Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarlistasafn Björgvinjar Gunnari boðin staða forstöðu- manns GUNNARI Kvaran, forstöðu- manni Kjarvalsstaða, hefur verið boðið að taka við stöðu forstöðumanns í Borgarlista: safni Björgvinjar í Noregi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar að viðræður stæðu yfir um ráðningu hans til safnsins. „Það hefur verið samþykkt í menningar- málanefnd Björgvinjar að ganga til samninga við mig um fram- tíðarráðn- ingu,“ sagði Gunnar í sam- tali VÍð Morg- Gunnar unblaðið. „Eg Kvaran mun fara utan innan tíðar og ræða málin við þá.“ Borgarlistasafnið í Björg- vin, eða Bergen kommunes kunstsamlinger, samanstend- ur af þremur söfnum; Bergen billedgalleri, Rasmus Meyers samlinger og Stenersens saml- ing. í eigu safnsins er bæði fjöldi norskra verka frá nítj- ándu og tuttugustu öld, meðal annars eftir Edvard Munch, og alþjóðlegra verka, einkum frá þessari öld, svo sem eftir Paul Klee, Picasso og lista- menn af Parísarskólanum svo- kallaða. Morgunblaðið/Halldór Hvassaleit- isskóli fékk Skrekk HÆFILEIKAKEPPNI grunn- skóla var haldin í Laugardals- höll í gær og var þetta í sjöunda sinn sem hún var haldin. Innan skólanna voru haldnar forkeppn- ir, en bestu atriðin frá hverjum skóla voru með í lokakeppninni. Sigurvegarinn var fulltrúi Hvassaleitisskóla, Sveinbjörg Pétursdóttir, og fékk hún að launum verðlaunastyttuna Skrekk. Mikill fögnuður braust út meðal skólafélaga hennar þeg- ar dómnefndin kynnti niðurstöðu sína. -----♦ ♦ ♦ Undirstöð- ur Skeið- arárbrúar komnar STRAUMUR er aftur kominn á byggðalínu Landsvirkjunar á Skeið- arársandi. Upphaflega var talið að viðgerðin gæti tekið þijár vikur, en linuflokki Landsvirkjunar og verk- tökum tókst að ljúka henni á tveim- ur vikum. Alls eyðilögðust 24 stæð- ur I hlaupinu og er tjónið metið á 54 milljónir króna. Lokið var við að setja nýjar undir- stöður undir Skeiðarárbrú í gær. Að sögn Einars Hafliðasonar, yfir- verkfræðings hjá Vegagerðinni, á enn eftir að ganga frá vatnaveiting- um, gijótvörn og slóðum milli Skeiðarár og Gígju. Mikið rok var á sandinum í gær og urðu menn sem voru þar að störfum svartir I framan af leimum úr hlaupinu. Lokið verður við fyrri áfanga brúar yfír Gígju á morgun en þann síðari eftir helgi. „Það verður orðið fært fyrir alla bíla í síðasta lagi fyrir mánaðamót," segir Einar. „Við viljum ekki fá neina umferð fyrr. Það hefur verið farið yfír Gígju á jeppum, en þó hún sé vatnslítil er botninn laus. Við erum bundnir í öðrum verkum og getum ekki stað- ið í því að hjálpa mönnum upp úr. Leiðin milli Skeiðarár og Gígju er rétt fær jeppum, en bílarnir geta farið illa.“ Vilja skip- stjórann í land ÁÆTLAÐRI brottför togarans Skafta frá Sauðárkróki var frestað um sólarhring í gær eftir að níu skipveijar gengu frá borði. Krefjast þeir þess að skipstjórinn verði sett- ur af. Sjómennirnir saka skipstjórann um að hafa misfarið með starfs- mannasjóð sem var í vörslu hans og einnig kost skipsins. Jafnframt hafa þeir kvartað eindregið undan langvarandi misbrestum í samskipt- um sínum við skipstjórann. Um mál þessi var fjallað á félags- fundi í sjómannadeild verkalýðsfé- lagsins Fram í gærkvöldi og var þar samþykkt ályktun um fullan stuðning við sjómennina og ósk um fund með stjómarmanni og fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar til þess að leita lausnar á deilunni. Skipveij- ar á öðrum skipum Fiskiðjunnar Skagfirðings sem eru í höfn hafa lýst yfir vilja til samúðaraðgerða. Sjómennirnir hafa fjarlægt fögg- ur sínar frá borði til að leggja áherslu á kröfur sínar. Gagnrýni stj órnarþingmanns á frumvarp um Landsvirkjun í mótsögii við stefnu ríkisstj órnarinnar EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisfiokks, gagn- rýndi harðlega frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á lög- um um Landsvirkjun, sem Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi I gær. Að mati Einars Odds er frum- varpið í mótsögn við þá stefnu sem hann telur ríkisstjómina hafa sett sér, sem miðar að innleiðingu sam- keppni á sem flestum sviðum