Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 37 Auka þarf framlög til LÍN ÞEGAR litið er á frumvarp til Q'árlaga fyrir árið 1997 sést, að framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna er áætlað 1.500 milljónir króna, sem er 50 milljóna króna hækkun frá fjárlög- um þessa árs. Framlagið miðast við 52% af áætluðum útlánum sjóðsins eins og í fjárlögum þessa árs og að eiginfjárstaða hans hald- ist í horfi. Neikvæðar umræður Við myndun ríkisstjórnarinnar var ákveðið, að lög og reglur um lánasjóðinn skyldu endurskoðuð. Var stofnað til nefndar með þátt- töku fulltrúa beggja stjórnarflokk- anna og námsmanna. Á vegum nefndarinnar hefur verið unnið mikið starf og er það von mín, að þar takist samstaða um mörg álita- efni, sem tengjast framkvæmd lag- anna frá 1992. Tölur um virka nemendur í Há- skóla íslands á árunum 1988 til 1995 benda ekki til þess, að þær breytingar sem voru gerðar á lána- sjóðnum árið 1992 hafi raskað verulega árlegri fjölgun þessara nemenda í skólanum. Jafnhliða hef- ur virkum nemendum við aðra skóla á háskólastigi fjölgað, eins og til dæmis við Háskólann á Akureyri. Þegar málið er skoðað hlutlægt, er ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu um málefni lánasjóðs- ins en þeirri, að um- ræðurnar um þung- bær lánakjör hans haff verið neikvæðari en réttmætt er. Er ekki ólíklegt, að þessar nei- kvæðu umræður hafi jafnvel ráðið meiru um ákvarðanir manna um að fara ekki í nám vegna reglna um lána- sjóðinn en efni regln- anna sjálfra. Þó er ljóst að ákveðnum hluta reglnanna þarf að breyta til að létta undir með viðskiptavinum lánasjóðsins. Dregið úr endur- greiðslubyrði Ljóst er, að á borðinu eru tvær megipkröfur um breytingu á lögun- um. í fyrsta lagi, að komið verði á svonefndum samtímagreiðslum lán- anna og hins vegar að dregið verði úr endurgreiðslubyrði námslána. I umræðum um áhrif þess, að hætt var svonefndum samtímagreiðslum árið 1992, hefur kostnaður náms- manna af breytingunni verið ýktur. Þar líta menn einkum á þann kostnað, sem náms- maður ber af því að brúa bil, þar til að greiðslu námsláns úr lánasjóðnum kemur og tala því um óhagræði af eftirágreiðslum. Raunverulegur vaxta- kostnaður námsmanna vegna þessa er innan við 0,4% á ári vegna þess, að ríkið greiðir niður vexti með fram- lögum til lánasjóðsins, tryggir hámark tekju- tengdrar endurgreiðslu og námsmenn fá vaxtaauka, sem nemur áföllnum vöxtum vegna eft- irágreiðslu lánanna. Þetta framlag ríkisins reiknast nú rúmlega 50% af árlegum útlánum. Raunveruleg- ur vaxtakostnaður námsmanns, sem hefur lokið fjögurra ára námi, er því aðeins 1.500 krónur af hverj- um 400.000 krónum. Ég tel ekki rök fyrir því að hverfa aftur inn á þá braut að afnema skýrar kröfur um náms- framvindu, áður en lánasjóðurinn innir greiðslu af hendi til náms- manns. Núverandi kerfi gerir í Sterk rök hníga að því, segir Björn Bjarnason, að fjárveitingar skuli auknar úr ríkissjóði til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. senn kröfur til nemenda og skóla án þess að um nokkra ósanngirni sé að ræða. Er það mat starfs- manna sjóðsins, að útgjöld ríkis- sjóðs til hans mundu aukast um hundruð milljóna króna yrði horfið frá_ núverandi kerfi. Ég vil hins végar taka undir sjónarmið þeirra sem hafa lagt áherslu á síðara atriðið, þ.e. að dregið verði úr endurgreiðslubyrði námslána. Þótt námslán séu niður- greidd af ríkissjóði um helming, er endurgreiðslubyrðin tilfinnan- leg. Veita ber auknu fé úr ríkis- sjóði til Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Þessum fjármunum á fyrst og fremst að veija til að draga úr endurgreiðslubyrðinni. