Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H^ÐINN
SKULASON
+ Héðinn Skúla-
son lögreglu-
fulltrúi fæddist í
Króktúni í Land-
sveit 26. ágúst 1929.
Hann lést á öldrun-
ardeild Landspítal-
ans Hátúni 10B 11.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Skúli Kolbeins-
son járnsmiður, f.
20.1. 1879, d. 28.6.
1959, og Margrét
* Guðnadóttir, f. 5.10.
1888, d. 20.7. 1949.
Þau Skúli og Mar-
grét eignuðust ellefu börn og
var Héðinn yngstur þeirra.
Héðinn kvæntist 30. júní 1951
Guðrúnu Nönnu Þorsteinsdótt-
ir, f. 14.7. 1931, húsmóður og
verslunarmanni. Hún er dóttir
Þorsteins Asgeirssonar gull-
smiðs og Gyðu Daníelsdóttur.
Börn Héðins og Nönnu eru: 1)
Margrét, f. 19.5. 1952, maki
Olafur Ingi Baldvinsson og eiga
þau tvö börn og tvö barnabörn.
2) Þorsteinn, f.
13.5. 1954, maki
María Birna Gunn-
arsdóttir og eiga
þau þrjú börn. 3)
Hilmar, f. 17.4.
1959, maki Lena
Maria Nolen og
eiga þau eitt barn
en Hilmar á eitt
barn fyrir. 4) Orn,
f. 28.6. 1964, maki
Guðrún Hanna
Hilmarsdóttir og
eiga þau tvö börn.
Héðinn hóf nám
við rafvirkjun og
útskrifaðist með meistararétt-
indi. I nokkur ár vann hann sem
rafvirki en mestan hluta ævi
sinnar starfaði hann hjá lög-
reglunni í Reykjavík, síðast sem
fulltrúi lögreglustjóra. Hann
lét af störfum 1984 vegna veik-
inda.
Útför Héðins fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi, hetjulegri baráttu
er nú lokið og þú hefur loksins feng-
ið hvíldina góðu. Þegar við lítum
yfir farinn veg verður okkur ljóst
hversu löng þín þrautaganga hefur
verið. Þú gættir okkar og verndaðir
og ávallt gátum við leitað styrks hjá
þér. Það var því erfíðara en orð fá
lýst að sjá þig þurfa að takast á við
þessa erfíðu raun og fínna okkar
vanmátt í að fylgja þér og styrkja.
Við vitum að vegir Guðs eru
BlómastO:
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík • Sími 5531099
Opið öll kvöld
til kt. 22 - einnig um
Skreytingar fyrír öll tilefni.
'örur.
Wmk i
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
IIÖTEL LOFTLEIDIIi
A GOÐU VERÐI
10% staðgreiðslu
afsláttur
Stuttur afgreiðslufrestur
Frágangur á iegsteinum
í kirkjugarð á góðu verði
Gramt
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707
LEJnrfcfal
TIL ALLT AD 36 MANAÐA
m
LEGSTEINAR
MIIMNINGAR
órannsakanlegir og allt á að hafa
sinn tilgang, en það er erfítt að
skilja hví þú þurftir að þjást svo
lengi.
Kæri pabbi, enn hefur þú sýnt
þinn styrk, sigurinn er þinn. Þú hef-
ur sigrað myrkrið og fundið þinn
stað í faðmi Ijóssins. í dag samgleðj-
umst við þér, þú hefur verið leystur
frá þrautum þínum.
Elsku mamma, þú hefur staðið
sem klettur við hlið pabba öll þessi
ár og við vitum hvað það hefur oft
á tíðum verið erfítt. Nú getur þú
sleppt honum og leyft þér að syrgja
hann. Leitum styrks hvert hjá öðru.
Við kveðjum þig nú, kæri pabbi,
en hugur okkar og hjörtu munu
ávallt fylgja þér, þú verður aldrei
einn á ferð.
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lævirlqans ljóð
upp við ljóshvörfin björt og heið
þó steypist í gegn
þér stormur og regn
og þó að byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og veit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
(Ók. höf.)
Blessuð sé minning þín,
Margrét, Þorsteinn,
Hilmar og Om.
Kæri Héðinn.
í dag er komið að kveðjustund
og skiptast á blendnar tilfínningar.
Gleði yfír því að nú ertu frjáls og
frískur á ný en þó svo sárt að hafa
ekki fengið að kynnast þér áður en
heilsu þinni fór að hraka.
Þú tókst mér opnum örmum í
orðsins fyllstu merkingu þegar Örn
kynnti okkur. Hlýtt faðmlag og
breitt bros. Það þurfti engin orð,
ég var velkomin. Þú varst óspar á
þessi blíðuhót á meðan heilsa þín
leyfði, sýndir mér aldrei annað en
blíðu og kærleika. Þessi minning
er mér dýrmæt og fyrir hana vil
ég þakka þér.
Elsku Nanna, Þorsteinn, Mar-
grét, Hilmar og Örn minn. Þið haf-
ið öll gengið í gegnum þunga raun
með Héðni. Ég bið Guð að styrkja
ykkur og veit að sameinuð náið þið
að græða sárin. Minninguna um
góðan mann skulum við ekki ein-
ungis geyma í hjörtum okkar heldur
halda henni á loft til að börnin okk-
ar og barnabörn fái kynnst afa sín-
um.
Aldrei hefur birta morgunsins og litur landsins
ljómað eins skært og í dag
Sjá, auga lyftist
og fær ljós að gjöf.
Lífbrún fagnar moldin
og angar.
