Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ -i Skátar halda málþing um heilsdags- skóla BANDALAG íslenskra skáta boð- ar til málþings um hlut skáta- hreyfingarinnar í heilsdagsskóla laugardaginn 23. nóvember nk. kl. 9.30-14.30. Málþingið verður haldið í Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Heilsdagsskóli gæti hugsanlega skipt miklu máli fyrir skátahreyf- inguna þar sem hugmyndir eru uppi um að færa tómstundastarf nemenda, einkum þeirra yngstu, inn í skólastarfíð og gæti það haft veruleg áhrif á skátastarf. Tilgangurinn með þessu mál- þingi er að fmna hug íslenskra skáta til þessara mála, leggj drög að stefnu BÍS og koma fram með hugmyndir um fyrirkomulag að þátttöku skáta í fyrirhuguðum heilsdagsskóla. Nokkur stutt framsöguerindi verða flutt um málið frá ýmsum sjónarhomum en annars er gert ráð fyrir að þátttakendur taki þátt í umræðu og vinnu um málið. Þátttökugjald er ekkert en BSÍ býður upp á létt- ar veitingar í hádeginu. Allir skát- ar, 18 ára og eldri, og aðrir sem áhuga hafa á málefninu, hug- myndir eða athugasemdir eru hvattir til þess að mæta og leggja sitt lóð á vogarskálina, segir í fréttatilkynningu. Kynþáttafor- dómar á íslandi RÁÐSTEFNA um kynþáttafor- dóma á íslandi verður haldin á Sólon íslandus sunnudaginn 24. nóvember kl. 15. Fundarstjóri verður Sigþrúður Gunnarsdóttir. Dagskráin hefst með því að Kjartan Jónsson flytur inngang en því næst tekur til máls Agúst Hjörtur Ingþórsson og flytur er- indið Umburðarlyndi sem dyggð og skylda, Össur Skarphéðinsson, Kynþáttafordómar og löggjafínn, Þorbjöm Broddason, Fjölmiðlar og fordómar, John Alwood, ísland með augum aðfluttra, og að lokum fjallar Hólmfríður Gísladóttir um starfsemi Rauða kross íslands með flóttamönnum og hælisleitendum. Ráðstefnan er haldin af áhuga- fólki um baráttu gegn kynþátta- fordómum og skipulögð af Húm- anistahreyfingunni. WALDORF-skólinn Ylur í Lækjar- botnum heldur sinn árlega jólabas- ar á morgun, laugardag, kl. 14-18 í húsnæði skólans í Lækjarbotna- landi. Auk hefðbundinnar kaffí- og veitingasölu verða seldir handunn- ir munir, jólaskraut og leikföng. Flutt verður lifandi tónlist og dreg- ið í happdrætti að lokinni brúðu- i leikhússýningu. Kynningar- fundur um heildræntjóga ACARYA Ashiishananda Avad- huta (Dada) heldur kynningarfyr- irlestur um heildrænt jóga byggt . á Tantra-hefðinni sem Ananda Marga hefur aðhæft fyrir almenn- ing. Fyrirlesturinn verður á Lind- | argötu 14 kl. 18.30 og er ætlaður almenningi og er án endurgjalds. Dada skýrir í stuttu máli heim- speki Tantra og áhrif iðkunarinn- ar. Hann sýnir og býður þátttak- endum að reyna nokkrar óvana- legar æfíngar. Waldorf-skólinn meðjólabasar Sölufólk óskast SÁÁ vill ráða harðduglegt sölufólk til starfa fram að jólum, síðdegis eða á kvöldin. Æskilegt er að sölumenn hafi bíl til umráða eða séu nokkrir saman um bíl. Góð sölulaun í boði. Tilvalið fyrir skólafólk eða þá, sem vilja auka tekjur sínar. Áhugasamir hringi í síma 894 4305. SANDGERÐISBÆR Grunnskólinn í Sandgerði Vegna forfalla vantar kennara við skólann sem fyrst. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla í 1. bekk. Enska og náttúrufræði í efri bekkjum. Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í símum 423 7439 og 423 7436. Skólanefnd. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Stangaveiðimenn ath. Nýtt flugunámskeið hefst í Laugardalshöll- inni sunnudaginn 24. nóv. kl. 10.20 árdegis. Kennt verður 24. nóv. 1., 8., 15. og 22. des. Við leggjum til stangir (nýjar SAGE II). K.K.R. og kastnefndirnar. Samningur um sérfræðilæknishjálp Fundur með þeim sérfræðingum, sem vinna eftir samningi LR við TR um sérfræðilæknis- hjálp, verður haldinn í Hlíðarsmára 8, Kópa- vogi, föstudaginn 22. nóvember kl. 16.30. Efni: Skipan samningamála og samninga- nefndar. Stjórn LR og samninganefnd um sérfræðilæknishjálp. TIL SÖLU Pípuorgel Lítið, fallegt pípuorgel til sölu. Tvö spilaborð með pedal. Hentarvel ílitla kirkju eða heima. Upplýsingar gefur Örn í síma 555 3990. