Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að búa til kynþátta- fordóma, svar ÞANN 16. október sendi Jón Magnússon bréf til blaðsins undir nafninu „Að búa tii kynþáttafordóma". Ég velti því fyrir mér í nokkra daga hvort það tæki því að svara þassu en ákvað síðan að láta ríða á vaðið. Kjarninn í kenningum Jóns er þessi. 1) Við erum að mestu fordó- malaus þjóð. 2) Til þess að halda því þannig verðum við að koma í veg fyrir að útlendingar komi til landsins því þá verða til fordómar. Einnig bendir hann á margar hættur eins og óæskilega kynblöndun (sem hann segir lang- flesta íslendinga vera andvíga), at- vinnuleysi og erfiðleika vegna mis- munandi menningar, tungumáls og trúarbragða. Þessu langar mig að -isvara. Fordómalaus þjóð? Það þarf nú ekki annað en að líta á skrif Jóns til að sjá að við erum ekki fordóma- laus þjóð. Það að hann telji kyn- blöndun óæskilega, er á móti fólki með aðra menningu, trúarbrögð, tungumál, litarhátt og siði, sýnir að hann er langt frá því að vera fordómalaus. Að koma í veg fyrir fordóma með því að halda útlendingum í burtu. Sumir nauðgarar vilja kenna kon- stíWii um að þeir nauðguðu henni. Hún æsti þá upp! Þetta er svipað með Jón. Hann kennir útlendingum um að ís- lendingar geti ekki haldið aftur af hatri sínu og umburðarleysi og dragi því fram alla verstú eiginleika þjóð- arinnar. Ég hef nú meiri trú á mér og þjóð minni en Jón. Eg tel að íslendingar séu ekki blóðhundar sem æsast við minnsta áreiti held- ur hugsandi verur sem geta tekið skynsamar ályktanir. Þannig hlýt- ur að vera hægt að koma í veg fyrir for- dóma ef viljinn er fyrir hendi. Ef fólk æsist upp við það að sjá annan litarhátt, trúarbrögð, menn- ingu eða heyra aðra tungu þá er það merki um að fordómar voru þegar til staðar og að ástæðan fyr- ir því að fordómamir komu ekki í ljós var að áreitið vantaði. Því mætti skilja skrif Jóns á þá leið að í raun eru íslendingar haldnir bull- andi fordómum og að það beri að halda útlendingum í burtu svo sjúk- dómseinkennin komi ekki í ljós. Ég tel að besta leiðin til að út- rýma fordómum sé að ráðast á fá- fræðina. Fordómar merkir að dæma fyrirfram, nokkuð sem Jón virðist gera. Með því að fá útlendinga til landsins fáum við reynslu af menn- ingu annarra þjóða og trúarbrögð- um þeirra og þannig mun okkur lærast að elska þá og virða. Ef það Besta leiðin til að út- rýma fordómum, segir Þorkell Ágúst Ótt- arsson, er að ráðast á fáfræðina. tekst ekki þá er okkur sjálfum um að kenna ekki útlendingunum. Atvinna. Þetta er margnotað til að halda útlendingum í skefjum. Málið er bara ekki svona einfalt. Það sem hijáir okkur Islendinga er hve fá við erum. Þegar okkur fjölg- ar mun okkur takast að byggja upp stærri innanlandsmarkað sem getur keypt meira af innanlandsvörum og þjónustu. Því er fólksfjölgun nauð- synleg til að koma efnahagshjólinu í gang og byggja upp það stóran neytendahóp að fyrirtæki geti þrif- ist hér. Einnig má benda á það að útlendingar hafa verið í fararbroddi í nýsköpun á atvinnumarkaðinum, svo ekki er hægt að saka þá um að ræna atvinnunni. Reyndar er fiskvinnslan undantekning frá þessu en málið er bara það að ís- íendingar