Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDÁGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ATRIÐI úr Skeiðarárhlaupi. Morgunbiaðið/Stefán Skeiðarárhlaup á Höfn Hornafjörður. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Hornafjarðar hefur frumsýnt revíuna Skeiðarárhlaup. Höfundur texta er Kristín Gests- dóttir en um tónlistina sér eigin- maður hennar, Jóhann Morávek. Revían fjallar á gamansaman hátt um atburði líðandi stundar. Skólamálin, sem ollu nokkrum taugatitringi meðal Hornfirðinga, fá sinn skerf. Atvinnumálin eru að sjálfsögðu brotin til mergjar en hæst ber sjálft hlaupið á sandi Skeiðarár. Léttir smáréttir fyr- ir gamla aðdáendur TÓNLIST II1 j 6 m d i s k a r SMÁRAKVARTETTINN í REYKJAVÍK - LEIKBRÆÐUR Smárakvartettinn í Reykjavík. Hljóðfæraleikarar: Carl Billich og hljómsveit. Japis JAP9644-2. Leikbræður. Hljóðfæraleikarar: Carl Billich, Tríó Magnúsar Pét- urssonar, Gunnar Sigurgeirsson, Eyþór Þorláksson, Erwin Köp- pen. Spor ÍTCD 003. HÚN er gamalkunn árátta ís- lendinga að koma saman og „harmónísera" söng, enda hafa söngkvartettar sprottið upp gegnum tíðina, misáheyriiegir sem vonlegt er. Það var MA kvartettinn sem gaf tóninn með sönggleði og töluverðum sjarma í flutningi, svo sem frægt er orð- ið. Ástæðan fyrir því að söngglað- ir menn koma saman er auðvitað sú að skemmta sjálfum sér - og öðrum í leiðinni. Og þetta hefur oft tekist vel. Kvartettinn Leikbræður varð til er þeir félagar voru á siglingu sólskinsbjarta Jónsmessunótt út í Flatey á Breiðafirði árið 1945 og voru lengi eftir það ómissandi á hverri skemmtun Breiðfirðinga- félagsins í Reykjavík og víðar. Fyrstu opinberu hljómleikana héldu þeir á nokkrum stöðum úti á landi og í Gamla Bíói í Reykja- vík árið 1952. Söngferillinn stóð í tíu ár. Ferill Smárakvartettsins stóð í 5 ár. Það voru fjórir skólabræður í Háskólanum sem stofnuðu kvart- ettinn haustið ’51 og kom hann fyrst fram á árshátíð læknanema þá um veturinn og fékk frábærar móttökur. Síðan starfaði Carl Billich með þeim, útsetti og lék undir, en hann kom einnig við sögu Leikbræðra með raddsetn- ingar og - ásamt öðrum - undir- leik. Báðir nutu þessir kvartettar vinsælda meðan þeir runnu sitt skeið. Þessir tveir hljómdiskar verða því vafalaust mörgum kærkomin uppriljun, enda þótt söngurinn sæti ekki miklum tíðindum í dag. Handbragð Carls Billichs leynir sér ekki, þó að söngurinn rísi vart yfir það að vera snotur og þægi- legur. Smárakvartettinn virðist öllu jafnari að gæðum, meirajafn- vægi milli radda. Upptökur einnig jafnbetri. Ef til vill er sönggleðin meiri hjá Leikbræðrum, en gæði raddanna harla misjöfn - þó fyrsti tenór sé eftirtektarverður. Oft virðist veikleiki íslenskra kvartetta vera í milliröddum - sem stundum eru látnar gegna meira hlutverki en þær valda. Lög og textar eru dæmigerðar dægurflugur síns tíma, sem þýðir að sumt er ljúft og annað varla á vetur setjandi hvað þá hljóm- disk. Smárakvartettinn er með nokkra vel flutta stúdentasöngva, sem sýnir að þeir eru allir stúdent- ar, og Ingibjörg Þorbergs tekur smekklega undir í tveimur lögum. Semsagt léttir smáréttir fyrir gamla aðdáendur. Oddur Björnsson EFNISTILRAUNIR MYNPLIST Norræna húsið, a n d d y r i LEIRLIST Roger Westerholm. Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnud. 12-19 til 24. nóv- ember; aðgangur ókeypis. ÞÆR litlu sýningar sem hafa verið settar upp í anddyri Norræna hússins í gegnum árin hafa verið jafn misjafnar og þær eru marg- ar. Oft og tíðum hafa komið fram á þessum vettvangi afar athyglis- verð listaverk, þar sem góðir fag- menn hafa borið sitt fram af vand- virkni og íhygli. í öðrum tilvikum virðist fremur um tilraunir að ræða eða jafnvel framlag sem kalla mætti uppfyllingu — þar sem spurning er hvort efnið eigi erindi á þennan vettvang eður ei. Nú stendur yfir í anddyrinu sýning frá hendi finnsks leirlistar- manns, sem má með nokkrum rétti segja að fylli síðari flokkinn. Slík staðhæfing segir