Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ósannindi formanns þjóðminjaráðs FORMAÐUR þjóð- minjaráðs, Sturla Böð- varsson, fer með ósannindi í yfirlýsingu Þjóðminjaráðs í Morg- unblaðinu 5. október. Svara ég hér með rangfærslum for- mannsins lið fyrir lið. Grein hans birtist eftir að ég hafði verið rek- inn frá Þjóðminjasafni íslands með ijögurra klukkutíma fyrirvara, deginum áður en ég átti að fara í sumarfrí. Þess vegna birtist svar mitt fyrst nú. 1) Þjóðminjaráð hef- ur ekki birt öll skjöl sem varða rann- sóknir á silfursjóðnum frá Miðhús- um. Ég hef sent bréf og skýrslur, sem ekki lágu frammi á fundi Þjóð- minjaráðs 30. júní 1995, til mennta- málaráðuneytis, og hef beðið ráðu- neytið að skrá skjölin. Ef formaður þjóðminjaráðs heldur öðru fram hefur hann ekki sett sig nógu vel inn í málið, eða ætlar sér að kenna fjölmiðlum um léleg vinnubrögð, þar sem þau nefndu ekki mikilvæg atriði varðandi rannsókn málsins. Fjölmiðlar fengu hins vegar ekki öll gögn, þar- sem þau voru ekki öll lögð fram. Það er handvömm þjóðminjaráðs. 2) Formaður talar um að einhver treysti ekki vinnubrögðum Þjóð- minjasafns Dana: Þau orð eiga ekki við mig. Rannsókn danska þjóð- minjasafnsins er allra góðra gjalda verð. í henni eru atriði sem er hægt að gera athugasemdir við og jafnframt hafa niðurstöður hennar verið túlkaðar fjálglega af Þjóð- minjaráði. Það er hins vegar aug- ljóst að Þjóðminjasafn íslands treystir ekki vinnubrögðum Þjóð- minjasafns Dana og niðurstöðum þess. Eins og kunnugt er heldur þjóðminjaráð því fram, að ekki sé ástæða til að rannsaka sjóðinn frek- ar. Það gerir Þjóðminjasafn Dana ekki. Slíkt væri andstætt almennum vísindareglum. Sömuleiðis er niður- staða danska Þjóðminjasafnsins hunsuð, þar sem þjóðminjavörður heldur fram að allur Miðhúsasjóður- inn sé frá víkingaöld. Það hefur Þjóðminjasafn Dana ekki gert. Þess vegna er það þjóðminjaráð sem greinilega treystir ekki vinnubrögð- um Þjóðminjasafns Dana. Þegar Sturla heldur því fram að ekki hafi komið athugasemdir frá öðrum en mér fer hann með staðlausa stafi. Rannsókn danska þjóðminjasafns- ins var ætlað að fara í saumanna á rannsókn Graham - Campbells. Honum var hins vegar ekki kynnt niðurstaðan fyrr en seint og síðar meir. Hann hefur sent kurteisa at- hugasemd til þjóðminjavarðar, sem ekki hefur verið svarað. Ymsir aðil- ar hafa sent athugasemdir til menntamálaráðuneytis og leikmenn hafa ritað um rannsóknina í fjöl- miðla. Ef formaðurinn veit ekki um það, sýnir það að hann hefur ekki fylgst _með málinu. 3) Ég hef leitað til þjóðminja- ráðs, eins og til menntamálaráðu- neytis og fjármálaráðuneytis varð- andi stéttarfélagsmá! mín, en ráðið hefur ekki viljað aðhafast neitt. Deginum áður en Þjóðminjaráð gaf mér ávirðinguna í lok síðastliðins árs bað ég þjóðminjavörð að hjálpa mér að leita réttar míns varðandi stéttarfélagsaðild og launamál. Hann neitaði alfarið að gera það. Það er einnig rangt hjá formannin- um, að aldrei hafi verið vandræði með aðild annarra fornleifafræð- inga að stéttarfélögum. Árið 1993 sat ég ásamt öðrum fornleifafræð- ingi á Þjóðminjasafni íslands fund með fjármálaráðherra. Tveir forn- leifafræðingar leituðu þá eftir því að vera í ákveðnu stéttarfélagi. Annar fékk það, en hinn ekki. Tveir aðrir fomieifafræðingar eru nú starfandi á Þjóð- minjasafni íslands og mega þeir vera í því stéttarfélagi sem mér er bannað að vera í. Formaður þjóðminjar- áðs kemur því upp um hve lítið hann veit um málefni og kjör starfs- manna á Þjóðminja- safni íslands. 