðningi við áætl- anirnar, jafnt formaður flokksins sem og aðrir. „Það kom í ljós í umræðum á fundinum að væntingar okkar og stjórmálahugmyndir eru svipaðar," segir Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans í Reykjavík. „Á þeim samhljómi get- um við byggt áfram, en það eiga eftir að koma miklu fleiri að þessu og móta starfið. Þetta var fyrsta skrefið." Viðbrögð þingkvenna ágæt Formenn ungliðasamtaka Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hafa áður lýst því yfír í fjölmiðlum að þeir hafí stuðning forystumanna sinna flokka til samstarfsins. Steinunn tekur hins vegar skýrt fram að hún hafi ekki verið á fundinum sem fulltrúi Kvennalistans. „Ég var þarna fyrst og fremst sem einstaklingur sem hefur reynslu af þvi að starfa innan Reykjavíkurlistans í sameiginlegu framboði og af því að leiða fólk und- ir merkjum Röskvu innan háskólans. Þingkonur Kvennalistans vita af því að við Sigrún Erla Egilsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennalistans, og Þór- unn Sveinbjamardóttir, varaþing- kona, höfum verið að hitta þetta fólk. Viðbrögð þeirra hafa verið ágæt.“ Samþykkt stefna Kvennalistans er að eiga samvinnu við aðra flokka en að sameining komi ekki til greina. „Ég hef lengi talað fyrir samvinnu og hugsanlega sameiningu þegar fram líða stundir," segir Steinunn. „Ég held að komnir séu þeir tímar í íslenskri pólitík að allir smáflokkarn- ir, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki, þurfi að fara að endurskoða tilverugrundvöllinn. Þetta eru allt flokkar sem byggja hugmyndakerfi sitt á gömlum tíðar- anda og stefnuskrámar hefur að ein- hveiju leyti dagað uppi. Gmndvöllur- inn eru hugmyndir ’68-kynslóðarinn- ar og raunveruleikinn sem ríkti þá. Ég tel að tími smáflokkanna sé lið- inn. Yngra fólkið í þessum flokkum hefur margt reynslu af því að starfa í Röskvu í háskólanum. Það er skrýt- ið að koma þaðan i flokkapólíkina og eiga að fara að beija á fyrri félög- um sínum. Menn verða dálítið átta- villtir á þessu og fínnst synd að geta ekki starfað saman áfram,“ segir Steinunn. Komum að hreinu borði með opnum huga Róbert Marshall, formaður Verð- andi, skýrir samstarfsvilja unglið- anna af því að þeir komi að málinu með opnum huga. „Við mættum ekki á fundinn með troðfullar töskur af ályktunum okkar stjórnmálasam- taka. Við komum að hreinu borði og með opnum huga bjuggum til stefnu í anda hugmynda jafnað- arstefnunnar um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi og ábyrgð einstaklingsins fyrir umhverfinu. Við erum ekki að reyna að bræða saman einhveijar ályktanir ólíkra flokka, heldur búa til nýja stefnu. Svona gengur stefnu- mótun fyrir sig innan stjórnmála- flokka. Menn eru ekki aiveg sam- mála en deila með sér ákveðum grundvallarhugmyndum. “ Róbert segir að markmiðið til langs tíma sé að sameina flokkana. „Það þarf auðvitað að vera vilji fyr- ir hendi, en ég held að það sem helst skilji milli okkar og eldri kyn- slóðarinnar sé sú trú, að hægt sé að gera þetta.“ PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi ný laga- frumvörp um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnuleysistryggingar. Drög að báðum frumvörpum voru samin af nefnd sem félagsmálaráðherra skip- aði sumarið 1995 og í áttu sæti þing- menn ásamt fulltrúum aðila vinnu- markaðarins og sveitarfélaganna. Með frumvarpinu um vinnumark- aðsaðgerðir verður landið gert að einu vinnusvæði pg vinnumiðlanir færðar til ríkisins. í frumvarpinu um atvinnuleysistryggingar eru mörg nýmæli. Þeirra á meðal er ákvæði þar að lútandi að menn geti verið á atvinnuleysisbótum ótímabundið en bótaréttur þess i stað bundinn við Viðskipti Wihl- borg Rejser Óskað eftir opinberri rannsókn SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur lokið uppgjöri vegna rekstrarstöðv- unar ferðaskrifstofunnar ístravel ehf. og Wihlborg Rejser á íslandi. í fréttatilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu kemur fram að trygg- ingafé ístravel hafí dugað fyrir heimflutningi farþega en ekkert hafi fengist upp í aðrar kröfur. Istravel auglýsti í sumar leiguflug milli Keflavíkur og Amsterdam en hætti síðan rekstri og lagði inn ferðaskrifstofuleyfi sitt og aflýsti fluginu. Fram kemur í frétt samgöngu- ráðuneytisins að í máli Wihlborg Rejser á íslandi hafi ráðuneytið greitt heimflutning farþega auk þess að greiða allar kröfur þeirra sem lögðu inn gild gögn vegna fyrirfram greiddra farmiða. Hefur ráðuneytið jafnframt óskað eftir því við Rann- sóknarlögreglu ríkisins að hún hefji opinbera rannsókn á viðskiptum Wihlborg Rejser á íslandi. Wihlborg Rejser seldi farmiða hér á landi í sumar milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar en öllu flugi á vegum fyrirtækisins og umboðsaðila þess, Bíngóferða ehf., var síðan af- lýst. fímm ár óslitið en eftir það missi menn bætur í eitt ár. Ákvæði eru um að sjálfstætt starfandi einstakl- ingar (sem aðallega eru bændur, smábátaeigendur og vörubifreiða- stjórar) verði að vera hættir eigin atvinnurekstri til þess að geta átt rétt á bótum. Einnig er gert ráð fyr- ir að unglingar undir 18 ára aldri geti ekki nema í undantekningartil- vikum fengið atvinnuleysisbætur. Meðal annars vegna þessa ákvæðis skilaði Hervar Gunnarsson, fulltrúi ASÍ í undirbúningsnefndinni, séráliti er nefndin skilaði af sér í marz sl. Frumvörpin verða tekin til fyrstu umræðu á Alþingi í dag, þriðjudag. Ný sljórnarfrumvörp um vinnumark- aðsaðgerðir lögð fram á Alþingi Tekin til fyrstu umræðu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.