Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Frásögn mettuð piparilmi SKÁLDSAGAN Hinsta andvarp márans eftir breska rithöfundinn Sal- man Rushdie er komin út. Bókin kom fyrst út í Bret- landi á síðasta ári og hefur hlotið afbragsmóttökur. „Þessi nýjasta skáldsaga Rushdies fjallar um mikia glæpi og stórkostlega glópsku, útsmogin launráð haldast í hendur við tak- markalausa skammsýni og öll er frásögnin mettuð þungum piparilmi ódauðlegrar ástar. Þetta er jafn- framt saga Indlands og hnitast um Bombay, enda olli útkoma bókarinn- ar gríðarlegu írafári þar því býsna nærri er höggvið nafnkunnum per- sónum landsins," segir í kynningu. Salman Rushdie (f. 1947) er einn umtalaðasti rithöf- undur samtímans. Skemmst er að minnast írafárs í Dan- mörku vegna afhendingar Evrópuverðlaunanna í bók- menntum 1996 en Rushdie hlýtur þau í ár. Hinsta and- varp márans er þriðja bók Rushdies sem út kemur á íslensku en hinar em Harún og sagnahafið og Söngvar Satans. Árni Óskarsson þýddi bókina. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 442 bls., prentuð í Sví- þjóð. Kápu gerði Robert Guiile- mette. Verð 3.880 kr. Salman Rushdie • NANCY: Myndastyttan hvísl- andi er eftir Carolyn Kenne. Gunnar Sigurjónsson þýddi. „Nancy er dóttir þekkts mála- færslumanns sem er sérfræðingur í glæpamálum og Nancy virðist hafa erft áhuga hans á slíkum málum, alltént hefur hún einstakt lag á að lenda í háskalegum ævin- týrum og leiða þau farsællega til lykta. í þessari bók fer hún ásamt vinkonum sínum í sumarleyfi og einkennilegar tilviljanir verða til þess að hún kemst á snoðir um ófagrar fyrirætlanir óprúttinna nánunga sem svífast einskis." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 108 bls. ogkostar 1.380 kr. • KOMINN er út nýr flokkur bóka til að kenna börnum og þjálfa í teikningu. Flokkurinn gengur undir sameiginlega heitinu Lærum. Höf- undur er franskur lista- maður að ('-^ooVcJ^ nafni Philippe Leg- endre sem hefur fengið sérstakan áhuga á list- fræðslu barna og komið á fót sér- stökum listaskóla fyrir unga fólkið. Fyrstu tvær bækurnar sem nú koma út eru fyrir yngri hópa, þó nota megi þær við byijendakennslu á hvaða aldursskeiði sem er. Þær heita Lærum að teikna gæludýrin okkar og Lærum að teikna dýrin í sveitinni. Fjöivaútgáfa gefur út. Hvor bók í„Lærum“-fiokknum ér 32 bls., litprentuð. Bækurnar eru unnarí samráði við Fleurus Edition íPar- ís, en prentaðarhjá Casterman í Belgíu. Sýningin stendur yfír á laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-17 Húsnœéisnefnd H eijkjavíkur auglýsir -Qi' • Sýndar verða nýjar fullbúnar íbúðir sem byggðar eru ú vegum Húsnœðisnefndar Reykjavíkur. Sýningu nýrra íbúóet að Dvergaborgum 59 Grafarvogi. ”Það er leikur að læra“ BOKMENNTIR Stafrófskver STAFAKARLARNIR Höfundur: Bergljót Arnalds Myndir: Jón & Jón sf Myndvinnsla og útlits- hönnun: Jón Hámundur Marinósson Prentun: SNP Singapore Útgefandi: Skjaldborg, Reykjavík, 1996 43 síður. ÞETTA er bráðsnjöll bók til þess að auðvelda ungu barni að ná tök- um á hinum dularfullu táknum stafrófsins. Mörgum hefir reynst það erfitt, svo var um mig, og eins mun um marga aðra. Margt foreldrið áttar sig hreinlega ekki á, að það er of seint að heija lestramámið, þá böm ná skóla- skyldualdri, að vísu ekki öllum bömum, en grátlega mörgum. Það er staðreynd, að sum lokast eins og inni í búri, ná engum tökum á undirstöðu alls náms í skóla og þá búrið opnast, oftast um fermingaraldur, skríða þau út sliguð af minnimáttar- kennd, í uppreisn við allt og alla. Víst em kennarar