Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Emil Constantinescu ber sigurorð af Ion Iliescu í forsetakosmngunum í Rúmeníu
Reuter
EMIL Constantinescu fagnaði ásamt stuðningsmönnum sínum þegar ljóst þótti, að hann myndi
vinna öruggan sigur á Ion Iliescu í forsetakosningunum. Hafa þá fyrrverandi kommúnistar
tapað öllum völdum í Rúmeníu.
Lofar að hefja
róttækar efnahags-
umbætur án tafar
Búkerest, Reuter.
EMIL Constantinescu, leiðtogi
CDR, bandalags miðflokka í Rúm-
eníu, lofaði í gær að hefja efna-
hagsumbætur um leið og hann
tæki við forsetaembættinu eftir
að hafa borið sigurorð af Ion Ili-
escu forseta í síðari umferð kosn-
inganna á sunnudag.
Munurinn á fylgi frambjóðend-
anna var meiri en margir höfðu
búist við. Samkvæmt könnunum,
sem voru gerðar við kjörstaði,
fékk Constantinescu sjö eða átta
prósentustiga meira fylgi en Ili-
escu, sem var háttsettur embætt-
ismaður á valdatíma kommúnista.
Iliescu var sakaður um að hafa
notfært sér uppreisnina gegn
kommúnistum árið 1989 til að
bijótast til valda og sætti harðri
gagnrýni fyrir að hindra efna-
hagsumbætur.
„Við erum hér til að lýsa því
yfir að Rúmenía verður aftur ríki
reisnar og hagsældar eins og við
öll viljum,“ sagði Constantinescu
þegar hann ávarpaði um 80.000
manns sem fögnuðu sigrinum á
Háskólatorginu í Búkarest. Mikið
mannfall varð á torginu í upp-
reisninni gegn Nicolae Ceausescu,
leiðtoga kommúnistastjórnarinn-
ar, árið 1989 og Constantinescu
flutti ávarp á sama stað ári síðar
þegar námsmenn komu þar saman
til að krefjast efnahags- og lýð-
ræðisumbóta. Námamenn réðust
inn á torgið til að binda enda á
námsmannamótmælin og and-
stæðingar Iliescus segja að hann
hafi óskað eftir aðstoð þeirra.
Mikill fögnuður
„Við erum aftur komin saman
hér á þessu torgi þar sem við öðluð-
umst frelsi. Þetta torg er fæðingar-
staður lýðræðis í Rúmeníu," sagði
Constantinescu.
Mikil gleði ríkti á torginu. Fólk
faðmaðist og hrópaði: „við sigruð-
um, við sigruðum!" Kampavíns-
flöskur voru teknar upp og fólkið
dansaði til morguns, flugeldum var
skotið á loft og bílstjórar óku um
göturnar og þeyttu bílflautur.
Nokkrir táningar náðu flækings-
hundi og hengdu mynd af Iliescu
á rófuna.
Svipaðar samkomur voru í
stærstu borgum landsins kosninga-
nóttina og þúsundir manna komu
saman í Timisoara, þar sem upp-
reisnin gegn kommúnistastjórninni
hófst.
Constantinescu sagði að Rúmen-
ar þyrftu að búa sig undir erfiðar
aðgerðir til að rétta efnahaginn við
og kvaðst ætla að hefjast handa
við koma á umbótum um leið og
hann yrði settur í embættið. „Tími
aðgerða er hafinn,“ sagði hann og
bætti við að Rúmenar ættu mjög
erfitt verk fyrir höndum. „Stjórnin
verður að koma á langtímaumbót-
um en ná skjótum árangri. Ég er
sannfærður um að okkur tekst þetta
ef við getum losað okkur við van-
hæfnina og þjófnaðinn."
Áður hafði flokkur Iliescus goldið
afhroð í þingkosningunum 3. nóv-
ember og andstæðingar hans náð
meirihluta á þinginu. Constanti-
nescu kvaðst ætla að vinna með
bandamönnum sínum við að fram-
fylgja svokölluðum „samningi við
Rúmeníu", sem er að mörgu leyti
líkur stefnuskrá repúlikana fyrir
þingkosningarnar í Bandaríkjunum
fyrir tveimur árum. í samningnum
eru m.a. fyrirheit um lægri skatta
og aukið aðhald í ríkisrekstrinum.
Constantinescu lofaði ennfremur
að stemma stigu við spillingu í
stjórnkerfinu, koma á fijálsræði á
fjármálamörkuðum og greiða fyrir
erlendum fjárfestingum. Hann
sagði að flokkur sinn nyti stuðnings
ráðamanna á Vesturlöndum og
Rúmenar þyrftu að notfæra sér
þennan velvilja eftir að hafa verið
í litlum metum vegna afturhalds-
stefnu Iliescus síðustu ár.
Tímamótasigur
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
sigur Constantinescus markaði
tímamót þar sem Rúmenía væri
ekki lengur eina ríkið í Austur-Evr-
ópu fýrir utan Serbíu þar sem fyrr-
verandi kommúnistar hefðu haldið
velli. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu
Rúmeníu sem leiðtogi fer frá með
lýðræðislegum hætti,“ sagði frétta-
skýrandinn Ion Cristoiu. „Ekki
kyrktur, ekki í valdaráni, ekki skot-
inn til bana í Tirgoviste [þar sem
Ceausescu var tekinn af lífi]. Þess
vegna er þetta sögulegur dagur.“
Iliescu tók ósigrinum vel og ját-
aði sig sigraðan án þess að hafa
séð kosningatölur frá kjörstjórn-
inni. „Við skulum draga lærdóm
af ólympíuhreyfingunni,“ sagði
hann. „Hvort sem við sigrum eða
töpum þá höldum við áfram.“
„Engar hreinsanir"
Iliescu hafði hvatt kjósendur til
að styðja varfærnislega afstöðu
sína til efnahagsumbóta. Hann var-
aði við því að ef Constantinescu
kæmist til valda myndi hann valda
glundroða í stjórnkerfinu með því
að víkja öllum fyrrverandi kommún-
istum frá og færa gömlum stór-
bændum eignir sem þeir misstu við
valdatöku kommúnista.
