Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Veiðileyfagjald rætt á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur um sjávarútvegsstefnuna Óréttlátur skattur eða farsæl lausn? Framsóknarfélag Reyk]'avíkur gekkst fyrír opnum fundi á Hótel Borg í gær um sjávar- útvegsstefnuna og hvort taka eigi upp veiði- leyfagjald í einhverju formi. Framsögumenn á fundinum voru þeir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavík- ur, og Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/Golli RÚMLEGA fjörutíu manns voru á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur um sjávarútvegsstefnuna. IUPPHAFI máls síns gerði Einar Svansson m.a. uppbyggingu kvótakerfisins að um- talsefni og sagði hann glögglega hafa komið í ijós á síðustu örfáum árum hversu óhemju sterkt kerfi þa_ð væri hagfræðilega. Á sama tíma og helstu botn- fisktegundir hefðu verið skertar mjög verulega hefði íslensk- ur sjávarútvegur lifað þessar þrengingar af og aukið út- flutningsverðmæti. Sagði hann framsal veiðiheimilda -vera lykilinn að þessari sterku vörn. „Ef framsal veiðiheimilda væri ekki ti! væru úthafsveiðarnar vart hafnar og ekki svipur hjá sjón miðað við þá 10 milljarða sem þær skila á þessu ári. Hvatinn til úthafsveiða kviknar með sterkara framsali í kerf- inu og kvótamarkaði sem skapast fyrir veiðiheimildir þegar kerfið fór að segja til sín af fullum þunga,“ sagði Einar. Hann sagði að íslenski hluta- bréfamarkaðurinn hefði stutt mjög vel við sjávarútveginn og nýtt áhættufjármagn þannig komið inn í sjávarútveginn og hjálpað til við að gera fyrirtækin sterkari og betur undir það búin að taka á sig nátt- úrulegar sveiflur og sveiflur á heimsmarkaði sjávarafurða. Mikill áhugi hlutabréfamarkaðarins á sjávarútveginum stafaði af því að um leið og framseljanlegur kvóti væri settur myndaðist verð á afla- heimildum sem myndaði traust á milli hluthafa eða lánardrottna og fyrirtækjanna. „Mín skoðun er sú að aflamarks- Einar Svansson, Ingólfur Bender kerfið hafi haldið iífinu í íslenskum sjávarútvegi síðustu árin. Ef við hefðum ekki haft þetta kerfi væri stöðugleikinn í íslenskum þjóðarbú- skap ekki sá sami og nú. Það mikil- vægasta sem íslensk stjórnvöld geta gert til að hjálpa sjávarútveginum er að viðhalda þessu kerfi og treysta það í sessi,“ sagði hann. Umræðan um veiðileyfagjald hættuleg fyrir stöðugleikann Einar sagði að sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarið um auðlindagjald og slæma umgengni ísiendinga um auðlindir hafsins væri hættuleg fyrir stöðugleik- ann í íslensku þjóðfélagi, og mjög nauðsynlegt að þessi umræða kæmist út af borðinu sem fyrst með hvaða hætti sem það yrði gert til að tryggja framtíð íslensks sjávarútvegs. Hann sagði að helstu rökin með auðlindagjaldi sem hann hefði heyrt væru réttiætisrök, aukin hagkvæmni sjávarútvegsins, styrking annarra atvinnuvega og nú nýlega að sjávar- útvegurinn hagnýti auðlindina illa. „Það er hægt að færa hvaða rök Mikilvægast að skapa verðmætin og skipta þeim Dalaland-4ra herb. Til sölu er 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Dalaland í Reykjavík. Laus strax. Allar upplýsingar eru veittar í síma 566 8530 milli kl. 9-17 virka daga. Lögbær ehf., Ástríður Grímsdóttir hdl., sími 566 8530. sem er fyrir réttlæti. Þorri fiskveiði- arðsins fer hvort sem er til þjóðarinn- ar í formi greiðslu afborgana af lán- um sjávarútvegsins, í tekjuskatti okkar sem störfum í greininni,_ í formi hlutafjáreignar þúsunda ís- lendinga og lífeyrissjóða í sjávarút- vegsfyrirtækjunum, í formi stöðugs gengis," sagði hann. Sú leið að auka skattlagningu á sjávarútveginn til að breyta flota- mynstrinu með hagræðingu er að mati Einars algerlega óþörf við