Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR Perlan er góð járnbrautarstöð RÁÐAMENN Reykj avíkurborgar hafa nú ákveðið að flugvöllur verði í miðju borgarinnar um ein- hverja framtíð, ástæð- an er víst að það sé hagkvæmt og þægi- legt. Mér datt í hug hvort það sé ekki enn hagkvæmara og þægi- legra fyrir einhvern hóp manna að byggja stóriðju á þessu svæðh Það væri örugglega hægt að finna ein- hveija stóriðju sem hefði í för með sér mengun, hávaða og stórhættu fyrir íbúana, rétt einsog flugvöllur. Mörgum þykir þetta eflaust fáránlegt, en stóriðja inní miðri borginni er ekkert fáránlegri en flugvöllur. Flugvöllur er atvinnu- mannvirki sem er ekki fallegt, háv- aði og mengun fylgir starfsemi hans og mikil hætta fylgir því að flugvélar séu að taka á loft og lenda rétt yfir fjölmennum íbúðar- og atvinnuhverfum. Hætta er á að fýrr eða síðar farist flugvél í einhverju hverfi nærliggjandi vellinum. Þetta hefur sloppið hingað til, vélarnar sem hafa farist eða hlekkst á hafa farið í sjóinn, útá umferðargötur á augnabliki þcgar enginn átti leið um, eða stungist oní jörðina nokkra metra frá miklum umferðargötum. Allir sem sjá vilja, sjá að þetta er einsog rússnesk rúlletta, það er hægt að vera heppinn, en ef haldið er áfram að taka í gikkinn hleypur skot í hausinn fyrir rest. Ég tel að borgaryfirvöld skorti framtíðarsýn í þessu máli. Best væri að nota Keflavíkurflugvöll fyr- ir allt flug og byggja járnbraut eða einteinung til að flytja farþega á milli. Hraðlest færi til Keflavíkur á 15 mínútum. Frá Reykjavík til Keflavíkur eru u.þ.b. 45 km, þannig að ef ekið er á 200 km hraða er þetta hægt. Perlan í Öskjuhlíð yrði Flugstöð Reykjavíkur. Hún væri einnig brottfararstaður Keflavíkurlestar- innar. Farþegar kæmu í Perluna þar sem þeir gætu innritað sig i flug. Þeir gætu fengið sér veitingar þar og tekið lestina stuttu áður en vélin á að fara. Farþegar sem koma utan af landi og erlendis frá kæmu með lestinni til Reykjavíkur og kæmu þá í Perluna. Nóg landrými er í Öskjuhlíð, hægt væri að hugsa sér bílferð- amiðstöð sem grafin væri inní hlíðina, þar væri hægt að taka rút- ur til nærliggjandi staða, leigubíla, hótel- bíla og almennings- vagna. Keflavíkuijárn- brautin lægi beina leið frá Reykjavík til Keflavíkur, hægt væri að hugsa sér stoppistöðvar í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og á flugvellinum. Mikill afleiddur sparnaður fengist með slíkri braut, ekki þyrfti að tvöfalda Keflavíkur- veg, því umferð mundi stórminnka, Keflvíkingar, Hafnfirðingar og Kópavogsbúar ásamt Reykvíking- um og öllum landsmönnum sem leið eiga um höfuðborgarsvæðið fengju þægilegt, öruggt og hrað- virkt samgöngutæki. Gott landrými á besta stað í Reykjavík fengist til framtíðaruppbyggingar. Perlan, þetta flotta hús sem hefur ekki haft annan tilgang en að vera dýr útsýnispallur, fengi hlutverk í lífinu. Vetrarborg Á núverandi flugvallarsvæði sé ég fyrir mér að byggð yrði vetrar- borg. Lagðar væru göngugötur og akstursgötur á víxl. Við göngugötur væru á neðstu hæð verslanir og þjónustufyrirtæki. Létt glerþök væru byggð yfir göngugötur. Akstursgötur væru íbúðargötur og aðkoma að bílastæðum sem væru með vissu millibili við göngu- göturnar. Öll hús væru þannig byggð að þjónusta væri á neðstu hæð og stundum annarri, á efri hæðum væru íbúðir. Ég sé fyrir mér að stórar svalir íbúða sneru Perlan, segir Björn Valdimarsson, fengi hlutverk í lífinu. út að akstursgötu og akstursgöt- urnar hefðu rólegt yfirbragð. Ekk- ert hús við göturnar mætti vera hærra