Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 13
LANDIÐ
Kirkjubæjarskóli á
Síðu 25 ára
Kirkjubæjarklaustri - Á dögun-
um hélt Kirkjubæjarskóli upp á
aldarfjórðungs afmælið. Af því
tilefni var gestum boðið í af-
mæliskaffi og jafnframt var
sett upp ljósmyndasýning úr
sögu skólans.
Listaverk eftir nemendur
prýddu veggi skólans og munur
úr leir o.fl. voru til sýnis. Þá
var einnig sett upp kennslu-
gagnasýning þar sem lágu hlið
við hlið Litla gula hænan og
Málrækt og hægt að sjá ýmsar
aðrar breytingar sem orðið hafa
á kennsluefni þetta 25 ára tíma-
bil.
Nokkur fyrirtæki og stofnan-
ir í héraðinu gáfu fjármagn til
kaupa á sýningarskápum þar
sem koma á fyrir ýmsum hlut-
um úr náttúrunni, vísir að nátt-
úrugripaasfni, auk þess að þar
með gefst kostur á að fá litlar
sýningar í skólann við sérstök
tækifæri. Margir foreldrar og
önnur skyldmenni tóku þátt í
afmælishófinu því um 200
manns þáðu veitingar, en þar
af eru nemendur 91.
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
ÞAÐ var margt um manninn í afmælishófi Kirkjubæjarskóla.
TILBOÐ
Nýja myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
Kyrrðar-
dagar í
Skálholti
KYRRÐARDAGAR verða haldnir
í Skálholti helgina 22.-24. nóvem-
ber nk. Kyrrðardagarnir hefjast
með kvöldtíð kl. 18 föstudaginn
22. nóvember og þeim lýkur með
eftirmiðdagskaffi sunnudaginn
24. nóvember.
í fréttatilkynningu segir: „Þátt-
takendur eru velkomnir í Skálholt
frá hádegi á föstudegi, til að njóta
friðar og helgi staðarins, áður en
formleg dagskrá hefst. Kyrrðar-
dagar eru uppbyggðir á sérstakan
hátt til bæna, hvíldar og endur-
næringar í trúarlífi. Kyrrðardög-
um er ætlað að stuðla að því að
þátttakendur eigi samfélag við
Guð og styrkist í þvi.
Á hefðbundinni dagskrá kyrrð-
ardaga eru messur, tiðabænir,
kristin íhugun, fræðsla, þögn, og
tónlist. Kyrrðin er ekki eingöngu
þögn. í helgihaldinu nota þátttak-
endur eigin rödd og heyra ann-
arra. í kyrrðinni er leikin tónlist
sem styður helgi stundanna, einn-
ig á matmálstímum. í kyrrðinni
er næði til að íhuga Guðs orð,
tala við Guð og dvelja í orðlausri
bæn hjá Guði. Góður tími gefst
til hvíldar og útiveru.
Að þessu sinni eru kyrrðardag-
arnir haldnir nálægt áramótum í
kirkjuárinu og munu umfjöllunar-
efni þeirra miðast við þá tímasetn-
ingu og beinast að íhugunarefnum
jólaföstunnar. Einnig verður leið-
beint um bæn og kristna íhugun.
Umsjón með kyrrðardögunum
hafa sr. Guðrún Edda Gunnars-
dóttir og sr. Einar Sigurbjörnsson
prófessor."
Upplýsingar um kyrrðardagana
eru veittar í Skálholtsskóla og þar
fer einnig fram skráning þátttak-
enda.
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
1 v< ð sisluscilir ' Voitlngohú/id GflPi-mn
sími 555 4477
HftAÐf _
OG
SANNAR SPENNU-
FRÁSAGNIR FÓLKS
SEM LENDIR í HÆTTUM
0G ÞEIRRA SEM
KOMA TIL BJARGAR
íslenskir björgunarmenn heyja
oft harða glímu við ofurvald
íslenskra náttúruafla, heljarklær
öræfanna og ískalda hramma
Atlantshafsins
Tvær fyrri ÚTKALLS-bækur
Ottars flugu strax
á metsölulista
, |ÍtWog®RÚV
ATHYGLI UT YFIR ATLANTSALA
*
Ottar Sveinsson hefur fengið lof
fyrir hraða og spennandi frásögn af
íslenskum atburðum. Hróður hans
hefur borist út yfir Atlantsála og
lýsing hans í síðustu ÚTKALLSbók
af biörgunarafrekinu á Snæfellsjökli
var kvikmynduð hér heima fyrir
sjónvarpsþáttinn Rescue 911.
ÍSLENSIJA
BOKAUTGAFAN
SÍÐUMÚLA11, simi 581 3999