nú- verandi aðstæður, en hann sagði margt benda til þess að stærð flot- ans væri að nálgast jafnvægi alveg á næstunni. Þá sagðist hann ekki skilja talsmenn iðnaðarins og þá leið sem þeir hafa nefnt, að leggja á veiðigjald og lækka gengið að sama skapi og nota veiðigjaldið til að bæta launafólki hærra vöruverð. „Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Það er ekki hægt að stýra raungengi því það ræðst m.a. af framboði og eftirspurn eftir vinnu- afli. Launin munu því hækka við þetta og raungengið fer þá aftur sömu leið. í lokin verður ekkert meira rúm eftir fyrir iðnaðinn en áður. Ég er hinsvegar sammála tals- mönnum iðnaðarins í því að sveiflu- jöfnun þarf að vera fyrir hendi sem er í raun hvatinn að þeirra málflutn- ingi.“ Myndi tefla í tvísýnu þróun í hagkvæmnisátt Einar sagði að helstu rökin sem honum dyttu í hug gegn auðlinda- skatti væri í fyrsta lagi að skattur- inn myndi tefla í tvísýnu þeirri þróun sem á sér stað í hagkvæmnisátt. Mikilvægast væri að skapa verð- mætin og skipta þeim síðan, en ekki fórna verðmætunum fyrir skipting- una. „í öðru lagi er þetta óréttlátur skattur sem leggst aðallega á lands- byggðina og leggst ekki á aðrar náttúruauðlindir. í þriðja lagi er sjávarútveg- urinn enn að borga niður miklar skuldir og há- marksarðsemi hefur ekki enn náðst í sjávarútvegin- um. Þetta er því ekki tímabært þó rökin væru næg. í fjórða lagi gætu auknar skatttekjur hins opinbera þýtt meiri efnahagslega sóun því það er ekki víst að stjórnmálamennirnir myndu ráðstafa arðinum betur en við. Mín niðurstaða er því sú að það er engin brýn ástæða fyrir auðlinda- skatti á sjávarútveginn og þessi umræða ætti að fara fram á næstu öld ef sjávarútvegurinn heldur áfram að eflast.“ Einar varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort Þróunarsjóður sjávarút- vegsins væri ef til vill dulbúinn auð- lindaskattur, en á árunum 1995- 2000 borgaði íslenskur sjávarútveg- ur samtals 3.200 milljónir í þennan sjóð, þar af fiskvinnslan 500 millj- ónir og útgerðin 2.700 milljónir. „Nýjar álögur á sjávarútveginn sem nú þegar er skattlagður með auðlindaskatti í gegnum þróunarsjóð er ekki leið sem er til þess fallin að auka samkeppnisstöðu íslands í samkeppni við ríkisstyrktan sjávar- útveg flestra samkeppnisþjóða okk- ar. Ef menn vilja vera réttlátir en fátækir þá er auðlindaskattur ágæt leið til að ná því markmiði," sagði Einar. Rök fyrir leigu kvóta gegn gjaldi hafa styrkst Ingólfur Bender sagði m.a. að með veiðileyfagjaldi mætti leiðrétta það ranglæti sem fælist í því að ein- stökum aðilum væri heimilað að fé- nýta fiskimiðin án þess að gjald komi fyrir. Hins vegar hefði fiskveið- iarðurinn, að minnsta kosti á árum áður, nýst þjóðinni í háu raungengi krónunnar og þannig ódýrari inn- flutningi en ella. Samkvæmt þessu hefðu stjórnvöld óvart eða vitandi vits notað gengisskráninguna sem eins konar gjaldtöku fyrir veiðileyfi til að dreifa arðinum af fiskveiðunum milli útgerðarfyrirtækja og almenn- ings, en þetta ætti síður við nú þeg- ar raungengið væri í sögulegu lág- marki. „Sú Ieið sem oft hefur verið nefnd, að leggja á veiðileyfagjald og um leið hætta tilflutningþ á fiskveiðiarð- inum með lækkun raungengis er af þessum ástæðum ekki studd jafn sterkum rökum nú og oft áður. Af sömu ástæðum hafa styrkst rök fyr- ir leigu kvóta gegn gjaldi sem rynni óskipt ti! þjóðarinnar til að afnema ranglæti núverandi kerfis,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að auðvitað væri hið almenna markmið að þjóðin fengi sem mestan arð af auðlindareign sinni. í því sambandi hefðu Samtök iðnaðarins lagt á það áherslu að útgerðin greiði fyrir aðföng sín líkt og aðrar greinar og hætt verði mis- munun á milli greina