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Hver verða örlög ellilífeyrisins? voru. Hér var því að nokkru leyti um gegn- umstreymi lífeyris- sjóða að ræða. Hér er því í raun um eftirlaun fólks að ræða, sem hefir greitt þetta á langri starfsævi. Hvað verður nú? Félag eldri borgara og Landssamband aldraðra hafa því verið að vinna að því að fá það viðurkennt, að við þá kjarasamninga, sem í hönd fara, verði tekið fullt tillit til þess Páll Gíslason VIÐ síðustu af- greiðslu Ijárlaga ríkis- ins var í Bandormin- um samþykkt á Al- þingi, að ellilífeyrir skyldi ekki lengur vera tengdur ákveðn- um launaflokki verka- manna og breytast með þeirri upphæð sem þar er greidd. Þetta ákvæði Al- mannatryggingalag- anna hafði verið í gildi í marga áratugi og reynst nokkur hlífð við því að ellilífeyris- greiðslur fylgdu allri launaþróun í landinu. Það var því mikið áfall fyrir ellilíf- eyrisþega að missa þetta laga- ákvæði, en fá í staðinn þá óvissu, sem því fylgir að Alþingi eigi að fjalla um þetta á hveiju ári og ákveða hvað fellur þannig í hlut lífeyrisþega. Eg held að fáum finnist að hlut- ur lífeyrisþega sé of stór. Flestum hlýtur að finnast hann frekar smár, þegar menn vita hvað er verið að greiða. Þetta fólk er þó búið að greiða sína skatta í 40-50 ár og þá var þeim að hluta varið til að greiða þeim ellilífeyri, sem eldri að elhhfeyrisþegar fái samsvarandi hækkun eins og sam- ið verður um á vinnumarkaðinum um áramótin, þó að við séum ekki beinir aðilar að samningunum. Höfum við unnið að því að fá ráðamenn í ríkisstjóm og á Al- þingi svo og aðila vinnumarkaðar- ins, bæði forustumenn stéttarfé- laga og Vinnuveitendafélag ís- lands til að skilja mikilvægi þessa og þá miklu breytingu sem varð á þessum málum við aftengingu sambands launa og lífeyris við samþykktina í desember 1995 á Alþingi. Það er veigamesta málið Samninganefndirnar mega ekki gleyma, segir Páll Gíslason, eldri félögum sínum. sem uppi er á vegum aldraðra líf- eyrisþega. Þetta hlýtur að snerta samvizku og réttlætiskennd ráða- manna, ef það gerist að aldraðir fái ekki sömu leiðréttingu á kjör- um sínum og aðrir þjóðfélags- þegnar. Við treystum því að ekki verði gengið svo frá samningum, að ekki verði gerðar sérstakar bók- anir um að ellilífeyrisþegar fái samsvarandi launabætur frá líf- eyrissjóðum og almannatrygging- um. Það er því áskorun til hinna mörgu samninganefnda, sem nú starfa, að þær muni eftir eldri félögum sínum, sem komnir er á lífeyrisaldur, svo að þeir fái sam- svarandi bætur og aðrir. Það þökkum við fyrir. Höfundur er læknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Haustvörurnar streyma inn Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, simi 554 4433 stjórnbúnaður Þú finnur j varla betri j lausn. í = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 I boðtækið frá SMARTEK á stærð við eldspýtustokk. • Eitt minnsta boðtækið á markaðinum. • 12 skilaboða minni. • Pípir eða titrar. • Innbyggð klukka með vekjara • Næturljós • Varar við þegar rafhlaða tæmist • Öryggiskeðja með klemmu • Hægt að hafa ailt að eitt hundr- að tæki á sama númerínu • Verð kr. 10.900 með vsk. RAFÖGN ehf Ármúla 32, sími 588 5678 Að auki færðu kosti á að velja úr 10 - 20 öðrum myndum af bömunum, og þær færðu meö 50 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar , strax. Urvals jólagjöf. Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Upppantað til jóla. biðlisti. Ljósmyndastofan Mynd söni: 565 4207 AÖeins örfáir tíma lausir í nóvember og desember. Fermingar í vor: Ljósmyndstofa Kópavogs: 23. mars upppantað 27. mars upppantað Ljósmyndastofan Mynd: 23. mars upppantað, biðlisti. 27. mars upppantað, biðlisti. Nokkrir tíma lausir á öðrum fermingardögum og á rúmhelgum dögum 3 Ódýrari Nóvember tilboð, fyrir aðeins kr. 7000,oo færðu myndatöku af bömunum þínum og eina stækkun 30x40 sentímetra innrammaða og lOjólakort. síðurnar eru í... símaskránni -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.