vilja ekki vinna í fiski og því hafa útlendingar komið í veg fyrir að fiskvinnslufyrirtæki loki vegna manneklu. Annars er at- vinnumál of stór kafli til að skrifa eitthvað tæmandi um í einu bréfi svo_ ég læt þetta nægja í bili. Oæskilega kynblöndun. Sú stað- hæfing að flestir íslendingar séu á móti kynblöndun er að mínu áliti Þorkell Ágúst Ottarsson ekki á rökum reist. Ég er bahá’íi og eitt af kenningum bahá’í-trúar- innar er að blöndun sé af hinu góða. Bahá’íar telja um 400 manns á ís- landi svo þar er nú kominn dágóður hópur sem ekki er sammála. Einnig eru allir mínir vinir og kunningjar hlynntir kynblöndun. Það má bæta því við að kona mín er ein af þeim sem Jón er að armæðast yfir því hún er frá Albaníu og dóttir okkar er því blönduð. Æskilega blönduð að mínu áliti. Jón er því einnig að skrifa gegn konu minni og dóttur og það sárnar mér mjög. Jón skrif- ar ekki fyrir mína hönd, vina minna né trúbræðra og töldumst við flest íslendingar síðast þegar ég vissi. Allar vísindalegar niðurstöður hafa sýnt fram á að kynblöndun er æskileg. Þeir sem standa sig hvað best í skólum í Bandaríkjunum eru kynblendingar. Blöndun gena af ólíkum uppruna er af hinu góðá og getur aðeins styrkt okkur. Menn- ingin er ekki í blóðinu heldur í sam- félaginu og því er kynblöndun eng- in ógn við menningu okkar. Systir mín ættleiddi súkkulaðibrúnan strák frá útlöndum en hann er í alla staði íslendingur, enda alinn upp í íslenskri menningu. Menning, siðir og trúarbrögð. Það virðist stöðugt nauðsynlegt að minna á það að ekki eru allir íslend- ingar í Þjóðkirkjunni og það eru meira að segja margir sem eru ekki kristinnar trúar. Ef ólík menning og trúarbrögð er svona mikil ógnun væri þá ekki þjóðráð að losa sig við þessa íslendinga? Einnig veltir maður því fyrir sér hvort íslending- ar sem hafa þessi viðhorf séu ekki alfarið á móti því að aðrir íslending- ar búi erlendis. Og ef þeir eiga það nú til að flytja erlendis til skemmri eða lengri tíma þá væri, samkvæmt þessari kenningu, æskilegt að þeir hættu að tala íslensku, skiptu um trú, minntust aldrei á Gunnar á Hlíðarenda og gleymdu þjóðhátíðar- degi sínum algerlega. Það sama hlýtur að ganga yfir alla. íslending- ar í Kanada (sem við erum svo stolt af) eru sem sagt stórhættulegir kanadískri menningu. Nei, Jón minn. Að hafa meiri flóru í skoðunum og viðhorfum er aðeins af hinu góða. Það gerir menningu okkar ríkari, er uppfræð- andi og lífgandi. Samfélag sem er einlitt er staðnað samfélag. Einnig er það svo að rétt eins og aðrar þjóðir geta lært af íslenskri menn- ingu þá getum við lært heilmikið af menningu annarra. Ef fólk er hrætt um að menning okkar drukkni og hverfi vegna áhrifa frá útlendingum þá mætti benda á eftirfarandi þætti: í fyrsta lagi væri viturlegra að ráðast á fjöl- miðla, kvikmyndir, tónlist og tölvur til að vernda menninguna því þar á stór partur félagsmótunarinnar sér stað. Áhrif útlendinga eru hverf- andi í samanburði við þetta. í öðru lagi er ísland ekki draumastaður þjóða heimsins. Við eru norður í ballarhafi og búum á svæði sem er á mörkum þess að vera byggilegt svo þú mátt trúa mér, Jón minn, að útlendingar bíða ekki í röðum