okkar, flestir, vel menntir, áhugasamir um að leysa verk sín samvizkusamlega af hendi, en það verður að viður- kennast, að störf þeirra eru til fárra fiska metin og meðan svo er, þá eru kröfur okkar til skól- anna ósanngjarnar, rangar. Heilbrigðu ungviði er gefið að nema mjög hratt fyrsta skeið ævinnar, herma í leik eftir og til- einka sér háttu þeirra er þau um- gangast og unna. Þennan hæfi- leika þarf nýta, þá börn eru leidd í undraheim stafanna. Geti þau tengt þá för gleði leiksins, þá veit- ist þeim auðvelt að ráða gáturnar er stafimir birta. Til að auðvelda þennan leik er bókin rétt fram og eg fagna henni innilega. Kemur þar fyrst til, að höf- undur texta gerir kröfur til að foreldri taki bam sitt í fang og leysi með þeim gátuhnúta, leiði þau til réttrar lausnar, nú, eða eldra systkin; afi og amma. I annan stað kemur, að höf- undar texta og mynda hafa náð þeim takti að úr verður listadans í ákaflega aðlaðandi bók, sem gaman verð- ur að rétta barni, því söguhetjurn- ar, Ari og systir hans, Osp, verða þeim er þú annt góðir félagar. Hafi höfundur og útgáfa þökk fyrir vel unnið verk. Sig. Haukur. Bergljót Arnalds Utanferðir Vilhjálms BOKMENNTIR Ferðasaga FERÐASLANGUR eftir Viliijálm Hjálmarsson. Austan tjalds og vestan hafs. Æskan 1996, 224 bls. VILHJÁMUR Hjálmarsson, fyrrum alþingismaður og mennta- málaráðherra, hefur ekki setið auðum höndum und- anfarinn hálfan annan áratug. Á þeim tíma hefur hann samið þrettán bækur og sumar hveijar æði þykkar. í þessari síð- ustu bók sinni segir hann frá utanlands- ferðum sem hann fór í kringum 1970. Fyrri ferðina fór hann vorið 1968. Þá var farið til Austur- Þýskalands í boði Bændaflokks þar í landi. Þing var setið, margt skoðað og mikl- ar veislur. í beinu framhaldi af því var farið til Búlg- aríu í boði forseta landsins og var það einnig mikið ævintýri. Þetta mun hafa verið fyrsta ferð höfund- ar út fyrir landsteinana og ber frásögnin öll með sér ferskleika nýjungarinnar. Seinni ferðin var farin sumarið 1975. Þá héldu Vestur-íslendingar í Manitoba-fylki hátíðlegt aldar- afmæli byggðar sinnar. Leik- flokkur og kór úr Þjóðleikhúsinu fóru vestur. Vilhjálmur var þá menntamálaráðherra og þá auð- vitað æðsti yfirmaður Þjóðleik- hússins. Hann fór því vestur ásamt konu sinni. Á um hundrað blaðsíðum segir hann frá þessari miklu reisu um Islendingabyggð- ir. Hátíðahöld voru mikil og mannfagnaður, móttökur frábær- ar og mikil ánægja að hitta marga íslendinga og íslenskættað fólk, skylt bæði og vandalaust. Líklegt er að ferðalög um slóð- ir sem þessar þyki naumast tilefni bókar, svo mjög sem menn eru á faraldsfæti nú um stundir. Og margar yrðu bækurn- ar ef stjórnmálamenn legðu það í vana sinn að skrifa ferðasögur sínar og láta á þrykk út ganga, svo víða sem þeir flakka nú. En Vilhjámur Hjálmarsson hefur sérstöðu. Mér býður í grun að þetta séu einu utanlandsferðir hans og hann kann að segja sögu svo að á sé hlust- að, þó að tilefnið sé ekki alltaf stórt. Hann ritar einnig ágæta gott mál. Frásögn hans er einkar hlý og notaleg, algjörlega laus við alla meinfýsi eða niðrandi ummæli. Hann hefur glöggt auga fyrir því sérstæða og kímnin er sjaldnast langt undan. Það sem kannski er einna skemmtilegast og gerir frá- sögn hans nokkuð sérstæða að hann lítur einatt með augum ís- lenska bóndans á það sem fyrir augu ber. Hvert sem hann fer, hvort heldur það er til Þýska- lands, Búlgaríu eða Winnipeg er Mjóafjörðurinn sjaldnast langt undan. Hann er jafnan upphafið og endirinn. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.