Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haligrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VARAÐ VIÐ OFBELDISMYNDUM FRANSKAR sjónvarpsstöðvar hafa tekið upp þá ný- breytni að merkja kvikmyndir til að vara foreldra við að þær séu ekki ætlaðar börnum og geti skaðað þau. Mynd- irnar eru einkenndar með merki neðst til hægri á skjánum og það gefur til kynna að þær séu varhugaverðar börnum og unglingum. Ástæða þess, að frönsku sjónvarpsstöðvarnar tóku þetta merki upp, er að 80% sjónvarpsáhorfenda í Frakklandi töldu, að ofbeldi keyrði um þverbak í dagskrám stöðvanna. Merk- ið er þrenns konar, grænn hringur, þegar myndir teljast varhugaverðar, gulrauður þríhyrningur, þegar myndir eru bannaðar börnum yngri en 12 ára og rauður ferningur varar við grófu ofbeldi og klámi, sem gæti haft áhrif á andlegan og siðferðilegan þroska ungmenna. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sér fyndist sjálfsagt að kanna hér á landi hvernig unnt væri að vara foreldra við ofbeldi í sjónvarpi og nefndi þá einnig í því sambandi sérstakar rafrænar ofbeldissíur, sem hann hefði rætt um á Alþingi. Ráðherrann sagðist ekki myndu beita sér að öðru leyti í máli þessu en lýsa skoðunum sínum á því. í ljósi mikillar ofbeldisöldu, sem gengið hefur yfir ís- lenzkt þjóðfélag að undanförnu, er eðlilegt, að sjónvarps- stöðvarnar geri einhverjar ráðstafanir í þessum efnum. Með því má líka segja að boltanum sé velt til uppalenda, þeirra sem bera eiga ábyrgð á andlegum og siðferðilegum þroska yngstu kynslóðarinnar. NORRÆNU TONLISTAR- VERÐLAUNIN BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1997 og verða þau afhent á menningarmálaráðstefnu ráðsins í Osló 3. marz n.k. Þetta er í fyrsta sinn, sem verðlaununum er úthlutað til lista- manns á sviði dægurtónlistar og það er gleðilegt, að Björk skuli verða þessa heiðurs aðnjótandi. Enginn vafi leikur á því, að hún hefur borið hróður íslenzkrar dægurtónlistar víðar um heim en nokkur annar fyrr eða síðar. í rökstuðningi sínum fyrir valinu sagði úthlutunarnefnd- in m.a, að Björk hefði um árbil stöðugt þróað tjáningar- máta sinn og sigurganga hennar á alþjóðavettvangi væri staðfesting á tónlistarhæfileikum hennar. Þetta má til sanns vegar færa, því stíll Bjarkar er mjög persónulegur og sér- stæður. Björk Guðmundsdóttir er því vel að norrænu tónlistar- verðlaununum komin og hún bætist nú í hóp tveggja ís- lenzkra tónskálda, sem verðlaunin hafa hlotið, þeirra Atla Heimis Sveinssonar og Hafliða Hallgrímssonar. Allir eru þessir listamenn landi og þjóð til sóma. AFNEMUM ÓLÖGIN UMMÆLI Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráð- herra á Alþingi í fyrradag um sölu lambakjöts verða að teljast afar einkennileg. Að sögn ráðherrans eru beinir samningar bænda um sölu lambakjöts í stórverzlanir, á öðru verði en verðlagsnefndir ákvarða, brot á búvörulögum. Engu að síður segist ráðherrann ekki ætla að hafa af- skipti af þessum samningum, þar sem engar kvartanir eða kærur hafi borizt vegna þeirra! Það er sérkennilegt að ráðherra þess ráðuneytis, sem á að sjá til þess að búvörulögum sé framfylgt, láti sér í léttu rúmi liggja að sum ákvæði þeirra séu brotin. Öðrum ákvæð- um búvörulaga, til dæmis um innflutning landbúnaðaraf- urða, hefur verið framfylgt af harðfylgi af hálfu landbúnað- arráðuneytisins og að frumkvæði þess. í orðum landbúnaðarráðherra virðist felast viðurkenning á því, að ákvæði búvörulaga um opinbera verðlagningu á lambakjöti séu óskynsamleg og ekki í samræmi við veruleik- ann. Það sýndi sig líka síðastliðið sumar að umræddir samn- ingar voru til hagsbóta bæði