Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 25 fékk sú tilgáta byr undir báða vængi á tvísöngstónleikum þeirra Bjarkar Jónsdóttur og Signýjar Sæmundsdóttur við undirleik hol- lenzk-íslenzka píanistans Gerrits Schuils á tónleikunum í Fella- og Hólakirkju á þriðjudagskvöldið var, því þegar bezt lét færðist söngurinn beinlínis í æðra veldi af þeim sök- um, og ekki spillti fyrir hljómburð- ur kirkjunnar, því guðshúsið í efra Breiðholti virðist ekki síður hannað til að þjóna Orfeifi en Almættinu. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Fyrst voru tveir dúett- ar eftir Purcell, Let us wander (með „labbandi" undirleik) og So- und the Trumpet, sem hlýtur að vera úr einhveijum afmælisóði til Maríu Englandsdrottningar; það var leikið nokkru ójafnar en hið fyrra og flúrsöngur þess ekki alveg eins hnitmiðaður og æskilegt væri. Síðan komu fjögur lög eftir Haydn, sungin sóló af Signýju, er náði með leikrænum hæfileikum sínum mestu flugi í Eine sehr gewöhnliche Geschichte, gamansömum frásagn- arsöng sem virðist n.k. fyrirrennari aríu Hönnu í Vetri Árstíðanna eftir sama höfund (Ein Madchen, das auf Ehre hielt). Ensku þjóðlögin tvö næst á eftir, er Björk söng ein, auk hinna þriggja skozku, er sungin voru í dúett, voru eins og ferskur heiðarvindur; stundum seiðandi, stundum bráðfyndin (eins og The Spanish lady í meðförum Bjarkar, enda þótt vantaði aðeins meiri textaframburð) og runnu sérlega ljúflega niður, ekki sízt smekkleg útsetning Rankins á hinu ódauð- iega The bonny banks of Loch Lomond. Eftir hlé tók efni heldur að þyngjast. Signý söng einsöng í All- erseelen eftir Strauss og kom mjög fallega niður í lok lagsins, þó að enn sem oftar væri fullmikill styrk- munur milli efra og neðra radd- sviðs. Þetta kom enn berlegar fram í Nichts (Strauss), einkum vegna stórra tónbila þess lags. Dúóið söng síðan mjög fallega sjávarsíðuídyll- ina Die Meere eftir Brahms, sem jafnframt var einn af mörgum ynd- isvel leiknum píanóundirleikshá- punktum kvöldsins. Þær stöllur gerðust skapheitari í Die Boten der Liebe, og í þriðja og síðasta lagi eftir Brahms, Die Mainacht, söng Björk einsöng á ýmist ljóðrænum og dramatískum nótum. Stjörnunúmer Bjarkar þetta kvöld var Les Adieux de THotesse Arabe, með „arabískri" undirleiks- hrynjandi í réttum þríliðum, þar sem söngkonan birti áheyrendum glæsilega mezzó-hæð og drama- tískt innlifaða túlkun, enda þótt samhljóðin mættu hér sem endra- nær vera harðari. Það gustaði af bæheimskum þjóðlögum í þrernur dúettum eftir Dvorák. í hinu fyrsta, Der Ring, var svolítill endareiging- ur á stökum söngstrófum, en ann- ars voru öll lögin ferskt og fjörugt sungin og leikin og „etnískar" tempóbreytingar margar skemmti- legar í Grúne, du gras. Eins og vera bar lauk tónleikun- um með tveim hápunktum; í þessu tilviki næturljóðsdúettum eftir Rossini, hinum dúnmjúka La Pesca og hinum bráðfyndna La Regata Veneziana, þar sem Gerrit Schuil BARNALEIKRITIÐ LOFTKASTALANUM LAUGARDAGINN 23. NOV. KL. 14.00, ÖRFÁ SÆTI LAUS 2. SÝNING SUNNUDAGINN 24. NÓV. KL. 14.00. [REYKIAvTk & HAFNARFIRÐI MIÐASALA I LOFTKASTALANUAA OG OLLUM HRAÐBONKUM ISLANDSBANKA LISTIR Tvísöngsperlur TONLIST Fella- og Ilölakirkja LJÓÐATÓNLEIKAR Verk eftir Purcell, Haydn, R. Strauss, Brahms, Bizet, Dvorák og Rossini, auk enskra og skozkra þjóð- laga. Signý Sæmundsdóttir sópran og Björk Jónsdóttir mezzosópran; Gerrit Schuil, píanó. Fella- og Hóla- kirkju, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.30. AÐEINS eitt getur verið betra en glæsileg kvenmannsrödd, en það eru tvær glæsilegar kvenmanns- raddir. Skyldi maður halda. A.m.k. fór á kostum á píanóið með perl- andi skensi í for- og millispilum. Mátti reyndar gruna, að þessi flinki tónlistarmaður frá einu aðalbóli evrópskrar tónlistararfleifðar kynni að hafa haft hönd í bagga með eitt og annað fyrir utan undirleik, því stundum komu fram söngtilþrif sem maður hefur ekki átt að venj- ast. En úr því að raddir Signýjar og Bjarkar virtust falla mjög vel saman, var þegar komið ærið til- efni til að riija upp sígildar tvísöngsperlur sem legið hafa í þagnargildi. Er vonandi aðeins rétt verið að bytja. Ríkarður Ö. Pálsson Við skiptuin við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Guðmundur Sveinsson er framkvæmdastjóri hjá Héðni Smiðju hf, í Garðabæ. Hann er VélMp... Starf hans felst í daglegum rekstri fyrirtækis sem flytur inn og þjónustar vélbúnað í flutninga- og fiskiskip auk þess sem það sér um tæknivinnu, hönnun og uppsetningu á búnaði fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Guðmundur telur að vélfræðingsnámið sé góð undirstaða fyrir það starf sem hann hefur með höndum og gefi honum nauðsynlega innsýn í mikilvæga verkþætti. Nánari upplýsingar veitir: AninrtMii! /áfa Vélstjórafélag Vanti ykkur traustan starfsmann ' mm '' lWh I ■ | J ® með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, |Sl3,ílUS bæði bóklega og verklega, Borgartúni 18,105 Reykjavík þá eru þið að leita að vélfræðingi. Sími: 562-9062
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.