Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUN BI AÐIÐ * Ovenjulegur árekstur Sendibif- reið hafnaði á flugvél ÖKUMAÐUR sendibifreiðar ók á Piper Chieftain flugvél Flugfélags Norðurlands á flugvallarstæðinu á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. Bifreiðin hafnaði á vinstri væng vélarinnar og brotnaði hlíf á væng- enda. Ekki urðu aðrar skemmdir á vélinni, sem er 9 manna og var á leið í áætlunarflug til Egilsstaða. Flugmaður og tveir farþegar voru komnir um borð í vélina þegar óhappið varð, skömmu eftir kl. 9 í gærmorgun. Skipt var um hlífína á vængendanum og var véiin komin á loft og áleiðis til Egilsstaða um einni klukkustund síðar. Nokkuð er um að bílar aki inn á flugvallarstæðið, bæði sunnan og norðan við flugstöð- ina en slíkt er óheimilt án leyfis. Á myndinni er lögreglumaður að skoða skemmdir á vélinni skömmu eftir óhappið. Eins og sést var leið- indaveður á Akureyri í gærmorgun, norðan hríð og skyggni lítið. Morgunblaðið/Kristján Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn í Svalbarðs- og Grenivíkurkirkju fellur niður nk. laugardag vegna jarðar- farar, en verður laugardaginn 30. nóvember. Guðsþjónusta í Svalbarðs- kirkju sunnudaginn 24. nóv- ember kl. 14. Fermingarbörn mæti í fræðslu kl. 11. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudags- kvöld kl. 21. Allt starf KEA í sjávar- útvegi undir einn hatt Á NÆSTU mánuðum verður öll starfsemi á sjávarútvegssviði á veg- um Kaupfélags Eyfirðinga sameinuð í Útgerðarfélagi Dalvíkinga, en nafni fyrirtækisins sem verður til við sameininguna verður breytt í kjölfarið. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri kynnti þessi áform á fundi Akureyrardeildar KEA og sagði að hið nýja sjávarútvegsfyrirtæki myndi á ákveðnari hátt koma inn í markaðsmál en verið hefði og „það yrði tilbúið til sóknar á inn- lendum og erlendum vettvangi þeg- ar tækifæri gæfust. Kaupfélagsstjóri sagði það út af fyrir sig ekki eðlilegt að vera með fiskvinnsluna innan móðurfélagsins og útgerðina í dótturfélagi eins og staðan væri nú. Skynsamlegra væri að hafa þetta svið starfseminnar undir einni stjórn. Vissulega hefði einnig komið til greina að sameina útgerðina móðurfélaginu, en und- anfarið hefði KEA verið að kaupa í ýmsum hlutafélögum í sjávarút- vegi „og við eigum auðveldara með að stjórna þessu og hugsanlega einnig að sameina einhver fyrirtæki okkur ef við erum með okkar sjávar- útvegsdeild í hlutafélagi," sagði Magnús Gauti, en KEA á m.a. hlut í Gunnarstindi á Stöðvarfirði og Snæfellingi í Snæfellsbæ. Hagkvæmni stærðarinnar Á síðustu misserum hefur verið Sjávarútvegssjóður íslands Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Söiutímabil: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: Sjávarútvegssjóður Islands hf. 21. nóvember 1996 til 21. maí 1997. 50.000.000 kr. Sölugengi bréfanna er í upphafi 2,045. Á útboðstímanum verður gengi sjóðsins reiknað út daglega og munu söluaðilar veita upplýsingar um gengi hverju sinni. Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing Norðurlands hf., Kaupþing hf., auk sparisjóða um allt land. Sótt verður um skráningu hlutabréfanna og áður útgefinna bréfa, á Verðbréfaþingi íslands þegar hluthafafjöldi er orðinn 200. Kaupþing Norðurlands hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 44 KAUPÞING NORDURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstrœti 4, 600 Akureyri - Sími 462-4700, fax 461-1235 unnið að nýrri stefnumótun fyrir KEA og var hún kynnt á fundinum, en þar kemur m.a. fram að félagið mun fyrst og fremst starfa á sviðum þar sem hagkvæmni stærðarinnar nýtist best og vaxtarmöguleikar eru fyrir hendi. Þá mun félagið stefna að því að vera ætíð í fararbroddi í þeim greinum þar sem það vinnur. Þungamiðja starfseminnar verður við Eyjafjörð, en félagið mun þó íjárfesta víðar um landið. „Ef á bjátar í atvinnulífinu er oft komið til okkar og við beðin um að leggja lið. Það má