fyrir bændur og neytendur. En landbúnaðarráðherra ætti þá að beita sér hið fyrsta fyrir afnámi þessara ólaga, sem heilbrigð skynsemi segir mönnum að fara ekki eftir. STJÓRNVÖLD í löndum inn- an Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu hafa sett sér það markmið að vinna saman gegn peningaþvætti og eins hafa löndin hvert fyrir sig skuld- bundið sig að tryggja það með lög- gjöf að peningakerfið sé á vakt gagnvart öllum óeðlilegum viðskipt- um. ísland er í þessum hópi og Jón H. Snorrason starfandi vararann- sóknarlögreglustjóri segir að banka- kerfið sé skuldbundið til að tilkynna lögregluyfirvöldum um grunsamleg- ar peningayfirfærslur eða afgreiðsl- ur. Þetta á m.a. við ef viðskipta- mennirnir eru ekki þekktir eða fjár- hæðimar eru óvenjulega háar. Jón segir þetta samstarf banka og lögreglu enn á bytjunarstigi og því nokkuð viðkvæmt en upplýs- ingar frá bönkunum til lögreglu séu lögum samkvæmt bundnar miklum trúnaði. „Þarna er ekki um að ræða kæru- skyldu peningastofnana heldur til- kynningarskyldu til lögregluyfir- valda, sem eiga síðan að kanna hvort einhver tilefni séu til að ætla að málið tengist refsiverðri háttsemi. Ef svo reynist ekki vera eyðir lög- reglan öllum gögnum sem hún hefur fengið. Ef hins vegar er um að ræða peningatilflutninga sem eiga upp- runa í sakamáli þá em þetta upplýs- ingar sem fara inn í viðkomandi sakamál," segir Jón. Ur ólöglegu í löglegt Skilgreining á peningaþvætti er hverskyns meðferð á eignum eða peningum sem eru til komnir vegna afbrota í þeim tilgangi að leyna ólög- mætum uppruna eignanna eða pen- inganna. Með öðrum orðum lýsir orðið því, þegar verið er að koma peningum, sem fengnir em með ólögmætum hætti, yfir í lögmæta starfsemi. Eðli málsins samkvæmt eru mál sem falla undir peningaþvætti marg- víslegs eðlis, allt frá smáþjófnaði upp í umfangsmikil alþjóðleg svikamál. Þeir sem skipuleggja slíkar svika- myllur reyna að hafa starfsemina dreifða um mörg lönd svo það verði tafsamt að rekja þræðina. En með samstarfi lögregluyfirvalda i gegn- um Interpol og árvakurri bankavakt er auðveldara að höndla þessi mál. Mál sem kennt hefur verið við Grimaldi Hoffman er eina alþjóðlega peningaþvættismálið sem tengst hefur Islandi svo vitað sé. Það komst raunar upp, þegar íslenskir bankar tilkynntu RLR um óeðlilegar pen- ingahreyfíngar á bankareikningum sem stofnaðir höfðu verið hér á landi. Þetta mál er enn í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu. Jón H. Snorrason segir, að mál SVOKALLAÐ Grimaldi Hoff- man-mál er nokkuð klassískt dæmi um alþjóðlegt svikabrail. Fyrirtækið Grimaldi Hoffman var skráð á Bahamaeyjum árið 1992. Stjórnarmenn fyrirtækis- ins voru búsettir á Ermarsunds- eyjunni Sark og þeir stofnuðu útibú á Spáni, sem var í raun aðeins pósthólf. Árið 1994 voru stofnaðir bankareikningar í nafni fyrirtækisjns hér á landi í Landsbanka og Íslandsbanka. Þeir sem stóðu á bakvið Gri- maldi Hoffman stofnuðu gervi- fyrirtæki í Kanada og Bandaríkj- unum og skráðu þau á hluta- bréfamörkuðum með því að gera tilboð í eigin hlutabréf og sam- þykkja þau á genginu 4. Síðan hóf Grimaldi Hoffman söluher- ferðir gegnum síma og bauð vænlegum fjárfestum hlutabréf í gervifyrirtækjunum. Þetta var kynnt sem áhugaverð skamm- tímafjárfesting því fyrirtækin störfuðu í hátækniiðnaði og væru um það bil að koma fram með nýjung sem ekki hefði verið kynnt enn, þannig að hlutabréfin væru í raun á undirverði. Þúsundir manna um alla Evr- ópu létu blekkjast og sendu greiðslu fyrir hlutabréfin inn á bankareikningana á íslandi, alls um 1,6 milljarð króna. Að nokkr- um mánuðurn liðnum