eftir því að komast inn í landið. Tungumál. Það skal enginn fá mig til þess að trúa því að þótt ein tyrknesk fjölskylda flytjist til Nes- kaupstaðar að tungumál bæjarbúa verði fyrir áhrifum og að „Nobbar- ar“ fari að sletta tyrknesku í dag- legu tali. Nei, þjóðartunga okkar er ekki í hættu vegna útlendinga og börn þeirra sem flytjast inn til landsins munu tala lýtalausa ís- lensku. Ég vil trúa því að viljinn bak við bréf Jóns Magnússonar sé góður en mér þætti vænt um það að hann velti málinu aðeins betur fyrir sér og kynnti sér allar hliðar þess áður en hann blési í lúðra sem gætu búið til fordóma. Höfundur er gvðfræðinemi. Ilamí'arir Kilmanock® HIGH PERFORMANCE ÚLPUR VIND- OG VATNSHELDAR í fullorðinsstærðum: XS-S-M-L-XL-XXL Margir litir Sendum í póstkröfu »hummél^F SPORTBÚÐIN Nóatún 17 «S: 511 3555 EKKI er langt síðan íslenska þjóðin stóð líkt og agndofa frammi fyrir hrikaleg- um hamförum af völd- um eldgoss undir jökli, þegar ógnarlegt vatnsflóð æddi niður Skeiðarársand. í hættu voru fjórar brýr og langur vegur, og sex ráðherrar fóru umsvifalaust til að kynna sér aðstæður og undirbúa viðbrögð til tafarlausra endur- bóta. Sú huggun fylgdi þó að engin mannslíf voru í hættu, engin mannleg ógæfa eða sorg, enginn persónulegur harmleikur. Aðeins mannvirki sem kosta aðeins peninga og fyrirhöfn. Og dijúgur hluti tryggður í Viðlagasjóði, sem stofnað var til af fyrirhyggju til að mæta slíkum áföllum. Og flóðið var hratt hlaup sem sjatnaði fljótt, nátt- úruhamfarir sem við ráðum ekkert við og verðum hreinlega að láta yfir okkur ganga, af því að við búum í þessu landi. Annað flóð Á sama tíma stendur þjóðin frammi fyrir öðrum hrikalegum hamförum, öðru flóði sem ekki vill sjatna, og mun ekki sjatna af sjálfu sér. Ég veit ekki til þess að neinir ráðherrar hafi farið saman á vett- vang til að kynna sér þær aðstæður og undirbúa viðbrögð til tafarlausra endur- bóta. Þetta flóð kemur ekki undan jökli, heldur er það af mannavöld- um. Og það skellur ekki á brúm, heldur á fólki, fyrst og fremst á ungu fólki. Það skemmir ekki mannvirki, heldur mannslíf, veldur mann- legri ógæfu og sorg, persónulegum harmleik og jafnvel dauða, - slíkri kvöl að hún hefur leitt til sjálfsvíga. Og enginn viðlagasjóður hefur verið stofnaður af fyrirhyggju til að mæta slíkum áföllum. Þetta flóð blasir ekki við allra augum. Þetta er flóð fíkniefna, sem Fíkniefnaflóðið er eins og náttúruhamfarir, segir Njörður P. Njarðvík, flytur ógæfu, sorg og mannskaða. hefur skollið á þjóð okkar eins og flóðbylgja og varað í eitthvað um liðlega tuttugu ár. Það sýnir engin merki um sjötnun. Þvert á móti sýnist bylgja þess rísa æ hærra og færa æ fleiri í kaf. Og þó er sá munur á þessum hamförum og nátt- úruhamförum, að við þurfum ekki að láta þær yfir okkur ganga. Þetta flóð eigum við að geta stöðvað, ef vilji er fyrir hendi. Það verður til af tvennu: annars vegar af mannfyrirlitn- ingu þeirrar fégræðgi sem skeytir engu um þá ógæfu sem hún veldur, og hins vegar af fikti og ístöðuleysi eftirsóknar í stundargleði, sem fyrr en varir snýst í kvöl. Við því þarf að bregðast samtímis. Erfitt að skilja Sá sem hefur þurft að horfa á