Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 27

Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 2 7 LISTIR Hrævareldur og gflar TONLIST Illjómdiskur FRANZSCHUBERT: VETRARFERÐIN Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingi- mundarson. Hljóðritad í Digranes- kirkju í Kópavogi, júlí 1996, að við- stöddum gestum. Hljóðfæri: Bösend- orfer í eigu Listasafns Kópavogs. Upptaka og stafræn hljóðvinnsla: Ilalldór Víkingsson. Framleitt af Sony DADC Austria. Mál og menning 1996. „ENGINN skilur annars manns gleði eða annars manns sorg. Okk- ur finnst einungis að við séum að nálgast hvert annað, en í raun göngum við áfram hlið við hlið.“ Þessi orð Schuberts eru einsog ein- kunnarorð við Vetrarferðina - sem þú skynjar strax í fyrstu tónum þessa einstæða og undarlega verks, a.m.k. einsog það er flutt á þessum hljómdiski, öllu hægar og á mildari og einlægari tónum en maður heyr- ir oft. Strax í næsta lagi (Vindhan- inn) ríkir hráslagalegt vonleysið, sem kallast á við blíða drauma, sárar minningar og örvinglan - sem í lok verksins rambar á barmi geð- veiki. Hvergi er þó verkið eins fag- urt og undarlega geníalt og í tveim- ur síðustu söngvunum (Gílar og Maðurinn með lírukassann), þó varla sé nokkur leið að gera upp á milli söngvanna, sem hver og einn er lýsandi dæmi um frumleika og snilld. Það er því líkast að Schubert nálgist hina líknandi huggun og einskonar staðfestingu í Tálsýn og Gílum meðan áþreifanlegur raun- veruleikinn, einsog Kráin og I þorp- inu, lýsir tómleika og nöturlegri einsemd. Ég leyfi mér að vitna í ágæta grein Halldórs Hansens í bæklingi. „Vetrarferðin íjallar þannig um veturinn hið innra og frostið sem nístir og gagntekur mannssálina án þess að þolandinn fái rönd við reist, þegar hann verður skyndilega að víkja af hinni troðnu braut hins þekkta, kveðja allt sem honum var kært og kunnugt en ryðja sér sjálf- ur braut út í hið óþekkta þar sem vegleysan ræður ríkjum. Hann hef- ur ekki annað að treysta á en átta- vitann hið innra sem oft er óviss og ótraustur vegna takmarkana mannlegs eðlis. Þetta er staða mannsins þegar dauðinn knýr á dyr og saga þess að deyja frá því sem eitt sinn var og vakna til þess sem verða mun og var ekki áður.“ Schubert breytir rómantískum, myndrænum og óræðum skáldskap Wilhelms Múllers í e.k. „existensíal- ískt“ ástand. í raun og veru „yrkir“ hann ljóðin til hlítar, sbr. orð skálds- ins að ljóðin í Vetrarferðinni nytu sín ekki sem skyldi í eigin krafti, enda þótt þau næðu hærra og ristu dýpra en flest annað sem hann hafði áður ort. Enginn söngvari er fær um að túlka Vetrarferðina fyrr en hún tekur að ásækja hann einsog vofa, er haft eftir einum frægum. Fram- angreindar lýsingar eru e.t.v. ekki til þess fallnar að auka vinsældir verksins meðal hjartveikra, þeim gæti þó verið nokkur huggun í því að dýrð og dásemd listarinnar er styrkjandi og gerir hugarheim og tilfinningar dýpri og ríkari. Við skulum því vera minnug þess að „þetta er saga hins skapandi í manninum, því að í sköpuninni verður það til sem aldrei áður var. Þessvegna stendur hinn skapandi listamaður ávallt eins og andspænis vantrúuðum og skilningslausum heimi sem finnur öryggi í því þekkta og viðurkennda, en hafnar því nýja, ferska og óþekkta". (H.H.) - Vetr- arferðin er vissulega einmanalegt verk, og verður sjálfsagt best notið ef maður er einn með sjálfum sér. Flutningur Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimundarsonar er gegnum vandaður og oft hríf- andi fallegur. Hér er einlægnin, borin uppi af löngum og endurnýj- uðum kynnum við verkið, í fyrir- rúmi. Hinn dökki og lýríski baríton Kristins, sem einnigbýryfirvoldug- um hljómi og sveigjanleika þegar við á, er einsog sniðinn fyrir Vetrar- ferðina. Sjaldan hef ég heyrt tvö síðustu lögin betur sungin. Sáttin við hlutskipti þess sem misst hefur allt og horfst í augu við hið óþekkta er algjör, fögur - og undarleg. .. Bösendorferinn er rétta hljóð- færið fyrir þetta verk þar sem píanóið gegnir jafn miklu hlutverki og söngröddin, lýsandi sálará- standi þolandans af ótrúlegu hug- viti, hugmyndaauðgi og af óvæntri - að ekki sé sagt frumlegri - myndvísi og dýpt. Leikur Jónasar er innlifaður og ferskur, samboðinn söngnum. Halldór Víkingsson stjórnaði upptöku sem er í alla staði mjög vönduð. Bæklingur er vandaður, textar á þýsku og íslensku. Textaþýðing- ar Þorsteins Gylfasonar eru gerðar af látleysi og þokka, svosem vænta mátti. Oddur Björnsson SJÖNVARJPS gkápar Frá ] 11.400 j° Sprautulakkaður svartur með glerhurðum J 9.900 Fáanlegur í beyki, mahóní, svörtu og hvítu HLJflMTÆKJA g.kápar GEIISLAMSKA standar Frá I 4.900 JQ 3000 m2 sýningarsalur I Opið virka daga 9-18 I Laugardaga 10-16 It v TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.