fóru fjár- Á vakt gegn pen- ingaþvætti Aðgerðir gegn alþjóðlegu peningaþvætti verða stöðugt víðtækari enda er um stjarnfræðileg- ar upphæðir að ræða. Enginn veit með vissu hve miklir peningar eru þvegnir í heiminum árlega en árið 1991 var upphæðin áætluð 20 þúsund milljarðar króna. Guðmundur Sv. Hermannsson kynnti sér málið og ræddi við Jón H. Snorrason hjá RLR. eins og Grimaldi Hoffman-málið segi „Land sem er veikt í þessum skiln- til um styrkleika landa gagnvart ingi fær á sig það orð, að viðskipti fjármálasvikum. við það geti verið viðsjárverð. Menn □□□□□□ JÓN H. Snorrason starfandi vararannsóknarlögreglustjóri hugsa sig um tvisvar áður en þeir eiga viðskipti við aðila í Nígeríu en öðru máli gegnir um viðskipti við kringum innflytjendur frá Asíu og Afríku. Þannig hafa innflytjendur frá Afríku nánast tekið öll völd á eiturlyfjamarkaðinum í Ósló, ogþað er talið tengjast skipulagðri starf- semi í öðrum löndum. Jón segir hins vegar ekkert benda til þess, að aukin skipulagning fíkniefna- starfsemi hér á landi tengist nýbú- um. Við fíkniefnaviðskipti og aðra ólöglega starfsemi eða viðskipti verður til neðanjarðarhagnaður sem koma þarf á löglegan markað. Jón segir að ekki hafí verið áætlað hver velta slíkrar starfsemi hér á landi sé á ári, en það skipti örugglega hundruðum milljóna króna. Netfé aðila gegnum banka á íslandi vegna þess að íslenskir bankar líða ekki óheiðarlega starfsemi. En ef bank- arnir á íslandi hefðu ekki gert við- vart um Grimaldi Hoffman-málið, þá hefðu þeir hugsanlega fengið á sig þann stimpil sem fylgdi því að vera viðskiptabankar Grimaldi Hoff- man. Það hangir því meira á spýtunni en að koma upp um ólöglega starf- semi einstakra fyrirtækja. Þetta snertir allan orðstír landanna og við- skiptalífs þeirra," segir Jón. Skipulagning Um helmingur peningaþvættis í heiminum er talinn tengjast við- skiptum með fíkniefni. Hér á landi er peningaþvætti einna helst talið eiga sér stað í tengslum við slík mál enda tengjast þau við- skipti einnig alþjóðlegum glæpahringum. „Hverskyns eiturlyfja- starfsemi hér á landi tengist skipu- lagðri glæpastarfsemi í útlöndum með einum eða öðrum hætti,“ segir Jón. „Innflytjendur og dreifendur fíkniefna hér á landi eru farnir að tengjast skipulögðu neti og það hefur ítrekað gerst að útlendingar hafa verið teknir hér þegar þeir koma með fíkniefni til landsins. Þetta er því orðið einskonar póst- kerfi: menn fiytja efni samkvæmt ákveðnu skipulagi frá einu landi til annars. Á Norðurlöndunum hafa víða myndast skipulagðir glæpahópar Öll samskipti manna á milli verða stöðugt greiðari með nýjustu tækni óg afbrotamenn hafa víða um heim tekið tæknina í þjónustu sína. Um leið opnast nýjar leiðir til að flytja peninga og þvo þá um leið og aðrar hefðbundnar leiðir, svo sem að færa peninga yfir á svissneska banka- reikninga, verða torfarnari. Ein aðferð, sem enn er verið að þróa, er að nota svokallað „cyber- cash“ eða netfé. Það er einskonar kort með tölvuflögu, sem hægt er að geyma á upplýsingar. Hægt er að flytja „peninga" inn á kortið í gegnum síma eða úr bankasjálfsala og flytja peninga milli korta. Engin skráning fer fram um millifærsluna. Þá býður alnetið upp á ótal mögu- leika til afbrotastarfsemi. Jón segir að innan lögreglunnar sé byijað að ræða um alnetið og ýmislegt sem þar geti farið fram og sé ekkert annað en lögbrot og svikastarfsemi. „En þeir sem ganga til þess leiks, að vera á netinu, verða að gera sér grein fyrir göllunum. Það er ekki stöðugt hægt að halda í höndina á fólki.