Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 21 Óflekkaður af komm- únismanum Búkarest. Reuter, The Daily Telegraph. EMIL Constantinescu var jarð- fræðiprófessor við háskólann í Búkarest áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálunum eftir uppreisnina gegn kommúnista- stjórninni árið 1989. Hann hafði þá aldrei starfað fyrir kommúni- staflokkinn, ólíkt Ion Iliesceu, sem var einn af forystumönnum kommúnista. Constantinescu verður 57 ára í dag. Hann var kjörinn leiðtogi miðflokkabandalagsins CDR árið 1992 og valið mæltist vel fyrir þar sem hann þótti óflekkaður af kommúnismanum. Að vísu var hann félagi í kommúnistaflokkn- um en hann tók ekki þátt í starfi flokksins og gegndi engum póli- tískum embættum. Hann var einn fárra kennara sem gengu til liðs við námsmenn í uppreisninni gegn sljórn Nic- olae Ceausescu árið 1989. Hann beið ósigur fyrir Iliescu í forseta- kosningunum 1992 en hann sótti smám saman í sig veðrið á ný. Fordæmdi spillinguna Constantinescu átti í vök að verjast í ágúst þegar stuðnings- menn Iliescus sökuðu hann um að vilja gera Rúmeníu að kon- ungdæmi að nýju. Um tíma virt- ust þessar ásakanir hrífa en Constantinescu tókst að snúa vörn í sókn með því að gera harða hríð að spillingunni meðal rúmenskra embættismanna. Constantinescu, sem er grann- ur, skeggjaður og góðlátlegur í framkomu, neitaði fullyrðingum Iliescus um að hann hefði of lit.la reynslu af sljórnmálum til að geta stjórnað landinu á þeim erf- iðleikatimum sem færu í hönd. I kosningabaráttunni lofaði hann að segja af sér innan 200 daga ef honum tækist ekki að lækka skattana, bæta lífskjörin og færa iðnframleiðsluna til nútímahorfs. Ljóst er að verkefni hans verð- ur erfitt. Mánaðarlaun margra rúmenskra verkamanna nema sem svarar 6.000 krónum og illa launaðir og spilltir embættis- menn ráða lögum og lofum í stjórnkerfinu. flaug brást. Óljóst er hvers vegna, en Níkolaj ívanov, stjórnandi ferðar- innar, var súr eftir á og sagði sjö ára þrotlaust erfiði hafa farið í súg- inn. Tjónið nemur um 300 milljónum dollara, jafnvirði 20 milljarða króna, að sögn Júríj Mílovs, framkvæmda- stjóra rússnesku geimferðastofnun- arinnar. Kostnaður Rússa er 122 milljónir dollara, þar af kostaði sjálft farið 86 milljónir og undirbúningur ferðarinnar 36. Tækjabúnaður frá 20 vesturlandaríkjum að verðmæti um 180 milljóna dollara, 12 milljarða króna, var í farinu. Mílov sagði, að marsfarið hefði ekki verið tryggt. Rússnesk lög segðu svo fyrir, að tryggja bæri geimför með hagnaði geimferða- stofnunarinnar en hann væri enginn og því ekki hægt að kaupa tryggingu. Fjórða óhappið Hrakför rússnesku marsflaugarinnar er fjórða mislukkaða geimskotið á undanförnum árum. Árið 1979 bilaði bandaríska geimfarið Skylab_ og hrapaði til jarðar í vesturhluta Ástr- alíu, án þess þó að valda tjóni. Rúss- neskur Kosmos-gervihnöttur hrapaði til jarðar í óbyggðum í norðurhéruð- um Kanada 1987. Þá seig sovésk geimstöð, Salyut-7, niður í gufu- hvolfið og er talið að leyfar hennar hafi hrapað ofan í Atlantshaf, en einnig var því haldið fram, að nokk- ur brot úr brakinu hefðu fundist í Argentínu. ERLENT________________ Handtaka vegna tilræðis í Dagestan Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA öryggislögreglan handtók í gær mann, sem grunaður er að bera ábyrgð á sprengingu í íbúðarhúsi fyrir yfirmenn úr rússn- eska hernum í Dagestan í suðurhluta Rússlands á laugardag. Fleiri menn eru grunaðir um að vera viðriðnir tilræðið og að sögn fréttastofunnar Interfax hefur ör- yggislögreglan látið gera myndir, sem byggðar eru á lýsingum af þeim. Leitarstarfi í rústum hússins í bænum Kaspíjisk var haldið áfram í gær. Interfax hafði eftir talsmanni ráðuneytis almannavarna að 39 menn hefðu fundist á lífi. 49 lík hafa fundist, þar af 15 börn. í yfirlýsingu frá rússneskum landamæravörðum var glæpamönn- um kennt um verknaðinn. Yfirmenn úr sveitum landamæravarða bjuggu í húsinu. Haft var eftir nokkrum embætt- ismönnum að tengsl væru milli sprengingarinnar og friðarumleitana í Tsjetsjníju. Passamyndir Portretmyndir Bamaljósmyndir Fermitigarmyndir Brúðkaupsmyndir Stúdetitamyndir Pétursson LAUGAVEGI 24 REYKJAVlK Sl'MI 552 0624 ó&ur en svara& er Númcrabirting • Hægt að sjá hver er að hringja • Hægt að sjá hverjir hafa hringt • Ekkert stofngjald Með þar til gerðum síma eða tæki, sést númer þess sem hringir, áður en símtólinu er lyft af. í flestum slíkum tækjum er hægt að geyma númer þeirra sem hringdu, þegar enginn var við. Sækja þarf um þjónustuna hjá Pósti og síma og greiða ársfjórðungsgjald kr. 190, en ekkert stofngjald er tekið. Pegar hringt er frá útlöndum, úr NMT- farsímakerfinu eða síma með númeraleynd kemur ekki fram númer þess sem hringir. í vissum tilvikum er ekki hægt að veita símnotanda þessa þjónustu. PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.