Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 47 FERÐ LAGANEMA ar og gerðum fræðilega úttekt á skemmtanalífi Tel Aviv. Aðalumræðuefni kvöldsins var morðið á arabíska sprengjusér- fræðingnum, Yahya Ayyash, „verkfræðingnum", sem lést fyrr um daginn, þennan föstudag, þeg- ar farsími er hann átti sprakk í höndunum á honum. Ayyash hafði um langt skeið verið eftirlýstur af ísraelsku leyniþjónustunni, m.a. vegna aðildar hans að því að sprengja í loft upp strætisvagn í Tel Aviv, með þeim afleiðingum að á 4. tug ísraela dó eða særðist. Fréttin af andláti Ayyash var gestgjöfum okkar því ekki harma- fregn. Það var langt liðið á hvíldardag- inn þegar við héldum „heim“ á leið með hýslum okkar þennan laugardagsmorgun enda kom á daginn að ísraelsferðin átti eftir að verða ferð skemmtunar og lítill- ar hvíldar. Jerúsalem Laugardaginn 6. janúar, á Shab- bat, hvíldardegi gyðinga, fórum við íslendingarnir í fyrstu ferð okkar til Jerúsalem - vöggu þriggja helstu trúarbragða heims og í augum okkar kristinna manna, borgarinnar þar sem lífi og starfi Jesú Krists lauk. Það greip hugann sterk óraunveruleikatilfínning, að við skyldum vera að nálgast eitt helsta sögusvið biblíusagnanna. En við vorum virkilega á leiðinni til Jerúsalem, borgarinnar eilífu, þangað sem kynslóðirnar höfðu komið og farið á undan okkur og sögulegir atburðir gerst við hvert fótmál, borgarinnar þar sem stein- arnir tala eftir að mennirnir þagna. í þessa ferð fórum bara við ís- lendingarnir ásamt ísraelskum leið- sögumanni okkar, ungfrú Shlomit Wakshal og vini hennar, sem hafði nýlokið herþjónustu og kom með af öryggisástæðum. Laganemarnir, gestgjafar okkar, héldu hvíldardaginn heilagan. Við fórum með rútu frá Tel Aviv og tók ferðin einungis tæpa klukku- stund. Eftirvæntingin eftir því að sjá Jerúsalem jókst með hverri mínutunni sem leið. Allt í einu blöstu ljósir borgar- múrar Jerúsalem við okkur, en í kringum gamla bæinn í Jerúsalem er 2,5 mílu virkisveggur, með 14 varðturnum og 7 borgarhliðum, sem Suleiman mikli lét reisa 1536- 1539. Við vorum komin í Kedron- dalinn og höfðum borgarmúrana á hægri hönd og Olíufjallið á þá vinstri. í hlíðum Olíufjallsins eru margar fallegar kirkjur og hús sem okkur gafst tímans vegna ekki færi á að skoða nánar og sáum við hlíðina því aðeins tilsýndar úr fjarlægð. Meðal mest áberandi kirkna í hlíðum Olíufjallsins eru Allraþjóða-kirkjan, sem var reist á rústum gamallar krossfararkirkju og er auðþekkjanleg á málaðri framhlið sinni, hannaðri af Barluzzi, árið 1926 og kirkja Mar- íu Magðalenu, með fallega, gyllta kúpla, sem rússneski keisarinn lét reisa seint á 19. öld. Meðal ann- arra sögufrægra staða á Olíufjall- inu eru Getsemane-garðurinn, þar sem Jesú dvaldist eftir síðustu kvöldmáltíðina og grafreitir gyð- inga. Gegnt Olíufjallinu er Ljónahlið- ið, en í gegnum það hlið fórum við inn í Jerúsalem. Þess mætti geta að þegar ísraelski herinn náði Jerú- salem á sitt vald í 6 daga stríðinu, 7. júní 1967 réðist hann til inn- göngu í Jerúsalem, sömu leið og við vorum að fara, í gegnum Ljóna- hliðið. Ljónahliðið ber í rauninni 4 nöfn. Gyðingar kalla hliðið Ljóna- hliðið, vegna þess að sagan segir að Suleiman mikli (tyrkneskur valdhafi sem réð yfir Israel á 16. öld) hafi kvöld eitt dreymt að 4 ljón væru að rífa hann í tætlur. Draumurinn var skýrður svo fyrir honum að ljónið, tákn Júdeu, væri hamlaust af reiði, vegna þess að ekki væri búið að reisa borgar- múra í kringum Jerúsalem. Súlei- man mikli er sagður hafa látið reisa borgarmúrana þegar í stað, eftir að hann heyrði þessa draumr- áðningu. í minningu um draum sinn, lét hann höggva 4 ljón í eitt borgar-hliðanna, sem upp frá því var nefnt ljónahliðið. Kristnir menn kalla hliðið Stef- ánshlið, því fyrsti píslavottur kristninnar, Stefán, á að hafa ver- ið grýttur til bana þar. Við laganemar skírðum hliðið síðan upp á nýtt Stefáns Máshlið í minningu um ferð okkar og pró- fessors Stefáns Más gegnum hlið- ið, þennan þrettánda jóladag, 6. janúar 1996. Ekki vita þó allir af því og er óvíst hvort það nafn nær að festast, nema í hugum okkar. Loks kalla arabar hliðið fjórða nafninu, Bab Sittia Maryan (Hlið Maríu meyjar), því fæðingarstaður Maríu guðsmóður er sagður vera fyrir innan hliðið. Þangað var ferð okkar fyrst heitið, að húsinu þar sem María guðsmóðir er sögð hafa fæðst. Til þess að leggja áherslu á helgi stað- arins var skvett á okkur vígðu vatni við inngang fæðingarstaðar- ins og aðeins að því búnu var okk- ur leyft að koma inn. Við fórum niður stiga og gengum inn í eins konar hvelfingu þar sem María á að hafa fæðst. Það er skrítið til þess að hugsa að gatan þar sem María mey á að hafa fæðst er þekktust fyrir píslar- göngu sonar hennar, Jesú Krists. Þá götu, Via Dolorosa, ætluðum við að ganga og feta þannig í fót- spor frelsarans. Þúsundir pflagríma, hvaðanæva úr heiminum koma ár- lega til Jerúsalem til þess eins að ganga eftir Via Dolorosa, krossfer- il Krists, og minnast með því móti kærleika Jesú sem kvaldist og dó til þess að við mættum lifa. Höfundur er lögfræðingvr. Wvafr cr rétf kiukka? ( síma 155 er að finna upplýsingar um hvað I rétt klukka er • Opið allan sólarhringinn. I pósturogsImi Ljósmyndasýning Morgunblaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI OG SKEIÐARÁRSANDI hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefiir verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru þar. Sýningin stendur til föstudagsins 6. desember og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.