vera að tíma- bundið getum við tekið þátt í slíku, en ekki lengi. Við verðum að hafa önnur sjónarmið að leiðarljósi og það er alveg ljóst að við ætlum ekki að þvælast í rekstri þar sem stærð fyrirtækisins er frekar til trafala, þannig ætlum við okkur ekki að reka sjoppur eða mynd- bandaleigur, einstaklingar eru bet- ur komnir í slíkum rekstri," sagði Magnús Gauti. Félagið mun nýta sér aðgang að áhættufé og þá er fyrirhugað að selja ýmsar eignir, m.a. þær sem ekki tengjast nýjum markmiðum kaupfélagsins. Kappkostað að vera í fremstu röð Kaupfélagsstjóri sagði að félagið hefði á sínum tíma verið stofnað um það markmið að taka við fram- leiðsluvörum bænda til vinnslu og sjá þeim fyrir aðföngum óg væri þetta gamla hlutverk enn í gildi. Þá yrði metnaður lagður í að vera í fremstu röð í verslun og yrði áhersla lögð á verslunarrekstur þar sem hagkvæm magninnkaup nytu sín. Einnig myndi félagið kappkosta að vera í fremstu röð í rekstri sjáv- arútvegsfyrirtækja og áfram yrði starfsemi á sviði iðnaðar og þjón- ustu. Stofnað verður til nýsköpunar- og þróunardeildar innan KEA þar sem unnið verður að sameiginlegum hagsmunamálum matvælavinnslu félags, en það rekur mjólkursamlag, frystihús, kjötiðnaðarstöð og brauð- gerð, svo eitthvað sé nefnt. Kórar í Svarfaðardal og Dalvík Styrktar- tónleikar vegna Vallakirkju KÓRAR í Svarfaðardal og Dalvík ásamt Tónlistarskóla Dalvíkur og fleira tónlistarfólki í byggðarlaginu ætla að efna til styrktartónleika í Dalvíkurkirkju á sunnudag, 24. nóv- ember kl. 14. Mikill bruni varð í Vallakirkju í Svarfaðardal fyrir skemmstu, en miklar endurbætur höfðu farið fram á kirkjunni og stóð til að endurvígja hana nú á sunnu- dag. Bruninn kemur sér mjög illa fyrir sóknarnefnd Vallasóknar, sem lagt hafði í íjárhagslegar skuldbind- ingar vegna endurbótanna. Skaðinn snertir auk þess alla íbúa byggða- lagsins en Vallakirkja er höfuðkirkja sveitarinnar og elsta bygging byggð- arlagsins. Með tónleikunum vill tónlistarfólk- ið létta róðurinn með sóknarnefnd- inni. Þeir sem fram koma á tónleikun- um eru Karlakór Dalvíkur, Kór Dal- víkurkirkju, Samkór Svarfdæla, Bamakór Húsabakkaskóla, Kór aldr- aðra, Tjamarkvartettinn auk þess sem Tónlistarskóli Dalvíkur sér um nokkur atriði. Að tónleikunum lokn- um verður kaffisala í safnaðarheimil- inu á vegum sóknarnefndar Valla- kirkju, þar verða einnig til sölu jóla- kort með mynd af kirkjunni. Fyrir þá sem ekki komast á tón- leikana en vilja leggja málefninu lið má benda á hlaupareikning Valla- kirkju í Sparisjóði Svarfdæla nr. 380. Forsala aðgöngumiða á tónleik- ana verður í versluninni Sogn í dag, föstudaginn 22. nóvember, en miða- verð er 1.000 krónur. ♦ ♦ ♦ Ljóðakvöld ÞORSTEINN Gylfason prófessor les úr ljóðaþýðingum sínum á sýn- ingu Haraldar Inga Haraldssonar í Deiglunni í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Michael Jón Clarke flytur sönglög í þýðingum Þorsteins, und- irleikari er Richard Simm. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Seinni sýningarhelgi á sýningu Haraldar Inga fer nú í hönd. Eilíft líf Um helgina em síðustu forvöð að sjá sýningu Þorvaldar Þorsteins- sonar „Eilíft líf“ í Listasafninu. Sýningin er að stórum hluta unnin í samvinnu við fólk sem að jafnaði leggur ekki stund á myndlist. ---------------♦ ♦ ♦--------- Fundur um fjölmiðla Blaðberar Óskum eftir blaðburðarfólki til að bera út blaðið um leið og það kemur í bæinn. Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600. I I I I í TILEFNI af 10 ára afmæli Norðurlandsdeildar Blaðamannafé- lags íslands verður opinn fundur á Hótel KEA á morgun, laugardag, kl. 14. Rætt verður um hagsmuni og fjölmiðla og eru frummælendur Mörður Árnason, íslenskufræðing'ur og varaformaður siðanefndar BI og Óli Björn Kárason ritstjóri Við- skiptablaðsins. Stjórnandi verður Arnar Páll Hauksson deildarstjóri RÚVAK. Fundurinn er opinn öllum. I í I ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.