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ásgarður, Eyrarbakka, þingl. eig. Lena Sigurmundsdóttir og Róbert Guðmundsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður riíkisins, fimmtudag- inn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Heiðmörk 58, Hveragerði, þingl. eig. Guðbjörg H. Traustadóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Laufhagi 14, Selfossi, þingl. eig. Eygló Linda Hallgrímsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Lóð nr. 12, Laekjarhvammi, Laugard., þingl. eig. Arnar V. Grétars- son, gerðarbeiðandi Sjukrasjóður Fél. byggingarmanna i Hafnar- firði, fimmtudaginn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Lyngberg 2, Þorlákshöfn, þingl. eig. Guðþjörg Þóra Davíðsdóttir og Hannes A. Svavarsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Miðengi 8, Selfossi, þingl. eig. Sigurður Axel Gunnarsson og Dag- mar Gunnarsdóttir, gerðarþeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðju- daginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Minni-Borg, Grímsnesi, þingl. eig. Hólmar B. Pálsson, gerðarbeið- andi sýslumaöurinn á Selfossi, fimmtudaginn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Nesbrú 5-7, Eyrarbakka, þingl. eig. Útgerðarfélagið Hvoll hf., gerðar- beiðandi Byggðastofnun, fimmtudaginn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Seljavegur 7, Selfossi, þingl, eig. Elín Erlingsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Selfossi, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Selvogsbraut 11, Þorlákshöfn, þingl. eig. Stoð, gerðarbeiðandi Landsbanki fslands, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Smáratún 7, Selfossi, þingl. eig. Ingvar Erlingsson, gerðarbeiöandi Byggingarsjóðurríkisins, þriðjudaginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Sólvellir, Stokkseyri (eignarhl. Pálínu Jónsd.), þingl. eig. Pálína Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Gunnar Þór Jónsson, fimmtudaginn 28. nóv- ember 1996 kl. 10.00. Strandgata 1, Stokkseyri, þingl. eig. Jón H. Bjarnason, gerðarbeið- andi Jón Aðalsteinsson, f immtudaginn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Suöurengi 19, Selfossi, þingl. eig. Jakob S. Þórarinsson og Arnheið- ur R. Auðbergsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðju- daginn 26. nóvember 1996 kl. 10.00. Sumarbúst. nr. 36, Hólasp., Hallkelsh., Grímsnesi, þingl eig. Bettý Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Vörubílast. Þróttur, fimmtudaginn 28. nóvember 1996 kl. 10.00. Sýstumaöurinn á Selfossi, 21. nóvember 1996. A KÓPAV OGSBÆR Frá Manntali Kópavogsbæjar Þeir, sem flutt hafa í Kópavog, og eins þeir, sem hafa flutt innan bæjarins, eru beðnir að tilkynna nýtt heimilisfang fyrir 1. des. nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á bæjarskrifstofunum, Fannborg 2, og á Lögreglustöðinni, Auðbrekku 10. Manntalsfulltrúi. Frá Flensborgarskólanum Umsóknarfrestur nýrra nemenda og nemenda, sem gert hafa hlé á námi sínu, um skólavist í Flensborgarskólanum á vorönn 1997, rennur ( út 1. desember 1996. Skólameistari. Til leigu í Miðvangi 41, Hafnarfirði, 50 fm gott verslun- arhúsnæði. Hentar vel til ýmis konar verslunar- reksturs. Leiga 30 þúsund per. mánuð. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofutíma í síma 568 1245. Kópavogsbúar - opið hús Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10-12 í Hamraborg 1, 3. hæð. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, verður til viðtals á morgun, laugardag- inn 23. nóvember. Allir bæjarbúar velkomnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. 'singar I.O.O.F. 1 = 17811228'h = 9. III.* I.O.O.F. 12 = 17811228'/2= Bl Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudaginn 22. nóv. 1996 ( kvöld kl. 21 heldur Sigurður Bogi Stefánsson erindi: „Sjáið manninn" í húsi félagsins í Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opiö hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikiö úrval andlegra bók- mennta. Hugleiðslustund með leiðbeiningum er á sunnudögum kl. 17-18. Allir velkomnir. Guöspekifélagið er 121 árs al- þjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mann- kynsins. Pýramídinn - andleg miðstöð Opið hús íkvöld Sigurður Guð- leifsson, hug- læknir og reiki- meistari, býður upp á reikiheilun ásamt nemend- um sínum. Gestir fá aö reyna sitt næmi og innsæi. Sigurður er einnig meö einkatíma. Opnað kl. 20. Aögangur kr. 500. Símar 588 1415 og 588 2526. Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 552 1103 Heilsubótarstöð Reykjavikur veröur með opið hús laugardag- inn 23. nóv. frá kl. 11-17. Þar starfa Kolbrún, jurtalækn- ir, Guðbjartur, sjúkranuddari, Heather, sjúkranuddari og Karl, samræmd heilun. Komið og kynniö ykkur starfsemi okkar; hvérnig við getum komið þér til betri heilsu. Boðið verður upp á heilsute og sýnishorn af sjúkranuddi og heil- un i notalegu umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.