í raun ekkert um Roger Westerholm sem listamann, heldur aðeins að það sem hér er fram sett sé fremur tilraunir en fullgerð listaverk og því tæpast ástæða til að fara um þau mörgum orðum sem slík. Þessi ályktun byggist ekki að- eins á því sem fyrir augu ber, heldur einnig á þeim orðum, sem listamaðurinn viðhefur sjálfur um verk sín í sýningarskrá: „Árangurinn af vinnu minni á sviði leirlistar hingað til getur nánast skoðast sem efniviður, sem hefur auðveldað mér að rannsaka þær breytingar sem verða á leirn- um við ólíkar vinnsluaðferðir. Hið flata form, sem ég einbeiti mér að um þessar mundir, hefur ekki verið rannsakað að neinu ráði í þeim stærðarhlutföllum sem ég nota. Tilgangurinn er að kanna ítrustu mörk flata formsins og hvaða vinnubrögð og hjálpartæki þarf til þess að ná settu marki.“ Þær efnistilraunir sem lista- maðurinn er að vinna að sjást hér í nokkrum stórum, sprungnum veggmyndum og tveimur skálum, þar sem misjafnlega litaður gler- ungurinn og reyklitaður leirinn gefur vissulega tilefni til að velta fyrir sér vinnslunni sjálfri. En þær vangaveltur fjalla meira um hvað fór úrskeiðis en hvað tókst vel; stjórn listamannsins á vinnsluferl- inu hefur annað tveggja mistekist eða verið vísvitandi afar lítil. Orð listamannsins styðja hið síðara: „í formsköpun minni og vinnu- aðferðum reyni ég að gefa leirnum tækifæri til að lifa sínu eigin lífi meðan á vinnslu-, brennslu- og eftirmeðferð stendur ... Allt vinnuferlið er að mínu áliti jafn þýðingarmikið og lokaárangur verksins.“ Slík tilraunastarfsemi er vissu- lega góð og gild, enda forsenda þess að hver og einn listamaður komist nokkuð áleiðis í list sinni og samvinnu við þann miðil, sem viðkomandi hefur kosið sér. Hins vegar er misjafnt hversu áhuga- verðar þær tilraunir eru í sjálfu sér fyrir utanaðkomandi, þó þær séu mikilvægar fyrir listamanninn; í flestum tilvikum er það árangur- inn, sem hlýtur athyglina að lok- um. Hér er hins vegar aðeins boðið upp á áfanga á ferð sem er ólokið og er ekki enn orðin spennandi. Eiríkur Þorláksson , Morgunbiaðið/sígurgeir Jónasson FULLSETIÐ var á tónleikunum og var góður LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja á styrktarfélaga- rómur gerður að flutningi sveitarinnar. tónleikunum í Safnaðarheimili Landakirkju. Vestmananeyjum. Morgnnblaðið. LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja hélt árlega styrktarfélagatón- leika sína I Safnaðarheimili Landakirkju fyrir skömmu. Tónleikarnir voru fjölsóttir og var hljóðfæraleikurunum fagn- að vel í lok tónleikanna. Styrktarfélagatónleikarnir hafa verið árviss viðburður í starfi sveitarinnar um áratuga skeið. Styrktarfélagar, sem eru vel á þriðja hundrað, eru bak- hjarlar sem greiða árgjald til fjármögnunar á starfsemi sveit- arinnar og fá fyrir það tvo miða á tónleikana. Stefán Sigurjóns- son, stjórnandi sveitarinnar, kynnti lögin á tónleikunum og stjórnaði leik Lúðraveitarinnar, sem er skipuð 29 hljóðfæraleik- urum. Að vanda var efnisskrá Fullt hús hjá Lúðra- sveit Vest- mannaeyj a fjölbreytt, bæði erlend og inn- lend lög og að sjálfsögðu lög eftir Oddgeir Kristjánsson, tón- skáld, eins og alltaf á styrktar- félagatónleikunum. Oddgeir var frumkvöðull í starfi Lúðra- sveitar Vestmannaeyja en hann endurvakti hana árið 1939 og stjórnaði henni í áratugi en sveitin hefur starfað óslitið frá árinu 1939. Lúðrasveit Vestmannaeyja er tvískipt því hluti hljóðfæraleik- aranna stundar nám í Reykjavík og einnig eru nokkrir félagar fluttir þangað búferlum en spila þó enn með sveitinni þegar mik- ið liggur við. Skólafólkið er í Eyjum á sumrin en aðrir með- limir sem ekki eru þar búsettir koma annað kastið til æfinga auk þess sem sveitin fer í æf- ingabúðir að minnsta kosti einu sinni á ári. Styrktarfélagatónleikunum var vel tekið og þótti Lúðra- sveitin vera þétt og góð enda var hljóðfæraleikurunum fagn- að vel í lok tónleikanna og þeir klappaðir upp til að spila nokk- ur aukalög. Kirkja tveggja alda TONLIST Dómkirkjan AFMÆLISTÓNLEIKAR Flytjendur; Dómkórinn, Kór Vestur- bæjarskóla. Stjórnendur, Marteinn H. Friðriksson,og Kristín Valsdóttir. Einsöngvarar, Loftur Erlingsson, Bergþór Pálsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Sigrún Vala Þor- grímsdóttir. Orgelleikur Pavel Manásek. Dómkirkjunni 16. nóvem- berkl. 