4) Þjóðminjavörður hefur haft í hótunum um brottrekstur eins og ég hef margoft bent á. Þegar hann gerir það hlýtur blessun þjóðminjaráðs að liggja að baki. Ávirðing sú sem mér var send um síðustu áramót varðaði atriði sem koma silfursjóðn- um við og bið ég formanninn enn Vinnubrögð núverandi þjóðminjaráðs, segir -------------------rv------- Vilhjálmur Orn Vilhjálmsson, hafa verið duttlungafull og gerræðisleg. einu sinni að birta innihald ávirðing- arinnar og sýna alþjóð hvað hún innihélt. Sömuleiðis skora ég á formanninn að kynna áminningu hans dags. 16. desember 1995, sem einnig varðaði rannsóknir á silfur- sjóðnum. 5) Nýlega var mér bannað að koma fram fyrir hönd Þjóðminja- safns (sbr. grein mín í Morgunblað- inu 28. september). í banninu var vísað til ávirðingar frá því um síð- ustu áramót og ítrekunar á henni frá 23. apríl. sl., sem ég hef aldrei fengið í hendur. Eins og formanni Þjóðminjaráðs er vel kunnugt um hef ég, eins og lög gera ráð fyrir, gert athugasemdir við ávirðinguna. Hana sendi ég menntamálaráð- herra, sem réð mig 1993 skv. gild- andi þjóðminjalögum frá árinu 1989. Ráðuneyti og þjóðminjaráð hafa hins vegar ekki svarað athuga- semdum mínum. Ég naut ekki and- mælaréttar er ég fékk ávirðinguna og nú er liðnir 14 dagar síðan þjóð- minjavörður fékk andmæli við brottrekstri mínum. Hann hefur ekki svarað eins og honum ber lög- um samkvæmt. Formaður fer enn með rangt mál er hann kennir fjár- hagsörðugleikum þjóðminjavörsl- unnar um að mér hafi verið bannað að vera fulltrúi Þjóðminjasafns ís- lands erlendis. Sú ástæða var ekki gefín í bréfi þjóðminjavarðar um bannið. Ég borgaði allan kostnað (ferðir) sjálfur og ég kom vissulega fram í nafni Þjóðminjasafns. Sturla talar enn fremur um fullkominn trúnaðarbrest milli mín og þjóð- minjavarðar. Þetta heyri ég fyrst nú. Hvergi er ritað um þetta í ávirð- ingunni eða í uppsögninni. Formað- urinn verður að gefa skýringu á því hvert hann er að fara. Ég hef aldrei unnið á skjön við það sem þjóðminjavörður eða aðrir yfirboð- arar hafa fyrirlagt í starfí mínu fyrir Þjóðminjasafn Islands á er- lendri grundu. Dæmi: Mér var falið að sjá um undirbúning samnorræns fundar þjóðminjavarðarembætt- anna í Borgarnesi í fyrra. Samnor- ræn samstarfsnefnd, sem ég átti sæti í, sá um allan undirbúning þess fundar. Nefndin ákvað fjölda þeirra sem tóku þátt í fundinum Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og var sú ákvörðun bókuð á tveim- ur fundum erlendis og fékk þjóð- minjaráð fundargerðir þeirra. Tæpri viku fyrir fundinn tók formaður þjóðminjaráðs sér það bessaleyfí að fyrirskipa að fleiri íslendingar sætu fundinn, án þess að bera það undir norrænu nefndina. Ég taldi þetta af og frá, þar sem ekkert umboð var til þess. Farið var eftir ábend- ingu minni eftir mikið þras, þar sem þjóðminjavörður kenndi formanni þjóðminjaráðs um þessa ákvörðun. Fyrir þetta fékk ég m.a. marg- nefnda ávirðingu í lok árs 1995, ávirðingu sem nú er vitnað í þegar ég er rekinn. í ávirðingarbréfinu var mér einnig vísað úr samstarfs- nefndinni af þjóðminjaverði. Ekki nóg með það, hann vísaði mér einn- ig úr norrænum vinnuhópi, sem ég vann í fyrir menntamálaráðuneyti. Vinnubrögð núverandi þjóðminjar- áðs hafa verið duttlungafull og ger- ræðisleg. Þeir sem vinna eftir sett- um reglum og lögum á Þjóðminja- safni Islands fá ávirðingar og rei- supassann. 