en þijár hæðir og öll hönnun byggðist á að veita sólarljósi vel um göturnar. Hluti íbúðanna gæti verið fyrir aldraða og jafnvel hótel. Svæðið hefur strandlengju mót suðri, þar mætti t.d. byggja smá- bátahöfn. Landrými í dag höfum við í Reykjavík aðal- lega þijú verslunarhverfi, Kringluna, Skeifu- og Fenjasvæðið og Lauga- veginn sem því miður er afar þreytt- ur. Mikill hluti húsanna við Lauga- veg er gömul timburíbúðarhús sem framhliðin hefur verið skræld af og stórum gluggum troðið í sárið. Gólf- hæð er oftast einhver allt önnur en götuhæð þannig að aðrir en fótafím- ir eiga ekki möguleika á að njóta þjónustu fyrirtækisins. Sum húsin eru gamlir skúrar og geymslur sem dubbuð hafa verið upp sem verslun- arrými, þessar „hallir“ eru síðan leigðar út á uppsprengdu verði. Sem betur fer eru undantekningar frá þessu, nokkrar verslanir við Lauga- Edda Björgvinsdóttir NO NAME andiit ársins. NONAME ..—1 COSMETICS ■ Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18 Frí kynningarförðun. Paradís snyrtistofa, Laugarnesvegi 82. Björn Valdimarsson 0T. w . . í> t a ó \ c i ii i n g bilastœða ©r a götukortum raðarkot Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu Bflastæðasjóður . itusliHH Gulu llnunwai veginn eru reknar með myndarbrag í almennilegum húsum. Möguleikar Að vísu höfum við Kringluna, en hún verður 10 ára á næsta ári og við verðum að hafa eitthvað nýtt uppá að bjóða á næstu öld. Skeifu- og Fenjasvæðið er iðnaðarsvæði sem orðið hefur að verslunarsvæði vegna skorts á heppilegu húsnæði. Úthverfi borgarinnar eru ágæt, en þau eru fyrst og fremst íbúðar- svæði. Lóðir fyrir nýbyggingar eru orðnar ansi langt frá miðborginni. Úthverfín eiga í framtíðinni að byggjast upp sem einbýlis- og fjöl- býlishúsahverfi fyrir fjölskyldufólk. Nýtt svæði á flugvallarsvæðinu mundi byggjast af eldra fólki, ungu bamlausu fólki og þeim sem kjósa að búa miðsvæðis. Framtíðarsýn Það sem mér finnst mest lokk- andi við borgir í útlöndum er fjöl- breytnin, þú getur gengið götu eft- ir götu og alltaf fundið eitthvað nýtt, litlar búðir með skrítnum hlut- um og framandi veitingastaði. Framtíðin á að byggjast upp á fjölbreytni, framtíð Reykjavíkur verður glæsilegust með því að bjóða uppá sífellt meiri fjölbreytni. Ég legg til að borgaryfírvöld skipi nefnd sem hugi að framtíðarsýn fyrir borgina þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, skemmtilegt og fagurt mannlíf, en það er það sem skiptir helst máli, ekki satt? Höfundur er grafískur hönnuður í Reykjavík. Ekta teppi á verði gervimottu Austurlenska teppasalan hefur opnað verslunina "TÖFRATEPPIÐ". Við stöndum eins og alltaf undir slagorði okkar og gemm viðskipta- vinum okkar eftirfarandi OPNUNARTILBOÐ: Áður: Nú: Keshan, (ran 217x 136 79.800 Nain, m. silki, íran 116x200 ~8§^oa 49.800 Lilihan, íran 195x132 29.800 Wiss, (ran 200x150 'STrOQíl 38.800 Saruk, (ran 203x 125 ~43^Q£L 29.800 Koliay, íran 142x100 14.900 Gabeh, Indland 238x 172 l^Beo- 38.900 Moodh, Indland 169x240 31.200 Moodh, Indland 134x200 19.800 5 stk. Bidjar, Indland 60x90 5.800 5 stk. Kilims, Indland 240 x 170 Antik Yomud, Rússl. 332 x 217 Antik Kazak, Rússl. 233x104 7.800 stk. 48&ÖQQ- 320.000 240^300- 89.800 Ásamt mörgum öðrum, t.d. gömul afghönsk kilims og bænamottur - Allt með 25% opnunarafslætti atep^ ATH. Tilboð þetta gildir einungis til sunnudags Hverfisgata 82 - við hliðina á Kjörgarði - Sími 552 2608 Opið í dag frá 13-19 laugardag 11-16 sunnudag 13-18 D S RADCREIDSIUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.