17. VIRÐULEGA er minnst sögu Dómkirkju í Reykjavík með bókaút- gáfum, sýningum, gjöfum og þar rís kannsíd hæst gjöf Reykjavíkur- borgar á húsnæði því í gamla Iðn- skólanum, sem kirkjan hefur haft á leigu fyrir safnaðarstarf sitt. Saga Dómkirkjunnar, sem Þórir Stephen- sen hefur tekið saman, er og mikils virði að til er orðið á einum stað, nótnahefti og margt fleira mætti telja til þar sem margar hendur hafa lagst á eitt með að gera þessi tímamót eftirminnileg og þar skal tilnefna kór kirkjunnar og organ- leikara, sem lagt hafa mikla vinnu í að tónleikaveisla hefur fram farið í Dómkirkjunni frá 16. október og lýkur 30. nóvember, eða í hálfan annan mánuð, skal þó tekið fram að tónleikarnir fara eingöngu fram um helgar. Eðlilegt er að tónleika- haldið sé aðallega í höndum Dóm- kórsins og dómorganleikara, þó margir utanaðkomandi hafi lagt hönd á plóginn og svo var einmitt á tónleikunum í dag. Fyrsta verk tónleikanna var Pat- er Noster, mótetta fyrir áttraddað- an kór, í flutningi Dómkórsins, verk eftir Jacob Handl f. 1550, einn af niðurlenska skólanum og á þeim tíma hans þegar pólifónían var að gera út af við tónlistina, með enda- lausum flúrsöng þar sem tekstinn skipti í raun ekki lengur máli og hlaut að fara sem fór að ítalirnir tækju viö þróuninni og gerðu text- ann aftur gildandi og fyrir því varð skrautið að beygja sig. Þessu skil- aði kórinn undir stjórn Marteins eðlilega eins og til stóð. Hjálmar H Ragnarsson samdi þijú lög fyrir barnakór, „Allt er þitt“ við ljóð eft- ir Andres Frostenso, „Hvert leitið þér menn“, sami ljóðahöf. og „Krist- ur er ljósið heimsins" við ljóð eftir Pratt Green. Lögin þessi flutti Kór Vesturbæjarskóla undir stjórn Kristínar Valsdóttur, einföld lög fyrir barnaraddir en lítið fram yfir það. Hápúnktar kvöldsins voru verk Jóns Ásgeirssonar og Jóns Nordals. Verk Jóns Ásgeirssonar kallar hann „Leyfið börnunum að koma til mín“ við biblíutexta og Biblíuljóð Valdi- mars Briem, Jesús blessar börnin. skrifað fyrir einsöngvara, blandað- an kór, barnakór og orgel. Jón „datt“ hér ofan á falleg mótív og fiytjendum tókst að magna upp þá spennu sem tónlistin bauð upp á, spennu sem verk Jóns bauð sannar- lega upp á, góð tónsmíð sem auð- heyrilega féll mjög vel að hlustum áheyrenda, ef marka má undirtekt- ir. Verk Jóns Nordal er á allt öðrum nótum, þar er unnið með tiltölulega lítið frumefni, sem fær á sig marg- ar myndir og úr verður sterkur og heilsteyptur kórsats. Ekki er verk Jóns Nordals nýtt af nálinni heitir Aldasöngur, efnið tekið úr þrem kvæðum, úr Aldasöng Bjarna Jóns- sonar sem var uppi um 1600, Salut- ario Mariæ úr ísl. kvæði frá 15. öld og Maríuvísum eftir Jón Helgason. Skilaði kórinn verkinu hreinu og fallegu en hljómagangur verksins er viðkvæmur í söng. í síðasta verki tónleikanna fannst mér aftur á móti koma fram það sem bæta þyrfti innan kórsins. í verki Knuts Nystedt, The Wall is Down op. 104 þarf skarpari línur, voldugri bassa og meiri tenór þar sem innkomurn- ar hellast nær því frekjulega yfir mann. Heppilegra væri að láta herr- ana syngja meira fram, þannig myndu raddir þeirra nýtast betur. Einsöngvararnir stóðu sig vel og þar upp úr stóð söngur Mörtu Halldórsdóttur í O Salutaris hostia op.47 nr.l eftirGabriel Faure, sem hún náði að „stílisera“ fallega. Eins og allir vita er Dómkirkjan erfið tónlistarflytjendum, þrátt fyr- ir sína innri fegurð hjálpar hún flytjandanum ekkert, allir smávan- kantar heyrast hér, sem annars staðar hverfa inn í mismikinn end- urhljóm, að því leyti er Dómkirkjan harður skóli. Ragnar Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.