Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, systur og ömmu, GUÐLAUGAR ÓSKAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 23. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Dvalarheimli aldraðra Stykkishólmi. Sigurborg Þóra Jóhannesdóttir, Iftikar Qazi, Karvel Hólm Jóhannesson, Guðfinna D. Arnórsdóttir, Sturlaug Rebekka Rut Jóhannesdóttir, Godson Anuforo, Kjartan Guðmundsson, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÓSKAR ÓÐINN VALDIMARSSON skipstjóri, Aðalgötu 8, Hauganesi, sem andaðist í Landspítalanum laugar- daginn 16. nóvember sl., verður jarð- sunginn frá Stærri-Árskógskirkju laug- ardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Hanna Bjarney Valgarðsdóttir, Berglind Ósk Óðinsdóttir, Hólmar Hákon Óðinsson, Jakob Valgarð Óðinsson, Kristín Ragnheiður Óðinsdóttir, Kristín Ragnheiður Jakobsdóttir, Valdimar Kjartansson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON matsveinn, Boðahlein 26, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, föstudaginn 22. nóvember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hrafnistu-heimilin. Anna Margrét Eliasdóttir, Ragnar S. Magnússon, Guðlaug P. Wium, Svanhvít Magnúsdóttir, Kristján E. Halldórsson, Elín G. Magnúsdóttir, Ágúst Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR MARÍU FRIÐRIKSDÓTTUR frá Fljótavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi isafjarðar 18. nóvember, fer fram frá Hnífsdals- kapellu Jaugardaginn 23. nóvember kl. 14.00', Helga Hansdóttir, Líndal Magnússon, Þórunn Vernharðsdóttir, Herborg Vernharðsdóttir, Ingólfur Eggertsson, Bára Vernharðsdóttir, Hjörvar Björgvinsson, Sigrún Vernharðsdóttir, Guðni Ásmundsson, Jósep Vernharðsson, Hrafnhildur Samúelsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t JÓRUNN HELGADÓTTIR frá Görðum, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður að Borg. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á St. Fransiscusspítalann í Stykk- ishólmi. Símon Sigurmonsson, Helgi Sigurmonsson, Guðmundur Sigurmonsson og fjölskyldur. HLIF MA TTHÍASDÓTTIR + Hlíf Matthías- dóttir fæddist í Haukadal í Dýra- firði 27. apríl 1899. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. nóvember. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann nú þegar Hlíf frænka er öll. Fyrstu minning- ar mínar af þessum skörungi má rekja aftur til bernsku minnar, en þá vorum við nágrannar. Önnur eins rausn og hjá Hlíf og Matthí- asi syni hennar í Hæðargarðinum er vandfundin. Það brást aldrei að ríkulegar veitingar væru fram bornar og það sem merkilegra var: á svo örskömmum tíma að galdri var líkast. Mér er sérstaklega minnisstætt tveggja vikna tímabil, þegar Hlíf var ein í húsinu vegna fjarveru sonar síns, Matthíasar, sem um langt árabil og fram á síðasta ár var stoð og stytta móður sinnar. Mér og móður minni varð þá venju fremur tíðförult í Hæðargarðinn. Eldhúsið varð þá að einskonar baðstofu til forna, þar sem Hlíf var sagnabrunnurinn. Hún sagði frá af svo mikilli innlifun að maður gleymdi bæði stund og stað og var fyrr en varði kominn á æskuslóðir hennar í Haukadal í Dýrafirði og stundum alla leið til New York. Og hef ég aldrei kynnst þvílíkum frásagnarkrafti hjá neinni konu. Maður furðaði sig einnig á stál- minni hennar; henni voru í barns- minni atburðir sem áttu sér stað þegar hún var aðeins 3ja ára göm- ul og hafði jafnframt ljóslifandi á hraðbergi atburði sem gerðust áður en hún fæddist og hún hafði haft spurnir af, og bar þar hæst