efna- hagslífsins, og jafnframt í mótsögn við niðurstöður nefndar sem iðnað- arráðherra skipaði til að vinna að tillögum um stefnumörkun í raf- orkuiðnaði og orkumálum, sem einnig leggi til að samkeppni verði innleidd í íslenzkan orkubúskap. Frumvarpið er lagt fram í fram- haldi af samningi þeim sem eignar- aðilar Landsvirkjunar gerðu 28. október sl. um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlut- verki Landsvirkjunar. Sá samning- ur var saminn af sérstakri við- ræðunefnd eignaraðilanna, sem eru Reykjavíkurborg, Akureyrar- bær og ríkið. Frumvarpið byggist á niðurstöðum viðræðunefndarinn- ar, sem lagði til að rekstrarform Landsvirkjunar yrði óbreytt að sinni, en fyrir 1. janúar 2004 fari fram athugun á því hvort ástæða sé til að stofna hlutafélag um fyrir- tækið. Þá var lagt til að sett yrðu sérstök arðgjafar-, gjaldskrár- og arðgreiðslumarkmið fyrir Lands- virkjun, fækkað í stjórn fyrirtækis- ins o.fl. „Óbreytt skipan treyst í sessi“ Einar sagði frumvarpið „nær eingöngu til þess fallið að treysta í sessi þá skipan sem hér er og hefur verið, sem er einokun á heild- sölu á rafmagni." Einar sagði orkuverð hér of hátt, vegna einok- unarinnar, og það skaðaði sam- keppnishæfni íslendinga. Einar vísaði til tillagna nefndar iðnaðar- ráðherra um stefnumörkun í orku- málum, sem gengju út á að sam- keppni skyldi innleidd I orkufram- leiðslu hér á landi. Einar lýsti þeirri sannfæringu sinni, að einokunar- fyrirtæki í eigu opinberra aðila verði alltaf óhagkvæmt í rekstri. Iðnaðarráðherra tók í andsvari sínu undir sjónarmið ofangreindrar nefndar um að í áföngum skuli innleiða samkeppni í orkugeiran- um, en vísaði því á bug, að þær breytingar sem fyrirhugað væri að gera á skipulagi Landsvirkjunar gengju þvert á slíkar hugmyndir. „Þær eru áfangi á þeirri leið,“ sagði ráðherra, en bætti við, að „það verður ekki hægt á einni nóttu að innleiða samkeppni í orku- geiranum." Þær umfangsmiklu skipulagsbreytingar sem gera þyrfti krefðust undirbúningstíma, sagði ráðherrann. Landsvirkjun rædd í borgarsljórn Samkomulag eig- enda samþykkt BORGARSTJÓRN samþykkti í gær- kvöldi samhljóða samkomulag eig- enda Landsvirkjunar um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækis- ins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að pólitísk sátt hefði tekist um breytingar og mark- mið borgarinnar að njóta eðlilegs arðs af eign sinni gengið eftir. Gunnar J. Birgisson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, telur sam- komulagið ganga í berhögg við tillög- ur nefndar um framtíðarskipulag orkumála. Sagði hann borgaryfirvöld hafa gefíst upp við að koma á virkri samkeppni í orkuvinnslu með því að skipta upp Landsvirkjun og greina að orkuvinnslu og flutning. Borgarstjóri fullyrti að pólitísk sátt hefði aldrei tekist við núver- andi aðstæður um jafnróttækar hug- myndir og að gera fyrirtækið að hlutafélagi, hvorki á Alþingi né í borgarstjóm. „Verið er að stíga ákveðið skref í þá átt að breyta til á raforkumarkaðinum og laga rekstrarfyrirkomulag Lands- virkjunar að því sem gerist með fyrirtæki á almennum markaði," sagði hún. I bókun sjálfstæðismanna segir að tekist hafí að nálgast það lang- tímamarkmið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Hvöttu þeir til þess að vinnu við að gera fyrirtækið að hluta- félagi yrði hraðað. Meirihlutinn vísaði á bug gagnrýni sjálfstæðismanna um slælega máls- meðferð. Borgarstjóri sagði að báðar fylkingar í borgarstjóm hefði átt fulltrúa í viðræðunefnd um endur- skoðunina. Hvolsvöllur Tækiog geisla- diskar hurfu TALSVERÐUM verðmætum var stolið í innbroti í Félags- miðstöð Hvolhrepps á Hvols- velji í fyrrinótt. í Félagsmiðstöðinni er m.a. miðstöð unglingastarfs í hreppnum. Stolið var 33“ Kolster-sjónvarpstæki, tvö- földum geislaspilara, mynd- bandstæki, hljóðblöndunar- tæki og tugum geisladiska. Innbrotið uppgötvaðist um kl. 11 í gær. Spenntur hafði verið upp gluggi á bakhlið hússins og sprengdar upp hurðir inni. Ekki er vitað hveijir voru að verki. I 1 í I \ i I L f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.