Constantinescu kvaðst ekki ætla
að refsa fyrrverandi kommúnistum
en lofaði rannsókn til að afhjúpa
sannleikann um uppreisnina gegn
Ceausescu. 1.200 manns biðu bana
í uppreisninni og margir þeirra voru •
drepnir eftir að Ceausescu var tek-
inn _af lífi.
„Ég lofa að hér verða engar
hreinsanir,“ sagði Constantinescu.
„Það yerða engin pólitísk réttar-
höld. Ég geri ekki neitt til að hefja
pólitískar blóðhefndir, en sannleik-
urinn verður að koma í ljós.“
Úrslitin kynnt á morgun
Kjörstjórnin tilkynnir úrslit kosn-
inganna á morgun, miðvikudag.
Talið er að Constantinescu hafi
hagnast á mikilli kjörsókn í stærstu
borgunum og á svæðum þar sem
andstæðingar Iliescus hafa verið
öflugir, svo sem í Transylvaníu þar
sem 1,6 milljónir Ungveija búa.
Minni kjörsókn var hins vegar í
dreifbýlinu og þar naut Iliescu meiri
stuðnings.
Mars-farið hrapaði í Kyrrahaf
Hverfandi líkur
taldar á mengun
RUSSNESKA geimfarið Mars-96
hrapaði í fyrrinótt ofan í Kyrrahaf
og voru litlar sem engar líkur taldar
á mengunarslysi af völdum fjögurra
smáhylkja í rafhlöðum, sem innihéldu
samtals 270 grömm af geislavirku
plútoníum-238. Um tíma var óttast
að geimfarið gæti brotlent í Ástralíu.
Leifar geimfarsins hröpuðu í hafið
milli vesturstrandar Chile og Pá-
skeyju. Talið er að tvö tæki, 50 kíló
hvort, sem áttu að geta lent heilu
og höldnu Mars, hafi hrapað alla leið
í hafið án þess að brenna í gufuhvolf-
inu. í þeim voru plútoníumhylkin, en
talsmenn rússneskra yfirvalda full-
yrtu, að af þeim væri engin hætta.
Llndir það tóku bandarískir sérfræð-
ingar.
Robert Bell, starfsmaður banda-
ríska þjóðaröryggisráðsins, sagði, að
brynnu plútoníum-hylkin ofarlega í
gufuhvolfinu myndaðist lítilsháttar
ský, sem eyðast myndi og engum
skaða valda. Spryngju hylkin hins
vegar í lægri hæðum eða við árekst-
ur á jörðu niðri gæti ský, sem mynd-
aðist, reynst lífshættulegt mönnum.
Helmingunartími plútoníumsins er
87,5 ár eða margfalt styttri en
margra annarra geislavirkra efna,
sem brotna niður á þúsundum ára.
Afar erfitt eða nær útilokað var
talið að reyna ná hugsanlegum leyf-
um Mars-96 af hafsbotni sakir þess
að dýpið, þar sem talið er að geimfar-
ið kom niður, er á sjöunda kílómetra.
Mars-96 var skotið á loft frá Baj-
konúr-geimferðamiðstöðinni í Kaz-
akhstan á laugardag. Ætlunin var
að farið kæmist á braut um Mars
12. september á næsta ári, eftir 10
mánaða ferðalag. Úr geimfarinu átti
að senda tækjabúnað niður á yfir-
borð Mars til að rannsaka hvort þar
fyndist vatn í einhverri mynd, sem
er forsenda lífs á hinnu fjarlægu plá-
netu.
20 milljarðar í súginn
Ástæða þess, að Marsfarið komst
ekki af braut um jörðu er, að hjálpar-
RUSSNESKT MARS-FAR HRAPAR TIL JARÐAR
Bilun í rússnesku geimfari sem skotið var áleiðis til Mars varð til þess að það féll niður í Kyrrahafið í fyrrinótt. Á þeim
slóðum er sex kílómetra dýpi og ólíklegt að reynt verði að ná brakinu upp
Gervihnettir sem hrapað hafa til jarðar
1979, Skylab 1991, Saljút 7
77 tonna bandarísk geimstöð 39 tonna rannsóknastöð
sprakk i 15.000 brot og hrapaði til jarðar og dreyfðist
dreyfðist yfir Ástralíu brak yfir Argentínu og Atlantshaf
1978, Cosmos
Geislavirkt brak sovésks
njósnahnattar dreyfðist yfir
stórt svæði í Kanada
<§)
Plútoníum í Kyrrahaf
<§>
\ 1979, Skylab
Páskaey
Mars-96
1991^Saljút 7
V
Plútoníum í Kyrrahafi
1964: Misheppnað bandarískt 1968: Tvær plútoníumrafhlöður 1970: Plútoníumrafhlöðum varpað
geimskot skilja eftir sig 100 gr féllu í hafið eftir misheppnað úr Appolo 13 geimfari og var ekki
af plútoníum Nimbus B-1 skot. Þau náðust bjargað
upp og voru notuð aftur
Proton-flaug
Fjórða þrep hjálparflaugar fór ekki (
gang svo geimfarið komst ekki af
óstöðugri braut um jörðu
Fjórða þrepið
Litlu rafhlöðurnar
fjórar innihéldu 200 gr y
af geislavirku ÁL
plútoníum og voru (
hannaðar til að þola
að falla aftur til jarðar
REUTERS