eftir barni sínu í þetta flóð á erfitt með að skilja aðgerðaleysi þeirra sem láta velja sig til forystu fyrir þjóðinni og ráða almannafé. Eigum við að trúa því, að enginn geti skilið skelfingu þessa máls nema að hafa lent í henni sjálfur? Sú var tíð að við héldum að kóka- ín og heróín væri svo fjarlæg ógn, að hún kæmi okkur ekki við. Sú ógæfa kæmi bara fyrir aðra. En sú tíð er liðin. Ógnin er orðin svo ná- læg, að menn þurfa næstum því að stinga úr sér augu og skilning til að aðhafast ekkert. Hér í friðsælu hverfi, þar sem ég bý, eru tvö eitur- lyfjabæli með svona fimmhundruð metra millibili, að sögn lögreglu- manns. Þetta er vitað, en um leið segir sami lögreglumaður, að fíkni- efnalögreglan hafi ekki fé til kvöld- og næturvinnu. Kíló af hassi fínnst um borð í fiskiskipi. Fjórir ungir menn eru dæmdir fyrir innflutning og sölu á e-töflum. Og svo rífast menn um það, hvort 50 eða 200 ungmenni undir 16 ára aldri séu djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu! Og hvað um þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur? Þarf ekki að tala um þá? Það vita allir sem vilja vita, að mörg hundruð manns eru djúpt sokkin í neyslu harðra fíkniefna. Og þá hlýtur sú spuming að vakna, þótt sumum þyki samanburð- urinn kannski ekki viðeigandi, hvort sé meira virði fjórar brýr eða hundr- uð mannslífa. Því að til þess að brugðist verði við þessum hamförum er sú hugarfarsbreyt- ing forsenda, að mannslíf sé í raun meira virði en mann- virki. Orvæntingarreiði Á þessu hausti er kannski, og vonandi, að verða grundvöllur fyrir hugarfarsbreytingu, því að nú verður æ meira vart við ótta for- eldra við fíkniefnaskelfinguna og hann byggist á þeim tiltölulega nýja skilningi að enginn sé óhultur. Og þeim ótta fylgir eins konar ör- væntingarreiði mikils fjölda fólks vegna aðgerðaleysis stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga. Það þarf margt að gerast í senn: stóraukin fræðsla til forvarna, hert löggæsla, fleiri meðferðarúrræði til bjargar hinum sjúku, áfallahjálp fyrir aðstandendur og breytt við- horf til refsidóma. Fjöldi fíkniefna- neytenda leiðist út í afbrot til að afla sér efnis og um leið slævist siðferðiskenndin. Við slíkar aðstæð- ur er til einskis að dæma fólk í venjulegt fangelsi, því að það þarfn- ast andlegrar umönnunar. Það þarf að breyta löggjöf þannig, að það sé dæmt til vistar á meðferðarstofn- unum. Sem þá verða að vera til. Hins vegar þarf að þyngja refsingar þeirra, sem af fégræðgi eru tilbúnir að skemma líf annarra og jafnvel granda því. Nú þarf að grípa til skjótra úr- ræða eins og eftir ytri flóða- skemmdir. Og ef forystumenn okk- ar bregðast í þessu máli, þá verðum við sjálf, fólkið í landinu, að taka til okkar ráða. Við munum hvernig brugðist var við berklaveikinni. A svipaðan hátt verðum við að bregð- ast við þessum vanda. Við getum ekki lengur horft á fíkniefni skemma æsku okkar og þar með framtíð þjóðarinnar. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. KAUPFELAG HERAÐSBUA y1T 1 r ' 'H T / í • UMHVERFISSJÖÐUR greioir i Umnverfissjoo Verslunarmnar verslunarinnar Njörður P. Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.