6) Þjóðminjaráð hefur ekki sýnt það í verki, að það óski eftir fræði- legri umræðu, eins og þeirri sem menntamálaráherra mælti með að færi fram um silfursjóðinn frá Mið- húsum. Ráð, sem ekki óskar eftir rannsóknum og lausn fræðilegra vandamála, sem því var falið að leysa, er að mínu mati vart fulltrúi „þeirra vel menntuðu og áhuga- sömu fræðimanna sem vilja miðla almenningi af þekkingu sinni um menningararf þjóðarinnar", eins og Sturla orðar það. Ósk mín um að silfursjóðurinn frá Miðhúsum yrði rannsakaður leiddi í ljós að sjóður- inn er ekki allur frá víkingaöld. Þessi niðurstaða er vísvitandi huns- uð. Mér er ekki þökkuð þessi upp- götvun, heldur á ég yfír höfði mér réttarhöld, sem þjóðminjavörður og formaður þjóðminjaráðs styðja op- inberlega. Það gera þeir, þrátt fyrir að þjóðminjaráði sé einnig stefnt. Enn eru ríkjandi vafamál varðandi sjóðinn frá Miðhúsum. Þjóðminja- ráð beitir sér ekki fyrir lausn þeirra og eflir því að sjálfsögðu ekki miðl- un af þekkingu til almennings um menningararf þjóðarinnar. Um leið stöðvar þjóðminjaráð vísindafrelsi. Höfundur er fornleifafræðingur. <Q) SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 Þar fœrðu gjöfina c/ólabia.Han 1996 m FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 39 V E LKO M I N I FONIX OG G ERI REYFARAKAUP RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI ■10 -15 -20 -25 m ASKO ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR Dönsku GRAM kæliskáparnir ern rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR iberno ÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR Bjóðum nú Iberna þvottavél með 800 sn. vindu á aðeins 39.990,- Eaim að fá 6 gerðir af Iberna kæliskápum á verði, sem mun koma þér verulega á óvart. INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæöi „venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð. DéLonghi - Dásamleg tæki ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR i uRiu ELDHÚSVIFTUR - MARGAR GERÐIR Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler- hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA Þeir eru notadrjúgir litlu boróofnamir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR Q O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. SMARAFTÆKI EMIDE ^iih'iii'iiij) euRhx Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR Nettoáu ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Dönsku NETTOIine innréttingamar eru falleg og vönduð vara á vægu verði. Við bjóðum (sér allt sem þig vantar í eldhúsið, baðhetbergið eða þvottahúsið, og þar að auki fataskápa í svefnherbergið, bamaherbergið eða anddyrið. Frí teiknivinna og tilboðsgerð. iKl FRÍ HEIMSENDING • FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU /rQnix OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OPIÐ LAUGARDAG 10-16 HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.