“ En hvernig er lögreglan í stakk búin til að fylgjast með þessari þró- un mála? „Við erum í nánu samstarfí við lög- regluyfirvöld á Norður- löndunum, bæði við grein- ingu á því sem er að ger- ast og þjálfun á viðbrögð- um,“ segir Jón. „Lögregla á Norðurlöndum hefur mikla sam- vinnu sín á milli enda eru landamær- in milli Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur ekki mjög skýr. Innan Evr- ópusambandsins hefur samstarf lög- regluyfirvalda ekki gengið jafn hratt fyrir sig og samstarf landanna á viðskiptasviðinu en nú er unnið að úrbótum. Samstarfið hjálpar mönn- um til þess að sjá þetta í víðu sam- hengi yfír landamæri. En það er verið að reyna að samræma löggjöf- ina þannig að lögregla hafi sömu möguleika í öllum löndunum, því annars er samstarfið þýðingarlítið.“ Peninga- þvætti hér tengist eink- um fíkniefnum Alþjóðlegar fjársvikamyllur festarnir að ókyrrast, höfðu sam- band við Grimaldi Hoffman, og vildu selja hlutabréfin. Þá létu forsprakkar svikakeðjunnar selja hlutabréf í gervifyrirtækj- unum á genginu 0,5 til að fá það gengi skráð í kauphöllum. Síðan voru hlutabréf fjárfestanna seld á því gengi. Fjárfestarnir fengu söluverðið og fullkomið uppgjör yfir söluna frá kauphöllunum en töguðu stórfé. I millitíðinni höfðu fjárhæðirn- ar sem komu inn á íslensku bankareikningana verið milli- færðar á bankareikninga fyrir- tækis í Belgíu. Þetta voru óeðli- legar peningahreyfingar og bankarnir tilkynntu RLR um málið. Það hleypti af stað rann- sókn á málinu sem staðið hefur síðan í Belgíu, en þar eru höfuðp- aurar málsins taldir vera. Þunnir ferða- bæklingar Þekkt dæmi um alþjóðleg fjár- svik eru tilraunir svindlara til að selja auglýsingar í alþjóðlega ferðabæklinga sem aldrei koma út. Þá eru viðurkennd kynning- arfyrirtæki ráðin til að safna auglýsingum í bæklingana til að búa til trúverðuga framhlið. Þeg- ar reynt er að rekja mál af þessu tagi kemur oft í ljós, að fyrirtæk- in sem bjóða auglýsingarnar hafa verið ráðin til þess verks af svip- uðum fyrirtækjum í öðru Iandi, sem aftur hafa verið ráðin til sama verks í enn öðni landi o.s.frv. þannig að erfitt er að finna þá sem í raun standa á bak við svindlið. Pappírskráin í Noregi kom upp mál þar sem maður sem efnaðist á eiturlyfja- sölu vildi kaupa sér hús í fínu hverfi í Ósló. Sá böggull fylgdi skammrifi að hann hafði nær engar opinberar tekjur sam- kvæmt skattframtali og því gætu mikil fasteignakaup og umsvif vakið athygli skattayfirvalda. Maðurinn brá á það ráð að setja á stofn krá, og skilaði til skatta- yfirvalda nákvæmum skýrslum um virðisaukaskatt sem sýndu veruleg umsvif í kráarrekstrin- um. Þá greiddi maðurinn skatta og launatengd gjöld af fjölda starfsfólks. Með „gróðanum" af kránni keypti hann sér stórt hús og lifði í vellystingum praktug- lega þar til yfirvöld létu kanna krána hans nánar. Þá kom í ljós að umsvifin voru mjög lítil og þangað komu nánast engir gest- ir. Okurleiga Framkvæmdastjóri rússnesks útgerðarfyrirtækis ákvað að flylja til Vestur-Evrópu og und- irbjó flutninginn með því að draga sér fé frá fyrirtækinu. Til að koma fénu út úr Rússlandi fékk hann vitorðsmann í fyrir- heitna Evrópulandinu til að gera við sig húsaleigusamning og leigði af honum kjallaraholu fyr- ir geypiverð. Framkvæmdastjór- inn sendi síðan reglulega pen- inga frá rússneska fyrirtækinu til að greiða húsaleiguna. Vit- orðsmaðurinn gaf leigutekjurnar upp til skatts en afganginum skiptu framkvæmdastjórinn og vitorðsmaðurinn með sér. Þannig dró framkvæmdastjórinn pen- inga út úr fyrirtæki sínu en'þvoði þá jafnframt með því að nota þá til að greiða húsaleigu á opinber- um markaði þótt hún væri hátt yfir markaðsverði. Gervifyrirtæki Á íslandi