líkt og felist í misháu tryggingargj aldi og sjó- mannaafslætti. Oll slík mismunun væri til þess eins failin _________ að slæva hagvöxt og draga úr velferð hér á landi. í öðru lagi væri það baráttumál fyrir iðnaðinn að greint sé skilmerkilega á milli eigna og atvinnu- tekna og hætt verði að reyna að flytja fiskveiðiarðinn í gegnum launagreiðslur fyrirtækja. „Þessi greining er forsenda þess að þjóðin fái bæði notið arðsemi fiskimiðanna sem og gjöfuls iðnaðar í landinu. Launþegahreyfingunni hefur hins vegar láðst að gera hana á undangengnum áratugum og hafa þau mistök hvað eftir annað kveikt verðbólgubál þar sem tækifærum þjóðarinnar til uppbyggingar öflugs og íjölbreytts atvinnulífs hér á Iandi hefur verið fórnað. Samtök iðnaðar- ins sjá veiðileyfagjald sem farsæla lausn á því að tengja kröfur þjóðar- innar um hlutdeild í fiskveiðiarðinum framhjá launagreiðslum fyrirtækja. Samtökin telja að ef slíkri gjaldtöku verði ekki komið á þá verði ekki nóg með það að þjóðin fái ekki notið ávaxta auðlinda hafsins heldur fer hún einnig á mis við ávexti gjöfuls iðnaðar og blómlegrar verslunar. Við Þjóðin fái sem mestan arð af auðlindareign sinni það verður ekki unað,“ sagði Ingólf- ur. Eðlileg reiði almennings Að loknum erindum þeirra Einars og Ingólfs tóku nokkrir fundar- manna til máls. Hjálmar Árnason alþingismaður sagði m.a. að það sem hann teldi ýta undir harða afstöðu almennings til veiðileyfagjalds, með- al annars vegna blekkinga stjórn- málamanna, væru sögusagnir og bein vitneskja almennings um ein- staklinga sem væru að selja veiði- heimildir jafnvel fyrir tugi milljóna króna. Hann sagði almenning eðli- lega reiðast þessu vegna þess að almenningur teldi sig eiga hlut í þessum milljónum. Svarið hefði verið að veiðileyfagjald leysti þennan vanda, en það væri auðvitað einföld- un og sagðist Hjálmar ekki ennþá hafa séð útfærslu á því hvernig menn ætluðu að leggja veiðileyfa- gjaldið á. Hjálmar gerði grein fyrir niður- stöðu sjávarútvegshóps framsókn- armanna á Reykjanesi sem hafnaði veiðileyfagjaldi í dag, en teldi að í fyilingu tímans, þegar sjávarútveg- urinn hefði greitt upp þá 100 millj- arða króna sem hann skuldar og væri farinn að græða, væri fuli ástæða til að seilast í þann gróða og færa hann inn í velferðarkerfi þjóðarinnar. Ómarkviss og ruglingsleg umræða Þorsteinn Gunnarsson sagði að veiðileyfagjaldið væri með mestu sjálfstæðismálum þjóðarinnar á lýð- veldistímanum, og það væri frekar spurning um lögfræði og réttarþróun en beina hagfræði. Lýsti hann þeirri hugmynd að 20% þeirra aflaheimilda sem núverandi útgerðarfyrirtæki hafa yrðu sett árlega á uppboðsmark- að í fimm ár og útgerðarfyrirtæki __________ gætu boðið í heimildirnar. Magnús Stefánsson al- þingismaður sagði um- ræðuna um veiðileyfagjald vera ákaflega ómarkvissa og ruglingslega, og tók hann undir með Einari Svanssyni að veiðileyfagjald væri í raun þegar innheimt af útgerðinni. Hann sagði óánægju fólks með hluta hins fijálsa framsals veiðiheimilda vera rótina að umræðunni um veiði- leyfagjaldið, en hann teldi hins veg- ar ekki að innheimta veiðileyfagjalds leysti þetta vandamál. Sigurgeir Jónsson benti á að sjó- menn höfnuðu alfarið veiðileyfa- gjaldi og ef umræðan um það héldi áfram myndu sjómenn og útgerðar- menn sameinast um það að sigla skipunum í land og binda þau. Markús Möller hagfræðingur sagðist vera fyllilega sammála Ein- ari Svanssyni um að markmiðið með sjávarútvegsstefnunni ætti að vera að framleiða sem mest verðmæti og koma þeim með einhveijum hætti til þjóðarinnar. Spurningin væri hins vegar hvort fámenniseign á fiski- stofnunum dygði til þess að koma verðmætunum til þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.