Enginn skuggi
við gröf.
Geisli leikur tónmjúkt
sterkri hendi
við stráin.
Enginn
dáinn.
Gangan er létt
úr garði
til glaðra endurfunda.
Það sem var
er heilt
framundan
horfið
en ekki liðið.
í birtu morgunsins
mætir þú Kristi
við hliðið.
(Þorgeir Sveinbjarnarson.)
Kæri Héðinn. Ég sendi þér hlýtt
faðmlag og mitt blíðasta bros í
veganesti.
Blessuð sé minning þín.
Hanna.
Elsku afí, nú komið er að kveðju-
stund. Minningar sækja að, en lang-
vinn veikindi þín voru okkur öllum
erfíð, ekki síst ömmu. Að koma til
ömmu og afa í Akurgerði var alltaf
gaman og gott að koma. Þegar við
komum til ykkar var okkur alltaf
tekið opnum örmum. Oft fórstu með
okkur upp í hesthús á hestbak þeg-
ar við vorum litlar, þú varst svo
mikill hestavinur, þið amma áttuð
svo marga hesta og Stjarni var þitt
uppáhald enda kraftmikill eins og
þú.
Þegar þú varðst fyrst var við
einkennin og varst hættur að vinna
fannst þér svo gaman að koma til
okkar á Álftanes þegar við bjuggum
þar.
Það var eins og að koma í sveit-
ina. Þegar þú varst orðinn það veik-
ur að þú gast ekki tjáð þig öðruvísi
en svo að þú tókst utan um okkur
þétt að þér og sýndir okkur ást
þína þannig. Elsku afi, nú hefur
þú fengið hvíld frá þjáningum og
ferð þín til ljóssins er hafin.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briera)
Guð blessi þig, elsku afi, og
ömmu sem staðið hefur þér við hlið.
Guðný Birna og Hanna Rún.
ÓLÍNA
PÉTURSDÓTTIR
+ Ólína Péturs-
dóttir var fædd
á Kirkjubóli vestra
í Múlasveit í Austur-
Barðastrandarsýslu
11. október 1902.
Hún lést á Reykja-
lundi 11. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Pétur Jónsson og
Kristín Samúels-
dóttir. Hún átti eina
systur, Samúelinu,
sem einnig er látin.
Útför Olínu fer
fram frá Lágafells-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Við kynntumst Ólínu þegar hún
var komin um áttrætt. Hún hafði
sérstakt yfirbragð, glæsileg með silf-
urgrátt hár, sitjandi í hjólastólnum
sínum, óhrædd við að koma á fram-
færi skoðunum sínum. Hrein og bein
í tilsvörum og ákveðin í fasi hélt hún
sínu striki, hvað sem á gekk.
Líf í mörg ár inni á stofnun verð-
ur smám saman eins og lítill lokað-
ur heimur og þó Ólína læsi blöð og
fylgdist með fréttum lengi vel, varð
hennar aðaldægradvöl að spjalla við
okkur starfsfólkið, fylgjast með
hvað við hefðum fyrir
stafni utan vinnu,
hvað makar og börn
okkar væru að gera.
Athugasemdir eins og:
„Ég hélt að þú ætlaðir
aldrei að koma úr
þessu fríi þínu eða
værir bara hætt,“
heyrðist stundum og
henni ofbauð „lengdin
á þessum sumarfr-
íum“.
Ljóðmæli og þá ekki
síst Ijóðin hans Davíðs
yljuðu henni og hún
kunni ógrynni af
kvæðum og vísum. Tækifærisvísum
og ljóðum sem ort höfðu verið til
hennar, hafði hún safnað í bók.
Ó, heyrðu, hjartans Lína,
hjálpa þú mér nú,
ég tölu er að týna,
og til þess fær ert þú,
er byijun á skemmtilegum brag
til hennar sem við sungum stundum
með henni. Músík, þó sérstaklega
harmonikulög og gömlu lögin voru
henni að skapi. Þá hækkaði hún í
útvarpinu svo hljómaði um alla
deild, það kom ljómi í augun og
henni fannst ekki fráleit hugmynd
að skreppa á ball.
Islenskur efniviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
9
fi S. HELGASGN HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677
Ólína talaði ekki mikið um sjálfa
sig eða sína ævi, en hugleikinn var
henni tíminn sem hún var í Skáleyj-
um og Flatey, þegar hún var ung
stúlka. Frásagnir hennar af lífinu
þar enduðu oftast á sömu setning-
unni. „Já, það var skemmtilegt í
eyjunum.“
Ólína kaus að eyða ævinni ein,
hún giftist ekki og eignaðist engin
börn. Hún var vinur vina sinna,
stórlynd og trygg. Nú er hún farin
frá okkur, 94 ára gömul, íslensk
alþýðukona sem lét ekkert buga sig.
Byrgðu þig aldrei í bústað þínum
bak við lokuð hlið.
Því stærri veröld sem við þér blasir
því voldugri sjónarmið.
Láttu þér fátt um flos og sessur
og fágaða skápa og borð.
Sífellt dekur við dauða hluti
er dulbúið sálarmorð.
Láttu þér nægja þann ytri auð
að eiga til skeiðar og hnífs.
Andleg fegurð og frelsisþrá
er forði til næsta lífs.
(Davíð Stef.)
Við á B-deildinni á Reykjalundi
kveðjum Ólínu með söknuði og
þökkum fyrir samfylgdina.
Starfsfólk á B-deild
Reykjalundar.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum.
H
H
H
Erfidrykkjur
P E R L A N
Sími S62 0200
TITIIIIIIIT