hafa fyrirtæki verið búin til í þeim tilgangi einum að stunda fjársvik. Þessi fyrir- tæki hafa verið skráð opinber- lega og með eðlilega kennitölu en engin starfsemi fór þar fram heldur voru þau notuð til að stofna til viðkipta og skuldbind- inga. Dæmi er um fyrirtæki sem ákveðnir menn voru fengnir til að vera í forsvari fyrir. Fyrir- tækið var skuldbundið upp á milljónatugi en þegar að skulda- dögum kom varð ljóst að fyrir- tækið hafði enga starfsemi og öll verðmæti, sem fyrirtækið hafði aflað sér, voru horfin. Eft- ir sat skráður forsvarsmaður, sem ekkert hafði fylgst með málinu; sagðist raunar hafa ver- ið drukkinn mánuðum saman. Hann var dæmdur í 2Vi árs fang- elsisvist. Bankasvik Svikahrappar hafa komist inn á alþjóðleg bankanet og svikið fé út úr bönkum með því að óska eftir millifærslum á reikninga. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt og að bankar séu á verði er líka eðli máli samkvæmt hluti af þeirra skyldum og vinnuaðferð- um. En það hefur í nokkrum til- vikum sýnt sig að þessi skylda bankanna að gaumgæfa mjög vel uppruna peninga og gaumgæfa frá hveijum þeir stafa, hefur upplýst um fjársvik. Dæmi um mál sem komst upp í einu Norðurlandanna er þegar banki A fékk peningasendingu, sem samsvaraði 2 milljörðum ís- lenskra króna, frá banka B í sama landi með ósk um að fjár- hæðin yrði færð á 15 bankareikn- inga í 10 öðrum löndum. Banki A spurði banka B hvaðan þessir peningar hefðu komið en það sagðist banki B ekki hafa kannað sérstaklega því upphaflega óskin hefði komið frá öðrum banka, C, og sá banki yrði skuldfærður fyrir upphæðinni. Banki A hafði þá samband við banka C og þá kom í ljós að C kannaðist ekkert við málið. í þessu tilviki var þar það ár- vekni starfsmanna banka A sem voru að gegna skyldum sínum við lögin um peningaþvætti, sem varð til þess að forða banka B frá stórtapi. Hann hafði sofið á verðinum og talið að banki C hafi verið búinn að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Um 40% fuilorðinna hafa aldrei reykt ÁRSSKÝRSLA tóbaksvarnanefndar um reykingar landsmanna er nýkom- in út en nefndin hefur falið Hagvangi að gera árlega þrjár úrtakskannanir á reykingum landsmanna síðan 1985. Stærð úrtaksins í hverri könnun nam 1.400 manns, á aldrinum 15 til 89 ára, og voru þeir valdir af handahófi, en könnunin var gerð símleiðis. Svarhlutfall var frá 71,6% til 73,0%. í skýrslunni kemur meðal annars fram að 38,6% karla á aldrinum 18 til 69 ára hafa aldrei reykt, 30,3% reykja daglega en 3,3% sjaldnar en daglega, 24,1 % hætti fyrir meira en ári en 3,8% hættu fyrir minna en ári. Hjá konum á sama aldursbili er samsvarandi niðurstaða sú að 40,5% kvenna hafa aldrei reykt, 30,5% reykja daglega en 3,7% sjaldnar en daglega, 21,6% hættu fyrir meira en ári en 3,6% hættu fyrir minna en ári. Reykja eða reykja ekki Reykja daglega I Reykja sjaldnar -—I en daglega -Hættif. minna enári Hætti fyrir meira en ári Hef aldrei reykt KONUR 18-69 ára Þau sem reykja daglega, eftir aldri (is-89ára) 100% -Hafaaldrei reykt - - Eru hætt Reykja stundum Reykja daglega 15-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 ára ára ára ára ára ára ára ára 5J5KJ Hvað reykja þau? (15-79 ára) 100 é e co co 80 10,1% vindla 60 6,9%, pípu KONUR 15-79 ára <D s 40 20 -vindla - þípu 3 £ <xs -5? w TO cn -Sí «o 15-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 ára ára ára ára ára ára ára ára Þau sem reykja daglega (is-69ára) Skipt eftir skólagöngu Háskólapróf 50% Þau sem reykja daglega 1985 til 1996 I f 43%1 V"— KARLAR, 18-69 ára ' 37% < II 31% 30% 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.