alræmd aðför breska landhelgis- brjótsins að Hannesi Hafstein, sem var þá nauðuglega bjargað frá drukknun og hjúkrað í húsi for- eldra hennar 1899. Þar komst allt til skila; sjónaukinn sem fyrir til- viljun var beint úr Haukadal út á fjörðinn og varð Hannesi til lífs, tunnan sem hann var lagður á til að ná sjó úr iungum hans. Öll sú saga. Þá sögu sagði hún raunar með tilþrifum í útvarpið fyrir tveimur árum. Þegar ég kom svo heim eftir 9 ára útivist erlendis og hitti Hlíf aftur, var það sama uppi á teningn- um, viðmótið, heillandi brosið, gestrisnin. Mér varð að orði og meinti það: „Þú hefur ekkert elst, þú ert enn eins og tvítug mann- eskja í anda.“ Jafnvel undir það síðasta, orðin 97 ára gömul, kom hún fagn- andi í dyragættina á hækjunni góðu og stefndi þaðan beint á eldhúsið til þess að reiða fram kræsingar - og reitti samtímis af sér sögur sem ly- stauka. Vestfirska seiglan lætur ekki að sér hæða, hugsaði ég með mér. Það er á stundum sem þessum, að það hvarflar að manni hve andinn ber stundum ótvírætt sigurorð af efn- inu. Hlíf sagði einu sinni við mig, að úr því að hún hefði lifað vel fram á tíræðisaldurinn, munaði hana ekki um að lifa fram yfir árið 2000; þar með hefði henni auðnast að lifa á þrem öldum. Engan bilbug var á henni að fínna þrátt fyrir mjög þverrandi heilsu á síðasta ári; hún bjó enn að minn- ingum sínum og eins hinu, hve hún naut þess að miðla þeim. Og hún naut fleiri hluta, ýmissa smámuna, að horfa á blómin sem teygðu sig upp fyrir gluggakarminn í garðin- um fyrir utan og sólargeislana sem lagði inn um stofugluggann henn- ar. Allt þetta gaf henni lífsfyllingu. Það breytir þó ekki því að mað- ur ann þeim svo sannarlega hvíldar sem eiga að baki 97 ára ævi. Engu að síður er ávallt sár sjónvarsviftir að fólki sem hefur jafnstórt hjarta og göfuga sál og Hlíf heitin afa- systir mín. Þökk sé henni fyrir ógleymanlega viðkynningu og blessuð sé minning hennar. Guttormur Helgi. Það er bjartur eftirmiðdagur og fallegt veður er ég banka á fjólu- bláa hurðina í Hæðargarði. Eftir nokkra bið heyri ég hægt fótatak og hurðinni er lokið upp. Þar í dyragættinni stendur Hlíf, hallar sér á stafínn og býður mig, bros- andi, velkominn. „Komdu sæll og blessaður, Kristinn minn. Viltu ekki fá þér kaffi áður en þið byrjið?" Þeir voru margir eftirmiðdag- arnir sem tekið var á móti mér á þennan hátt og eru nú ein fimm ár síðan ég endurnýjaði kynni mín við Hlíf afasystur mína og Matthí- as Ólafsson son hennar, eða Hassa. Ég var svo heppinn að fá að njóta handleiðslu Hassa, sem er mikill meistari á sviði olíumálunar. Sótti ég þau heim oftast vikulega til þess að „þefa svolítið af olíunni" eins og hann orðaði það. Ég naut mikillar gestrisni í þessum heim- sóknum og voru þær mér alltaf tilhlökkunnarefni. Hlíf þreyttist aldrei á að segja mér sögur m.a. af afa mínum Ólafi H. Matthías- syni heitnum en voru þau alla tíð mjög samrýnd eða þar til hann kvaddi 1987. Hann hafði verið mér mjög kær og fannst mér ég eign- ast meiri hlutdeild í honum í gegn- um Hlíf. í bamæsku vom þau Hlíf og afi óaðskiljanleg. Um nætur var afi oft og iðulega með magaverki. Bað hann þá um hana Iwu sína. Þá læstu þau saman fótum, tókust í hendur og rém fram og aftur. Hvarf þá verkurinn en þau féllu í svefn, hvort á sínum endanum. Sagnageymd þeirra Haukdæl- inga í Dýrafirði, snemma á öldinni virðist ótæmandi og hefur verið gerð góð skil af mörgum en einna best af Jóhannesi Helga, bróður- syni Hlífar. Þessi ævintýraheimur stóð mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum yfir kaffibolla og krásum í hverri viku. Honum miðlaði Hlíf af slíku andríki, húmor og krafti að ótrúlegt gæti talist af konu með aðeins nokkur ár eftir í aldaraf- mælið. Hlíf var ákaflega mikil og sterk manneskja enda hefur hún eflaust þurft á því að halda strax í barnæsku; hörðum strákaheimi Haukadals. Kom oft til þess, að hennar sögn, að hún þurfti að beita hnefarétti til þess að rétta hlut þeirra systkina út á við, Marsibil móður þeirra eflaust til mæðu. Aldrei var setið auðum höndum, ef ekki var verið að aðstoða önnum kafna móðurina, naut sköpunar- krafturinn sín í endalausum uppá- tækjum. Eitt sinn um jólaleytið lék þykk þokumóðan um frosna tjörn- ina sem krakkarnir höfðu skautað á, en þau höfðu fengið skauta frá föður sínum, Matthíasi. í þetta skiptið útbjuggu þau sleða svo hann líktist skútu. Að því loknu lýstu þau hann upp með kertum er þeim var gefið og drógu það um spegilslétta tjömina. Ur hlaði fylgdust heimamenn með þessu undursamlega ljósfari sem virtist svífa yfir tjörninni og hverfa af og til inn í móðuna. Með tímanum urðu heimsókn- irnar færri og lengra á milli þeirra. Hlíf hrakaði og varð sífellt bundn- ari við rúmið. Að lokum varð heils- an svo slæm að flutningur á hjúkr- unarheimili var óumflýjanlegur eftir sambúð og umönnun Matthí- asar til margra ára. Þegar fréttir af andláti Hlífar bárust mér, velti ég því fyrir mér, og ekki í fyrsta sinn, hversu sterk minning mín um hana er og hversu dýrmætt það var að kynnast þess- ari konu. Að hafa kynnst að ein- hveiju leyti æðruleysi og lífsþrótti þessarar kynslóðar. Það er arfleifð sem yngri kynslóðum er mjög mikilvægt að varðveita. Nú er ljósfar Hlífar horfið inn i leyndardóminn, inn í móðuna. Það er von mín og vissa að þeir sem eftir sitja og horfa á eftir úr hlaði eigi eftir einhvern bjarma, ein- hverjar fagrar minningar, sem aldrei munu hverfa. Guð geymi Iwu, afasystur. Kristinn H.M. Schram. SVERRIR KARL STEFÁNSSON + Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Isafirði 16. sept- ember 1975. Hann lést á heim- ili sínu á ísafirði 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 18. október. Okkur langar með fáum orðum að kveðja æskuvin okkar og skóla- félaga. Nokkur tími hefur liðið frá fráfalli Sverris, þegar þessi grein er skrifuð, en það hefur tekið okkur dálitla stund að ná áttum og ekki síst að sætta okkur við þá stað- reynd að Sverrir skuli vera farinn frá okkur. Það er ætíð svo erfitt að kveðja fólk í hinsta sinn, og ekki síst þeg- ar það er á unga aldri, en sjaldan er spurt um aldur þegar að kallinu kemur. Sverrir Karl var yndislegur drengur, það hreinlega geislaði af honum gleðin. Aldrei gæti maður gleymt hans yndislega brosi sem smitaði alla sem nálægt honum voru, hann gaf okkur öllum svo mikið sem umgengumst hann að einhveiju leyti. Þrátt fyrir að veikindi Sverris hafi ávallt verið til staðar, höfðu fáir það á orði og ekki voru þau á margra vitorði. Hann bar sig svo vel í hvívetna. Elsku Sverrir Karl, við kveðjum þig, hæfíleikaríkan myndarpilt og sannan vin, með miklum söknuði. Og eftir lifír minningin ein, sem berst inn í huga okkar sem hlýtt og yndislegt bros. Elsku Stebbi, Rannsý og börn, ástar- og samúðarkveðjur frá okkur öllum. Fyrrverandi skólasystkin í Grunnskólanum á Isafirði, árgangur 1975. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fyallað er um, er fæddur, hvar og hve- nær dáinn, um foreidra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.